Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Qupperneq 40
48 MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 Sviðsljós f hringiðu helgarinnar í Vestmannaeyjum er fólk oft þekktara undir gælunöfnum, en sínu fulla nafni, svo er aUavega með þau Jón mílu, sem hlaut nafn- giftina vegna þess hversu hávaxinn hann er, Beggó og Sigrúnu, en þau voru ásamt mörgum öðrum Vest- mannaeyingum, sem búsettir eru á fastalandinu, á Rauða ljóninu á föstudagskvöld. Herrafyrirsæta Suðurnesja var valin í annað sinn með pompi og prakt á veitingahúsinu Þotunni um helgina. Sá sem hlaut titilinn í ár heitir Jón Ingi Jónsson, en annað sætið skipaði Guðmundur Oddsson og í því þriðja varð Bjarki Sigurðsson. Þegar Ingólfstorg var formlega opnað á laugardag var buðu Reykjavíkur- borg og Miðbæjarfélagið upp á íjölbreytta skemmtidagskrá. Hér fylgjast þau Hlynur, Sveinn, Jóhanna, Erla Sif og Hrefna Björg með því sem fram fer á sviðinu. Skólasysturnar Kristin Ástgeirs- dóttir og Birna Ólafsdóttir voru ásamt öðrum Vestmannaeyingum á Rauða ljóninu á föstudagskvöld þar sem kannað var hvort grund- völlur væri fyrir stofnun átthagafé- lags Vestmannaeyinga. Það reynd- ist heldur betur vera, svo nú stytt- ist í stofnfundinn hjá þeim. Sveinbjöm Björnsson, rektor Há- skóla Islands, stendur hér á milli þeirra Sigmundar Guðbjarnason- ar, fyrrv. rektors, og eiginkonu hans, Margrétar Þorvaldsdóttur. Þau voru stödd í Skólabæ þar sem Margrét Guðnadóttir fékk fyrst kvenna afhent Ásuverðlaunin sem eru heiðurverðlaun úr verðlauna- sjóöi Ásu Guðmundsdóttur Wright. Kolbrún Hauksdóttir er hér ásamt eiginmanni sínum, Gunnari A. Þorlákssyni, skrifstofustjóra Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar, sem varð fimmtugur á laugardag. Þeir Ólafur Skúlason, biskup ís- lands, og séra Þorbergur Kristjáns- son, sóknarprestur í Digranes- prestakalli, höföu ástæðu til að brosa breitt á laugardag en þá var haldið reisugildi í hinni nýju Digra- neskirkju sem áætlað er aö verði vígð í september á næsta ári. I Perlunm voru um helgina samankomin u.þ.b. eitt þúsund böm í 27 kórum á umfangsmiklu kóramóti sem verður fram haldið næstu tvær helgar. Hér getur að líta hluta af barnakór Varmárskóla, en kórarnir voru af öllum stærðum og gerðum. í þeim minnstu voru 18 nemendur en í þeim stærsta 100. Um hveija helgi fram að jólum geta gestir við jólahlaðborð Fjörukrárinn- ar notið skemmtilegrar söngdagskrár Fjörukvartettsins sem skipaður er þeim EUnu Ósk Óskarsdóttur, Guðrúnu Ásbjörnsdóttur, Sigurði Braga- syni og Kjartani Ólafssyni. Þeim til aðstoðar eru 25 litlir jólasveinar sem koma úr Kór Tónbstarskóla Hafnarfjarðar. Eins og venja er á Fjöru- kránni er sótt í gamlar íslenskar hefðir í fatavali og þ.a.l. era það gömlu íslensku jólasveinamir sem era fyrirmyndimar. íslensk tónlistarútgáfa er viðamikil um þessi jól. Ekki er annað að segja en að íslendingar taki íslenskri tónlist vel því fyrsta gullplatan var af- hent nú um helgina. Það var Bubbi Morthens sem var fyrstur til að ná fimm þúsund eintaka markinu með plötu sinni Lífið er ljúft. Auk hans fengu þeir Eyþór Gunnarsson upptökustjóri, Óskar Páll Sveinsson, sem sá um upptökur og hljóðblöndun, og Þorvaldur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Skífunnar, afhent eintök. Kauphallarmót Bridgesambands íslands var haldið um helgina. í upphafi móts gátu menn „keypt“ þátttak- endur á uppboði sem Halldór Blöndal stjóraaði. Hér getur að líta þá „verðmætustu", þá Sævar Þorbjörns- son og Jón Baldursson, sem seldust á 75 þúsund krón- ur, og Þorlák Jónsson og Guðmund Pál Amarsson en í þá vora boðnar 85 þúsund krónur. Þeir síðamefndu enduðu í öðra sæti en í þvi fyrsta urðu þau Hjördís Eyþórsdóttir og Ásmundur Pálsson sem seldust á 40 þúsund krónur. Jólasýning Árbæjarsafns hófst á sunnudag. Þar er hægt að sjá hvemig hefðbundinn jólaundir- búningur fór fram á baðstofuloft- inu. Það er hætt við að mörg börn eigi erfitt með aö ímynda sér jól með jólatré eins og hún Sigríður Ólafsdóttir var að vefja úr blöndu af sortu-, krækibeija- og beitilyngi á sunnudag. Dr. Sturla Friðriksson afhendir hér Margréti Guðna- dóttur Ásuverðlaunin. Það eru heiðursverðlaun sem veitt era úr sjóöi sem stofnaöur var af frú Ásu Guð- mundsdóttur Wright fyrir 25 árum. Margrét fékk verð- launin fyrir rannsóknir sínar á sviði veirufræði en hún er fyrsta konan til að hljóta þennan heiður. liAc'-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.