Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Side 15
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 15 Fólk lengir eftir vorinu. Skuldir heimilanna aukast gríðarlega: DV-mynd ÞÖK ................. -~v- ■■ 1 i wmm? Til bjargar þrotabúumim Spekingamir tala um geysilega aukningu skulda heimilanna í landinu sem þjóðarböl. Það má til sanns vegar færa. Samdrátturinn, sem staðið hefur í fimm ár, hefur komið misjafnlega niður. Sumir klára sig af þessu, en aðrir, og þeir eru fjölmargir, lenda í miklum hremmingum. Skuidaaukning heimilanna hefur verið með ólík- indum mikil á samdráttarskeiðinu, eins og lýst veröur hér á eftir. Þeim hefur mikið flölgað, sem ekki eiga fyrir skuldum. Sumir forystu- menn, eins og Jóhanna Sigurðar- dóttir, minnast í ræðum á, að eitt- hvað þurfi að gera. Komast verði hjá miklum gjaldþrotum einstakl- inga. En hætt er við, að ekki verði gert neitt róttækt. Skuldir3,9 milljónir á heimili Reiknað á mann námu skuldir heimila við síðustu árslok um 970 þúsundum króna, sem samsvarar um 3,9 milljónum króna á hveija fjögurra manna fjölskyldu í land- inu. Þetta er byggt á upplýsingum Sigurðar Snævarr, hagfræðings í Þjóðhagsstofnun, og verður í þess- ari grein víða stuözt við upplýs- ingar hans. Skuldir heimilanna nema 257 milljörðum króna. Þetta er svipuð tala, raunar ívið hærri, og nemur erlendum skuldum þjóð- arbúsins. Þannig mætti bæta erlendu skuldabyrðinni við, til að sjá skuld- ir íslenzkra heimila, og því tvöfalda töluna um skuldir heimilanna. Sumir mundu segja, að það sé ekki rétt, en vel að merkja munu heimil- in í landinu þurfa aö greiða erlendu skuldimar, þótt síðar verði. Heimilin skulda fleiri en lána- stofnunum. Við skuldimar má bæta skattskuldum, sem vom 7,3 milljarðar í árslok 1992, og kredit- kortaskuldum, sem þá vom 8 millj- arðar króna. Lánaviðskipti mifii einstaklinga era ekki talin með í þessum tölum. Landsmenn em því gífurlega skuldsettir. Athuga skal, að í framangreindum tölum er átt við meðaltalsskuldir 4ra manna fjölskyldu í landinu. En margir, einkum hinna eldri, komu undir sig fótum, meðan vextir vom nei- kvæðir. Eftir verðtrygginguna og himinháa raunvexti hefur þetta breytzt. Nú er vafalaust hið algeng- asta, að íbúðir hinna yngri séu með miklar áhvílandi skuldir, og ekki séð, hvemig þær verða nokkurn tíma borgaðar. Skuldir fimmfaldast Skuldir heimilanna hafa vaxið gífurlega síöasta áratug. Þær fimm- fólduðust frá 1980 til 1992 á fóstu verðlagi. Það svarar til þess, að skuldirnar hafi vaxið um 14 pró- sent á hverju ári á föstu verðlagi. Reiknaö á mann er aukningin 4,3 fóld. Við vitum öll, að kaupmáttur ráð- stöfunartekna eftir skatta hefur farið minnkandi í samdrættinum. Kaupmátturinn var 16 prósentum lægri 1993 en hann var 1988. Árið 1993 var kaupmátturinn 11 pró- sentum minni en hann var 1990. Það sýnir vandann, þegar þetta er borið saman við aukningu skulda heimilanna í landinu. Svokölluð einkaneyzla hefur minnkað með minnkandi kaup- mætti. Samdráttur í einkaneyzlu var 7 prósent frá 1990 til 1993. Meiri en ráðstöfun- artekjumar Skuldir heimilanna vom um skeið álíka og allar tekjur, sem heimilin höfðu til ráðstöfunar á einu ári. Árið 1992 vom skuldimar 2 prósentum hærri en ráðstöfunar- tekjurnar á því ári. Enn hélt þessi óheillaþróun áfram í fyrra, og urðu skuldirnar þaö ár 14 prósentum meiri en ráðstöfunartekjurnar. Auðvitað eiga heimilin líka eign- ir, þegar litið er á meðaltalið. Hús- næöisskuldir nema þó 36 prósent- um af öllu verðmæti íbúðarhús- næöis í landinu. Þjóðhagsstofnun telur, að peningalegar eignir heim- ilanna hafi numið 190 milljörðum króna í árslok 1992 og eignir í líf- eyrissjóðum 180 milljörðum. Við berum þetta samán viö skuldir heimila í lánastofnunum, sem eru 257 milljarðar króna. Laugardags- . pistill Haukur Helgason aðstoðarritstjóri Það em ýmsar skýringar á aukn- ingu skuldanna. Vissulega stafa þær að miklu leyti af vandræðum