Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Side 20
20 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 Menning Hinsta bók Steinars Þessi bók er sú síöasta sem Steinar Sigur- jónsson gekk frá áöur en hann dó. Þaö er dæmigert fyrir sérkennilegan feril þessa höf- undar að gefa þessari bók titil sem hann hafði áður notað á safn stuttra texta fyrir aldaríjórðungi. En vissulega ber bókin nafn með rentu því hér eru tæplega fjórir tugir texta á hálfu öðru hundraði blaðsíðna. Og textamir eru ekki aðeins stuttir heldur á annan hátt brotakenndir líka. Yfirleitt gerist ekkert í þeim, allt situr við það sama í lok sögu sem í byijun. Sérstaklega er dregið fram hið hversdagslega en þannig sést að til er valkostur við hversdagsleikann, ftjótt og auðugt líf, jafnvel er það beinlínis sýnt stund- um (bls. 72): „Konan sést aldrei stíga dans útá götu. Hún sést aldrei gera annað á götunni en að gánga og halda á körfunni sinni, þótt líklegt sé að hún hafi til að bera meðfæddar ástríður, og þær vildu undir einstæðum kringumstæðum knýja hana til að stíga dans á götunni eða leika sér að því að rétta fram annan fót sinn, en standa á hinum og kannski að sveigja lík- amann, eða hegða sér eins og gatan væri henni fijáls og leikur væri ekki nema snar þáttur í lífi hennar." Heildarsvipur bókarinnar bætir engu við ritverk Steinars í heild. Því þessir stuttu text- ar eru eins og klipptir úr sögum hans á ýmsum tímum. Þannig minnir „Minning" og ferleg kvenlýsingin í „Túnglið óð í skýj- um“ á fyrstu skáldsögu Steinars, ástarsögu, þótt hvergi komist nærri henni að gæöum. Staglið 1 „Tölur“ minnir á Kjallarann fyrir tveimur árum. Sum brotin (á bls. 99-118) gefa allgóða hugmynd um framvindu og stíl annarra skáldsagna Steinars, svo sem Síng- an rí (1986) eða Sáðmenn (1989), en stuttu textamir eru ólíkt auðlesnari. Stíll Steinars er að vanda sérkennilegur. Hann er oft staglsamur, miklar endurtekningar um Bókmenntir Örn Ólafsson þýðingarlausa hluti. Töluvert ber á eins kon- ar nýyrðum, sem allt eins mætti kalla útúr- snúning því þau virðast aðeins notuð til að sniðganga algeng orð af sama stofni. En þetta er með öðru til að gefa málfari persónu sér- Steinar Sigurjónsson. stæöan blæ, talmálskenndan, enda ber mikið á hugsanaflæði, í belg og biðu, með ófullgerð- um setningum. Einnig er ruglast á orðum, t.d. er í eftirfarandi dæmi blóð í stað guð, syndin persónugerð og annað eftir því (bls. 45): „Og bráðum kemur gamli maðurinn með magann að reka í bijóst henni og svo sprett- ur hatrið upp og svo drepur hún og blóðið vellur sem ég lifandi. Hún hefur mikla sælu í þvi og kannski er barnið grátt af lús, og ef ég bara ef ég spríng í blindneskju og hún er yfir mér að sprengja, ha, og blóð minn góður og syndin öslast í veröldinni af öllum kröft- um og flugur skrækja í loftinu þúnghlaðnar fjósafýlu. Menn og skepnur streitast af synd- ugri leti og sóhn svífur sveitt í syndinni og svo sprengir hún guð minn blóð, þvílíkt gums og ég gæti æpt í sveittri móðunni og svo smellur í og blóðið lekur af fíngrum fram og glúúúú!" Þessi bók kemst auðvitað ekki í hálfkvisti við helstu sögur Steinars. En með þeim fyrir- vara getur hún nýst sem eins konar sýnisbók af ritum hans. Steinar Sigurjónsson: Brotabrot Forlagið 1993, 151 bls. 10 daga tilboð Brana segir frá spólan B0NUSVIDE0 í Mjódd - Þönglabakka 6, s. 670066 „Þrír vinir" er fræðibók í frásagn- arformi um líf sela, einkum landsela. Sagan er lögð í munn urtunni Brönu sem byijar sögu sína strax í móður- kviði, lýsir fæðingu sinni í selalátri á Breiðafiröi og æviferli fyrstu