Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Með formála eftir Melwin Morse, i<rkni oe metsöluhöfund Áhrifamikil, sönn saga sem vakið hefur heimsathygli Betty Eadie dó eftir uppskurð en vaknaði aftur tii lífsins og mundi i smáatriðum það sem fyrir hana hafði borið. Það sem fyrir hana bar í dánarheimum hefur verið kaiiað áhrifamesta dauðareynslan fyrr og síðar. í faðmi ljóssins kemur um þessar mundir út á 19 tungumálum, auk endurútgáfu á ensku i mjúkri kápu i meira upplagi en dæmi eru til áður. Bókin hefur undanfarnar vikur verið á „topp tiu" sölulista Publishers Weekly. í faðmi ljóssins bók með boðskap sem hefur gefið gjölda fólks bjartari von og endurnýjaðan lífsvilja. Áhrifamesta dauðareynslan fyrr og síðar Bók til að gefa - bók til að eiga FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Pantanasími 63 • 27 • 00 Peffa g&tur irerrð BiLIÐ milli iífs oc/ dauða! Dökkklaeddur vegfarandi sóst en meö ondurskinsmerki. ekki fyrr en í 20-30 m. fjarlœgð borin á róttan hótt sóst hann fró lágljósum bifreiöar I 120-130 m. fjarlaegö. ^UiyiFEROAR Menning________________pv Gústi leysir vandann Guðmundur Ólafsson hefur skrifað þriðju bókina um sínar vinsælu og verðlaunuðu hetjur Emil og Skunda. Hún heitir „Ævintýri með afa“. Eins og í síðustu bók eru rauðhærðu systkinin Gústi og Gunna rúmfrek í þessari. Þau fá aö fara með Emil og Skunda til Ólafsfjarðar til að heim- sækja afa Emils; eins og lesendur muna bauð hann öllu hðinu til sín í lok síðustu hókar. Afi fer svo með krakkana í sögulega útilegu í eyðibyggð- inni Héðinsfirði fyrir vestan Ólafsíjörð. Guðmundur er sjálfur frá Ólafs- firði og nýtur þess að koma þangað í bókum sínum. Bærinn og um hverfi hans fær á sig mynd í sög- unni, en ennþá minnisstæðari verður lýsingin á fuglabjarginu mikla, Hvanndalahjargi, Héðins- firði og ferð Gústa yfir skarðið, sem mætti þö gera meira úr. Þetta er Bókmenntir Silja Aðalsteinsdóttir hlý og manneskjuleg saga og rösk- lega skrifuð eins og við var að bú- ast. En að sumu leyti er minna lagt í hana en fyrri bækurnar tvær. Eitt er að ekki þarf að eyða tíma í að móta aðalpersónumar, þær eru þegar til. Emil og Gústi bæta ekki við sig neinum persónueinkenn- um, Gunna er alltaf jafneiturhress og aðrar þekktar persónur eru hka samar við sig. En nýjar aukapersón- ur, sem ættu aö gefc tækifæri til nýsköpunar, verða lítið meira en svip- myndir, til dæmis stelpurnar tvær sem vinimir hitta á leiðinni norður og Anna, vinkona afa. Annað atriði sem ég er ekki frá að hefti frásagnar- gleði höfundar er að hann er hér kominn á slóðir hefðbundinna barna- sagna úr sjávarþorpum og sveitum landsins. Þó að Guðmundur gangi ekki beinlínis í smiðju annarra höfunda í bók sinni þá er erfitt að forö- ast með öllu stöðluð efnisatriði og orðalag þegar komið er á þessikunnug- legu mið. Krakkar veiða fisk og fá að stýra trillu, slá upp tjöldum, lenda í þoku og svo framvegis. Stundum er eins og höfundur setji á sjálfstýr- ingu og sagan skrifi sig hjálparlaust. Frásögnin verður gisin, lýsingar á fullkomlega hversdagslegum atburðum