Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK. SiMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar; (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftan/erð á mánuði 1368 kr. Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr. Skýr skilaboð Undarlegri heimsókn Simonar Peresar til íslands er lokið. Af einhverjum óskilgreindum ástæðum sá forsæt- isráðherra íslands ástæðu til að bjóða utanríkisráðherra ísraels í opinbera heimsókn, mitt í þeim átökum sem nú eiga sér stað milli ísraelsmanna og Hisbollah-hreyfingar- innar. ísraelsmenn hafa þar margt á samviskunni og ekkert er það sem rekur sérstaklega á eftir því að íslensk stjómvöld sýni fulltrúa Ísraelsríkis vináttuvott á sama tíma og blóðið rennur í Líbanon. Það sem vakti þó mesta athygli við heimboðið og heim- sóknina var sú ýfirlýsing sem höfð var efdr utanríkisráð- herranum að tilgangur hans með íslandsförinni væri fýrst og fremst sá að koma þeirri kröfú á framfæri við íslendinga að Eðvald Hinriksson, öðm nafni Mikson, yrði dreginn fyrir dóm, ef ekki framseldur. Nú er rétt og skylt að taka fram að Simon Peres hefur ekki verið fremstur í fylkingu ofstækismanna í heima- landi sínu. Þvert á móti hefúr Peres verið talinn dúfa í ísraelskum stjómmálum. En hann er engu að síður per- sónugervingur og fulltrúi ísraelsstjómar sem hefur á undanfömum árum haft sérstakt lag á því að draga úr þeirri vinsemd og stuðningi sem ísraelsmann hafa löng- um haft hér á landi og víðar á Vesturlöndum. ísraels- menn hafa með óbilgimi og óskiljanlegum hefndarþorsta spillt fýrir sér og sínum málstað í almenningsálitinu á Vesturlöndum. Það á meðal annars þátt í því að fulltrúar stjómarand- stöðunnar afþökkuðu kvöldverðarboð til heiðurs Peres og utanríkisráðherra íslands sá ekki ástæðu til að fresta för sinni til Grænlands á minni háttar kratafund. Þetta hefur ekki áður gerst, ekki einu sinni þegar fúlltrúar Sovétríkjanna heimsóttu ísland hér á árum áður og ís- lenskir stjómmálamenn sýndu eðlilega kurteisi, jafnvel þótt stríðsglæpir og mannréttindabrot Sovétmanna væru margfalt fleiri og meiri en þau sem ísraelsmenn drýgja um þessar mundir. Þessi mótmæli og önnur háværari settu svip sinn á heimsókn Simonar Peresar. Niðurstaðan varð lfica sú að ísraelski utanríkisráðherrann lék á lágu nótunum. Hann mun hafa fært mál Eðvalds Hinrikssonar í tal við forsæt- isráðherra en gerði ekki mikið úr því og gaf raunar yfir- lýsingar sem benda til að ísraelsmenn hafi áttað sig á því að eltingaleikur við fimmtíu ára gamla atburði úr heimsstyijöldinni orkar tvímælis. Kannski em þeir að læra effir reynsluna af málaferlunum yfir Demjanjuk? Kannski skilja þeir að það er ekki hægt til lengdar að kasta steinum úr glerhúsi? Simon Peres virtist bjartsýnn á að samningaviðræður um málefni Palestínumanna fái farsæla lausn á næst- unni. Það em í sjálfu sér góð tíðindi. Varla hefur hann þó verið að leggja leið sína til íslands tfi að hafa áhrif á gang þeirra viðræðna eða bera defiumálin upp við ís- lensk stjómvöld. För ísraelska utanríkisráðherrans getur þjónað þeim eina tilgangi að hlera sjónarmið þeirra þjóða sem verið hafa ísraelsmönnum hliðholl. Vonandi hefur Simon Peres komist í skilning um viðhorf íslendinga, sem sé þau að ísraelsmönnum ber skylda til að sýna Palest- ínumönnum og öðrum nágrönnum sínum tiUitssemi