árin. Jafnaldrar hennar og félagar gegn- um þykkt og þunnt eru Hrönn og Hrappur. Fyrstu vikumar hafa mæöumar vakandi auga á þeim, en þegar kóparnir fara að bjarga sér gefa þær þeim smám saman lausari tauminn. Þá taka við margvísleg ævintýri, ýmist skemmtileg eða hættuleg; vinimir missa alveg sjónar á mæörum sínum, en helsti leiðbein- andi þeirra verður gömul vitur urta sem þau kalla ömmu. Ævintýri selkópanna tengjast flest- öll fæöuleit því þeir þurfa geysimitóð að éta og höfundurinn, Karvel Ög- mundsson, veit margt um lífshætti og fæðuval sela. Sagan minnir oft á Karvel ögmundsson. Urtan Brana er sögumaður i bók hans. bækur Sigurðar Thorlacius skóla- stjóra, Sumardaga um gimbrina Bókmermtir Silja Aðalsteinsdóttir HANKOOK VlimRDBÍHEV á lága verðinu Frábær vetrardekk - Einstakt verð Verðsýnishorn stgr. Verðsýnishorn stgr. 145R12 KR.3540 KR.3186 185R14 KR. 5680 KR.5112 155R12 KR.3770 KR.3393 175/70R14 KR.5100 KR.4590 135R13 KR. 3540 KR.3186 185/70R14 KR. 5440 KR.4896 145R13 KR.3660 KR.3294 195/70R14 KR.6280 KR.5652 155R13 KR.3980 KR.3582 205/75R14 KR.7580 KR.6822 165R13 KR.4100 KR.3690 175/65R14 KR. 5550 KR.4995 175/70R13 KR. 4440 KR.3990 185/60R14 KR. 5980 KR.5382 185/70R13 KR.4880 KR.4392 165R15 KR.4770 KR.4293 175R14 KR. 4980 KR.4482 185/65R15 KR.6420 KR.5778 Barðinn hf. Sendum gegn póstkröfu. Skútuvogi 2 - sími 683080 Brúðu og Um loftin blá sem segir frá dýralífi við strendur landsins, fugl- um (einkum æðarfugh), selum, ref og mannfóltó. Um leið og Karvel lýs- ir lífsbaráttu selanna er lesandi fræddur um lifnaðarhætti annarra sjávardýra, útsela, hrognkelsa, krossfiska, sandsíla, flyöru, þorsks, loðnu og svo framvegis. Það er helst gamla „amma“ sem fræðir ungviðið og lætur sig þá ektó muna um að vitna í mannlífið. Til dæmis segir hún þegar hún hefur lýst sóninum „sem myndast við gegnumstreymi um gin og tálkn“ loðnunnar: „Ég hef frétt að slík hljóð hjá mönnunum kallist fótatak og andardráttur." Hér er komið að stærsta galla bók- arinnar. Ég held að það hafi verið illa ráðið af Karvel að velja fyrstu- persónu frásögn dýrs og freista þess að halda sig alveg við sjónarhorn tegundarinnar. Það setur hömlur á frásögnina sem höfundur ræður ektó viö. Sigurði Thorlacius tókst furðu- lega vel aö halda sig viö hugarheim Brúðu í Sumardögum enda eru sauökindur nátengdar mannfólkinu. En hann kaus aðferð hins alvitra sögumanns í Um loftin blá. Þá gat hann tetóö mið af mannlífinu þegar honum sýndist án þess að rjúfa eðli- lega frásögn. Það verður klaufalegt þegar Brana kópur vitnar í skýrslur fiskifræðinga um loðnugengd (44) eða gerir samanburð á líffító hafsins og lífgrösum í túni (45) en slíkum fróðleik heíöi verið auðvelt að miðla ef alvitur sögumaður segði frá. Bókin er ætluð bömum og letur og línulengd er við hæfi. En stíllinn er nokkuö þunglamalegur, til dæmis er laus greinir ofnotaöur: ......hinn dauði kópur tópptist fram um hálft fet við hið snögga átak Hrapps." Svo er ektó bamavænt að hafa bæði formála og eftirmála og þá frekar tvo en einn. Kort, til dæmis af Breiða- firði, heföi gert meira gagn. En myndimar bæta mitóö úr skák. Á nærri því hverri opnu em ein eða fleiri litmyndir eftir Hilmar Þ. Helga- son, nákvæmar og fallegar myndir af dýrum og auk þess klippimyndir í ljósbláum ht sem setja skemmtileg- an svip á bókina. Flottustu myndim- ar em af glitrandi sandsílastólpanum á bls. 21 og árás háhyrninganna á síöu 64-65. Makalaust vel gerðar. Þrir vinir Ævintýri littu selkópanna Myndlr: Hilmar Þ. Helgason örn og örlygur 1993

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.