Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 UtLönd ' :■ wArhrm- WU HkCKri II ArlVI%.l kjaftshöggið Richard von r~~~ Weizsacker, forseti Þýska- lands, ætlar ekki aö leggja frain kæru á hendur fyrrum lyftingamanni sem sló hann í andlitið til að vekja athygli á hlut- verki forsetans á tímum nasista. Wizsácker var í þýska hernum en hefur ekki legiö undir grun um að hafa verið nasisti. Lögreglan hefur kært lyftinga- manninn Horst Gíinther fyrir lík- amsmeiðingar og fyrir að móðga forsetann en ákvörðun Weizsác- kers þýðir að hann veröur aðems dæmdur fyrir hið fyrrnefnda. Rússneski morðsjómaður- innframseldur Dönsk yfirvöld hafa framselt rússneska sjómanninn Andrej Lapín tii Þýskalands en sjómað- urinn er grunaöur um að hafa drepið fimm skipsfélaga sína á þýska flutningaskipinu Bárbel. Danska lögreglan ók með Lapín frá fangelsinu í Esbjerg að landa- mærastöðinni i Fröslev þar sem Þjóðveijar tókit vtö honum. Lapín víðurkennir að hafa orð- ið tveimur rússneskum sjómönn- um að bana um borð í Bárbel. Búist er við að saksóknari í Osnabruck í Þýskalandi leggi fram ákæru á hendur honum fyr- ir morðiö á þýskum skipstjóra Bárbel og fjórum rússneskum sjómönnum. Aðskilnaður kynþáttaeykstí skólumvestra Aðskilnaöur kynþáttanna hef- ur fariö mjög í vöxt í ríkisskólum í Bandarikjunum, til baga fyrir blökkumenn og spænskumæl- andi némendur. Ungmenrti úr þessum; hópum eru líklegri en hvítir til að sækja skóla í hverfum þar sem raikil fátækt ríkir, segir í skýrslu frá Harvard háskóla. Jonathan Wilson sem geröi skýrsluna sagöi aö landið væri að færast í átt til amerískrar út- gáfu apartheit-stefhunnar. „Iringið og stjómvöld geta ekki horft fram hjá þessu ef viö eigum að halda landinu saman,“ sagði hann, í skýrslunni segír að aðskilnað- ur kynþáttanna sé mestur i stór- borgunum. Þjóðaratkvæði um EBverðiá Gro Ilarlem Brundtland, forsætisráð- herra Noregs, hefur verið fal- ið aö hafa sam- band viö sijórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi til aö reyna að ná sam- stöðu um aö þjóðaratkvæða- greiðslan um aðild að Evrópu- bandalaginu verði á sama degi í löndunum þremur. Það var norska Stórþingiö sem gerði samþykkt læssa efnis; á mánudagskvöld og þykir næsta víst að Brundtland og Thorbjöm Jagland, fomiaöur Verkamanna- flokksins, verði lítt ánægö með þessa ákvörðun. Atkvæðagreiðsla þingsins kom á óvart og vom margir þingmenn fjarverandi. Eeutcr, Rltzau, NTB Selavinurmn og leikkonan Brigitte Bardot vill skilnað: Öfgar karlsins nærri óþolandi - segir Bardot um bóndann, sem er úthrópaður þjóðemissinni „Eg heföi betur orðið ástfangin af skósala. Ég rífst við Bernard enda finnst mér Þjóðfylkingin alltof öfga- sinnuð," segir selavinurinn og leik- konan Brigitte Bardot sem vill skiln- að frá manni sínum, Bernard d’Or- male, eftir stutt hjónaband. Bardot ræddi hjónabandsvandræði sín í viðtali við franska blaðið Liber- ation í gær og bar manni sínum ekki vel söguna. Einkum eru það öfgar hans í þjóðemismálum sem fara í taugarnar á henni og hafa valdið dýraverndunarfélögum hennar ómældum skaða. Bernard er virkur félagi í Þjóðfylk- ingu Le Pens og úthrópaður víða um Frakk- land fyrir and- úð á útlending- um. Það hefur m.a. valdið því að gyðingar eru hættir að gefa fétilbaráttunn- Bri9itte Bardot- ar. Þá var sjónvarpsþáttur Bardot um dýravernd tekinn af dagskrá vegna þess að nafn hennar tengdist um of þjóðernisöfgum. Múslimar í Frakklandi segja að hún leggist gegn siðum þeirra við slátmn sauðfjár vegna fordóma í garð minnihlutahópa og fulltrúar á Evrópuþinginu hafa neitað að sitja til borös með henni vegna tengslanna við frönsku þjóðernishreyfmguna. Bardot sér því ekki annan kost grænni en að skilja við manninn sem komið hefur óorði á hana og baráttu hennar. Bardot segist hafa reynt að fá Bem- ard til aö ganga í flokk Gaullista en án árangurs. Hún sagöist í viötalinu vart geta hugsað til þess aö deyja í einsemd en meö þessum manni getur hún þó ekki búið öllu lengur. Bardot verður sextug á næsta ári. Reuter Sir Leon Brittan og Mickey Kantor, samningamenn Evrópubandalagsins og Bandaríkjanna, eru kampakátir eftir aö samkomulag náðist um deilumálin sem stóðu í veginum fyrir nýjum GATT-samningi. Símamynd Reuter Sögulegt samkomulag í Genf: Skoskir viskíbruggarar skála fyrir nýju GATT Skoskir viskíframleiðendur lyftu glösum af kæti í gær þegar ljóst var að samkomulag virtist hafa náðst um nýjan GATT-samning í Genf, samn- ing sem á væntanlega eftir að auka útflutning þeirra. Bill