Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Stuttar fréttir Utlönd Engir augljósir möguleikar eru á samkomulagi millí Jeltsíns Rússlandsforseta og þingsins. KohlogClintoii rólegir Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, segir ástæðu- laust aö gera of mikið úr sigri þjóðemissinna í Rússlandi. Clinton Banda- ríkjaforseti er á sömu skoðun. Hræðast Zhirínovskí Ráðamenn í lýðveldum Sovét- ríkjanna gömluhafa lýstótta sín- um yfir íylgi Zhírínovskís. Forsætisráöherrar Breta og íra ræða í dag um írlandsmáliö. BaristíBosníu í morgun var hart barist í Bosn- iu eins og undanfarna daga. Útlagarnir heim Seinustu palestínsku útlagarn- ir fá að fara heim frá Suður- Lábanon á föstudaginn. Clinton Bandaríkjaforsetisegir að ástæðulaust sé að hækka vexti af ótta við verðbólgu. Utiiógnaf N-Kóreu John Shalik- ashvili, forseti bandariska herráðsins, segir aö lítil ógn stafi af herliði Norð- ur-Kóreu- manna þótt ráðist verði inn í Suður-Kóreu. Fríðarfundur i dag ísraelsmenn og Palestíumenn ræða um fríö á fundl I dag. HeimfráAlsá Kanadískir sendimenn verða kallaðir heim frá Alsír. ÞernasáJacksonaðleik Fyrrum þerna hjá Michael Jackson segist hafa séð hann nakinn með ungum drengjum. Verkfaili lokið Starfsfólk á Arlandaflugvelli í Stokkhómli er hætt 1 verkfalli. Bændur bölva G ATT Norskir bændur segjaað GATT ríði þeim að fullu. Æfirútíkvótann Norskir trillukarlar hafa lýst fullri andstöðu við kvótakefið. Norski skipakóngurinn Kloster hefur selt helming af flota sínum. Stórstjarna deyr Bandaríska leikkonan Myma Loy er látin í New York eftir löng veikindi. Hún lék í um 124 myndum á 60 árum, þar meðal stónnyndunum The Jazz Singer og The Tin Men. Ráðherra í vitnastúku Andreotti, fyrrum forsætisráð- herra á Ítalíu, var yfirheyrður vegna mafiumála í gær. Balladur trúir á GATT Balladur, forsætisráöherra Frakklands, er viss um þing- meirihlutra fyrir GATT. Reuter, TT og NTB Tugir manna fórust og 50 er saknað eftir einstætt grjóthrun í Egyptalandi: Fólk kramið undir 3000tonna bjargi - steinninn lagði níu hús í Kaíró 1 rúst áður en hann brotnaði í sundur „Þetta eru ótrúlegar hörmungar," sagöi borgarstjórinn í Kaíró í Egypta- landi éftir að í þaö minnsta 25 menn létu lífið þegar um 3000 tonna bjarg féll á hús í úthverfi borgarinnar. Um fimmtíu manna er saknað og er talið ólíklegt að nokkur þeirra finnist á lifi. Aðeins hefur tekist að bjarga þrem- ur íbúum húsanna undan molunum úr steininum. Stórvirkar vinnuvélar eru notaðar við verkið og fjöldi fólks er að róta í rústunum í leit að ættingj- um sínum. Mikil skelfmg greip um sig meðal fólks í hverfmu. Þó er ekki talin hætta á að fleiri steinar falli. Slysið er rakið til jarðskjálftans mikia í Kaíró á síðasta ári. Þá losn- aði steinninn úr klettum yfir út- hverfinu og lenti á sorphaug. Þaðan haggaðist hann ekki fyrr en í gær eftir að eldur var lagður að sorpinu. Fólk, sem lifir á haugunum, var að róta í þeim og kveikti í því sem ekki reyndist nýtilegt. Þegar sorpið rýrnaði í eldinum valt bjargið og yfir byggðina. Alls uröu níu hús undir steininum og flöttust þau öfl út. Fimm hús önnur eru illa farin. Steinninn var i heilu lagi þegar hann valt af stað en brotnaði síðan í marga hluta og er enn verið að velta