Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Spumingin Fylgist þú með NBA-boltanum? Sigriður Lára Andrésdóttir: Já, stundum. Valgerður Þorsteinsdóttir: Já, stund- um. Fríða Sigurðardóttir: Já, svolítið, alla vega úrslitunum. Bylgja Guðmundsdóttir: Já, ég fylgist með NBA. Hrönn Guðmundsdóttir: Já, en ekk- ert mjög mikið. Ingvi Þorsteinsson: Já, það kemur fyrir. Lesendur Stórsveit Reykjavíkur og aðrar slikar: Ráðhúsið tilvalinn hljómleikastaður G.A. skrifar: Margar hafa „sveitimar“ verið stofnaðar til að koma lífi í djass og dægurlagaflutning með „big-band“ sniði. Rikisútvarpið hefur t.d. stofn- að nokkrar en þær hafa illu heilli ekki átt langa lífdaga. Nú er enn komin fram ný sveit, Stórsveit Reykjavíkur, sem hélt tónleika í Ráð- húsinu laugard. 4. des. sl. Þetta voru tímamót því þótt þama hafi komið fram hljómsveitir af þessari tegund áður minnist ég ekki að svipuð ís- lensk hljómsveit hafi leikið þama fyrr. Það era yfirleitt engir tónleikar af þessari tegund haldnir hér. Samt eigum við lúðrasveitir en þær leika aldrei úti undir berum himni nema 1. maí og 17. júní og þá marsa og Öxar við ána. Tónleikamir í Ráðhúsinu áður- nefndan laugardag undir stjóm Sæ- bjamar Jónssonar og með söngvur- unum Lindu Walker og Ragnari Bjarnasyni vora vel heppnaðir og vel þegnir. Svona tónleikar hefðu mátt vera hvern laugardag til jóla a.m.k. Bæta má við einu og einu lagi, hljóm- sveitin æfist, styrkist og fær meira sjálfstraust. Auðvitað er erfitt að halda þessari tegund tónhstar í gangi. Það má enginn vera að neinu, útsetjarar fást ekki ókeypis og menn í fullri vinnu. En þetta er nú leggj- Stórsveit Reykjavíkur á fullu undir Ragnari Bjarnasyni söngvara. andi á sig sem fríshmdagaman, er það ekki? Sannleikurinn er sá að svona stór- sveitartónleikar era að verða eftir- sóttir af öllum fjöldanum, hinum þögla meirihluta sem vill stíl og reisn yfir flutningi djass og dægurlaga. „Big-band“ er ekki „big-band“ fyrr en það er komið í 15 - helst sem næst 20 manns. Annaö er fátækra- tóniist. Þessi gömlu sígildu dægurlög og eðaldjassinn krefst mannskaps, ekki einyrkja. Meira að segja Oscar stjórn Sæbjarnar Jónssonar og með Peterson var löngu hættur að leika nema undir stórsveit. Nú veit ég ekki hver eða hvort ein- hver greiðir Stórsveit Reykjavíkur laun en áreiðanlega myndu fáir mót- mæla því þótt Reykjavíkurborg „eignaðist" eða styrkti svona hljóm- sveit verulega til æfinga og gætu þá tónleikar orðið nokkuð reglulegir viðburðir í Ráðhúsinu, utan- eða inn- andyra. Upp með „brassið" á ný. Megi Stórsveitin dafna undir styrkri stjóm. Lífsliáskalegir banndagar krókaleyf isbáta Jón Sigurðsson skrifar: Engu er líkara en frumvarp sjávar- útvegsráðherra sé dregið upp úr skrifborðsskúffu LÍÚ til að fækka krókaleyfisbátum í eitt skipti fyrir öll með góðu eða illu. En tímabundið væri hægt að sættast á 106 banndaga í stað 146, frá 15. nóv. til 15. febrúar og um eina viku um páska og aðra viku um verslunarmannahelgi. Sjö banndagar í lok hvers mánaðar þýðir mikið kapphlaup smábátasjó- manna við veðurguðina, sem aftur þýðir í raun lífsháskalega sókn smá- báta. Nú þegar hafa of margir ís- lenskir sjómenn verið teknir burt í blóma lífsins í baráttunni við Ægi og því algjörlega óásættanlegt að lög- binda frumvarpsdrög um stjóm fisk- veiða sem stuðlar að auknum slysiun á sjó. Sjávarútvegsráðherra er greinilega á miklum villigötum með frumvarp sitt um sljóm fiskveiöa smábáta og greinilegt að þar fer maður með htla reynslu í baráttunni við Ægi kon- ung. Nokkrir túrar á krókaleyfisbáti út af Vestfjörðum í nóvember eða desember ehegar einn túr á togara í Smugunni myndi nægja til að kynn- ast þessari baráttu. Fjöldi banndaga í framvarpi sjáv- arútvegsráðherra þýðir í raun að smábátar muni eiga mjög erfitt að ná 10 þús. tonnum á veiðiárinu að mati þeirra sem gleggst þekkja. Vin- sælasta veiðiaðferðin er tvímæla- laust krókaveiðar en óvinsælustu veiðamar era veiöar togara uppi í landsteinum þar sem þeir snúa öllu við í vistkerfi sjávarins með togveið- um. - Það er löngu tímabært að færa togarana lengra frá landi, t.d. 30 míl- ur eða svo og láta krókaveiðum eftir svæðið út að 30 mílum. Auglýsingafrdsi á áfengi Stuðlar auglýsingabann á áfengi að spillingu í innflutningi, sölu og dreif- ingu áfengis hér á landi? Jón Ólafsson skrifar: Að undanförnu hefur nokkuð öi lað á því í umræðunnni (t.d. í lesenda- bréfum DV og e.t.v. víöar) að létta þurfi af ýmsum boðum og bönnum og afnema reglugerðir sem ekki era lengur í takt við tímann og era raun- ar tíl skaða þar sem þær stangast á við hehbrigða skynsemi og mismuna ennfremur landsmönnum gróflega gagnvart erlendum aðhum. - Þar hefur fyrst og fremst verið tekið dæmi af banni við auglýsingmn á áfengi í íslenskum fjölmiðlum. Ahir vita að erlendir fjölmiðlar, þ.