Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 Spumingin Borðar þú mikið franskan mat eða drekkur frönsk vín? Anna Birna Bragadóttir: Ég borða yfirleitt ekki mikið af frönskum mat. Helgi Árnason: Já, já, það geri ég. Ég held það sé ekki tímabært að fara út í öfgar með aö hætta því. Jóhanna Þórsdóttir: Ég held ég hafi aldrei borðaö franskan mat en drekk frönsk vín. Ragnheiðir M. Kristjónsdóttir: Nei ég borða aldrei franskan mat. Regina Hjaltadóttir: Ég borða það yfirleitt ekki. Ólafur Óskarsson: Ég er ekkert fyrir léttu vínin. Lesendur Samgöngur á þéttbýlissvæðinu: Raf knúnar lest- ir eru lausnin Ásgeir Ásgeirsson skrifar: Eg hef sem áhugamaður lesið flest það sem samgöngumál varðar á umliönum árum. Ekki síst hef ég haft mikinn áhuga á tillögum um að hér verði komið á - a.m.k. til reynslu - rafdrifnum lestum eða einteinung- um til að létta á umferðarþunganum sem er að verða hér á þéttbýlissvæð- inu. Ýmsir menn hafa um þetta íjall- að gegnum árin. Má nefna Alfreð Þorsteinsson, framkvæmdastjóra og fyrrv. borgarfulltrúa, kjallaragreina- höfunda DV sem hafa, a.m.k. sumir, tekið þetta mál upp með reglulegu millibili. - Nú síðast las ég grein í Mbl. eftir Sigurð Grétar Guömunds- son, fyrrv. bæjarfulltrúa í Kópavogi, þar sem hann ræðir þessi mál. Sigurður bendir á að almannasam- göngur hér á höfuðborgarsvæðinu séu í ólestri vegna öngþveitis í um- ferðarmálum, oftrúar á einkabílisma og gallaös og ófullkomins gatnakerf- is. Hvetur hann til djarfari lausna á þessum málum. Aðalhugmynd Sigurðar er sú að litið veröi á samgöngumál á Suðvest- urlandi sem eina heild. Á höfuðleið- unum verði rafknúnar lestir með aðallestarstöð í Mjóddinni, Vatns- mýrinni eða öðrum heppilegum staö. Rafknúnar lestir er raunhæf framkvæmd að mati bréfritara. - Ekki ætti að skorta rafmagnið. Frá þessum stöðvum hggi brautir til Leifsstöðvar í suðri, Borgarness í norðri og Selfoss í austri. Fleira er til tekið en hér skal látið staðar num- ið um grein Sigurðar. Ég er alveg sammála þessum hug- myndum í meginatriðum. - En hveij- ir munu taka á þessum málum? Mér sýnist að hér þurfi frekar um að fjalla og full þörf á að stofna sérstakt áhugamannafélag um máliö. Kannski er hér vísir aö hugmynd um undirbúningsfyrirtæki sem kynni að leiða til stofnunar öflugs þjóðþrifa- fyrirtækis um samgöngur á þéttbýl- issvæðinu hér suövestanlands? Er ekki klifað á hugmyndaskorti og fá- tækt í atvinnulífi landsmanna? Hér er riðið á vaðið með þarfa og tíma- bæra þróun í samgöngumálum. Ráðherrar Sjálf stæðisf lokks haf a brugðist Kristján Gunnarsson skrifar: Mér hefur gengið erfiðlega aö skilja hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst svo hrapallega af lestinni í þessu stjórnarsamstarfi. Öll skil- yrði voru þó svo sannarlega fyrir hendi til verulegs álitsauka gagnvart kjósendum. Það var ekki síst fyrir loforð flokksins og forystuliðs hans um að nú skyldi tekið á ýmsum þátt- um sem hafa verið þyrnar í augum kjósendanna. Má þar nefna skatta- lækkanir (en það hefur veriö stefnu- mál flokksins æ ofan í æ að lækka tekjuskatt í áfóngum), breytingar á rekstri Ríkisútvarps, afnám einok- unar ÁTVR og fleiri mál. Ekki þýðir að kasta ábyrgðinni á samstarfið við Alþýðuflokkinn, t.d. hvað varðar af- nám tekjuskatts í áfóngum. Alþýðu- flokkurinn hefur ekkert staðið gegn því máli. í flestum málum, þessum sem öðr- um, hefur Sjálfstæðisflokkurinn gef- ið eftir. Nú síðast í undirbúningi að nýju útvarpslagafrumvarpi sem ekki er sjáanleg nein breyting á til batnað- ar eða frjálsræðis. Að ekki sé talað um búvörulagafrumvarpið sem helst sýnist ætla að eyðileggja feril Sjálf- stæðisflokksins í næstu framtíð. Ég læt Uggja milli hluta hvaða ein- staklingar það eru í forystu- og þing- mannaliði Sjálfstæðisflokksins sem hafa helst dregið lappirnar í stefnu- málum flokksins. Hitt er bersýnilegt aö ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa brugðist. Þeir eru ekki þeir burðarásar sem kjósendur væntu og eru sýnu uppburöarminni en sumir ráðherrar Álþýðuflokksins sem hafa þó tekiö til hendinni í sparnaðarátak- inu, svo um munar. - Ég held að verulegs uppskurðar sé þörf í ráð- herraliði Sjálfstæðisflokksins ef hann á að marka einhver sýnileg spor í stjómmálalífinu á næstu árum. Áfengi bjórinn á afmælisverði: Eðlilegt verð og okurverð Því ekki stöðugt tilboðsverð á bjór likt og á öðrum veitingum? Árni Kristjánsson skrifar: í