Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1994, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 19. APRÍL 1994 9 Utlönd Richard Nixon, fyrrinn Bandaríkjaforseti: Liggur á spítala eftir heilablóðfall Richard Nixon, fyrrum forseti Bandríkjanna, fékk heilablóðfaU á heimili sínu í New Jersey í gær og hggur nú á spítala en læknar segja ástand hans eftir atvikum. Nixon, sem er 81 árs gamali, var að undirbúa hádegisverð á heimili sínu þegar hann fékk heilablóðfall og var hann undir eins Quttur á gjör- gæslu á spítala í New York. „Hann var að koma niður til að fara að borða þegar þetta gerðist. Við erum héma öll hjá honum og við vitum ekki meira en það sem lækn- arnir hafa sagt okkur," sagði Kim Taylor, talsmaöur Nixons, í símavið- tali við bandaríska sjónvarpsstöð frá heimili fyrrum forsetans. Taylor sagði að dóttir Nixons, Tric- ia, heíði verið í nágrenninum þegar faðir hennar var fluttur á brott og hin dóttir hans, Julie Nixon Eisen- hover, væri á leið frá Pennsylvaníu. Borgarstjóri New York borgar, Rudolph Giuliani, kom á spítalann en hann fékk ekki að hitta Nixon. „Hann er ekki fær um að tala eða hitta neinn eins og staðan er nú. Hann hefur ekki getað talað síðan hann fékk heilablóðfallið en læknar eru bjartsýnir á að hann nái sér,“ sagði Giuliani. Nixon var forseti Bandaríkjanna frá 1969-1974 en hann sagði af sér í janúar 1974 vegna Watergate- hneykshsins. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur sagt af sér. Nixon hefur ekki setið aðgerðalaus sl. ár þótt hann hafi að mestu dregið sig í hlé frá stjómmálum. Hann hefur komið fram í sjónvarpsviðtölum, haldið fyrirlestra í háskólum um all- an heim og haft laun af ritstörfum.* Nixon var staddur í Moskvu í síð- asta mánuði þar sem hann hitti að máh andstæðinga Borís Jeltsín, þá Alexander Rútskoj og Vladimir Zhír- inovskí. Hann var þá sagður við góða heilsu og leit vel út. Reuter LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA VALDA PÉR SKAÐA! WrAd SUMAR GLEÐIN Einhver ævintýralegasta skemmtidagskrá allra tíma á Hótel íslandi Raggi Bjama, Maggi Ólafs. Hemmi Gunn, Þorgeir Ásvalds, Jón Ragnars, Beinteins. Þeir eru mættir aftur til leiks eftir áralangt hlá, enn harðskeyttari og ævintýralegri en fyrr og nú með vinsælustu söngkonu landsins Siggu Beinteins. Tónlistarstjórn: Gunnar Þórðarson Leikstjóm: Egill Eðvaldsson. Matseðill Portvínsbœtt austurlensk sjávarréttasúpa með lyomatopp og kaviar Koníakstegið grisaftUe með fianskri dijonsósu. parísarkartöjlum, oregano.jlambemðum ávöxtwn og gjáðu grænmeti Konfektís með piparmyntupem, kirsubetjakremi og rjómasúkkulaðisósu Glæsileg tilboð a gistingu. Simi 688999 IlQTELI&lÁtlD Miðasala og borðapantanir i sima 687111 frá kl. 13til17. rafael ■ , Sy8.95.) ln atrplane" sUrvtv°rS readers ' LL & Girou lluhöfundinnRMAELYGLESlAS HHÍFANDI SKÁLDSA6A OTTALAUS hefur hlotið mjög góðar viðtökur og verið þýdd á mörg tungumál. íslenska er níunda tungumálið sem færir lesendum sínum þessa heillandi skáldsögu innan árs frá því að bókin kom út í Bandaríkjunum. Rafael Yglesias er einn fjölhæfasti rithöfundur okk- ar tima. Hann hefur ein- stakt lag á að halda les- andanum föngnum og gefa persónum sínum það líf sem þær þurfa til að búa áfram í huga lesandans þegar bókin er lesin til enda. Samnefnd kvikmynd verð- ur sýnd í Sambíóunum. Með aðalhlutverk fara Jeff Bridges, Rosie Perez og Isabella Rossellini. OTTALAUS var efst á blaði hjá banda- ríska stórblaöinu New York Times þegar athyglisverðar skáldsögur árs- ins 1993 voru rifjaðar upp (NYT Book Review, 5 des. 1993). Það er ekki að- eins að sögupersónurnar lifi af flug- slysið, heldur lifa þær áfram í hugum lesendanna segir í umsögn blaðsins. A NÆSTA SOLUSTAÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.