Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 15 Sighvatur og samviskan Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra sagði ósatt þegar hann hélt þvi fram að Alþýðu- bandalagið væri á móti GATT á fundi í Reykjavík í sl. viku. í grein- argerð þingflokks og framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins vegna EES-málsins 1992 er því sleg- ið föstu að flokkurinn sé fylgjandi þróun í átt að opnara hagkerfi á Islandi og frjálsri skipan verslunar og viðskipta í heiminum. „Flokkurinn leggur áherslu á að samkomulag náist innan ramma Almenna samkomulagsins um tolla og viðskipti (GATT) svo kom- ist verði hjá því að veröldin skipt- ist í andstæðar og harðsviraðar viðskiptablokkir. Mikilvægt er aö tryggja réttláta skipan i samskipt- um iðnríkja og þróunarríkja og koma í veg fyrir að hagkerfi verald- KjaUaiinn Einar Kari Haraldsson framkvæmdastjóri Alþýðubandalagsins „Mergurinn málsins er sá að fylgi inn- lend atvinnuuppbygging ekki 1 kjölfar opnara hagkerfis snýst ódýr innflutn- ingur upp í eymd og volæði í stað þess að tryggja aukna hagkvæmni og meiri velsæld.“ arinnar ógni lífríki og umhverfi jarðarinnar." Þróunariönd munu hagnast Augljóst er að þróunarlönd munu hagnast af fijálsari heimsviðskipt- um þar sem iðnríkin og efnahags- bandalög þeirra lækka varnar- múra sína kringum landbúnað og heimamarkaði. Jafn víst er að frí- verslunin opnar dyr fyrir sterka auðhringi til þess að drottna yfir þjóðríkjum og mörkuðum. Margir óttast að misskipting auðæfa heimsins muni fara vaxandi og að aukin heimsviðskipti muni ganga enn nær lífríki jarðar en orðið er. Samt sem áður hefur ekki tekist að koma fótum undir aðrar betri lausnir á vandamálum heimsins heldur en hagvaxtarleið sem tekur meira tillit til lífríkis jarðar. Athyghsvert er að bæði Norð- menn og Finnar ætla sér meiri vernd fyrir sinn landbúnað heldur en íslendingar samkvæmt GATT- tilboðum þeirra, og að íslenskum garðyrkjubændum er ætlað að vera berskjaldaðri fyrir erlendri sam- keppni heldur en frændum þeirra í Skandinavíu. Það er mikil kokhreysti af smá- þjóð við ysta haf að ætla sér ekki aðeins að vera samstiga heldur ganga feti framar en næstu grann- ar okkar í innflutningi á sam- keppnisvöru í landbúnaði. Sérstak- lega þegar tekið er tillit til þess að Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra. - .....sagði ósatt þegar hann hélt þvi fram að Alþýðubandalagið væri á móti GATT ...,“ segir Einar Karl m.a. í grein sinni. við erum stórinnflytjendur að kornvöru og ávöxtum og leggjum þannig okkar litla lóð á vogarskál- ar réttlátrar heimsverslunar og skynsamlegrar verkaskiptingar. Efast má um Alþýðuftokkinn GATT-samkomuIagið kemst von- andi í farsæla höfn þó að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hversu sanngjarnt og réttlátt það reynist verða. En það verður ekk- ert simsalabimm fyrir okkur nema vel sé á íslenskum hagsmunum haldið. Efast má um Alþýðuflokks- krata í þeim efnum. Þar er arfurinn frá hinum margrómuðu viðreisn- arárum þeim þungur í skauti, þeg- ar þeir í 12 ár bundu hendur íslend- inga í landhelgismálum og töfðu