Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Page 28
40
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994
Stórútsala
hefst þriðjudaginn 1. mars.
Grimmur afsláttur - þúsundir geisladiska.
Hundruð hljómplatna.
Slatti af snældum og myndböndum
ásamt mörgu fleiru á útsölunni.
Sendum i póstkröfu hvert á land sem er.
Tónspil
Hafnarbraut 17, 740 Neskaupstað, simi 97-71580
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Lausar eru til umsóknar stöður leikskólastjóra í nýjum leik-
skólum:
Funaborg við Funafold,
Lindarborg við Lindargötu og
Sólborg við Vesturhlíð.
Gert er ráð fyrir að leikskólarnir hefji starfsemi í vor. Fóstru-
menntun áskilin.
Umsóknarfrestur er til 15. mars nk.
Allar nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson fram-
kvæmdastjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri
í síma 27277.
Dagvist barna
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Óskum að ráða í eftirtalin störf á leikskólann Steinahlíð
við Suðurlandsbraut:
Yfirfóstru í fullt starf.
Matráðskonu í 75% starf.
Báðar stöðurnar losna 1. maí nk.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 33280.
Þá vantar sérhæfðan starfsmann í 50% stuðningsstarf á
leikskólann Drafnarborg við Drafnarstig.
Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 23727.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Smárabarð 2, 02.0102, Haínarfirði, þingl. eig. Smárabarð hf., gerðarbeið- endur Alþj óðalíftryggingafélagið hf. og Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna, 4. mars 1994 kl. 15.45.
Suðurgata 55,0101, Hafiiarfirði, þingl. eig. Kristján Hannes Ólafsson og Bjamrún Júlíusdóttir, gerðarbeiðend- ur Bæjarsjóður Hafnaríjarðar, og Húsnæðisstothun ríkisins, 1. mars 1994 kl. 15.30.
Bílskúr við Sléttahraun 34, Hafhar- firði, þingl. eig. Kristján Bogi Einars- son, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn í Hafiiarfirði, 4. mars 1994 kl. 11.30.
Fluguvellir 1, suðurhl., Garðabæ, þingl. eig. Daníel Kjartansson, gerðar- beiðandi Glitnir hf., 1. mars 1994 kl. 13.30. Suðurhvammur 11, 0102, Hafnarfirði, þingl. eig. Húsnæðisneíhd Hafiiar- íjarðar og Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofnun rík- isins, 4. mars 1994 kl. 14.15.
Mb. íslandsbersi HF-013, Hafnarfirði, þingl. eig. Bersi sf., Hafnarfirði, gerð- arbeiðandi Lífeyrissj. sjómanna, 1. mars 1994 kl. 14.00.
Suðurhvammur 11, 0302, Haíharfirði, þingl. eig. Húsnæðisnefiid Haínar- fjarðar og Bæjarsjóður Haíhargarðar, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofhun rík- isins, 4. mars 1994 kl. 14.30.
Móaílöt47, Garðabæ, þingl. eig. Garð- ar Jökulsson, gerðarbeiðendur Bún- aðarbanki íslands, Frjálsi lífeyrissjóð- urinn, Gjaldheimtan í Garðabæ og sýslumaðurinn í Hafiiarfirði, 1. mars 1994 kl. 11.00.
Suðurhvammur 11, 0401, Hafnarfirði, þingl. eig. Húsnæðisnefhd Hafhar- íjarðar og Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofiiun rík- isins, 4. mars 1994 kl. 14.45.
Smyrlahraun 9, 0001, Hafiiarfirði, þingl. eig. Finnur Óskarsson og Sól- veig Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofiiun ríkisins, 1. mars 1994 kl. 14.30.
Suðurhvammur 5, 0101, Hafharfírði, þingl. eig. Húsnæðisnefnd Hafnar- fjarðar og Bæjarsjóður Hafharfjarðar, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofhun rík- isins, 4. mars 1994 kl. 13.30.