og veita þeim griðland. Kenningin um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn á ekki við. Galdrabrennum gagnvart syndum fortíðarinnar þarf að linna. Fálæti íslendinga gagnvart heimsókn hans em skila- boð til ísraelsmanna um að fara sér hægt. Ef þau hafa komist til skfia hefur heimsókn Peresar borið árangur. Ellert B. Schram Sauðkindin í brennidepli Enn eitt upphlaupið hefir orðið út af íslenskum landbúnaði, að þessu sinni vegna skýrslu Hag- fræðistofnunar HÍ á vegum nor- ræiiu ráðherranefhdarinnar um stuðning við landbúnað á Norður- löndum. Skýrslan hefir sætt harðri gagnrýni og fordæmd þau vinnu- brögð sem viðhöfð voru og leiddu til villandi og rangrar niðurstöðu einfaldlega vegna þess að byggt var á úreltum tölum frá 1988, þegar stuðningur við íslenskan landbún- að nam þriðjungi hærri upphæð en á yfirstandandi ári. Má furðulegt heita að fagstofnun, tengd Háskóla íslands, skuli gera sig seka um slík- an flumbruhátt - ef ekki beina fols- un. Óþolandi milliliðabrask Eg vil helst ekki ætla þeim mönn- um, sem þama stóðu að verki, að þeir hafi vísvitandi viljað koma höggi á íslenskan landbúnað og skipa sér þannig í flokk þeirra manna sem vilja hreinlega leggja hann niður og fá í staðinn ódýrar niðurgreiddar landbúnaðarvörur erlendis frá. Það er lítil reisn yfir þeim málflutningi. Það er ekki bara gallað kerfi, sem þeir menn berjast gegn, heldur kemrn- þama fram hættulegt van- traust á íslenska landkosti og möguleika þjóðarinnar til að vera sjálfri sér nóg í framleiðslu land- búnaðarvara. Ekki má heldur van- meta hættuna á að búfjársjúkdóm- ar berist til landsins með innfluttu hráu kjöti. íslenskar landbúnaðarvörar era dýrar, það er rétt, ekki síst vegna óþolandi milliliðabrasks sem tíðk- ast hefir áratugum saman, og ekki bætir 14% vaskurinn þar um nú. Hinu getur svo hver og einn velt fyrir sér hvort hann gerir betri kaup í hálfum lítra af kóki fyrir 70 kr. eða heilum lítra af nýmjólk fyr- ir 66 kr. Vaxandi frumkvæði Góðu heilfi virðast nú íslenskir bændur sýna vaxandi frumkvæði í sínum málum, m.a. í sölu- og mark- aðsmálum sem hafa verið látin dankast alltof lengi. Markaðssetn- ing og kynning á íslenskum mat- vælum á erlendri grand er mikil- vægt spor í rétta átt. Það má merki- legt heita ef við, sem í ferðamálum okkar gerum fyrst og fremst út á hreint loft og vatn - ómengaða nátt- úra - getum ekki nýtt það einnig tii aö kenna útlendingum heima hjá sér að meta afbragðs náttúra- fæðu, t.d. lambakjötið okkar, besta kjöt í heimi, taka það fram yfir annað kjöt sem nálgast það að vera verksmiðjuvara, framleidd með hormónagjöfum og öðrum gerviað- ferðum í lifvana umhverfi. Ég hef þá trú að þetta muni tak- KjaUarinn Sigurlaug Bjarnadóttir menntaskólakennari ast fyrr en seinna og þá muni draga niður í þeim mönnum sem ekkert færi láta ónotað til að naggast út í íslenskan landbúnað, með fordæmi krata að leiðarljósi, og af því meira offorsi því minna sem þeir vita um það sem þeir era að tala um. Og sauökindin jafnan í brennidepli. Baldur Hermannsson helgaði henni sérstakan kafla undir yfir- skriftinni „Tortímandinn" í marg- umtöluðum sjónvarpsþáttum sín- um. Ekki nóg með það að þetta óargadýr, sem engu eirir, sé á góðri leið með að naga upp til agna allt gróðurlendi íslands, heldur legðist það líka á grjótið! Kannski var Baldur að