Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 40
Frjálst,óhaö dagblaö MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 3.000 krónur. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 l ..■■■■....-..... .... ..................................................... Eldur í rusla- tunnu og bíl Nýleg Mercedes Benz bifreiö -skemmdist talsvert þegar kveikt var í ruslatunnu við Fjölnisveg á þriðja tímanum í nótt. Bíllinn stóð við hlið tunnunnar og náðu eldtungur að sleikja hann en slökkviliði, sem kom fljótt á staðinn, tókst að slökkva eld- inn. Málið er til rannsóknar hjá RLR. Að sögn Þráins Tryggvasonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu, hefur verið töluvert um að" kveikt hefur verið í ruslafötum undanfarið. Hann segir að af þessu geti stafað mikil hætta því að oft séu þær í námunda við glugga og eigi eldur því oft auð- veltmeðaðbreiðastút. -pp Mengunarslys Nokkurt magn af hráolíu fór í höfn- ina í Ólafsvík í morgun. Verið var að dæla olíu í skip þegar olían lak í höfnina. Ákveðið var að bíða þess að olían brotnaði niður og hafast ekki frekar aðímálinuíbiii. -pp ÞREFALDUR1. vinningur Fuglarnir heim Um 40 dauðir íslenskir fuglar, sem smyglað var frá Akureyri fyrir 'nokkru í farteski íslensks sjómanns, til Noregs, voru sendir til landsins í gær. Sjómaðurinn reyndist saklaus af verknaðinum en Akureyringur, sem var handtekinn, viðurkenndi verknaðinn. Fuglarnir verða sendir til náttúru- fræðistofnunar þar sem þeir verða tegundargreindir og umsögn gefin um ástand þeirra stofna sem þeir voru af og sagt til um hvort þeir séu í útrýmingarhættu. Þá verður einnig reynt að segja til um á hvaða árstíma þeir voru drepnir og hvernig þeir vorudrepnir. -pp Sjávarútvegsnefnd krata: Fundi sjávarútvegsnefndar Al- þýðuílokksins var frestað í gær að beiðni forystumanna flokksins. Var búist við að á fundinum segði hluti nefndarinnar af sér vegna samkomu- lags sem sjórnarflokkarnir hafa gert um sjávarútvegsfrumvörpin þijú á þingi. Verður fundur í nefndinni haldinnásunnudag. -hlh Þungirábensíninu Lögreglan í Reykjavík var við hraðamælingar í gærkvöldi og stöðv- aði á skömmum tíma 18 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Þrátt fyrir mikinn hraða var enginn þeirra svipturökuleyfmu. -pp Gjaldtaka af debetkortum: Samráð er bannað - segir Samkeppnisstofnun Samkeppnisstofnun hefur sem kunnugt er fengið erindi frá Kaup- mannasamtökunum annars vegar og ASÍ, BSRB og Neytendasamtökunum hins vegar þar sem farið er fram á rannsókn á debetkortunum. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar hjá Samkeppnisstofnun hafa að- standendur debetkortanna tveggja vikna frest til að koma sínum sjón- armiðum á framfæri við stofnunina. Eftir það verður máliö tekið til ítar- legrar skoöunar hjá Samkeppnis- stofnun. Reikna má með niðurstöðu í byrjun næsta árs. Meðal þess sem ofangreindir aðilar vilja að Samkeppnisstofnun skoöi er hvort samráð og samstarf banka- stofnana um gjaldtöku af debetkort- um standist samkeppnislög. „Hvað varðar gjaidtöku þá er það ljóst að allt samráö um hana er bann- að samkvæmt samkeppnislögum. Það er nú meðal annars það atriði sem við