of langar - til dæmis þegar fólk heilsar og kveður, vaknar og borðar. Manni dettur jafnvel stundum í hug að Guðmund hafi vantað efni til að fyha bókina. Miðbókin um þessar söguhetjur, „Gústi“ (1990), sem segir annars vegar frá fmmraun félag- anna í leikhst og hins vegar frá áhyggjum Gústa af föður sínum, er þétt, frumleg og skemmtileg hók, svo að það er von að maður geri kröfur. Guðmundur Ólafsson Emil og Skundi Ævintýri meö ala 152 bls. Vaka-Helgafell 1993 Guðmundur Ólafsson. Þriðja bókin um hetjurnar Emil og Skunda. Óður til þekkingarinnar Þorkell Sigurlaugsson sendi árið 1990 frá sér bókina: Framtíðarsýn, stefnumarkandi áætlanagerð við stjómun fyrirtækja. Nú sendir þessi framkvæmdastjóri hjá Eimskip frá sér aðra bók: „Frá handafh til hugvits". Á bókarkápu segjr: „Þessi bók fjallar um þekkinguna og nýtingu henn- ar og þau miklu áhrif, sem þekkingin mun hafa á þjóðfélög, einstaklinga og fyrirtæki framtíðarinnar. Þekking er orðin dýrmæt auðlind.“ Bókinni skiptir Þorkell í kaflana: 1. Þjóðfélagsbreytingar og örlagavaldar í stjórnun fyrirtækja. 2. Stefnumörkun fyrir þekkingarþjóðfélagið ísland. 3. Fyrirtækið í þekkingarþjóðfélagi framtíðarinnar. 4. Stjómun þekkingarfýrirtækja. 5. Hvernig nær þekkingarmaðurinn árangri? Höfundur segir: „Fram til þessa hefur yfirleitt verið htið svo á, að hinar eiginlegu auðlindir þjóðarinnar séu fjármagnið, afurðir lands og sjávar og vinnuaflið." En nú er þekkingin orðin auðhnd. Mörgum mun þykja fróðlegt að lesa kafla Þorkels um stefnumörkun fyr- ir íslenska þjóðfélagið. Bókmenntir Guðmundur G. Þórarinsson Þar flahar hann meðal annars um þær atvinnugreinar, sem geti vaxið á næstu árum. Hann nefnir frekari fullvinnslu og betri nýtingu sjávarfangs og eldisfisks, tæknibúnað fyrir sjávarútveg, fiskvinnslu og matvælaiðn- að, ferðaþjónustu og hugbúnaðargerð á sérhæfðum sviðum. Og hann seg- ir: „Ekki má láta af uppbyggingu orkufreks iðnaðar og orkusölu." Dálítið bregður höfundur sér í hlutverk predikarans, gefur góð ráð eink- um tíl stjómunar og stefnumörkunar. Þegar hann hefur horft yfir mótun atvinnustefnu kemur athyghsverð niðurstaða: „Það er ekki óraunhæft markmið, að íslendingar verði með bestu lífskjör í Evrópu árið 2010“!! Þorkeh fjallar mjög um hlutverk forystumanna og stjórnenda, gæðastjóm- un, endurgerð vinnuferla, nýtingu og stjómun, upplýsingatæki og flest sem að stjómun lýtur og því-að ná árangri. í lok bókarinnar em tveir kaflar eftir aðra höfunda, Að lifa við streitu - eflir dr. Óttar Guðmundsson og Óvænt starfslok stjómenda - eftir Vh- hjálm Bjamason. Bók þessi mun reynast mörgum ágætt fróðleiksrit um stjómun og fram- tíðarsýn. Höfundur vitnar í bókarlok í heimhdir og bendir á athyghsverö- ar bækur th þekkingarauka. Bók þessi á erindi inn í umræðuna um þekkingarþjóðfélagið og árin fram- undan. Þótt víða sé leitað fanga felast einnig í henni dómar og áht höfund- ar sjálfs um atriði sem ekki munu allir verða sammála um. Frá handafll til hugvits Þorkell Sigurlaugsson Framtiðarsýn ht. 193 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.