Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Fréttir Þjóðhagsleg arðsemi vegaframkvæmda ríkisins: Mývatnsöræf i með um fjórð- ung miðað við Ártúnsbrekku Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyii: „Þjóðhagsleg arðsemi vegarins yfir Mývatnsöræfin er ekki hátt reiknuð í prósentum, eða 6-10%. Þar finnast kaflar sem skila engri arðsemi vegna þess hversu dýrir þeir eru en á öðr- um köflum vegarins er arðsemin allt upp í 32%“ segir Jón Rögnvaldsson, forstjóri tæknisviðs Vegagerðar rík- isins. Forgangsröð framkvæmda Vega- gerðar ríkisins hefur verið nokkuð gagnrýnd, ekki síst eftir að ákveðið var að byggja upp heilsársveg yfir Mývatnsöræfin til aö tengja saman Norður- og Austurland og reyndar ekki síður vegna fyrirhugaðrar brú- argerðar yfir Gilsfjörð. Þeir sem gagnrýna að í þessar framkvæmdir sé fariö á undan öðrum segja að þjóð- hagsleg arðsemi framkvæmdaima eigi skilyrðislaust að ráða fram- kvæmdaröð en á því sé mikill mis- brestur. Hjá Vegagerð ríkisins fengust þær tölur að þjóðhagsleg arðsemi vegar- ins yfir Mývatnsöræfi væri 6-10% sem fyrr sagði en þar eiga 1,6 millj- arða framkvæmdir að vinnast á fjór- mn árum. Brú yfir Gilsfjörð væri með 4,2% arðsemi en þó sennilega upp undir 7% ef miðað væri við markaðsaðstæður og hugsanlega til- boðsupphæð. Brúargerðin yfir Kúða- fljót, sem lokið er, er talin skila 15% þjóðhagslegri arðsemi. Jón Rögn- valdsson sagði einnig að þjóðhagsleg arðsemi breikkunar vegarins í Ár- túnsbrekku í Reykjavík og gerð mis- lægra gatnamóta við Höfðabakka væri gróflega áætluð 25% og væri þá miðað við 1200 milljóna króna fram- kvæmd. Starfsmaður embættis borgarverk- fræðings í Reykjavík segir að það sé sláandi þegar menn sjái hrópandi þörfina fyrir þjóðhagslega hag- kvæmar framkvæmdir sem séu látn- ar sitja á hakanum vegna þess að fjármagnið fari í framkvæmdir sem ekki skili nærri eins mikilh arðsemi. „Það eru verulega háar upphæðir sem verið er að binda í vegafram- kvæmdum sem eru neikvæðar út frá þjóðhagslegri arðsemi á meðan brýn verkefni bíða,“ sagði viðmælandi DV. Jólatréð á Ráðhýstorgi, sem er gjöf frá Randers, vinabæ Akureyrar í Dan- mörku, hefur ekki farið varhluta af furðulegri áráttu þeirra sem gjarnan ganga um og „niðast á jólaskrauti" sem aðrir setja upp i bænum. Eins og sjá má á myndinni er búið að brjóta perur á trénu bæði efst og neðst og spurning hvort það tekur því fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar að vera að skipta um, þeir koma nefnilega aftur og aftur þessir skemmdarvargar. DV-simamynd gk Spamaður við löggæsluna: Löggan leggur bíl- unum við gatnamót Lögreglan í Reykajvík hefur tekið upp þá nýbreytni að vera minna á ferðinni á bílum sínum. Þess í staö er hluti bílaflotans við íjölfarin gatnamót og fylgjast lögreglumenn þaðan með umferðinni. Þannigfækk- ar þeim lögreglubílum sem eru í umferðinni. „Það er náttúrlega reynt að leita þeirra leiða sem hægt er til að draga saman í rekstrinum án þess að það hafi áhrif á þann fjölda manna sem við höfum á vakt. Þetta er spuming- in um að stýra og stjóma á sem hag- kvæmastan hátt þannig að það hafi sem minnst útgjöld í för með sér fyr- ir embættið. Þaö er naumt skammtað tíl okkar eins og allra annarra í þess- um samdrætti og til þess að nýta fjár- munina sem skynsamlegast er veriö að færa þetta í þann veg að gera okk- ur sýnilegri í umferðinni sem er betra en að vera á þeytingi fram og til baka stefnulítið. í leiðinni finnst okkur við sinna reglubundnara eftir- liti,“ segir Jónas