Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Fréttir Slysið árið 1987 þegar 13 ára stulka lenti í drifskafti dráttarvélar: Málfríði dæmdar 8,7 milljónir í bætur - ekki fallist á rök VÍ S um að slysið hafi ekki hlotist af notkun dráttarvélar í umferð Vátryggingafélag íslands hefur verið dæmt til að greiöa Málfríði Þorleifsdóttur, 19 ára, stúlkunni sem lenti í óvörðu drifskafti dráttarvélar á bænum Austurhlíð í Gnúpverja- hreppi í júlí 1987, tæpar 9 milljónir króna í skaða- og miskabætur með vöxtum frá 1988. Stúlkan, sem var 13 ára þegar slys- ið átti sér stað, missti vinstri hand- legg og höfuðleðrið, auk þess sem hún hlaut fleiri líkamsskaða þegar slysiö átti sér staö þegar verið var að sefja hey í hlöðu. Örorka hennar hefur verið metin 80 prósent og út- litslýti veruleg. Þegar Vátryggingafélag íslands hélt uppi vörnum í málinu taldi það að slysið hefði ekki hlotist af notkun dráttarvélar í skilningi 67. greinar umferðarlaga notkunar öku- eða dráttartækis sem „er í umferð“. Þar var átt viö að dráttarvélin hafi sjálf ekki verið á hreyfmgu. Tryggingafé- lagið benti á að dráttarvéhn hefði verið kyrrstæð og hættan hefði staf- að af drifskafti, óvörðum tengibún- aði. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að svoköhuð hlutlæg bótaregla umferð- arlaga gilti um öll tæki sem teljist vélknúin og bundin við tjón sem verður af notkun þeirra. Dómurinn taldi að véhn hefði verið í hefðbund- inni notkun þann dag er slysið varð og drifskaftiö beinlínis knúið með vélarorku dráttarvélarinnar. Jón Finnbjömsson, settur héraðsdómari, kvað upp dóminn. -Ótt Vátryggingafélag íslands hefur ver- ið dæmt til að greiða Málfríði Þor- leifsdóttur, sem lenti í óvörðu drif- skatti dráttarvélar i júli 1987, tæpar 9 milljónir króna í skaða- og miska- bætur með vöxtum frá 1988. Á myndinni er Málfríður með barn sitt. DV-mynd GVA. Afgreiðsla mála að komast í eindaga á Alþingi: Efast um að fjárlög verði af- greidd fyrir jól - segirHalIdórÁsgrímsson „Við höfum enn ekki fengið tekju- frumvörpin tU umfjöllunar og enn er ekki lokið umfjöllun um matar- skattslækkunina né virðisaukaskatt á innanlandsferðir og ferðaþjónustu. Ég fæ því ekki séð hvernig menn ætla að afgreiða fjárlög fyrir jól ef svo heldur fram sen horfir," sagði HaUdór Ásgrímsson, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis. í samtaU við DV í gær. Hann sagði að mál frá ríkisstjórn- inni kæmu nú mjög seint fram og að mjög margt væri óklárt af því sem þarf að afgreiða. Vilhjálmur Egilsson, varaformað- ur efnahags- og viðskiptanefndar, var ekki jafn svartsýnn. Hann taldi að hægt væri með góðum vilja að afgreiöa fjárlögin fyrir jólaleyfi. „Ég tel það alveg víst að ekki verði hætt viö að leggja virðisaukaskatt á innlend fargjöld og ferðaþjónustu. Það var ákveðið með lögum í fyrra að þetta yrði svona. Mistökin voru ef til viU að láta þetta taka gUdi um áramót. Það hefði átt að láta lögin taka gUdi 1. október síðasfliðinn. Þá væri þetta ekki að tefja fyrir af- greiðslu mála nú,“ sagði VUhjálmur. Það er alveg ljóst að ríkisstjómin verður aö stytta málaUsta sinn, sem hún vUl fá afgreiddan fyrir jól, ef takast á að ljúka fjárlagagerðinni. Ofan á aUt bætist að heUl hópur þingmanna er á förum tU útlanda í dag. Þar er um að ræða þingmanna- nefnd EFTA. Þingmennimir koma ekki aftur heim fyrr en á sunnudag. Þá er Jón Baldvin Hannibalsson, formaöur Alþýðuflokksins og utan- ríkisráðherra, erlendis og verður fram að jólum. AUt tefur þetta mjög alla afgreiðslu mála á Alþingi. -S.dór Getum ekkert fallsboðunina Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- laun eru ekki borguð út. Þar að ráðherra var spurður að því í gær auki tel ég að það sé ólöglegt að hvort ríkisstiórnin gæti ekki