Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 28
36 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 Sviðsljós í hringiðu helgarinnar Harpa Jóhannsdóttir, Sigríður Vigfúsdóttir, Þórdís Þórðardóttir og Jó- hanna Þórðardóttir voru ljósberar fyrir Kvennakór Reykjavíkur sem hélt aðventutónleika fyrir fullu húsi í Hallgrímskirkju á sunnudag. Kvennakór Reykjavíkur var stofnaður í janúar sl. og eru í honum eitt hundrað konur en auk þess sungu með konur úr Kórskóla kvennakórsins. Það voru margir sem samfognuðu Róbert Amflnnssyni leikara á laugar- dag þegar ævisaga hans, Róbert - ævisaga listamanns, kom út. Þar á meðal voru þau Laufey Þorbjarnardóttir, Helga Bachmann, Helgi Skúla- son og Jón Sigurðsson. HUSGOGN , FAXAFENI5 SIMAR 674080 / Ó8ÓÓ75 Merming Hulduveröld hraunsins - Halldór Ásgeirsson í Listasafni ASI Átómatismi er hugtak sem súrrealistar notuðu eitt sinn yfir virkjun hins sjálfsprottna sköpunarkrafts undirvitundarinnar. Aðferðirnar voru margar til að virkja þennan sköpunarkraft, þ. á m. ósjálfráð teikning og reyking („fumage"). Halldór Ásgeirsson er sá hér- Myndlist Ólafur J. Engilbertsson lendur myndlistarmaður sem unnið hefur hvað mest út frá þessum forsendum. Teikningar hans og málverk hafa löngum byggst á dularfullum sjálfsprottnum táknum sem hafa einna helst minnt á frumbyggjalist ýmissa indíánaættflokka í Ameríku. Síðustu árin hef- ur Halldór þó að mestu haldið sig að óhefðbundnari aðferðum eins og reykingu. Fyrir tveimur árum sýndi hann t.a.m. efnisstranga í Galleríi einum einum sem hann hafði meðhöndlað með kerti. Á þeirri sýningu, sem Halldór hefur nú opnað í Listasafni ASÍ, tengir hann í fyrsta sinn hinar óhefðbundnu þreifíngar sínar við sjálfsprottna sköpun málverkinu og ósjálfráðum táknmyndum þess. Logsoðið hraungrýti Á sýningu Halldórs eru þrettán verk sem flest byggj- ast á hraungrýti sem listamaðurinn hefur logsoðið við 1200-1400 gráður svo hrauniö drýpur og ummyndast því sem næst í gler. Kólnunin er svo snögg að hraun- ið harðnar á miðri leið sé það látið drjúpa og er merki- legt að sjá hvernig Halldór hefur náð á þennan hátt að töfra fram hárfína svarta þræði úr hrauninu. Að sögn listamannsins eru hraunmolarnir flestir úr Krýsuvík, en þar er hraunið tiltölulega ungt og lausara í sér og auðveldara í meðfórum en t.d. Hekluhraun. Hina logsoðnu hraunmola hefur hann ýmist fest á plexiplastplötur á veggjunum („Ferð“, nr. 1-3), fest þá á brennda tréplötu („Grænka", nr. 8) eða sett þá í til- raunaglös og krúsir með mislitum vökva („Frjóvg- un“, nr. 10). Sköpunarferlinu er þó ekki þar með lokið því að Halldór teiknar hinn logsoðna og ummyndaða hraunmola eftir meðhöndlun og er sá þáttur sýningar- innar ekki síður eftirtektarverður. Þarna birtast hinar torkennilegustu verur sem eiga í senn uppruna sinn Ein af myndum Halldórs á sýning- unni. í náttúrunni og logsuðuáráttu listamannsins - sem má reyndar líta á sem náttúrulega eldvirkni. Sköpunarkraftur náttúrunnar Listamenn á borð við Jóhann Eyfells hafa notað áþekkar aðferðir við að láta hinn sjálfsprottna sköpun- arkraft náttúrunnar móta verk sín, en með teikning- unum færir Halldór slíkar rannsóknir á eðli sköpunar skrefi lengra. Tvöfóld meðhöndlun efnisins leiðir fram á sjónarsviðið litríka hulduveröld sem