Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Grýla er fundin Grýla er fundin aö nýju. Hún fannst í Rússlandi í kosningunum um helgina og gengur undir nafninu Zhír- ínovskí. Þar leikur hún hlutverk, sem skiptir ekki minna máh en fyrri hlutverk hennar. Hún sýnir Rússum og nágrönnum þeirra, aö fara verður aö mörgu meö gát. Eftir á aö hyggja er skiljanlegt, aö þjóðernisæöingur fái fjórðungs fylgi í Rússlandi. Þar í landi ríkir aö mörgu leyti svipað öngþveiti og í Weimar-lýðveldi Þýzkalands eftir fyrri heimsstyrjöldina. Slíkt ástand er kjörinn jarö- vegur þjóðemisæðinga á borð viö Hitler og Zhírínovskí. Zhírínovskí er meira aö segja ruglaöri en Hitler, svo sem sést af umfjöllun hins fyrmefnda um ísland. Hann veröur hins vegar ekki eins hættulegur og Hitler fyrr en hann fer aö safna um sig vopnuðum dólgasveitum að hætti Hitlers. Þaö hefur Zhírínovskí ekki gert enn. Að þessu leyti er hann ekki eins hættulegur og Kash- búlatov var sem þingforseti, þegar hinn síðamefndi kom sér upp vopnuöum sveitum til mótvægis gegn ríkisvaldi Jeltsíns. Enn sem komiö er hefur Zhírínovskí sérhæft sig í stóryrðum einum; og þau em innan ramma lýöræöis. Upphaf og ris Þriöja ríkis Hitlers á svipuðu fylgi og Zhírínovskí hefur nú er sagnfræðileg staöreynd, sem hægt er aö læra af. Ríkisvaldið verður aö hafa bolmagn til að koma í veg fyrir rekstur vopnaöra dólgasveita á vegum stjórnmálaflokks, ef Zhírínovskí reynir slíkt. Einnig er mikilvægt, aö stjómmálaöfl í Rússlandi átti sig á þeirri reynslu af Hitler, að ekki er hægt aö nota þjóðemisæðinga í stjórnarsamstarfi. Þessa sagnfræöi skilja bæöi framfarasinnar og afturhaldsmenn í Rúss- landi og vilja því ekkert hafa meö Zhírínovskí aö gera. Þótt þjóöemissinnar og kommúnistar séu öfgaflokkar í Rússlandi, em þeir þaö hvorir meö sínum hætti. Lífs- skoðanir þessara öfgaihópa em svo andstæöar, aö óþarfi er aö leiða líkur aö nánu samstarfi þeirra. Miklu líklegra er, aö ýfingar veröi með flokkunum, vonandi munnlegar. Kommúnistar em einkum studdir af öldmðu fólki, sem saknar öryggisnets velferðar flokksmanna í Sovétríkjun- um sálugu, en þjóöemisæöingar era einkum studdir af því fólki á starfsaldri, sem hefur fariö halloka í svipting- um efnahagslífsins í Rússlandi á allra síðustu árum. Rússar hafa litla reynslu af lýöræöi og em sumir hverj- ir ginnkeyptir fyrir lýöskrumurum á borö viö Zhír- ínovskí, sem notar einfold slagorö sem svör viö öllum hugsanlegum vandamálum og ræktar hvem þann for- dóm, sem finnanlegur er í hnignandi þjóðfélagi öreiga. Þaö er ekki fín auglýsing fyrir Rússa, að fiórðungur kjósenda skuh styöja mann, sem er róttækari nasisti en Hitler var. Fylgi Zhírínovskís er þó skiljanlegt viö þær forsendur, sem þjóðarsaga og þjóöarhagur hafa búiö til 1 Rússlandi. Þeim forsendum þarf að breyta smám saman. Mikill ágreiningur er milli alvöruflokka Rússlands, annars vegar þeirra, sem vilja halda meira eöa minna óbreyttum hraða í átt til vestræns hágkerfis, og hinna, sem vilja hægja á