Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Viðskipti Ysa á fiskm. (Ir/kg Þr Mi F1 Fö Mé Þr Hlutabrvíslt. VIB Þr Mi Fi Má Þr $/tonn Þr Mí Fi Fö Má Gengi hoil. gyllini Fö Má Þr Kauph. í Hong Kong Þr Mi Fi Fð Má Þr Álverðaðhækka Verð á slægðri ýsu á fiskmörk- uðum hækkaði að meðaltali nokkuð í gær eftir slaka byrjun vikunnar á mánudag. Hlutabréfavísitala VÍB hækk- aði og lækkaði í síðustu viku en hefur verið á stöðugri uppleið frá því um helgi, fór í tæp 660 stig í gær. Á einni viku hefur staðgreiðslu- verð áls hækkað á fijálsum markaði um 100 dollara tonnið. Verðið hefur ekki verið hærra síðan í sept. sl. Þar til í gærmorgun hafði gengi hollensks gyliinis gagnvart ís- lensku krónunni verið að hækka lítUlega. í gær var sölugengið 37,62 krónur og hafði lækkað um 10 aura frá mánudeginum. Hlutabréfavísitalan í Hong Kong lækkaði nokkuð í gær eftir að nokkur söguleg met höfðu ver- iðslegindaganaáundan. -bjb ísland litið hýru auga í Hollywood: Milljarður í gjaldeyristekjur - verði hluti 4 kvikmynda tekinn hér Nú er svo komið að Island virðist aftur vera orðið vinsælt meðal kvik- myndarisanna í Hollywood og víðar sem tökustaður. Skemmst er að minnast mikils áhuga fyrir nokkrum árum þegar hluti af James Bond mynd var tekinn hér á landi. Þessi þróun virðist vera í takt við fleiri sigra íslenskra kvikmyndagerðar- manna á erlendri grund. Fjölmargir aðilar hafa sett sig í samband við hérlenda kvikmyndagerðarmenn að undanfórnu og lýst yfir áhuga á að taka kvikmyndir sínar að hluta á íslandi. Af þessum fjölda eru ágætar líkur á að kvikmyndun fjögurra kvikmynda fari fram hér á landi næstu misseri. Reiknað er með að hverri mynd fylgi um 200 manna hópur til Islands og gjaldeyristekjur þjóðarinnar verði um 200-300 miUj- ónir króna vegna hverrar myndar. Það þýðir nær 1 milljarð króna í gjaldeyristekjur. Það munar um minna. Vilhjálmur Knudsen ásamt fleirum hefur verið að leita að tökustöðum fyrir tvær stórmyndir. Annars vegar er það ævintýramyndin „Judge Dred“ með Sylvester Stallone í aðal- hlutverki og hins vegar endurgerð kvikmyndarinnar „Ferðin til miðju jarðar“ á vegum Walt Disney fyrir- tækisins, eftir sögu Jules Veme. Kvikmyndin með Stallone verður að öllum líkindum kvikmynduð að hluta hér á íslandi, sem þýðir að um 200 manns koma til landsins vegna hennar. Auk þess munu íslenskir leikarar og kvikmyndagerðarmenn líklega fá vinnu við myndina. Ef Walt Disney-menn velja ísland sem einn af tökustöðum þá mun áhka stór hópur koma til landsins, eða um 200 manns. Það sem helst stendur í vegi fyrir kvikmyndun þeirrar myndar er að ekki hefur fundist hentugt eldfjall á íslandi, svo undarlega sem það hljómar. Varað við bjartsýni En það eru fleiri en Vilhjálmur Sylvester Stallone leikur aðalhlutverkið í „Judge Dred“, þeirri kvikmynd sem mestar líkur eru á að verði tekin að hluta hér á landi næsta sumar. Hvort sem Stallone mætir sjálfur á svæðið eða ekki þá er Ijóst. að gjaldeyr- istekjur íslendinga munu stóraukast á næsta ári. Knudsen sem hafa verið að leita að tökustöðum fyrir erlend kvikmynda- fyrirtæki. Jón Þór Hannesson hjá Saga-film sagði í samtali við DV að nokkrir aðilar hefðu haft samband með ísland í huga sem einn af töku- stöðum. En Jón Þór vill vera varkár í yfirlýsingum að fenginni reynslu. „Stundum verður eitthvað úr þessu og stundum ekki neitt,“ sagði Jón og vitnaði m.a. til þess þegar leikarar og erlent tökuhð var mætt til Vest- mannaeyja fyrir fáeinum árrnn að mynda „Leitin að eldinum" en skyndilega var hætt við aht saman. „En það er klárlega meiri áhugi núna fyrir íslandi en oft áður,“ bætti Jón við. Það eru einkum tvær kvikmyndir sem Saga-film hefur verið að und- irbúa. Önnur er gerð af fyrirtækinu 20th Century Fox og er víkingamynd með nafninu „Northmen". Kvik- myndin á að gerast í kringum árið 1000. Hin myndin er einnig víkinga- mynd og hefur Saga-film fahð SnorraÞórissyni kvikmyndagerðar- manni að undirbúa og finna töku- staði fyrir þá mynd. Spáð í hverja krónu „Þó ég sé ekki haldinn sömu bjart- sýni og sumir kohegar mínir þá er klárt mál að kvikmyndun mynda af þessu tagi er vítamínsprauta fyrir þjóðfélagið. Ferðaþjónustan hefur mikið upp úr þessu," sagði Jón Þór en henti á hvað ýmis kostnaður á íslandi væri mikhl miðað við önnur lönd, s.s. við matvæli, eldsneyti og flutninga. Sem dæmi nefndi Jón að kvikmyndafyrirtækin spáðu í hvað kostaði að hringja frá Húsavík til Reykjavíkur eða th útlanda. „Þó upp- hæðimar séu stórar þá spá menn í hverja krónu.