Hallsson, aðstoðar- yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þess má líka geta að nýverið skil- aði starfshópur lögreglustjóra áhts- gerð um hvernig hægt væri spara sem mest í rekstri bílaflota lögregl- unnar. Þær hugmyndir hafa enn ekki komið til framkvæmda og era enn í skoðun. „Það er alveg ljóst að menn hugsa öðravísi í umferðinni þegar þeir sjá lögreglubíl og það er þetta sem við erum að reyna að höfða til, það er að nálgast umferðina og samborgar- ana með öðrum hætti. Þama eram við og þama getur fólk stoppað og leitað til okkar í leiöinni. Að mörgu leiti er þetta betra en verið hefur og sparar í leiöinni fiármuni," segir Jónas. -pp Framkvæmdir við nýtt fangelsi heflast 1 febrúar: Fangelsi fyrir rúmlega 80 fanga á Lttla-Hrauni Áætlað er að framkvæmdum við nýtt fangelsi á Litla-Hrauni, nýjar byggingar tengdar því og endurbæt- ur á eldra húsnæði verði lokið fyrir árslok 1995. Hins vegar er stefnt að því aö taka nýju fangelsisbygginguna í notkun voriö 1995. Haraldur Johannessen fangelsis- málasfjóri, sem jafnframt er formað- ur framkvæmdanefndar fangelsis- mála, segir að nú fari fram verk- fræðihönnun á byggingunni og áætl- að sé aö henni verði lokið í ársbyrjun næsta árs þannig að hægt verði að bjóða verkið út 6. febrúar. Ahar áætl- anir miðist hins vegar við að nægt fjármagn fáist tíl framkvæmda. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður 190 tíl 200 mhljónir en framkvæmdanefndin hefur úr að spila á þessu ári og því næsta um 140 th 150 mhljónir. Inni í heildarfjár- hæðinni er kostnaður viö nýbygging- una, breyting á eldra húsnæði og nýr vinnuskáh og íþróttaaðstaða. Ákveðið hefur veriö aö nýja fang- elsið muni standa sér á fangelsislóð- inni og mun engin tengibygging tengja eldri byggingar við þá nýju. 50 ný fangapláss munu verða tekin í notkun með nýju byggingunni en eftir breytingar verða 30 fangapláss í eldri byggingum og mun því sam- tals verða pláss fyrir rúmlega 80 fanga á Litla-Hrauni eftir breytingar. Segir Haraldur það vera nægilegt þegar búið verður að reisa fangelsi á höfuöborgarsvæðinu. Við breytingarnar batnar aðbúnað- ur fanga og aðstaða starfsfólks veru- lega og eftirht mun verða betra og skhvirkara. í þessum thgangi verður turn á nýju fangelsisbyggingunni þar sem eftirlitið mun fara fram bæði með því sem gerist utandyra og inn- an. Enn er veriö að skoða nánari útfærslu á öryggismálum. Að auki er gert ráö fyrir aðbúnaði fyrir fatl- aða afbrotamenn. Haraldur segir aö næsta verkefni framkvæmdanefndarinnar verði að vinna að úrbótum í gæsluvarðhalds- fangelsismálum og aðstöðu fyrir skammtímaafplánunarfanga á höf- uðborgarsvæðinu. Það mál er hins vegar enn á frumstigi. -PP Kaupfélagsstjórinn fyrrver- andi er verslunarstjóri Eegína Thorarensen, DV, SeHossi: Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík rekur nú verslun í Norð- urfirði og er Guðsteinn Gíslason, fyrrverandi kaupfélagsstjóri á staðn- um, verslimarsljóri útibúsins. Þar er ekki opnað fyrr en eftir hádegi. Ég ræddi við Evu hótelstýra Sig- bjömsdóttur á Hótel Djúpuvík ný- lega og hún sagði að þar hefðu verið gestir út nær allan október, miklu lengur en áður. Veginum var haldið opnum vegna slátranar fjár úr Ár- neshreppi á Hólmavík. Hehsufar er gott í Ámeshreppi, ah- ir ánægðir enda verið góð tíð það sem af er vetri. Fólk hlakkar th jólanna enda koma þá margir brottfluttir Ámesbúar í heimsókn. Þökk sé flugi th Gjögurs, - þá er þetta skottúr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.