þeirri þróun og jafnvel stööva hana. Allir geta þeir þó verið samtaka gegn Zhírínovski. Einhver málamiðlun milli framfara og kyrrstöðu er vænlegasti kostur Rússlands í framhaldi af þingkosning- um helgarinnar. Alvöruflokkamir veröa að hafha þeirri freistingu, aö þeir geti grætt á að taka þjóðemisæðinga inn í samstarf um meirihluta á nýkjömu þingi. Hin nýja Grýla er raunar gott tækifæri fýrir Rússa, nágranna þeirra og Vesturlandabúa til að rifja upp inn- reið nasismans og læra af mistökum, sem þá vom gerö. Jónas Kristjánsson Má gera allt sem hægt er aö gera? Hver svarar þeirri spurningu? Siðrof og hættan á gráa svæðinu íslendingum stendur ógn af auknu ofbeldi. Menn spyrja sig: hvað er að gerast? Eru heimilin og fjölskyldan að bregðast? Er óþol samkeppnisþjóðfélagsins að ná tökum á þegnum þess? En aukið ofbeldi er ekki séríslenskt fyrir- brigði. Afbrot, ofbeldi og félagsleg vandamál virðast í auknum mæli einkenna hin flóknu samfélög Vest- urlanda. Á liðnum áratugum hefur samfé- lag okkar verið að breytast. Ný gildi og ný markmið hafa rutt sér til rúms. Vaxandi þéttbýh, þar sem tengsl milli einstakhnga verða æ minni, aukinn hraði, flókið samfé- lag aðskihnna hópa, sem iha skilja hver annan, valda aukinni streitu. Þegar einfaldari heimur hðinna áratuga hverfur, trúarbrögð og fé- lagslegt aðhald sameiginlegra lífs- viðhorfa missa áhrifamátt sinn og upplausn verður ghðnar aht. Eldri siður og siðmenning eru á fahanda fæti, en festa og mikilvæg ghdi ná ekki fótfestu. Siðrof verð- ur. Gamh siðurinn hverfur og nýr kemur ekki í staðinn. Samkeppnin hefur ágirndina th vegs og efnis- hyggjan ryður burt sjónarmiðum mannúðar. Neysluþrældómur ryð- ur sér th rúms. í þessu umhverfi hraöa og upp- lausnar, þegar hin gömlu raun- sönnu ghdi mannlífsins falla í skuggann, missa mörg okkar efni- legustu ungmenna fótanna. Veröld andstæðna í shku umhverfi verður gráa svæðið milli tækninnar og siðfræð- innar æ hættulegra því að þeir sem ekki hafa áttavita æðstu ghda og hugsjóna mannlífsins aö stýra eftir vhlast auðveldlega. Heimurinn er í vaxandi mæh sundurklofin veröld andstæðna og það svo að frá heimi tækni og framfara sést varla yfir th heims hsta og tilfinninga. Hátt yfir blóðugum strætum Sarajevo, þar sem mæður hlaupa grátandi með blóðug, deyjandi Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson formaður Verkfræðinga- félags íslands böm sín í fanginu, gengur maður- inn í geimnum utan aðdráttarafls jarðarinnar. Þar eru unnin hæstu vísindaafrek mannsandans og leið- réttur sjónauki sem á að grafast fyrir um flókinn uppruna alheims- ins. Með gríðarlegum framforum í læknisfræði, líffræði og lífefna- fræði er unnt að gera ótrúlega hluti á sviði líffæraflutninga og erfða- verkfræði. Þróunin er hröð og menn spyrja sig: Má gera aht, sem hægt er að gera: Hver svarar þeirri spurningu? Foreldrar geta vahð sér barn af ákveðnu kynferði og jafnvel ákveðnum eiginleikum. Hugmynd- um hefur verið varpað fram um framleiðslu dýraafbrigða, er