Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 5 Fréttir ÞorgeirogElIert: Hlutafjár- aukning gengur hægt Freniur hægt hefur gengið að ná inn síðustu 30 roiOjónunum í 70 railljóna hlutafláraukningu hjá Þorgeiri og Eliert hf. á Akra- nesi sem auglýstu uppboð á hús* eignum, vélum og tækjum fyrir- tækisins í september. Uppboöinu var síðan frcstað. „Það halda allir að sér höndum á meðan beðið er eftir áliti nefndai' sem er aö gera úttekt á flárhagsstöðu skipa- ' smíðastöövanna,“ segir Haraldur L. Haraldsson, íramkvæmda- stióri Þorgeirs og Ellerts. Nefndin, sem staiíar á vegum iðnaöarráðhcrra, á að skila áliti innan mánaöar. Landsbankinn, lönlánasjóður og lönþróunar- sjóður eiga fulltrúa i nefndinni, að sögn Haralds. „Það kerour þarna fram að skipasmíðabrans- inn skuldar um 2 milljaröa. Það er spurning hvort stjórnvöld, bankar og lánastofnanir séu til- búin að gera eitthvað stórtækt í þvi gegn því að skipasmíöastöðv- arnar skoði sameiningu eða sér- hæíingu hjá einstökum stööv- um.“ Hjá Þorgeiri og Ellert eru nú tveir bátar 5 slipp. Fyrirtækið er með ýmis tilboð í gangi en hefur enn ekki fengið ákveðin svör. -IBS Kópavogur: Mótmælir vaski á strætó Bæjarráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum nýlega að mót- mæla harðlega fyrirfetlunum rík- isins að leggja 14 prósenta virðis- aukaskatt á rekstur strætisvagna um næstu áramót. Bæjarráð vek- ur athygli á þeirri staðreynd að strætisvagnar eru reknir með verulegum halla. Rekstur þeirra væri með öllu óframkvæmanleg- ur nema með hallaframlagi frá sveitarfélögunum. I' samþykktinni segir að með ólíkindum sé að ríkisvaldið skuli láta sér detta í hug að skattleggja haUaframlag og verði það ekki ttúkað öðruvisi en að litið sé á almenningssamgöngur sem óæskilega þjónustu af hálfu sveit- arfélaganna. Bæjarráð skorar á íjármálaráð- herra að hætta viö skattlagning- una þar sem það myndi þýða hækkun fargjalda um tólf til 16 prósent. Slikt „myndi einungis leiða til aukinna álaga á almenn- ing, fækkunar farþcga, sem tæp- : ast getur verið markmiö ríkis- valdsins," segir í samþykktinni. -GHS ie\s\asp"an ie\s\asP''arJ ,e\s\asp"ara- ^\asa SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN HF. SÍÐUMÚLA 2 - SÍMI 68 90 90 Bókin Utan marka réttlætis fjallar um einstaklinga og fjölskyldur sem hafa lent í erfiðri.viðureign við stjórnvöld um for- sjá barna sinna eða umgengni við þau. Hér er fjallað um sjö mál sem hvert með sínum hætti lýsir því hve berskjaldaðar íslenskar fjölskyldur eru gagnvart af- skiptum barnaverndaryfirvalda. Sum þessara mála vöktu mikla athygli á sín- um tíma vegna harkalegra aðgerða stjórnvalda. Fjölskyldur í hlekkjum barnavernd- arkerfis. I eftirmála fjallar höfundurinn, Pétur Gunnlaugsson lögfræðingur, um þær ástæður sem liggja að baki því að fjöl- skyldur lenda í fjötrum barnaverndar- kerfisins. Eftirmálinn er fersk og bein- skeytt ádeila á ástand þessara mála. Að lokum er nafnaskrá yfir þá sem koma við sögu í bókinni. ★ Ung móðir flýr Fæðingarheimilið af ótta við yfirvöld og fer í felur með nýfætt barn sitt. ★ Átakanleg reynsla eyðnismitaðrar konu af miskunnarleysi samfélagsins og örvæntingar- full barátta hennar fyrir forsjá dóttur sinnar. ★ Ung hjón leita læknismeðferðar fyrir son sinn en uppgötva sér til skelfingar að yfirvöld hyggjast taka af þeim öll börnin. ★ Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar kemur stúlkubarni í fóstur þar sem hún er kynferðis- lega misnotuð. ★ Kona segir frá sjö ára stíði við yfirvöld sem stefndu að því að taka dótturson hennar af heimilinu með valdi. ★ Réttleysi níu ára stúlku gagnvart valdbeiting- aráformum stjórnvalda sem hugðust flytja hana nauðuga til Spánar. ★ Faðir berst árangurslaust í heilan áratug við stjórnvöld fyrir eðlilegri umgengni við einka- dóttur sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.