Smyrlahraun 9, 0101, Hafiiarfirði, þingl. eig. Sólveig Kristjánsdóttir og Finnur Óskarsson, gerðarbeiðendur Bæjarsjóður Hafnarfjarðar og Hús- næðisstofiiun ríkisins, 1. mars 1994 kl. 15.00.
Suðurhvammur 5, 0201, Hafharfirði, þingl. eig. Húsnæðisnefhd Hafhar- fjarðar ,og Bæjarsjóður Hafnarfjarðar, gerðarbeiðandi Húsnæðisstofiiun rík- isins, 4. mars 1994 kl. 14.00.
Smárabarð 2, 02.0101, Hafiiarfirði, þingl. eig. Smárabarð hf., gerðarbeið- endur Alþjóðalíftrfélagið hf., Bæjar- sjóður Hafiiaríjarðar og Lífeyrissjóð- uru rafiðnaðarmanna, 4. mars 1994 kl. 15.30. SÝSLUMAÐUMN í HAFNARFIRÐI
Mertningarverðlaun D V
Menningarverðlaun DV í leiklist:
- segir Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri um Mávinn
„Það er afskaplega ánægjulegt
og mikill heiður fyrir okkur að fá
þessi verðlaun. Við gleðjumst hér
á öllum vígstöðvum enda fengum
við tilnefningar fyrir fleiri verk.
Það sem er skemmtilegast við aö
Mávurinn hafi hlotið þessa viður-
kenningu er að sýningin er einstak-
lega vel heppnuð að öllu leyti,“ seg-
ir Stefán Baldursson þjóðleikhús-
stjóri en uppfærsla leikhússins á
Mávinum eftir rússneska höfund-
inn Tsjekhof hlaut Menningar-
verðlaun DV í leiklist.
í umsögn dómnefndar segir m.a.:
„Sýning Þjóðleikhússins á Mávin-
um er einstæð leikhúsupplifun þar
sem allir þættir vinna saman og
áhorfandinn getur notið hverrar
mínútu."
„Við vorum með einvala lið í
þessari uppfærslu, sem er þó ekk-
ert einsdæmi hjá okkur, og frábær-
an leik yfir heildina. Að mínum
dómi eru heildaráhrif sýningarinn-
ar alveg sérstök. Sjálfum finnst
mér hún vera mjög heillandi, al-
gjört leikhúsævintýri," segir Stef-
án ennfremur. Mávurinn var jóla-
leikrit Þjóðleikhússins en næstsíð- Anna Kristín Arngrimsdóttir fór með eitt aðalhlutverkið í Mávinum og
asta sýning er í kvöld. Þeir sem tók á móti Menningarverðlaunum DV fyrir hönd hópsins.
Einstaklega vel
heppnuð sýning
Stefán Baldursson kynntist Rimas
leikstjóra frá Litháen er hann var
i Vilnius fyrir rúmum tveimur
árum.
Hinir erlendu gestir, Faustas Latenas tónskáld, Vytautas Narbutas leik-
mynda- og búningahönnuður, Ásdís Þórhallsdóttir aðstoðarleikstjóri og
túlkur, Rimas Tuminas ieikstjóri og Páll Ragnarsson sem sá um lýsingu.
vilja sjá þessa verðlaunasýningu
ættu því að drífa sig.
Mávurinn hefur ekki áöur verið
sýndur í Þjóðleikhúsinu. „Mér
finnst að Þjóðleikhúsið hafi van-
rækt Tsjekhof en aðeins tvisvar
áður hafa verk eftir hann veriö
sett upp á rúmlega fjörutiu ára
starfsferli. Það var því löngu orðið
tímabært að sýna eitthvert verka
hans. Það sem gerir sýninguna þó
svona sérstaka eru hinir erlendu
gestir sem störfuðu við hana. Það
voru þrír listamenn frá Litháen,
leikstjóri, leikmyndateiknari og
tónskáld,“ segir Stefán.