rækt- uð væru th framleiðslu líffæra er nota megi th ígræðslu. Lyf og líf Deha hefur staðið um lyf og hormóna er auka hæfni th íþrótta- og vaxtarræktar. Er stutt í lyf er auka hæfni th að njóta hsta, t.d. hljómlistar eða auka afrek á sviði stærðfræði og eðhs- fræði. í ritinu The Economist var nýlega varpað fram framtíðarsýn. Lyf munu lengja líf manna og valda vandkvæðum. Nú hafa menn sætt sig við fóstureyðingar th þess að spoma við fólksfjölgun. Höfundur greinarinnar varpaði fram spurn- ingunni um líknardauða, sem e.t.v. yrði jafneðhlegur og fóstureyðing þegar lyfin gætu lengt líf manna svo mjög. Takmörkun fólksfjölda á báðum endum. Hætta er sú á tímum hraða og upplausnar, þegar lífsghdin brest- ur og verðmæti hinnar óljósu og hlhöndlanlegu siðfræði faha í gleymsku, að maðurinn meðhöndh fjöregg mannkynsins eins og óviti tvíeggja sverð. Vafalausustu ghdi mannlífsins felast ekki í auglýsingamennsku og samkeppni þótt hvort tveggja sé nauðsynlegt og óhjákvæmilegt. Þannig þýtur margt í gegnum hug- ann þegar fæðingarhátíð trésmiðs- ins frá Nasaret nálgast. Guðmundur G. Þórarinsson „Gamli siðurinn hverfur og nýr kemur ekki í staðinn. Samkeppnin hefur ágirndina til vegs og efnishyggjan ryð- ur burt sjónarmiðum mannúðar. Neysluþrældómur ryður sér til rúms.“ Skoðanir annarra Jarðbundnari væntingar „Kreppan, sem hér hefur gengið yfir á síðustu fimm árum og hefur enn ekki runnið sitt skeið á enda, hefur orðið okkur th góðs á margan hátt. í einkafyrirtækjum um land aht hefur verið gert gífur- legt átak í því að hagræða í rekstri, spara í útgjöld- um, draga úr óþarfa kostnaði og treysta rekstur fyr- irtækjanna á allan hátt. Væntingar starfsmanna og stjómenda eru orðnar jarðbundnari en var um skeið. Hið sama á augfjóslega við heimihn í landinu.“ Ur Reykjavíkurbréfi Mbl. 12. des. Lögin um tóbak og áfengi „Lög, sem ekki er borin virðing fyrir, gengisfeha öh lög önnur, hversu skynsamleg þau kunna að vera. Þetta mættu þingmenn reyndar hafa í huga við störf sín almennt og yfirleitt.... Á meðan stjómarskrár- nefnd skhar engur betra ber okkur þó að virða þá stjórnarskrá, sem við höfum. í stað þess að setja sí- feht fleiri (og óþarfari) lög um aht mannlegu viðkom- andi ættu þingmenn að sjá sóma sinn í að afnema verstu ólögin, sem stríða gegn stjómarskránni. Af- nám laganna um auglýsingabann tóbaks og áfengis er jafngóð byrjun og hver önnur.“ Andrés Magnússon blaðam. í Pressunni 9. des. Þrengir að f iskveiðum „Lítum þá á söguna út frá því sjónarmiði að hval- imir séu og hafi verið alvarlegir keppinautar mann- skepnunnar um lífsbjörg úr höfunum, að þeir veiði - jafnvel nú á dögum - á við fullkomnustu úthafs- flota manna.... Reyndin er sú að það er aukin tækni til fiskveiða (og um leið th hvalveiða, þótt það komi þessu máh ekki við), ásamt mengun af manna völd- um, sem þrengir nú að fiskveiðum okkar og fleiri þjóða.“ örnólfur Thorlacius, líffræðingur og rektor MH, i Mbl. 14. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.