Chnton Bandaríkjaforseti var líka kátur yfir því að Bandaríkin og Evrópubandalagið hefðu náð sam- eiginlegri niðurstöðu í nær öllum þeim deilumálum sem stóðu í vegin- um fyrir nýjum samningi um aukið fijálsræði í heimsverslun. „Við stöndum frammi fyrir sögu- legum sigri í viðleitni okkar til að opna erlenda markaði fyrir banda- rískar vörur. Ég vil þó taka það skýrt fram að viðræðunum er ekki lokið enn, það eru erfið mál eftir,“ sagði Clinton í gær. Grímulaus verndarstefna Mickey Kantor, fulltrúi Bandaríkj- anna í viðræðunum við EB, sagði aö aðilar hefðu orðið sammála um að vera ósammála í deilunni um kvik- myndir og sjónvarpsefni til þess að Uruguay-viðræðumar um nýjan GATT-samning sem hafa staðið yfir í sjö ár strönduöu ekki á því atriði. Þá er einnig óleyst deilan um styrki til flugvélasmíði og samkomulagið um fjármálastarfsemi, svo sem banka, er aðeins tfi bráöabirgða. Jack Valenti, formaður samtaka kvikmyndagerðarmanna í Holly- wood, sagði að afstaða EB í kvik- myndamáhnu væri grímulaus verndarstefna og reistur hefði verið múr til að útfioka menn og konur utan bandalagslandanna. Ljóst er að samningamenn í Genf munu standa í ströngu í dag og bú- ast má við hrossakaupmennsku um tollalækkanir áöur en nýr GATT- samningur verður innsiglaður, en lokafresturinn tfi að ganga frá hon- um rennur út klukkan fimm í fyrra- máliö aö íslenskum tíma. Einn samn- ingamaður sagði að nokkur fátæk lönd væru óánægð með einokun Bandaríkjanna og EB í viðræðunum og þau gætu freistast til að semja alveg fram á síðustu stundu. Upp úr öldudalnum Viðræðumar höfðu tvisvar áður fallið á tíma vegna defina Bandaríkj- anna og EB en Peter Sutherland, framkvæmdastjóri GATT, varaði við afleiðingunum ef slíkt gerðist aftur. Ekki eru allir á einu máli um ágæti niðurstaðna Umguay-viðræðnanna. Formælendur segja að nýr GATT- samningur muni lyfta efnahagslífi heimsins upp úr þeim öldudal sem það hefur verið í með því að ryðja verslunarhindrunum úr vegi. Einn asískur diplómat sagði þó um eitt lykfiatriði samningsins, aukið frjáls- ræði í þjónustuviðskiptum, að það væri eins og beinagrind, kjötið vant- aði á beinin. Reuter Umferðargnýrer lífshættulegur „Viö höfum komist að því að fólk sem býr við mikinn hávaða frá umferðinni er heilsutæpara en aðrir," segir breski læknirinn John Withelegg sem kamiað hef- ur áhrif umferðar á líf og heilsu manna. Rannsóknin náði til þúsund heimila í tíu borgum á Bretlands- eyjum. Umferðargnýrinn var mældur og niðurstaðan sýndi ótvírætt aö hávaðinn er skaðleg- ur heilsu manna og getur valdið dauða ef mikið gengur á um lang- an tíma. Helstu eiirkenni „háv- aðasýki" eru höfuðverkur, lyst- arleysi og óþægindi í augum. Hrintístað- genglisínum ofanafsvölum Staðgengill breska leikar- ans Olivers Re- ed hefur kært hann fyrir að hrinda scr ofan: af svölum í vcitingahúsi þegar báðir unnu að upptöku kvikmyndar árið 1986. Maðurinn, sem annai's lék áhættuatriðin fyrir Reed, slasaðist við fallið og vfil bætur. Reed hefur vísað sögu manns- ins á bug og segir að hann vilji bara hafa af sér fé. Staögengillinn segir aö Reed hafi verið mjög drukkinn þegar þeir tókust á í veitingahúsinu og viti því minnst um hvað gerðist þar. Barnlifðiaffall aftíundu hæð „Ég hrópaði á hjálp en allir virt- ust of hræddir tfi að gera nokk- uð," sagði Rosnah Seein, 35 ára gömul kona sem fyrst kom að þriggja ára dreng eftir að hann féll út um glugga á tíundu hæð í fjölbýlishúsi í Kuala Lumpur. Drengurinn, sem kallaður er Izwan, slasaöist alvarlega en er ekki í lífshættu að sögn lækna. Þó þykir undrum sæta að hann skyldi ekki láta lífið. Draugabíli gerir vegfarendum Fjöldi manna í Balsfiröi í Norð- ur-Noregi fufiyrðii’ að draugabíll aki um vegi þar í firðinum. „Öku- maðurinn" fer að sögn ekki í einu og öllu eftir umferðarreglunum. Margir hafa vitað um að þarna sé eitthvað óhreint á ferðinni og það styrkir menn S trúnni að vart líður svo nótt að eirfiiver sjái ekki bílinn á ferð. Bíllinn hirtist skyndilega, öllum að óvörum, og hvorfursvo aftur spprlaust Sum- ir vilja rekja sýnir þessar til slyss sem varö á veginum um Balsfiörð fýrir mörgum árum, Fann6ókunnar Joseph Haydn Gömul kona í Múnstor í Þyskalandi hefur ’ fundið sex áður ókunnar píanósónötur eftir Joseph dóti hjá sér. Hún sagðist hafa vit- að lengi um nóturnai’ en ekki gert sér grein fyrir hve merkileg- ar þær væru. Sérfræðingar voru kallaðir til að skoða verkin og segja þeir að þau séu ekta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.