fyrir útfærslu landhelginnar og uppbyggingu íslensks sjávarút- vegs. Þá héldust ekki í hendur aukiö fijálsræði og efling íslenskra at- vinnuvega. Þetta vill gleymast í umræðum um viðreisnarárin. Mergurinn málsins er sá að fylgi innlend atvinnuuppbygging ekki í kjölfar opnara hagkerfis snýst ódýr innflutningur upp í eymd og volæði í stað þess tryggja aukna hag- kvæmni og meiri velsæld. Útflutn- ingsleið Alþýðubandalagsins mið- ast við þennan kjarna og setur krata um leiö úr jafnvægi, enda hafa þeir vonda samvisku út af horfum í íslenskum atvinnuveg- um. Einar Karl Haraldsson Heilbrigðiskerfi á brún hengif lugs Þann 17. nóv. sl. var í Sjónvarp- inu þáttur sem fjallaði m.a. um lækningakosti sjúklinga. í fram- haldi af því ætla ég að fjalla um andstæðurnar heföbundnar og óheföbundnar lækningar, en merk- ing hugtakanna markast af sam- henginu, t.d: eru nálastimgulækn- ingar heföbundnar í Kína en vest- rænar lækningaaðferðir óhefö- bundnar. Síðustu árin hafa þessar andstæður skerpst og kristallast f átökum Hallgríms Þ. Magnússonar læknis og landlæknis. Eru læknar óþarfir? Aðferð Hallgríms er einföld og byggist á tveimur grunnþáttum: Að næra ljósið í okkur og gæta að salt og sýrumagni líkamans. En þetta er ekki í bókum landlæknis og þess vegna er því hafnað. Emb- ættið hefur e.t.v. litla fjárveitingu til bókakaupa! Læknismenntun Hallgríms og það að hann snýr baki við heföinni gerir hann mark- tækan. Hann þekkir baksviðið og klæki læknastéttarinnar. Það þarf kjark til að snúast gegn slíku og helga sig náttúrulækningum. Hjón, sem stjórnendur þáttarins ræddu við, lýstu þrautagöngu dóttur sinnar um læknafhimskóginn. Hún var komin í hjólastól vegna gigtar og Kjallarinn Magnús Gestsson verkamaður og sagnfræðinemi komið á ról eftir nokkra mánuði. Hrokinn í svari landlæknis og Péturs Péturssonar læknis var með ólíkindum, en hann sagði meöal amiars: „Sem betur fer læknast allir sjúkdómar af sjálfu sér og þess vegna er hægt að koma með einstök dæmi. Sú þekking sem ekki byggist á fyrirferðarmiklum vísindalegum rannsóknum þar sem læknir hefur ekki heinlínis áhrif á niðurstöðu rannsóknarinnar eru einskis virði.“ Eftir þessu að dæma eru læknar óþarfir. En Pétur getur eflaust nefnt dæmi og lagt fram sannanir byggðar á rannsóknum orðum sínum til stuðnings. Hæg heimatökin Þegar hræða á almenning frá því að leita sér lækninga utan heil-- Það vill svo vel til aö ég þekki ágætt dæmi um slíkt. Maður nokkur greindist með „collitis ulserosa" fyrir um tíu árum, var settur á lyf og lagður inn á sjúkrahús nokkrum sinnum til 1989. Þrátt fyrir lyfin batnaði hon- um ekki. Dag einn var hann skor- inn upp, megnið af ristlinum fjar- lægt og sett upp stóma. En sjúk- dómurinn hélt áfram. Meira af lyfj- um og nýr uppskurður í sjónmáfi. Þá sagði maðurinn nei! Meltingarsérfræðingurinn sem „átti“ hann reiddist og spurði: „Veistu hvað þú ert að gera, þá tek ekki ábyrgð á þér?!“ „Gott og vel,“ sagði okkar maður „ég tek sjálfur áhyrgð á mér.