Fann leikstjórann
íVilníus
Stefán rekur forsögu þess að
listamennirnir komu hingað til
lands aftur til þess tíma er hann
heimsótti Eystrasaltslöndin fyrir
rúmum tveimur árum með nor-
rænni leikhúsnefnd. „Ég kom þá
m.a. til Vilníus og sá sýningu sem
leikstjórinn, Rimas Tuminas, leik-
stýrði. Þetta var í leikhúsi þar sem
hann er leikhússtjóri. Ég sá Kirsu-
berjagarðinn sem einnig er eftir
Tsjekhof. Það var frábær sýning.
Ég spurði því Rimas hvort hann
vildi ekki koma til íslands og leik-
stýra. Mér fannst þetta virkilega
eítirsóknarverður maöur," segir
Stefán ennfremur.
„Þegar við síðan ákváðum að
setja upp Mávinn bauð ég honum
að koma. Þetta er í þriðja skiptið
sem Rimas setur upp Tsjekhof-
sýningu en hann er mjög heillaður
af höfundinum. Hann hafnaði boði
í Konunglega leikhúsinu í Stokk-
hólmi og kaus fremur að koma
hingað og setja upp Mávinn. Hann
hafði ekki sett Mávinn upp áður
en það er prinsipp hjá honum aö
setja aldrei upp sömu sýninguna
tvisvar. Hann kom því ferskur að
þessu verki. Einnig setti hann það
sem skilyrði að leikmyndateiknar-
inn og tónskáldið kæmu með því
þeir vinna mjög náið saman. Utan-
ríkisráðuneytið styrkti komu
þeirra sem skipti miklu máli.“
Náði sérstökum tök-
um á leikhópnum
Stefán segir að Rimas Tuminas
hafi miklu lengri æflngatima í sínu
heimalandi en hann fékk hér. „Það
var mikil ögrun fyrir hann að
vinna sýninguna á tveimur mánuð-
um sem er okkar hefðbundni æf-
ingatími."
Rimas og félagar hans frá Litháen
náðu mjög góðu sambandi við leik-
ara og annað starfsfólk Þjóðleik-
hússins á þeim tíma sem þeir voru
hér. „Rimas náði sérstökum tökum
á leikhópnum sem mér finnst skila
sér í leiksýningunni. Hann vinnur
öðruvísi en íslenskir leikstjórar en
aðferð hans á æfingunum var ný-
stárleg þannig að þeim fannst gam-
an að vinna með honum. Þess voru
jafnvel dæmi að leikarar sem voru
í fríi komu á æfingar til aö missa
ekki af neinu. Maöur hefði viljað
að fleiri leikarar ættu þess kost að
fylgjast með vinnubrögðunum. Ég
er mjög ánægður með útkomuna
og er þess fullviss aö svona sýningu
sér maður bara á nokkurra ára
fresti á íslandi."
Ekki alltaf
toppmenn
Stefán segir að það sé algengt að
fá erlenda leikstjóra eða leik-
myndateiknara hingað til lands.
„Það hefur verið stefna hjá mér að
vera með einn slíkan á hverju ári.
í fyrra vorum við með finnskan
leikstjóra í Kjaftagangi. Við erum
alltaf að vinna í því að fá erlenda
gesti til að leiöa sýningar. Mér
finnst skipta sköpum að þetta séu
frábærir hstamenn sem koma fær-
andi hendi en á árum áður var
þetta stundum tilviljanakennt og
ekkert endilega alltaf toppmenn.
Við erum reyndar búin að leggja
drög að því að fá Rimas Tuminas
aftur enda var sérstök ánægja með
hans vinnu. Hins vegar gat hann
engu svarað um hvort af því gæti
orðið þar sem óöruggt ástand er í
heimalandi hans. Alvaran er ein-
mitt einkenni þessara manna og
þegar við kvöddum þá og sögðumst
vonast til að sjá þá aftur svöruöu
þeir: Já, ef við verðum á lífi.“
-ELA