Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Side 4
4 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 Fréttir 33 V Ung stúlka stórslösuð eftir skíðaslys í Bláflöllum: Lá tvíkjálkabrotin á bekk í tæpa tvo tíma og beið - hringt í föður en ekki á sjúkrabíl vegna kostnaðar Ung stúlka liggur nú á Borgarspít- aLanum meö víraðan saman munn- inn eftir að hún tvíkjálkabrotnaði þegar hún lenti í samstuði á skíðum í Bláíjöllum síðastliðinn mánudag. Faðir stúlkunnar er mjög óhress með að ekki skuli hafa verið hringt á sjúkrabíl til að flytja hana á slysa- deild og hvemig hún var meðhöndl- uð fyrst eftir slysið. Hann þurfti sjálf- ur að keyra eftir stúlkunni stórslas- aðri á sitíðasvæðið og aka henni á slysadeild. „Það var hringt í okkur hjónin og við beðin um að koma og sækja dótt- ur okkar. Okkur var sagt að hún hefði fengið skurð á hökuna, sem þyrfti sennilega að sauma, og væri með sprungna vör. Þegar upp eftir var komið sá ég að það var eitthvað meira að en mér hafði verið sagt í símann. Þegar við reyndum að hreyfa hana þá gátum við það varla því hún kvaldist svo. Við komum henni inn í bíl við illan leik og ég ók niður á slysadeild," segir Gunnar Torfason faðir Ástbjargar Gunnars- dóttur, 15 ára stúlku, sem lenti í slys- inu. Við röntgenmyndatöku kom í ljós að Ástbjörg var tvíkjálkabrotin „Þar kastaöi hún upp blóði því hún hafði verið látin liggja á bakinu uppi í Blá- fjöllum á annan klukkutíma drekk- andi sitt eigið blóö. Ég á ekki eitt ein- asta orð yfir svona lagað,“ segir Gunnar. Hann segir skýringuna á því hvers vegna ekki hafi verið sent eftir sjúkrabíl þegar stúlkan reyndist svona alvarlega slösuð hafi verið á þá leið að það kostaði 7000 króriur. Hann þyrfti að taka ákvörðun imi slíkt. „Ég átti sem sagt að taka ákvörðun um þaö í bænum, með þessa lýsingu, skurð á höku og sprungna vör, aö senda sjúkrabfi eft- ir henni. Mér finnst þetta fáránlegt. Starfsfólk þama upp frá, sem virðist ekki hafa hundsvit á því sem það er að gera, er farið að setja verðmiða á slasaða. Þama em fleiri þúsund manns að leik. Foreldrar fjölda bama sem venur komur sínar þarna er í góðri trú að allt sé í lagi,“ segir Gunnar. Hann segir að nauðsynlegt sé að gera úrbætur. „Af því að dóttir mín þegir og liggur er allt í lagi. Hún get- ur náttúrlega ekki talað með nýbrot- inn kjálkann. Hún getur ekki sagt að hún sé að drekka blóðið úr sjálfri sér. Kjálkabrot em alltaf opin brot sagði læknir mér,“ segir Gunnar. Hann segir að spuming sé hvort Rauði krossinn, sem rekur sjúkrabU- ana, sé farinn að verðleggja þjónustu sína of hátt þegar svona er. Menn séu farnir að spyrja sjálfa sig að því hvort hér sé um 7000 króna slys að ræða eða meir. Ástbjörg er nú á batavegi en hún liggur enn á Borgarspítala. Læknar ætla að hún verði með víraðan sam- anásérmunninnnæstamánuð. -pp Þorsteinn Hjaltason fólkvangsvörður: Röng ákvörðun starfsmanns - hjúkrunarfræðingur viðstaddur þegar opið er „Starfsmaðurinn sem kom að þessu hefur verið hér í nokkur ár. Hann hringdi á sjúkrabíl og ræddi við stúlkuna sem var með fullri með- vitund. Auðvitað eram við ekki fag- menn. Það var ekki komin mikU bólga og hann segir henni að biðja um hjálp ef hún þurfi á einhveiju að halda. Síðan hringir hann í móður stúlkunnar og segir við hana að að sínu mati telji hann ekki nauðsynlegt að panta sjúkrabU frekar en annan bU. Þau ákveða því að fara uppeftir og hann afpantar sjúkrabUinn. Þama er um ranga ákvörðun starfs- manns míns að ræða en hún er tekin eftir bestu samvisku," segir Þor- steinn Hjaltason, fólkvangsvörður í BláfjöUum. Hann segir að þetta kvöld hafi ver- ið veitt lágmarksþjónusta. Skíða- svæðið hafi verið lokað fyrir aðra en þá sem vom við æfingar og stúlkan hafi verið ein af þeim. Á öllum öðmm tímum sé hjúkrunarfræðingur á staðnum