Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Side 21
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994
Fréttir
Björn mælir hér eldisþorskinn lifandi en eftir slátrun er lifrarstærð og magainnihald skoðað.
DV-mynd GVA
Sumarbústaðaeigendur
við Þingvallavatn
Stofnfundur Félags sumarbústaðaeigenda við
Þingvallavatn verður haldinn á morgun, sunnu-
daginn 27. febrúar, kl. 14 í Tjarnarbíói við Tjarn-
argötu.
Undirbúningsnefnd
Merkilegar tilraimir á þorskeldi í Grindavík:
Þorskur alinn á
*
rækju og loðnu
segir Bjöm Bjömsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun
„Með því að nýta auðlind okkar á
réttan hátt er kominn grundvöllur
fyrir því að veiða og selja fisk með
tilliti til gæða. Eldi fiska má stjórna
og fá þannig besta hráefnið hverju
sinni. Eldisþorskur verður þó að
vera samkeppnishæfur í verði við
þann þorsk sem veiddur er í sjón-
um, “ segir Björn Björnsson, fiski-
fræðingur hjá Hafrannsóknastofn-
un. Björn hefur yfirumsjón með til-
raunum sem gerðar eru á eldi þorsks
en þær tilraunir eru liöur í fjölstofna-
verkefni Hafrannsóknastofnunar.
Alinn á rækju
eða loðnu
Eldisþorskurinn, sem var aðalrétt-
ur við afhendingu Menningarverð-
launa DV á fimmtudag, var alinn í
Tilraunaeldisstöð Hafrannsókna-
stofnunar á Stað við Grindavík.
Hann var veiddur á tímabilinu nóv-
ember ’92 til janúar ’93. Eftir það var
hann alinn á rækju í eldisstöðinni
fram að slátrun í janúar síðasthðn-
um. Rækja er þó ekki endilega besta
fóðrið fyrir fiskinn þótt flestir búist
við að með slíku gæöafóðri ættu
bragögæðin að vera meiri.
„Við gerðum tilraunir með þrenns
konar fóður í tólf innikerum við mis-
munandi hitastig. Fóðrað var með
feitri loðnu, magurri loðnu og rækju.
Við bragðprófun nýlega var misjafnt
hvað mönnum fannst og virtust
skoðanir ekki síður eftir matreiðslu-
aðferð heldur en hvaða fóður hafði
verið notað,“ segir Björn.
Upphaf tilrauna
Upphaf tilrauna með þorskeldi hér-
lendis má rekja til Stöðvarfjarðar en
þar hófst tilraun með eldi undirmáls-
þorsks í kvíum árið 1992. Tæknilega
hefur það gengið mjög vel. Afföll við
veiðar voru lítil og vöxtur ótrúlega
góður miðaö við hvað sjávarhiti fyrir
austan er lágur. Þorskurinn fimm-
faldaði þyngd sína að meðaltali á
hálfu öðru ári.
Eldi undirmálþorsks í kvium má
líkja við að ávaxta peninga. Veiddur
fiskur er of smár til þess að nýtast
og því er honum sleppt strax náist
hann lifandi um' borð. Meö því að
safna honum saman við veiðarnar
og ala hann síðan í kvíum stutt frá
landi þar til stærðin er heppileg til
slátrunar hefur hann veriö „ávaxtað-
ur“.
Mimunandi kostnaður
Björn segir að eldi undirmáls-
þorsks kunni að eiga mikla framtíð
fyrir sér hér á landi.
„Ágóðinn byggist helst á að halda
fóðurkostnaðinum í lágmarki. Víða
hefur verið hægt að fá fóður fyrir
lítið, svo sem afskurð, afbeitu og
ferska loðnu og síld,“ segir Bjöm.
Það þarf þijú kíló af feitri loðnu til
að þyngja þorskinn um eitt kíló. Hins
vegar þarf þorskurinn fimm kíló af
rækju til að þyngjast um eitt kíló.
Þar af leiðandi er fóðurkostnaður á
framleitt kg 12 krónur fyrir þorsk
sem alinn er á loðnunni en um 350
krónur fyrir þorsk sem alinn er á
rækju.