erum að afla upplýsinga um. Önnur atriði eru kannski háð mati,“ sagðiGuðmundur. -bjb LOKI Er þetta kerfi læknanna ekki sjúklegt? Þaö er margt freistandi á jólatrénu og biðin eftir jólunum orðin löng. Leikskólabörn á Rofaborg styttu biðina í gær með því að heimsækja jólasveinaland á Hótel Loftieiðum. Börnin fengu sér jólakakó í leiðinni. Hér skoða þær Guðrún Selma og Margrét jólatréð og láta sig dreyma. DV-mynd Brynjar Gauti Veðriðámorgun: Talsvert frost Á morgun verður norðaustlæg átt, víðast fremur hæg. Bjartviðri og talsvert frost sunnanlands og vestan en dálítill éljagangur á norðausturhominu og frost þar á bilinu 2-7 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 Fastráðnir læknar i marafaldri vmnu w Skýrsla Ríkisendurskoðunar um greiðslur til lækna var kynnt opin- berlega í morgun af Guðmundi Áma Stefánssyni heilbrigðismála- ráðherra. Skýrsla þessi mun án vafa valda miklu umróti i þjóö- málaumræðunni á næstunni. í skýrslunni kemur fram, meðal annars, dæmi af lækni sem er x 100 prósent starfi á sjúkrahúsi og hefur 10,4 milljónir króna í árslaun. Af þessum heildarlaunum fær hann 3,1 milljón frá sjúkrahúsinu, sem er 30,2 prósent af heildarlaunum hans. Og þar af eru 1,2 mílljónir fyrir aukavinnu. Harm fær þvi tæp 70 prósent launa sinna utan sjúkra- hússins. Þau laun korna frá Trygg- ingastoínun rikisins 980 þúsund, greiðslur frá sjúklingum 360 þús- und, tveimur opinberum stofnun- um 94 þúsund, sjúkrastofnun 9.500 og frá fyrirtæki í læknaþjónustu fær hann 5,8 milljónir. Dæmi er líka af öðrum fastráðn- um sjúkrahúslækni sem er með 8 milljónir í árslaun og fær af þvi 7 milJjónir frá sjúkrahúsinu. Af þess- um 7 milljónum eru 4,8 milljónir fyrir aukavinnu. í skýrslunni segir aö í mörgum tilvikum, þar sem læknar gegna aðalstarfi inni á sjúki-astofnunum, séu laun þeirra utan stofnxmarinn- ar óeðlilega há. Þetta veki upp spurningar um ábyrgð og eftirlit stjórnenda viðkomandi sjúkra- stofnana. Einnig segir að ætla megi að vegna þess hve launa- og gjald- skrárkerfi lækna er flókiö og marg- brotið hati heilbrigðisyfirvöld skort þá heildaryfirsýn, sem nauð- synleg sé til þess aö sinna eftirlits- skyldu sinni með þessum útgjalda- þætti heilbrigðisþjónustunnar. Þá er greint frá því í skýrslunni að eftir því sem Rikisendurskoðtm kemst næst hafi 854 læknum verið greiddar 3,6 milljarðar í laun árið 1992. Meðal árslaun lækna Iiafi því verið 4,2 milljarðar á ári. Einnig er skýrt frá því að sam- kvæmt kjarasamningum lækna geti þeir faiáð í 15 daga námsferðir á ári á fullum launum. Námsferðin er greidd, það er flugfar, nám- skeiðsgjöld og dagpeningar. Einnig er í kjarasamningum lækna gert ráð fyrir ökutækjastyrk fyrir 8 þúsund kílómetra akstur á ári. Þetta er óháð því hvort læknir- inn á bifreið eða ekki. Að auki fá þeir greitt eftir aksturbók ef þeir aka eitthvað utan leiðar á milli vinnustaðar og heimihs. Ljóst er af þessari skýrslu að eft- irlit stjómenda sjúkrahúsa og stofnana með viðveru og störfúm fastráðinna lækna er lítið eða ekk- ert. -S.dor lll ALPJÓÐA LÍFTRYGGINGARFÉLAGIÐ Lágmúla 5, s. 681644 Þegar til lengdar lœtur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.