í efnahagslífinu. Fólk hefur ekki ráðið við hina háu raunvexti, með- an kaupmáttur launanna fór minnkandi. Annar þáttur er breytingar á lánakerfinu. Þar er efst á baugi húsbréfakerfið. Fyrrum var mikill skortur á lánsfé. Vextir voru nei- kvæðir og ýmsir „gæðingar" kerf- isins gengu fyrir, þegar lánum var útbýtt á hinum lágu vöxtum. Þetta hefur verið að breytast. Nú er hæg- ara um vik að slá lán, séu þau vel tryggð. Fólk hefur haft tiltölulega greiðan aögang að lánsfé. Tíu prósent í algerum mínus Skuldir heimilanna vom þó farn- ar að aukast, áður en miklar breyt- ingar urðu á húsnæðislánakerfinu. Annar þáttur er aldurssamsetn- ing þjóðarinnar. Fjölgun hefur ver- ið mest á þeim aldurshópum, sem mest taka til sín af lánsfé. Þeim fiölskyldum fiölgar, sem eru í algerum mínus, eiga ekki eignir fyrir skuldum. Rúmlega ellefu þúsund framtelj- endur töldu fram hærri skuldir en eignir árið 1988 eða 6 prósent allra framteljenda. Þessi tala var orðin nærri tuttugu þúsund eða 10 pró- sent framteljenda árið 1992 og fer enn hækkandi. Fylgjum fordæmi Norðurlanda Nú tíðkast þær aðferðir, að hart er gengið eftir skilum. Lánastofn- anir og aðrir ganga eftir greiðslum og síðan fara íbúðir undir hamar- inn og einstaklingar verða gjald- þrota, tiltölulega fljótt eftir að van- skilin hlaðast upp og greiðslur dragast á langinn. Þetta er orðin hin mesta þjóðfélagsógæfa. Vand- inn er orðinn svo mikill, að við ættum að feta í fótspor annarra Norðurlandaþjóða og finna kerfi, þar sem fólk greiðir það sem það getur eftir opinberu mati, byggðu á lögum. Lög um svonefnda greiðsluaölögun, sem byggist á þessum sjónarmiðum, hafa verið sett í Danmörku, Noregi og Finn- landi. Fjárhagsörðugleikar fara illa meö fiölskyldumar í landinu, hjónabönd sundrast og margir verða veikir af stressi. Eitthvað er um sjálfsvíg út af þessu. í hinum norrænu lögum er byggt á því sjón- armiði, að jafnvel lánardrottnarnir fái meira í sinn hlut, ef fólk er ekki sett í hengingarólina með núver- andi hætti. Við núverandi kerfi, uppboð og gjaldþrot, missa lánardrottnamir mikið eins og kunnugt er. Það gæti orðið „hagnaður fyrir þjóðfélagið" að setja greiðsluaðlögun í lög. Þá kæmust færri en ella í gjald- þrot. Félagsmálastofnanir greiddu þá minna en ella væri. Lánar- drottnarnir fengju líka eitthvaö meira af fé sínu, þegar til lengdar léti. Þetta er nú orðið nauðsynleg að- gerð. Ekki nægir að segja bara sem svo, að fólkið í þrotabúunum hafi reist sér hurðarás um öxl. Hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa ekki lögleitt greiðsluaðlögun að ástæðulausu, og flestir telja, að hún hafi gefizt vel þar. Vandi heimilanna á íslandi er nú orðinn mikill. Við erum einkar skuldug. Mikiðatvinnuleysi eykur enn vandann. Á þessu herrans ári, 1994, munu margir lenda á vonar- völ, verði ekki að gert. Jóhanna Sigurðardóttir ætti að hafa forgöngu um þetta mál. Ekki dugir að skuldbreyta bara ein- hverjum lánum húsnæðiskerfisins. Skuldbreytingar, lenging lána, þurfa þó að vera auðveldar í fram- kvæmd í húsnæðis- og bankakerf- inu. Þær munu geta bjargað mörg- um. Sigurður Snævarr segir: „Það er Ijóst, að afkoma margra heimila er afar slök nú í upphafi árs fiölskyld- unnar. Þetta á auövitað fyrst og fremst við um þau, sem orðið hafa fyrir missi atvinnu. Kaupmáttur ráðstöfunartekna í fyrra var aðeins 12 prósentum hærri en árið 1980 og 16,5 prósentum lakari en 1988. Mikil skuldsetning heimilanna er í þessu ljósi afar mikið áhyggjuefni og ekki góðra kosta völ í þeim efn- um. Til þess að grynnka á skuldum verður spamaður að aukast, sem að öðru jöfnu dregur úr innlendri eftirspurn og kann þar með að auka á erfiðleika í atvinnulífi með til- heyrandi áhrif á atvinnuleysi. í þess felst, að skuldastaða heimil- anna er orðin háalvarleg fyrir hag- stjórn og stjómvöldum ber að veita henni meiri athygli en hingaö til.“ Haukur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.