Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Page 29
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
29
Fréttir
Afmæli
LEIÐ 14
Hleinmur-
Rimahverfi
LEIÐl
Hlíðar-
Eiðsgrandi
LEIÐ 15
Hlemmur-
Keldnaholt
Hlemmur-
Reykjavik:
Breytingar á leiðakerf i
strætisvagnanna
Breytingar urðu á leiðakerfi Stræt-
isvagna Reykjavíkur í byrjun des-
ember. Nokkrum leiðum var breytt
frá því sem var, leið 17 felld niður
og einni nýrri leið, númer 14, bætt
við leiðakerfið.
Breyting varð á leið 1 en hún mun
annast þjónustu við Loftleiöahótelið
og nágrenni í stað leiðar 17 sem lagg-
ist af. í stað þess að aka aöeins mánu-
daga til fóstudaga frá klukkan 7-19
verður ekið alla daga vikunnar frá
klukkan 7-24 á hálftíma fresti.
Sú breyting varð á leið 2 að brottfór
frá Lækjartorgi var flýtt um 2 minút-
ur tii að skapa öruggari tengsl við
Árbæjar- og Breiðholtsleiðir (leiðir
10,11 og 12).
Brottför var sömuleiðis flýtt á leið
8 um 3 mínútur til að auðvelda teng-
ingu við leið 11 á Grensásstöð. Á leið
12 hefur orðið að breyta akstursleið
vegna nýs umferðarskipulags við
Breiðholtsbraut. Akstursleið 12 sést
á meðfylgjandi korti.
Leiö 14, Hlemmur-Rimahverfi,
bætist viö leiðakerfið og má sjá akst-
ursleið hennar á kortinu á síðunni.
Leið 15 hefur hingað til þjónaö Rima-
hverfinu en var nú færð aftur til
fyrra horfs, ekur rakieitt um Gagn-
veg og Völundarhús að Víkurvegi í
framhaldi af Fjallkonuvegi og sömu
leið til baka.
Ný leiðabók SVR er jafnframt kom-
in út og þar er að finna upplýsingar
um áðumefndar breytingar.
-ÍS
Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11
Glæsilegt úrval af þýskum sturtuklefum,
baðinnréttingum og baðherbergis-
áhöldum á góðu verði. A & B,
Skeifunni 11 B, sími 91-681570.
Jólagjöf elskunnar þinnar! Full búð af
nýjum, glæsil. undirfatn., s.s. samfell-
ur, korselett, toppar, buxur, brjósta-
h./buxur og sokkabelti í settum o.m.fl.
Sjón er sögu ríkari. Rómeó og Júlía.
Vandaöir barnasloppar frá kr. 2.340.
Dömu- og herrasloppar frá kr. 2.570.
Velúrgallar, náttfatnaður, strand-
handklæði, handklæðasett og margt
fleira á frábæru verði.
Arri, Faxafeni 12, sími 91-673830.
Jólagjöfin sem kemur þægilega á óvart.
Fjölbreytt úrval af titrarasettum,
stökum titrurum, kremum, nuddol-
íum, bragðolíum o.m.fl. Sjón er sögu
ríkari. Myndalisti kr. 600 + sendk.
Allar póstkröfur duln. Grundarstíg 2,
s. 14448. Opið 10-18 v.d., laugd. 10-20.
Instant White á sérstöku desembertil-
boði. Nú getur þú fengið mest selda
tannhreinsiefaið á markaðnum á
lægra verði en áður. Bjartara bros um
jól og áramót. Fæst í apótekum.
Hansaco hf., sími 91-657933.
■ Vagnar - kerrur
Dráttarbelsli - Kerrur
Dráttarbeisli. Gerið verðsamanburö.
Framleiðum allar gerðir af kerrum og
vögnum. Dráttarbeisli á allar teg. bíla.
Áratuga reynsla. Allir hlutir í kerrur
og vagna. Ódýrar hestakerrur og
sturtuvagnar á lager. Veljum íslenskt.
Verið velkomin í sýningarsal okkar.
Víkurvagnar, s. 684911, Síðumúla 19.