“ Hann hætti að éta lyfin og leitaöi- til Hallgríms, skipti um lífsmynstur og síðan hefur heil- brigðiskerfið verið laust við útgjöld vegna hans. Fólk er farið aö spyija lækna- veldið og hikar ekki við að leita nýrra leiða. Þess vegna er tíma- bært að leyfa náttúrulækningar sem eðlilegan valkost í heilbrigðis- kerfinu og bjóða nám í náttúru- lækningum. Þar eru hæg heima- tökin því heföin og reynslan eru fyrir hendi. Að öðrum kosti lokasí læknar inni í hrokavirkjum sínum. Magnús Gestsson „Fólk er farið að spyrja læknaveldið og hikar ekki við að leita nýrra leiða. Þess vegna er tímabært að leyfa nátt- úrulækningar sem eðlilegan valkost í heilbrigðiskerfinu. “ læknamir stóðu ráðþrota. Enþáleit- brigðiskerfisins byrja heilbrigðis- uðu þau til Hallgríms og bamið var stéttimar að tala um peningaplokk. Meðog ámóti Aukið mikilvægi Vamarliðs eftír kosningar í Rússlandi Vekurmenn tilum- hugsunar „Ef svo fer fram sem horfir eftir kosningarnar í Rússlandi, að þar komist í oddaaðstööu á þinginu að- ilar sem stefna að þvi að stækka Russland og ná undirtökunum í nágranna- ríkjum, hlýtur það að vekja menn tíl. umhugsunar, ekki aðeins hér á íslandi heldur hvarvetna í Evr- ópu og hvarvetna í nágrenni við Rússland. Bjöm Bjarnason at- þingismaöur. ísland er á Norður-Atíantshaf- inu en öflugasta herstöð Rúss- lands er á Kólaskaga, við Bar- entshaf og í nágrenni Noregs. Þaðan fara flugvélar og skip Rússa út á Atlantshafið. Menn hljóta nú eins og áður að taka mið af því varðandi öryggi ís- lands jaftit og allra annarra ríkja sem em í nágrenni við Rússland. Varnarsamningurinn við Bandaríkin hefur mikið gildi og það minnkar ekki vegna kosning- anna í Rússlandi. Ekki hefur staðið tfl að breyta honum í nokkru tilliti. íslendingar hafa varanlegra vamarhagsmuna að gæta og viðbúnaður hér þarf að vera í samræmi við þá.“ her ekki aukist „Ég tel af og frá að þörf ; fyrir her hafi aukist á ís- landi vegna þessara kosn- inga. Reyndar tel ég að her- stöð verði þeim mun hættulegri fyrir íslend- ur' inga sem meiri líkur eru á ófriði í heiminum. Þar fyrir utan er ég ekkert viss að þessi sigur Zhirinovskys auki likur á ófriði í heiminum. Það er óskaplega erfitt að dæma þaö. Þessi nýja stjórnarskrá sem Jeltsín var að setja er óskaplega einræðissinnuð en hann var aö beijast fyrir því aö verða einræð- isherra í Rússlandi. Nú hafa vopnin aöeins hafa snúist í hönd- unum á honum þar sem allt eins líklegt virðist aö einhver annar höndfi þetta einræði sem Jeltsin var að berjat fyrir. í sjálfii sér getur það einnig orðiö þriðji að- ili, eki endilega þessir aðilar, Það sem mér finnst vera hættu- legast varðandi atburðarásina í Rússlandi nú er aö Jeltsin og fleiri viröast í sókn í að koma á einræði í landinu. Það er mjög hættulegt, fyrst og fremst fýrir rússneska þjóð og hennar stöðu. Hitis vegar þykir mér ólíklegt að það auki i sjálfu sér líkur á að Rússar láti mikið á sér kræla er- Iendis. Ef menn telja virkilega aö nú horfi ófriðlegar en áöur ættum viö enn frekar að losa okkur við herinn. Það er einmitt 1 stríði sem þessi herstöð hér verður segul- stöð. Þá er hætta á að við lendum milfieldanna.“ -hlh Ragnar Stefánsson jarðskjálftafraBðing-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.