Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 31 Menning Strandarkirkja og áheitin á kirkjuna Strandarkirkja skipar sem kunnugt er alveg sér- stakan sess í hugum fjölmargra íslendinga. Sú trú hefur lengi verið tengd kirkjunni að hún sé sérstak- lega góð til áheita, en nýleg trúarlífskönnun sýnir að 35% Islendinga hafa einhvern tíma heitið á kirkju, og þar er Strandarkirkja í algjöium sérflokki. Fyrir hina fjölmörgu unnendur Strandarkirkju í Selvogi er það í senn óvænt og ánægjulegt að ný bók skuli gefin út um Strandarkirkju aðeins tveimur árum eftir að sr. Magnús Guðjónsson, fv. biskupsritari, tók saman rit sitt um Strandarkirkju. Um það rit fjallaði undirritaður hér í DV 17. sept. 1992. Vissulega er rit dr. Jóns Hnefils ítarlegra en rit sr. Magnúsar Guðjónssonar en munurinn á ritunum er þó miklu minni en maður hefði búist við úr því að ákveðið var að ráðast í að gefa út nýtt rit um hana svo skömmu á eftir riti sr. Magnúsar. í báðum ritunum er íjallað um helgisagnirnar um upphaf Strandar- kirkju, um sögu kirknanna á Strönd, um presta kirkj- unnar, áheitin og muni kirkjunnar. Að sjálfsögðu er þar blæbrigðamunur á framsetningu, og að öllu leyti er meira í bók Jóns Hnefils lagt. Hana prýða t.d. lit- myndir og nafnaskráin eykur á gildi hennar. Meðal efnis sem bók dr. Jóns Hneffls hefur fram yfir rit sr. Magnúsar er kaflinn „Biskupsboðskapur um Strandarkirkju" þar sem lýst er viðhorfi einstakra biskupa til Strandarkirkju og áheita á hana gegnum tíöina. En forvitnilegastur er lokakaflinn, „Forsendur áheita á Strandarkirkju - kirkjukenningin og þjóðtrú- in“. Þar bendir höfundur á að það sé umhugsunarefni hve htlar sagnir fara af áheitum á Strandarkirkju fyr- ir siðaskipti, en fram að þeim tíma voru heitgjafir eðlilegt og sjálfsagt atferh hér á landi. Hér bendir hann á og tekur undir tilgátu Árna Óla um þetta efni, sem er á þá leið að það sé ekki fyrr en eftir að siðbótar- menn höfðu afnumið og bannað áheit á Þorláksskím og krossinn helga í Kaldaöamesi að áheit manna taka að beinast til Strandarkirkju. En þá er eftir að skýra hvers vegna það var einmitt Strandarkirkja sem tók við þessu hlutverki í evangehskum-lútherskum sið. Þar bendir höfundurinn á helgisögnina um uppruna Strandarkirkju - um kraftaverkið er bjargaði sjó- mönnum úr sjávarháska - sem hafi frá öndverðu lifað í Selvoginum og átt stærstan þátt í því hve sóknar- menn stóðu öflugan vörð um kirkjuna þegar hrófla átti við henni um miðja 18. öld. Leiðir Jón Hnefih get- um aö því að það hafi verið í kjölfar átaka um kirkj- una vegna fyrirhugaðs flutnings hennar um miðja 18. Strandarkirkja skipar sérstakan sess í hugum fjölmargra íslendinga. Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson öld sem menn fóm að beina gjöfum til kirkjunnar og í framhaldi af því hafi hún orðið sérstakur áheitahelgi- dómur. Fljótt á htið virðist þessi kenning sennheg. Hér er ekki rúm th að rekja frekar ýmislegt forvitni- legt sem fram kemur í þessu áhugaverða riti. í um- sögn minni um bók sr. Magnúsar um kirkjuna kvaðst ég sakna meiri frásagna af „samskiptum" einstaklinga við kirkjuna - en sú gagnrýni á síður viö um þetta rit - og benti í því sambandi á að Helgi berklalæknir Ingv- arsson hafi um áratugaskeið gengið árlega frá