leyst grípa inn i deUuna með lagasetn- yfirstandandi sjómannadeUu með ingu eins og þú spuröir um, eftir lagasetningu um bann viö því að aö verkfaU hefur veriö boöað,“ sjómenn séu látnir taka þátt í kvó- sagöi Þorsteinn. takaupum útgerðarfélaga? Hann sagðist hafa boðist til fýrir „í fyrsta lagi tel ég að það séu lög löngu aö aðstoöa viö lausn þessarar sem banna þetta. Þar á ég viö að deilu með lagasetningu ef menn það er í Éjarasamningum sjómanna væru með eitthvað tílbúið. Það að þeir skuU ekki taka þátt í kvóta- hafi hins vegar aldrei neitt komið kaupum. Kjarasamningar era lög- tU stjómvalda frá deUuaöUum. vemdaðir. Það þarf því bara að „Þess vegna held ég að það sé kæra þessi mál. Viðkomandi ekki margt sem við getum gert úr verkalýösfélög geta svo boðaö þessu," sagði Þorsteinn. verkfaU hjá útgerðarfélögum sem -S.dór bijóta samningana alveg ems og ef Mörgum Akureyringum finnst að ekki séu að koma jól fyrr en jólastjarnan er komin upp á milli aðalbyggingar KEA og Hótel KEA fyrir neðan Akur- eyrarkirkju. Þar er nú allt orðið uppljómað, enda jólin á næsta leiti. DV-símamynd gk Alþingi: Ingi Bjöm gegn meirihlutanum í efnahags- og viðskiptanef nd Ingi Bjöm Albertsson hefur snúist gegn stjómarméirihluta efnahags- og viðskiptanefndar í virðisaukaskatt- lagningu á ferðaþjónustuna. Ingi Bjöm sagði í samtali við DV í gær að hann væri algerlega andvígur því að virðisaukaskatturinn yrði settur þama á. Stjómarandstaðan i nefndinni með HaUdór Ásgrímsson, formann nefnd- arinnar, í broddi fylkingar er þessu líka andvíg. Afdrif málsins eru því í óvissu eins og stendur. -S.dór Landabrugg: Söluverðmæti 750 þúsund Ætla má að söluverðmæti landa- framleiðslu bruggara sem teknir voru við iðju sína í Þrístiklu síðast- hðinn laugardag hafi getað numið á áttunda hundrað þúsund krónur á viku. Er þá miðað við um 500 Utra framleiðslu á viku en lagt var hald á um 14 hundmð Utra af gambra þegar verksmiðjunni var lokaö. Að sögn lögreglu voru gæði land- ans nfiög léleg og hætta á að mikið af lélegum landa sé nú í umferð. -PP Stuttar fréttir Engarreglur Engar reglur hafa verið settar um umferð tankskipa við íslands- strendur. Samkvæmt Ríkissjón- varpinu eru um 600 þúsund tonn af olíu flutt með tankskipum til íslands árlega. Stórkaupmenn mótmæia Útflutningsráð Félags íslenskra stórkaupmanna mótmæhr greiöslu félagsgjalda til Útflutn- ingsráðs íslands í gegnum inn- heimtukerfi skatta. Örtröð eftiár matarmiðum Mikil ásókn var í matarmiða á skrifstofu mæörastyrksnefndar í gær, einkum af atvinnulausum einstæðum mæðrum, samkvæmt frétt Stöðvar 2. Bankarkæra lika Aðstandendur debetkorta ætla að senda Samkeppnisstofnun bréf um aö hún kanni hvort meintar markaðshindranir Kaupmannasamtakanna í debet- kortamálinu standist samkeppn- islög. RÚV greindi frá þessu. Fyrírtækitryggð Ríkisstjómin hefur skipað nefnd til að undirbúa lög sem tryggja íslensk fyrirtæki m.a. fyr- fr hugsanlegum vanefhdum í ut- anríkisviðskiptum. Minni ræstingar- kostnaður Eftir að ræstingar í framhalds- skólum í Reykjavík vora boðnar út hefur kostnaður við þær lækk- að um 15 til 17%. Þetta kom fram á Ríkissjónvarpinu. Þorsteinnbakkar Vegna andstööu í fjárlaganefhd Alþingis hefur Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra hætt við áform sin um að fækka sýslu- mannsembættum. mannafélag SVR Benedikt Davíðsson, forseti ASI, gagnrýnir starfsmannafélag Reykjavikurborgar fyrir fram- göngu félagsins í máU starfs- manna SVR og segir ótækt að starfsmenn SVR séu í tveimur stéttarfélögum. Enginn bókavörður Morgunblaöið grcinir frá því aö enginn gæti íslenskra bóka í ComeU-háskólanum í Bandarikj- unum, næststærsta safni ís- lenskrabókaerlendis. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.