gefa í skyn að íslenska grjótið væri í útrýmingarhættu!! Sterk ítök Og enn kom „ógnvaldurinn" á skermimx í viðræðuþætti (Á sauð- kindin ísland?). Vígreifur stjóm- andi og málglaður úr hófi fram á kostnað viðmælenda sinna, sem vora greinilega snöggtum betur að sér en hann um þau málefni sem um var rætt: gróðurlendi íslands, sauðkindin - þjóðarbúskapurinn. ítrekaö þurfti að leiðrétta rang- færslur hans og fáfræði. Við spumingu hans hvemig ætti að skilgreina hugtakið „ofbeit", hvort það þýddi að komið væri „gat á jarðskorpuna"! varð þó fátt um svör. Fram kom að sauðfé hefir fækkað um helming á sl. 20 árum en hrossum hins vegar stórfjölgað. Þau tækju nú meira af sumarbeit- inni en sauðféð. Hvemig skyldu þau fara með vesalings, jarðskorp- una“? Ég held að Guðbergur Bergsson, sem var eiim viðmælenda, hafi hitt naglann á höfuðið er hann í lok þáttarins svaraði titilspumingunni á þá leið að sauðkindin ætti ekki ísland en hún ætti hjarta íslend- inga. Sveitalíf, búskapur og sauðkind- in eiga nefnilega enn sterk ítök í íslendingum. Þeir hafa skilning á því að stöðugur fólksflótti úr sveit- um landsins og enn frekari grisjun byggðar mun leiða til fátæklegra mannlifs til sveita og um leið til fátæklegri þjóðmenningar. Sigurlaug Bjarnadóttir „Góðu heilli virðast nú íslenskir bændur sýna vaxandi frumkvæði i sín- um málum, m.a. í sölu- og markaðsmálum ...“ segir m.a. í grein Sigur- laugar. „íslenskar landbúnaðarvörur eru dýr- ar, það er rétt, ekki síst vegna óþolandi milliliðabrasks sem tíðkast hefir ára- tugum saman, og ekki bætir 14% vask- urinn þar um nú.“ Skoðanir annarra Trausti rúinn Hæstiréttur? „Ég virði það alveg við prófessor Sigurð Líndal að hann skuli ganga úr fræðimannsfleti sínu til að veija Hæstarétt íslands. Hann er sjálfsagt rekinn áfram af þeirri þörf, sem yfirleitt allir borgarar hafa, að geta treyst æðsta dómstól landsins. Satt að segja er það dapurlegt að geta ekki gert það... .Dómstóll- inn fáer ekki það traust sem hann þarfnast, fyrr en hann sýnir það með störfum sínum, að hann verð- skuldi það.“ Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. í Mbl. 20. ágúst. Þarna er vandinn „Ríkisstjórnin getur ekki látið sér nægja að skera niður ríkisútgjöld til velferðarmála og kallað það kerfisbreytingu. Ríkissljómin getur ekki heldur lækkað skatta einhliða og talað um lækkaöar álögur á almenning á sama tíma og útgjöld ríkissjóðs til úreltra þjóðlífshátta fara úr böndunum. Með öðrum orðum: Ríkissjóm Davíðs Oddssonar þarf pólitískt hugrekki tíl að takast á við kjama vandans sem er umsköpun atvinnuveganna, uppstokkun ríkiskerfis- ins, minnkandi ríkisumsvif og opnun heilbrigðrar samkeppni í atvinnulífinu.“ Úr forystugrein Alþbl. 19. ágúst. Vaxtalækkun í hag bankanna „Fáir aðilar eiga meira undir vaxtalækkun á ís- landi en viðskiptabankamir. Ef raunvextir lækkuðu á íslandi kæmi það bönkunum vel. Hagur þeirra viðskiptavina bankanna sem hafa átt í erfiðleikum myndi vænkast, eins gæti vaxtalækkun örvað hag- vöxt og við það aukast tekjur bankanna.. .Til þess að lækka vexti á íslandi verðum við að hætta að eyða um efiú fram. Augu okkar hljóta því að beinast að því hvemig ríkisstjóminni gengur að jafna hall- ann við fjárlagagerð í haust.“ Valur Valsson, bankastj. 1 slandsbanka, í Mbl. 20. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.