“ í lokin er rétt að geta kvikmyndar sem Friðrik Þór Friðriksson vinnur núna að í samvinnu við erlenda að- ila. Myndin nefnist „Cold Fever“ og gerist á íslandi og i Tokyo. Friðrik og Ari Kristinsson eru núna staddir við tökur í Tokyo en í janúar og fe- brúar nk. fara fram tökur hér á landi. -bjb Lognið á undan storminum? Sé htið á gengi hlutabréfa helstu hlutafélaga þegar viðskiptum lauk sl. mánudag hefur það almennt hækkað frá mánudeginum áður. Ekki er þó um miklar breytingar að ræða því hlutabréfaviðskipti voru óvenju daufleg í síðustu viku. Gengi nokkurra hlutahréfa hefur nánast staðið í stað. Tahð er að þessi htlu viðskipti séu aðeins lognið á undan storminum, eftir því sem nær dragi áramótum muni hlutabréfaviðskipti glæðast á ný þegar fjárfestar næh sér í skatta- afsláttinn. Eftir uppsveiflu hefur Landsvísi- tala hlutabréfa hjá Landsbréfum lækkað htihega milli vikna. Hluta- bréfavísitala VÍB fór í 657 stig sl. mánudag og hefur ekki verið hærri síðustu 5 mánuði. Vísitölur húsbréfa og spariskírteina hjá VÍB sigla jafnt og þétt upp á við. -bjb I5JJJ!35§J2IEII3!| ifflTjfflffSiWff:[JESSSEIillMii 660 620 600 580 560 c O N D maffiinffiiMi 0.95 2,1 sJj ; J 1,8 1,7^ S O N D S O N D DV Hagnaðurá umlOOmilljónir , Útlit er fyrir hagnað af rekstri íslenska járnblendifélagsins lif. á Grundartanga á þessu ári upp á 70 100 milljónir króna. Að sögn forráðamanna fyrirtækisins er þetta árangur neyðaráætlunar sem hófst á haustdögum 1992. Á þessu ári hefur rekstrarkostnað- ur verið skorinn niður um 400 milljónir króna en á mótl hefur komið hækkað afurðaverð. Sarakvæmt fjárhagsáætiun fyr- ir árið 1994 er gert ráð fyrir hagn- aði upp á 350 mihjónir króna. Þar er treyst á enn hækkandi afurða- verð vegna verndaraðgerða fyrir járnblendiiðnaðinn í Bandaríkj- unum og Evrópubandalaginu. Á næsta ari er ætlunin að greiða niður skuldir um 400 mihjónir króna. Hlutafé í Járnblendifélag- inu hefur verið aukið auk þess sem Landsbanki, Iðnþróunar- sjóður og Norræni fjárfestingar- bankinn hafa aðstoðað fyrii*tækið með bættum lánum og rekstrarfé. Þorskaflijókstí nóvember Samkvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi islands var þorskafl- inn í nýhðnum nóvembermánuði rúmlega tvö þúsund tonnum meiri en í fyrra. Þorskafhnn er um 7.300 tonnum meiri fyrstu þrjá mánuöi á yfirstandandi fisk- veiðiári en hann var sömu mán- uöí á tveimur síðustu fiskveiðiár- um. í nóvember nú var lúutur tog- aranna í þorskafla 61% en var 39% í fyrra. Þessi aukning er tal- in koma heim og saman viö um- sagnir sjómanna að undanförnu um veralega þorskgengd á mið- unum. Þorskur veiddur utan landhelgi er ekki inni í þessum tölum. 1,5 milljarða lægritollará sjávarafurðir Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES, var sam- þykktur á fundi ráðherraráðs Evrópubandalagsins, EB, sl. þriðjudag og tekur gildi 1. janúar nk. Samningurinn mun eínkum hafá mikilvægi í fór með sér fyrir íslenskan sjávarútveg þar sem miklar brevtingar verða á inn- flutningstollum EB fyrir sjávar- afurðir. Áætlaö er að um tvegga miHj- arða króna tohur liafl verið lagður árlega á íslenskar sjávarafurðir í innflutningi til EB undanfarin misseri. Miðað við sambærilegar útflutmngstölur árið 1994 mim þessi tala verða um 450 milljónir á næsta ári en það þýöir um 1,5 mihjarða króna lækkun á ári. Meðal amiars téhur niður tohur á þorski, ýsu, ufsa, lúðu og grálúðu, jafnt á frysta sem ferska afurð. Notendumfar- símaogboð- tækjafjölgarört Samkvæmt Farsímafréttum Pósts: og síma hefur farsímanot- ; endum Qölgað um 725% á aðeins sjö árum. Árið 1986 vora farsíma- notendur um 2 þúsund talsins en 1. nóvember sl. voru þeir orðnir um 16.500. Á þessum árum hefur Uölgumn verið stöðug en mest varð hún milli áranna 1989 og 1990. Boðtækjanotendum hefur sömuleiðis fjölgað gífurlejta, eða um 330% á þremur árum. I árslok 1990 vora um 1.200 manns með boðtæki í landinu en 1. nóvember sl. voru boötækjanotendur orðnir ríflega5þúsundtalsins. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.