Vífils- stöðum og að Strandarkirkju í þeirri trú að þaö yrði honum og fjölskyldu hans tíl heilla. Þó Helgi sé nú allur eru þessar göngur ekki aflagðar og er allstór hópur manna sem gengur árlega að Strandarkirkju. Er það til marks um það aðdráttarafl sem hún hefur enn fyrir fjölmarga íslendinga. Jón Hnefill Aöalsteinsson Strandarkirkja. Helgistaöur viö haf Háskóli íslands - Háskólaútgáfan 1993 (94 bls.) Gríman felld Á hverju ári koma út bókmennta- verk eftir menn sem hafa haslað sér vöh á öðrum sviðum þjóðlífs- ins, menn sem bíða ekki eftir eh- inni með að láta drauminn rætast, eins og skurðlæknirinn sem trúði rithöfundinum fyrir því að hann ætlaði að skrifa þegar hann kæmist á eftirlaun. Og rithöfundurinn varð svo glaður að heyra það því að sjálf- ur haföi hann hugsað sér að helga sig skurðlækningum á efri árum. Móralhnn í sögunni er sennUega sá að menn þurfi að byija snemma að skrifa tíl að ná árangri'í orðhst- inni. En þá er ekki tekiö með í reikninginn að hægt sé að þjálfa sig í henni án þess að hirða um skrift- ir, og því gleymist aðalatriðið: að galdurinn hggur í lifandi tengslum við áheyrendur en ekki í langsetum við skrifpúlt og tölvur. Nú hefur Valgeir Guðjónsson komið okkur á óvart. í stað þess að syngja popplag í sínum dúr og hvetja aha til að ganga heim hefur hann skrifað sögu tveggja skólabræðra sem vita htið hvor af öðrum þar tíl þeir verða nágrannar í friðsælu út- hverfi, og nafnlaus lögfræðingur í opinberri þjónustu slær tU eina sveitabahshelgi og sér um fjármál í landsþekktri hljómsveit rokkar- ans í næsta húsi. Sögumaður stendur nærri lög- fræöingnum sem sér rokkarann í fyrstu aðeins utan frá og við fáum hugmynd um líf þeirra beggja og persónur í anda glansblaðanna: lögfræðingurinn er Utlaus og venjulegur starfsmaður, óvirkur Bókmenntir Gísli Sigurðsson alki sem reynir að ná tökum á lífi sínu með morgunskokki, en rokk- arinn veður í athygli, lífsnautnum og veislum þar sem allir eru sem eru eitthvaö, hvað svo sem það er. En smám saman kynnumst við þessum mönnum í gegnum galsa- fuhar sögur frá æsku þeirra og skólaárum. Skilningur okkar á hinum hægláta lögfræðingi vex að vísu ekki mikið en rokkarinn dreg- ur th sín athyglina og vex og dýpk- ar eftír því sem á Uður. Við sjáum sagnagrímuna sem hann bregður fyrir sig í vel skrifuðum talmáls- og slangureinræðum sínum, en komumst líka nær honum og loks innfyrir þá grímu sem sviðið, fjölmiðlamir og hann sjálfur hafa haldið að fólki. Við fylgjumst með honum lifna með bílskúrsbandi í fýrsfa sviðsljósinu og fáum jafn- framt hugmynd um það fen og sturlun sem bíður þeirra sem selja sál sína skemmtanasjúkum múgn- um. Framan af fer sagan töluvert út um víðan völl eins og kálfar á vori, og dregur fram uppsafnaðar sögur úr skólalífinu af löngum ferh sagnamanns sem hefur greinilega oft sagt frá mörgu af því sem hér er skrifað. En þegar endurlitunum sleppir og þeir félagar leggja upp í helgartúrinn á vit landsbyggðar- Valgeir Guðjónsson. Saga tveggja skólabræðra sem vita litið hvor af öðrum þar til þeir verða ná- grannar í friðsælu úthverfi. innar þéttist frásögnin mikið og verður markvissari uns hún geng- ur mjög skemmtilega upp í þeirri heildstæðu mynd sem dregin er af Grími rokkara og sálarangist hans. Eins og vænta má