á m. allra þjóða tímarit, svo og erlend- ar sjónvarpsstöðvar sem hér nást beint án mihigöngu ríkisfjölmiðl- anna miðla auglýsingum um áfengi og tóbak th landsmanna. Einnig era um borð í íslensku flugvélunum tímarit, innlend og erlend, sem aug- lýsa þessar vörategimdir og skyldi maður þó halda að um borð í íslensku loftfari væri maður enn á íslensku yfirráðasvæði. í síðasta vikuriti Pressunnar var fiallað um þessi mál, bæði af Andrési Magnússyni blaðamanni og svo í al- mennri fréttaskýringu Páls H. Hann- essonar. Eftir lestur þessara tveggja greina, sem vöktu upp enn fleiri spumingar en þær svöraðu, hggur beinast fyrir að spyija: Vhja Islend- ingar ekki einfaldlega viðhalda þeirri mismunun sem auglýsingar útlend- inga á áfengi og tóbaki setja íslend- ingum í eigin landi? Er ekki ÁTVR bara sú stofnun sem íslenskir inn- flytjendur áfengis og tóbaks sætta sig ágætlega við og vhja frekar nota aug- lýsingafé hinna erlendu framleið- enda th að hygla starfsfólki ÁTVR með ferðum og ýmsum uppákomum. Og svo yrði nú ekki gæfulegt ef nýir innflytjendur áfengis færa að keppa við þá sem era búnir að ná sér í þæghegt sæti! Snorri Sigurðsson hringdi: Fólki getur varla staðið á sama um þá umræðu sem fram fer í þjóðfélaginu þessa dagana og vik- umar. Maður opnar varla blað eða lhýðir á útvarp án þess að þessi umræða sé efst á baugi. Og í viðtalsþáttum og þjóðarsálum er reynt að fá einhverja th viðtals sem geta lýst ofbeldi sem best og skýrast. Þessi ofbeldisumræöa er orðin ógnvænleg og verkar öfugt við það sem henni er þó e.t.v. ætíað að gera. - Það eina sem gild- ir er að taka rækilega á ofbeldis- mönnum og þyngja refsingar. menníbiðstödu Valdimar skrifar: Það var skynsamlegt af vcst- firskum sjómönnum að fella th- löguna um verkfall sjómanna, a.m.k. aö svo komnu máli. Með þessu eru vestiirskir sjómenn í biðstöðu og að mínu mati geta þelr ráðið meira og minna gangi mála þjá hinum sjómannafélög- unum með þessum hætti. Það er nefnilega ekki séð hvernig þessi mál þróast í kringum áramótin. Ég á von á þvi að þá verði komið annað hljóð í strokkinn hjá verk- fahsboðendum og memr vilji draga th baka verkfallsboðunina sem er vægast sagt afar óskyn- samleg. eftirlitíMoskvu Pétur Guðmundsson hringdi: Tveir íslenskir menn vora sendir héöan til Rússlands til að hafa eftirlit - ásamt mönnum frá öðram þjóðum - með kosningum í þessu víðfeðma og fyrrum vold- uga ríki. Lítið fer þó fyrir fréttum frá Rússlandi nema með beinum viðtölum við Ríkisútvarpsms við Ölaf Ragnár Grimsson alþm. sem liefur sínar skýringar á gangi mála. Morgunblaðiö birtir hins vegar viðtal við hinn aðilann sem sendur var héðan, Magnús Ósk- arsson, en með milligöngu frétta- ritara Mbl. í Moskvu. Mér finnst óeðlhegt að RÚV skihi ekki ræða jafnt við þessa sendimenn okkar. Anna Magnúsdóttir hringdi: Ég skora á aha sem tök eiga á að þrýsta á stjórnvöld um að breyta skylduáskrift að Sjón varpi ríktsins i frjálst val, líkt og gerist hjá Stöð 2 og mun ghda um hvaða aðra fjölmiðla i framtíðinni. Ég tek undir með konunni sem hóf þessa umræðu í lesendadálki DV hinn 7. des. sl. og gaf upp síma- númer hjá sér fyrir fólk th að hringja í þar sem hún hefur út- búið undirskrifíalista til söfnun- ar undirskriftum. -En síminnhjá áðurnefndri konu er 676759. Þetta mál veröa stjórnvöld að hlusta á. leyfum óhefta Ragnar Jónsson hringdi: Eg fegna eindregið tónum nýju sphakössum Háskóla íslands og tel núklar framfarir felast í þess- ari nýju Lækni. Ég er einn þeirra sem hræðist ókki ásókn ungra krakka eða unglinga í svona spilakassa. Ég veit ekki betur en bæði spilakassar og jafnvel spila- víti tíökist í flestum nágranna- Jöndum og uppeldismál þar þó i ágætum farvegi. Ég sé ekki meiri hættu í því fyrir fólk hér á landi aö eyöa nokkrum krónum í spha- kassa en bara að fara meö þær í verslanir. Það er þóalltaf einhver hugsanlegur ávinnlngur úr köss- unum.Égmælimeð óheftri spila- starfsemi hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.