Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 23 Fréttir Sláturfélagið Barði hf. á Þingeyri: Samþykkt að gera að almenningshlutafélagi ELDSMIÐJU 81*10*20 Hluthafar í Sláturfélaginu Barða hf. á Þingeyri samþykktu á hluthafa- fundi nýlega að gera félagið að al- menningshlutafélagi til að styrkj, fjárhagsstöðu fyrirtækisins og ger, bændum á norðanverðum Vestfjörð um kleift að gerast hluthafar í íyrir tækinu og fá þannig skattafslátt. Á fundinum var samþykkt að fær; hlutafé Barða hf. niður um 19,2 millj ónir úr 39,2 milljónum í 20 miUjóni] og auka það á móti um 30 milljónii króna þannig að hlutaféð verði 5( milljónir eftir aðgerðirnar. Barði hf hefur verið rekið með tapi undanfar in ár. „Við viljum bara taka á taprekstr- inum með þessu móti. Tapið er vana- lega fært til næsta árs en einhverr tímann kemur að því að menn verða að gera þetta og þá tapa hluthafamii náttúrulega'þessari upphæð. Þetta gengur jafnt yfir alla hluthafa og síð- an er byijað á þessum punkti," segir HaRgrímur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Barða. Innleggjendur sauðfjárafurða hjá Barða hf. í haust greiða 15 prósent af innleggi sínu í hlutafé og naut- gripaframleiðendur greiða 7,5 pró- sent. Þeir sem kaupa hlutafé í Barða fyr- ir áramót fá 41 þúsundar króna end- Fróði: Áskrifendurfá Hús og híbýli aukagreiðslu* laustíjanúar Áskrifendur að Vikunni fá 24., 25. og 26. tölublaö Vikunnar án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir og áskrifendur aö Húsum og híbýlum ættu nú þegar aö hafa fengið 7. tölu- blaðið án sérstaks endurgjalds. Þór- arinn J. Magnússon, fyrrverandi rit- stjóri Samútgáfunnar-Korpusar, seg- ir að áskrifendur sem þegar hafi greitt áskriftina að janúarblaði Húsa og híbýla fái það blað einnig án þess að þurfa að greiða aukalega fyrir það. „Það er verið að klára það tímabil sem fólk hefur borgað fyrir og þetta heldur bara sínum rytma eins og ekkert hafi ískorist. Áskrifendur ættu ekkert að skaðast enda getur það ekki hugsast að nýr eigandi vilji styggja dýrmætan áskrifendahóp,“ segir Þórarinn J. Magnússon, fyrr- verandi ritstjóri Samútgáfunnar- Korpusar. „Við tókum að okkur að gefa út tvö blöð sem voru tilbúin, síðasta tölu- blaðiö af Húsum og híbýlum og síð- asta Vikublað. Hvort tveggja var til- búið á préntplötum og við tókum að okkur að gefa þau út og afhenda áskrifendum án þess að við fengjum endurgjald fyrir. Síðan munum við sameina síðustu tvö blöðin af Vik- unni í eitt blað og það kemur út eftir rúma viku. Þetta voru þær skuld- bindingar sem við tókum á okkar herðar og þar með er þeim full- nægt,“ segir Magnús Hreggviðsson, stjómarformaður Fróða. -GHS Karlmaður kærir nauðgun Karlmaður á fimmtugsaldri kærði tæplega sextugan karlmann fyrir nauðgun til rannsóknarlögreglunn- ar í fyrradag. Hann var fluttur á neyðarmóttöku slysadeildar og kærði atburðinn. Hinn kærði var yfirheyrður af RLR enneitaðiásökununum. -pp urgreiðslu á tekjuskatti kaupi þeir hlutabréf fyrir 100 þúsund krónur en hjón sem kaupa hlutabréf fyrir tvö- fajt hærri upphæð fá 82 þúsund krón- ur í skattafslátt. -GHS NÝ MYNDBÖND - NY MYNDBÖND - NY MYNDBOND - NY MYNDBOND - NY MYNDBOND - NY MYNDBOND - NY MYNDBOND NIGHT HUNT er banda- rísk spennumynd um þrjár konur sem villast inn í eitt illræmdasta hverfi New York borgar. Þar hefst barátta þeirra við að halda lífi því klíkan í hverfmu er á höttunum eftir lífi þeirra. Með aðalhlutverk fara STEFANIE POWERS og HELEN SHAVER. SÍMI61 12 12 ★★★★ A RIVER RUNS THROUGHIT (VIÐ ÁRBAKKANN) er tvímœlalaust í hópi bestu mynda ársins 1993. Hún hefur hvar- vetna fengið frábœra dóma og hlaut m.a. Óskarsverðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku. Myndin byggir á sannri sögu og er leikstýrt af ROBERT REDFORD. „Myndin er tvímœlalaust ein sú langbesta sem sýnd hefur verið á áúnu“. S.V. Morgunblaðið ★★★ „Feikiljúf ogfallega gerð, góðir leikarar ogeftirminnilegar persónur. Sagan er markviss, tón- listin afbragð og leikstjóm Roberts Redford hin ágœtasta“. Ó.H.T. Rás 2 BRAD PITT (THELMA & LOUISE) og CRAIG SHEFFER leika ólíka bræður sem alast upp í Montana á þriðja áratugnum. Þeir hljóta strangt uppeldi en eitt sam- einar þó feðgana en það er áhugi þeirra á stangaveiði. Þegar bræðurnir eldast taka þeir ólíka stefnu í lífinu. Annar er róleg- ur og yfirvegaður og gengur mennta- veginn en hinn er ærslafenginn og til í að taka áhættur hvenær sem færi gefst. Það reynist honum dýrkeypt síðar NÝ MYNDBÖND - NÝ MYNDBÖND - NÝ MYNDBÖND - NÝ MYNDBÖND - NÝ MYNDBÖND - NÝ MYNDBÖND - NÝ MYNDBÖND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.