til að annast atvik sem þessi. Hann vUl samt taka fram aö allt hans starfsfólk hafi hlotið þjálfun í hjálp í viölögum. Það veki einnig athygli að stúlkan hafi verið hjálm- laus. Þorsteinn segir jafnframt að fólkið sem sé við æfmgar á þessum tímum sé á ábyrgð þjálfara sinna. „Minn starfsmaður gat ekki greint að hún væri brotin, það er heUa málið. Við gerum aUtaf okkar besta og það er ekki hægt að gera meira. Ég veit ekki af hveiju hann var að blanda kostnaði við sjúkrabU í máUð. Ég skU það nú ekki sjálfur. Líklega var það af því honum sýndust meiðsUn ekki það alvarleg," segir Þorsteinn. -pp Tollarar á Vellinum finna hass: Farangursleysi vakti grunsemdir - skorturáhassiveldurverðhækkun Þrítug írsk kona var handtekin á KeflavíkurflugvelU eftir að fíkni- efnadefid ToUgæslunnar þar fann 2,2 kUó af hassi á henni. Konan var að koma frá Amster- dam og ætlaði að vera hér tvo daga en halda svo för sinni áfram til Bandaríkjanna. Það vakti athygU toUvarða að konan var með engan handfarangur og við nánari efitir- grennslan fannst efnið Umt á hana innanklæða. Gmnar menn að kon- an sé burðardýr en hún hefur ekki áður komið við sögu fikniefnamála hér á landi. Það sem af er þessu ári hefur fikniefnadeUd toUgæslunnar á KeflavíkurflugveUi lagt hald á rúmlega 9 kUó af hassi, tæp 100 grömm af kókaíni, Utils háttar af heróíni og amfetamín. Að sögn kunnugra er mikiU skortur á hassi hér á landi. Er mál manna að verðhækkun hafi orðið á hassi hér á landi. Þannig má ætla að verðmæti hassins, sem lagt hef- ur verið hald á hér á landi frá ára- mótum, sé á 17. miUjón króna. -PP Vildu heldur vera í Hólabrekkuskóla en á ólympíuleikunum: Neituðu sér um sælgæti og spöruðu fyrir ferðinni Systkinin Logi, Lind og SUja, sem búsett em í Sandvika rétt utan við Ósló, vfidu heldur koma til íslands og vera í Hólabrekkuskóla í vetr- arfríinu sínu heldur en að fara til LUlehammer og fylgjast með vetrar- ólympíuleikunum. Og til þess að komast til íslands neituðu þau sér um sælgæti í heUt ár. „Við söfnuðum líka flöskum og dósum og svo fengum við styrk frá foreldrum okkar fyrir því sem vant- aði upp á,“ sögðu systkinin sem era fædd í Noregi. Þau kynntust íslenskum skóla í fyrsta skipti í vetrarfríinu sínu í fyrra. Þá vora þau bara nokkra daga í Hólabrekkuskóla. Vetrarfríið er lengra núna vegna ólympíuleikanna og þeim þykir enn skemmtilegra núna en í fyrra þar sem þau hafa haft betri tíma til að kynnast skólafé- lögunum hér. „Krakkamir hér era skemmtilegri og þeir taka svo vel á móti okkur,“ segir SUja sem er sjö ára. Logi og Lind, sem era 10 og 9 ára, taka undir það. „Það er líka auð- veldara að kynnast krökkunum hér,“ segja þau. Að þeirra mati era íslenskir og norskir krakkar á svipuðu stigi í náminu. Logi og SUja segja heima- vinnuna þó meiri hér en Lind telur hana minni. Ekki er hægt að heyra á mæli systkinanna aö þau hafi verið búsett erlendis alla ævi. Þau segjast tala góða íslensku af því að þau tali aUtaf íslensku við foreldrana og lesi mikið af íslenskum bókum. Lind tekur það þó fram að einstaka sinnum þurfi að leiðrétta hjá þeim beygingarvillur. Þau fá íslenskukennslu í skólanum í Noregi einn og hálfan tíma á viku. „En kennarinn okkar, sem er ís- lenskur, blandar stundum tveimur til þremur norskum orðum inn í setningamar. Það er ekki nógu gott.“ Foreldrar Loga, Lindar og SUju eru Gústav Edilonsson hárskeri og Berg- ljót Óladóttir saumakona og hafa þau veriö búsett í Noregi í 19 ár. Stefnt er að íslandsheimsókn . í sumar og í vetrarfríinu næsta vetur. Logi, Lind og SUja segja aö annað komi ekki til greina. -IBS Logi, Lind og Silja, sem búa i Noregi, á lóð Hólabrekkuskóla. Þau fóru í sælgætisbindindi i heilt ár til að geta komist til íslands í vetrarfríinu sinu. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.