margir hafa hingað til eignað Kjarval einum. En með verkum sín- um bendir Halldór á að hraunið hefur jafn margar ásjonur og möguleika og hugarflugið leyfir. Spurning er hvort Halldór fer næst með trönurnar á Þingvelli eða tappar hrauninu á fleiri tilraunaglös. Sýningin stendur til 19. desember. Hörpusláttur Tónleikar voru í Hafnarborg í Hafnarfirði í gær- kvöldi á vegum Tríós Reykjavíkur. Með tríóinu léku að þessu sinni Elísabet Waage hörpuleikari og Guðrún Birgisdóttir flautuleikari. Tríóið skipa eins og kunnugt er þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Halldór Haraldsson píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleik- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson ari. Á efnisskránni voru verk eftir Jaques Ibert, Gabri- el Fauré, Marius Flothuis, Maurice Ravle, Thomas Rawhngs, Joaquin Turina og Claude Debussy. Það var í rauninni harpan sem flest snerist um á þessum tónleikum og voru verkefnin mjög valin með það fyrir augum að hún fengi að njóta sín. Þannig var harpan með í öllum verkunum á efnisskránni en hin hljóðfærin skiptust á að vera með. Fyrsta verkiö, tríó fyrir fiðlu, selló og hörpu eftir Ibert, var hressilegt og kraftmikið þótt spilamennskan hafi ekki alltaf verið nógu hrein. Stíllinn er impressionískur með róman- tísku ívafi og verkið er prýðilega unnið. Impromptu í Haf narborg eftir Fauré er einleiksverk fyrir hörpu og mjög vel skrifaö fyrir hljóðfærið. Elísabet Waage lék verkið af hreinni snilld. Þrjár nocturnur eftir Flothuis voru hins vegar heldur léttvægar tónsmíðar og með töluverðum áhugamannsbrag. Það verður hins vegar ekki sagt um Pavane eftir Ravel sem næst kom. Þar er einfaldleik- inn vafinn þeirri hugkvæmni sem ríður baggamuninn auk þess sem ekkert verður fundiö að handbragðinu. Tvö tilbrigðaverk komu fyrst eftir hlé. Annað í klass- ískum stíl eftir Rawlings, byggt á velsku þjóðlagi. Hitt var í impressionískum stíl eftir Turina. Bæði eru fyrir píanó og hörpu og verður það að teljast óvenjuleg sam- setning. Það hljómaði samt býsna vel og bæði verkin komu áheyrilega út. Undirritaður gat því miður ekki verið viðstaddur flutning síðasta verksins sem var sónata fyrir flautu, víólu og hörpu eftir Debussy. Yfirleitt var hljóðfæraleikur góður á þessum tónleik- um. Einkum var þó ástæða til þess að hrífast af hörpu- leikaranum. Leikur Elísabetar var frábærlega skýr og greinilegur hvað sem leikið var. Öll blæbrigði lita og styrks voru útfærð af mikilli nákvæmni og smekkvísi og yfirvegað öryggi hvíldi yfir öllu sem gert var. Þarna er greinilega á ferðinni mikil tónhstarkona sem gaman væri að heyrðist oftar í hér heima. á íslenskuátak Apple-umboðsins og D\( sem birtist 19. nóv., 24. náv. og 1. des. s.l. Sendið Apple-umboðinu, Skipholti 21,105 Reykjavík, lausnirnar fyrir 8. desember, merkt: Islenskuátak Apple-umboðsins og DV El<l(i er nauðsynlegt að safna öllum þremur textunum saman en séu þeir allir sendir aukast möguleikarnir til vinnings. 1. verðlaun eru Macintosh LCIII-tölva með 4 Mb vinnsluminni, 80 Mb harðdiski, 14" litaskjá, mús, hnappaborði og að sjálfsögðu Ritvelli. 2, til 11. verðlaun eru pakkar með íslenskuforritinu Ritvelli. Appie-umooðið Skipholti 21, sími 91-624800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.