Seiðaeidi
kostnaðarsamt
Enn sem komið er snúast þorsktil-
raunirnar um eldi veidds smáþorsks.
Þorskseiðaeldi í stórum stíl er ekki
í sjónmáh þar sem mjög kostnaðar-
samt er að framleiða seiðin. Það
standa þó yfir tilraunir með seiðaeldi
í tilraunaeldisstöð Hafrannsókna-
stofnunar og Fiskeldi Eyjafjarðar hf.
hefur um nokkurra ára skeið gert
tilraunir með fjölgun á lúðu. Um leið
og tekst að framleiða nægilegt magn
lúðuseiða mun tilraunaframleiðsla á
henni hefjast.
Framleiðsla á sæeyra
Minni háttar tilraunir hafa verið
gerðar með eldi á hlýra, steinbít,
sandhverfu og ígulkerum. Hafrann-
sóknastofnun hefur keypt um 30
sandhverfur, sem er sjaldgæfur fisk-
ur hér við land en er eftirsóttur mat-
fiskur í Evrópu, og selst á háu verði.
Fyrirtækið Sæbýli hf. í Vogum hefur
hafið framleiðslu á sæeyrum sem
gefur góðar vonir. Sæeyru eru verð-
mætur kuðungur sem fluttur var inn
árið 1988 frá Kaliforníu.
Þorskeldi
og nýting
Þorskeldistilraunirnar á Stað við
Grindavík miðast ekki eingöngu við
möguleika á framleiðslu eldisþorsk
heldur ekki síður til að skilja betur
líffræði íslenska þorskstofnsins.
Þorskur af mismunandi stærð er al-
inn við mismunandi hitastig (1-13°)
og á mismunandi fóðri. Fylgst er með
vexti hans og magainnihald og lifrar-
stærð skoðuð við slátrun.
„Við höfum áhuga á að vita hve
mlkið þorskstofninn þarf að éta og
hvaða samband er milli vaxtarhraða
og fóðurþarfar. Fiskurinn í sjónum
vex ekki eins hratt og eldisfiskurinn
því hann þarf að hafá fyrir því að ná
í fóðrið sitt. Fjölstofnaverkefnið mið-
ar að því að skilja samband helstu
nytjastofna og hvernig best megi
stjórna nýtingu þeirra í því ljósi hvað
mikið megi t.d. veiða af loðnu án
þess að það komi niður á vexti þorsk-
stofnsins. Fæðuþörfin er lykilatriði í
þessum rannsóknum og eldistilraun-
imar miðast við að kanna hvernig
hún breytist með hitastigi, stærð
fisks og orkuinnihaldi bráðar,“ segir
Björn Björnsson, fiskifræðingur hjá
Hafrannsóknastofnun.
-JJ
Gólíefnatoá
25%
afsláttur í örfáa daga af öllum teppum,
dúkum og gólfflí sum.
liðstöð heimila
Reykjavik Akureyr Isaférði Akranesi
í Mjódcl ng Lynhólsi 10 FuriiVíillun Stillholt 16
67005C 67560C 96-12780 94-4644 93-11799
SYNING
UM HELGINA
HUS
HÆSTARÉTTAR
Sýning að Hverfisgötu 6 á teikningum, líkani, byggingarefni og
öðru sem tengist fyrirhugaðri nýbyggingu Hæstaréttar.
• Hvers vegna nýtt hús fyrir Hæstarétt?
• Undirbúningur málsins.
. • Valkostir um staðsetningu.
Sýningargestum gefst tækifæri til að meta með eigin augum áhrif
hússins á nágrenni sitt, kynnast verkinu og undirbúningi þess, svo
og öðrum staðsetningarmöguleikum fyrir aðsetur Hæstaréttar.
Opið laugardag og sunnudag kl. 12-18.
HÚS HÆSTARÉTTAR
Sýning að Hverfisgötu 6, jarðhæð.
Opið frá kl. 14-20 virka daga og 12-18 um helgar.
Ókeypis aðgangur.
Erindi um nýbygginguna verður flutt kl. 17 virka daga.