eru ýmis byrj- endaeinkenni á sögunni sem koma helst fram í því að höfundur getur ekki stillt sig um að segja frá ýmsu sem á kannski ekki brýnt erindi til að byggja upp hinn listræna heim skáldsögunnar en nýtur sín þó oft vel vegna þeirrar augljósu sagna- gleði sem að baki býr. Og þegar sagnaandinn er á sínum stað má sjá í gegnum fingur með ýmislegt annað smálegt. Valgeir Guðjónsson Tvær grlmur (skáldsaga, 258 bls.) Mál og menning 1993 Heiður Baldursdóttir. Undur og ævintýr Galdur steinsins er í raun tvær sögur sem Heiöur tvinnar saman á skemmtilegan hátt. Söguefnið eru tveir ólíkir heimar. Annars vegar hinn kaldi raunveruleiki nútímans og hins vegar ævintýraheimur hins auðuga ímyndunarafls. Yfirborðssagan segir frá Gunnhildi sem er tólf ára. Hún er astmasjúkl- ingur og þar sem sjúkdómurinn háir henni á ýmsan hátt líður hún fyrir hann. Hún getur ekki tekið þátt í ærslafullum leikjum skólasystkina sinna og verður þ.a.l. útundan og einmana. En ef líf hennar er dauft á yfirborð- inu er það þeim mun fjörlegra hið innra. Með hjálp töfrasteinsins „sér“ hún inn í annan og meira spennandi heim ævintýranna þar sem Hildur heyr hetjulega baráttu við ill öfl og freistar þess að frelsa kóngsson úr klóm fláráðra flagða. Bókmeimtir Oddný Árnadóttir Það eru greinilegar hliðstæður milh þessara tveggja heima sem sagan greinir frá. Gunnhildur á eldri systur sem heitir Ásrún og í ævintýrinu heitir hetjan Hildur og á systur sem heitir Ása. Ásrún er fjórtán ára og dæmigerður sjálfhverfur unglingur sem getur ekki sett sig í spor htlu systur sinnar. Þetta skapar ákveðna fjarlægð milh systranna sem eykur enn á einstæðingsskap Gunnhfldar sem skflur ekki af hveiju systir hennar vih ekki vera með henni. Höfundi tekst að draga upp sann- færandi mynd af þessari togstreitu sem veldur því að Gunnhfldur dregst stöðugt meira inn í sjálfa sig, á vit ævintýranna sem eru svo miklu meira spennandi en raunveruleikinn. Mér finnst höfundur einnig komast vel frá túlkun sinni á sambandi móður og dóttur. Það kemur skýrt fram að móðir Gunnhfldar ofverndar hana og þannig fær lesandi skýringu á því hversu uppburðarlítfl og feim- in hún er. Sjálfsímynd hennar er ekki upp á marga fiska, sérstaklega þar sem mamma hennar er alltaf að tala um hvað hún sé horuð og þurfi að borða meira. M.ö.o. er móðirin að kaffæra hana í umhyggju sem Gunn- hfldur leggur út af á versta veg eins og krökkum er svo gjarnt á þessum viðkvæma aldri. Ævintýraheimurinn er flóttaleið Gunnhfldar frá sínum eigin vandamál- um en boðskapur sögunnar er greinflega sá að það sé hollara að takast á við vandann en að flýja frá honum. Höfundi tekst að koma þessum boðskap á framfæri án þess að predika og sagan er hin skemmtflegasta aflestrar, ekki síst saga Hfldar sem sver sig í ætt við Grimmsævintýri. Heióur Baldursdóttir Galdur steinsins Vaka-Helgafell 1993 Til leigu nálægt Hlemmtorgi Til leigu u.þ.b. 440 ferm. hæð í Brautarholti, nálægt Hlemmtorgi. Hæðin er óinnréttuð að mestu en getur hentað vel undir ýmsa starfsemi t.d. skrifstofur o.fl. Einnig er til leigu nú þegar á sama stað 390 m2 skrif- stofuhúsnæði, að öllu leyti tilbúið fyrir starfsemi. Nánari uppi.: Helgi Jóhannesson hdl. s. 812622 fax. 686269

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.