molunum af rústunum í von um að einhveijir finnist á lífi. Ekki er vitaö nákæmlega hve margir voru innan- dyra þegar bjargið féll. Alls búa um 250 þúsund manns í úthverfinu þar sem steinninn kom niður. Lengi vel var taliö ótryggt að búa þama vegna hættu á gijóthruni en fyrir um þremur áratugum var fólki heimilað að setjast að undir klettunum, sem nú hafa fallið yfir byggðina. Hörmungamar nú era taldar með þeim verri í sögu Egypta- lands. Reuter Björgunarmenn segja aö bjargið hafi veriö um þrjú þúsund tonn að þyngd þegar þaö féll yfir úthverfi Kairó. Níu hús flöttust alveg út undir steininum og eru lík 25 manna þegar fundin. Óttast er að fimmtíu til viöbótar hafi kramist til bana. Bjargið losnaði þegar verið var að brenna sorp. Það molnaöi í.sundur við lendinguna. Sfmamynd Reuter Undarleg ævi Vladiimrs Zhírínovskí, leiðtoga rússneskra þjóðernissinna: Fann Rússland í stað eiginkonu „Ef ég hefði fúndiö konu sem elskaði mig þá heföi ég sóað allri orku minni í hana,“ skrifar rúss- neski þjóðemissmninn Valdimir Wolfowítsj Zhirínovskí í sjálfsævi- sögu sinni. Söguna kallar hann Síðasta leik suðurs. Henni er líkt við Mein Kampf Adolfs Hitler og er það ekki eina samlíkingin sem menn sjá með þessum tveimur ákafamönn- um í þjóðemishyggju. Ástleysi alitfrá æsku Zhírínovskí gefur í skyn í bókinni aö hanti hafi fundið Rússland í stað trúrrar eíginkonu og Rússlandi ætli hann aö þjóna. Eina hjónaband kappans reyndist ástlaust og óhamingjusamt. Hann segist ekki heldur hafa eignast vini sem vert sé aö nefha enda til lítils að eyða orku sinni á dauðlega menn þegar Rússland kreíst alls. „Ég fann aldrei til hlýju í upp- vextinum, ekki frá foreldrum min- um, ekki frá vinum og ekki frá kennurum," segir Zhirínovskí i ævisögunni. Hann hæiir sér af af- burða frammistöðu í skóla og segist vera fjölmenníaðri en aðrir stjóm- málamenn i Rússiandi. Hann segist hafa fagnað öllum sigmrn. sínum á námsbrautinni einn. „Ég fór einn heim í herbergi mitt á heimavistinni. Þar var eng- : inn til að samfanga, enginn til aö drekka kampavin með. Ég var al- veg einn.“ Þessi einfari hefur nú náö mikl- um áhrifum 1 rússneskum stjómmálum. Kjósendur féllu unnvörpum fyrir áróöri hansumcndur- reisn Rúss- lands. Hann Zhirínovskí. gefur fyrirheit um að Rússar öðlist fyrri virðingu og þeir ráði á ný fyrir stórveldi eins og. „sagan hefur alltaf ætlað þeim“. í haust sagði Zhírínovskí að eðli- legt væri aö Þjóöverjar og Rússar ættu landamæri saman. Þá er ekk- ert pláss eftir fyrir Austur-Evrópu. Hann hefur þó ekki í hyggju að taka lönd slava og balta með her- valdi. „Við munum beita efhahags- þvingunum og þá koma þessar þjóðir og biðja Rússa um að taka við sér,“ sagði Zhírínovskí sigur- viss. Svo virðist sem fiöldi Kússa trúi þessu. Besti vinur Saddams Zhirínovski fór aö svipasf um eft- ir samherjum í baráttunni í útiönd- um. Þar fann hann vin og félaga í Saddam Hussein íraksforseta. Honum rann til rifja að stjómin í Kreml stóð ekki með irökum þegar Vesturlönd ákváöu að refsa þeim fyrir aö hertaka Kúveit. Síöar hefur Zhírinovskí farið til íraks og Sadd- am veit að hann á hauk í homi í Kreml komist oddviti rússneskra þjóöemissinna til valda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.