■ Hjölabarðar
JEPPADEKK
Eigum úrval _______„____D____, .,
hjólbarða frá USA á góðu verði.
30", kr. 11.305 stgr., 14.155 m/nöglum.
31", kr. 12.688 stgr., 15.538 m/nöglum.
33", kr. 14.153 stgr., 17.003 m/nöglum.
VDO hjólbarðaverkstæði,
Suðurlandsbraut 16, s. 679747.
Lára Pálsdóttir
Lára Pálsdóttir, fyrrv. starfsmaöur
KEA, Lundargötu 17, Akureyri, er
áttatíu og fimm ára í dag.
Fjölskylda
Lára er fædd á Akureyri og ólst
þar upp. Hún vann í pylsugerð KEA
í sjö ár og í kaffiteríunni á KE A í
áraraðir en hætti þar störfum 1974.
Lára giftist 14.12.1930 Eymundi
Lúther Jóhannssyni frá Dýlsnesi, f.
31.12.1893, d. 16.12.1951, rafvirkja-
meistara á Akureyri. Foreldrar
hans: Jóhann Halldórsson og Guð-
rún Eymundsdóttir.
Böm Láru og Eymundar: Ey-
mundur, f. 20.10.1932, sjómaður á
Akureyri, kvæntur Margréti Sig-
urðardóttur, starfsmanni ÚA, þau
eiga fimm böm, Eymundur átti dótt-
ir fyrir og Margrét átti son fyrir;
Margrét Guðrún, f. 9.9.1936, d. 18.7.
1976, húsmóðir, fyrri maður hennar
var Hörður Magnússon, látinn,
kaupfélagsútibússtjóri í Keflavík,
þau eignuðust þrjú böm, seinni
maður hennar var Karl Ásmundur
Þorláksson, húsasmiöur, þau
skildu, þau eignuðust tvö böm;
Hrefna, f. 6.7.1934, húsmóðir, henn-
ar maður var Kristján Haukur
Magnússon, látinn, vélstjóri, þau
eignuðust sjö böm; Alla, f. 25.4.1940,
starfsmaður á Keflavíkurflugvelli,
hennar maður var Ómar Pálsson,
bóndi á Geldingaá í Leirársveit, þau
skildu, þau eiga þrjú böm, Alla átti
Lára Pálsdóttir.
dóttirfyrir.
Systkin Lám: Gunnhildur, ræst-
ingakona í Reykjavík, hennar mað-
ur var Ragnar Einarsson, látinn,
dyravörður; Sigríður, hennar mað-
ur var Ólafur Auðunsson, þau
skildu, bílstjóri í Reykjavík; Hanna,
látin, hennar maður var Þórir Jóns-
son, látinn, matreiðslumaður í
Reykjavík; Garðar, látinn, sjómaður
í Reykjavík; Ragnar, látinn, verka-
maður í Reykjavík; Páll, sjómaður
í Vestmannaeyjum; Aðalbjöm, lát-
inn, verkamaður á Akureyri.
Foreldrar Láru: Páll Jóhannsson,
sjómaður, og kona hans, Margrét
Guðmundsdóttir.
Lára verður heima í dag.
Laust lyfsöluleyfi
sem forseti íslands veitir
Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi í Rangárvallaumdæmi
(Rangár Apótek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í
samræmi við 11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu,
að viðtakandi lyfsöluleyfishafi kaupi vörubirgðir, allan bún-
að apóteksins og innréttingar þess á Hellu og Hvolsvelli.
Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi fasteign apóteksins
að Austurvegi 15 á Hvolsvelli.
Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. febrúar
1994.
Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræði-
menntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneytinu fyrir 10.
janúar 1994.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
10. desember 1994
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefurfarið fram þrettándi útdráttur húsbréfa í
1. flokki 1989, tíundi útdráttur í 1. flokki 1990, níundi
útdráttur í 2. flokki 1990, sjöundi útdráttur í 2. flokki
1991 og annar útdráttur í 3. flokki 1992.
Koma þessi bréf til innlausnar 15. febrúar 1994.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði
og í Degi miðvikudaginn 15. nóvember.
Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis-
stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og
verðbréfafyrirtækjum.
HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILO • SUOURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 69 69 00