fréttum var skýrt frá því að nú væru fimm ár liðin frá því áfengur bjór var lögleyfður hér á landi, og af því tilefni myndu nokkrar bjór- krár selja bjórinn á sama verði og gilti hinn 1. mars árið 1989. Nú er ég ekki að amast við þessu afmælistil- boði, síður en svo, og óskandi væri að svona tilboð bjórkránna og ann- arra veitingastaða birtist sem oftast. Það er þó ekki við hæfi að tilkynna okkur íslendingum með þessum hætti að hægt sé að selja liinn áfenga bjór svona ódýran í einn dag en ekki alla aðra daga ársins. - Og skiptir engu þótt hér sé um afmælistilboð að ræða. Innlend bjórframleiðsla hefur auk- ist verulega á þessu tímabili sem áfengur bjór hefur verið leyfður og sagt er að markaðshlutdeildin sé nú u.þ.b. 75%! Úr því svo er komið ætti þessi íslenska framleiðsla að vera mun ódýrari en hinn innflutti bjór. Og í rauninni ætti að gera verulegt markaðsátak til að halda þessum hlut og gera jafnvel enn betur. Átak- ið íslenskt, já takk! hiýtur að gilda einnig um áfengan bjór sem aöra framleiðslu. Mér finnst tilboösverðiö ekki vera mikil lækkun (250 kr. lítið glas af ámuöli og 350 kr. stærri skammtur) jafnvel þótt vísað sé til fyrri tíma verðs þegar hann var nýkominn. Flaskan af bjór í ÁTVR kostar innan við eða rétt um 100 kr. og ætti álagn- ingin á veitingahúsum ekki að þurfa að fara yfir 100%. Því væri afmælis- tilboðsverðið það sem ætti að gilda alla daga. Það er eðlilegt verð; hitt verðið, það sem gildir dags daglega, er okurverð. Svo einfalt er það. TiKærslafrídag- annagóðhug- mynd Ingólfur hringdi: I tilefni hugmynda nokkurra þingmanna um að leggja af nokkra fiidaga í miðri viku og bæta þeim við helgar, þannig að menn fengju þá viðbótardag við helgina vil ég líka minnast á 1. raai. Væri ekki kjörið að ákveða i leiðinni að beri hann upp á laug- ardag eða sunnudag verði fríið vegna 1. maí tekið á fóstudegi eða mánudegi? - Annars held ég flest- ir hljóti aö vera sammála þeim þingmönnum sem báru fram til- löguna um tilfærslu fimmtu- dagsfridaganna. Þetta hefur verið slitið alltof mikið í sundur. Mál er að linni. Hllögurútvarps- laganefndar: Ragnheiður Sigurðard. skrifar: Ekki var það rós í hnappagat þeirra sem ræða um frelsi og einkaframtak hvernig ltin svo- kallaða útvarpslaganefnd skiiaði af sér tillögum sínum. í þeim er nánast ekkert nýtt eða bitastætt. Engin umbylting. Með þessum tillögum er staðfest, nánast um aldur og ævi, núverandi fyrir- komulag; að Ríkisútvarpið ijár- magni rekstur sinn meö afnota- gjöldum. Einnig er enn og aftur verið að klifa á einhverju sem kallað er innlend dagskrárgerð - til aö skaffa hinum ólíklegustu starfshópum laun fiá hinu opin- bera. - Þetta eru meiri kerfis- karlamir. Keðjubréf in; glæp- urgegn hverjum? Agnes hringdi: Mér flnnst nú dómskerfið seii- ast helst til langt að vera að gera rekistefnu út af þessum keðju- bréfum, krefjast rannsóknar og jafnvel beita sektum, þótt fátækir og atvinnulausir séu að gamna sér viö að freista gæfunnar með þessum hætti. - Furðulegt aö jafh saklaus og skaðlaus viöleitini til fjáröflunar skuli vera hundelt af rannsóknarlögreglu. Er þetta glæpur, og þá gegn hverjum? - Er ekki eitthvað hættulegra til að rannsaka en þetta keðjubréfa- far sem stendur hvort eð er aldr- ei lengi? Misjafnar litmynd- irídagblöðum Úlfar skrifar: Mér hefur ekki fundist það vera þess virði aö dagblöð birti lit- myndir í jafn ríkum mæli og tíðk- ast hefur hér á landl Erlend dag- blöð eru mjög spör á litmynda- birtingar, enda em slíkar myndir ekki jafn góðar og þær eru dýrar. Ekki veit ég hvað veldur þvi að litmyndir i dagblöðum eru svona slæmar, eða segjum misgóöar a.m.k. Sýnist þó að Tíminn komi út meö bestu litmyndirnar í dag- blaði hérlendis. Hvort sem þakka má betri pappír eða meiri tækni eru Jitmyndirnar í Tímanum áberandi fallegri og skýrari en í öðrum dagblööum. Hættiðmeð„Ná- grannana“! Palli hringdi: Ég vil fyrir mitt leyti mótmæla sýningu þáttanna „Nágrann- anna“ á Stöð 2 kl. 16:45 dag hvern. Þessir áströlsku þættir em bæði siðspillandi og ómerkilegir í alla staöi. Kannski réttara að flokka þá undir heimskuþætti. Margir era orðnir dauðleiðir á þáttun- um. Þarna mætti vel sýna annaö efni, svo sem góða, létta kvik- mynd eöa fræðsluþátt sem bæði fullorðnir og börn gætu notiö. En fyrir alla muni hættið að sýna „Nágrannana" - þeir em ekki þess viröi að upp á þá sé boðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.