Dagur - 12.02.1943, Síða 13
AFMÆLISKVEÐJUR FRÁ FYRRVERANDIRITSTJÚRUM
JÓNAS ÞORBERGSSON útvarpsstjóri:
Mér þykir skylt að verða við tilmælum
Dags um að leggja fáein orð í belg á
þessum tímamótum í æfi hans. Við vor-
um um sjö og hálfs árs skeið samrýmdir
eins og bezt má verða. Og þótt um okkur
megi segja, að týnst liafi gata til gengins
vinar, þá berum við báðir menjar sam-
starfs okkar. Á þeim árum gerði Dagur
átak til vaxtar sér og áhrifa og í samstarfi
við hann lilaut ég mikið af þeim starfs-
þroska, sem mér hefir veitzt.
Mér er það minnisstætt, er fornvinur
minn, Bergsteinn Kolbeinsson bóndi í
Kaupangri, gerði sér ferð rakleiðis á
fund minn austur í Þingeyjarsýslu
snemma á árinu 1920, til þess að semja
við mig um það, að ég tæki að mér rit-
stjórn blaðsins. Ég átti úr vöndu að ráða.
Ég hafði lítið fengist við það að rita um
almenn mál; hafði ritað nokkrar dreifð-
ar greinar í blöð íslendinga vestan hafs,
meðan ég dvaldist þar, en því nær ekk-
ert eftir að ég hvarf heim haustið 1916.
En ég hafði hrifist með þeirri öldu, sem
þá var að rísa í landsmálum, sókn Fram-
sóknarflokksins til nýrra átaka í skipu-
lagslegum efnum og í framkvæmdum. —
Ég hafði fyrr lagt á ókunnar leiðir við
lítil farefni en átti mér, eins og þá var
komið högum, fárra kosta völ. Ég afréð
því að leggja út í æfintýrið og setti það
eitt skilyrði, að blaðið yrði stækkað frá
því sem það var þá á byrjunarskeiði sínu.
Um ritstjórn mína og þátt minn í
gengi Dags ber mér ekki að dæma. Blað-
ið hlaut allmjög aukna útbreiðslu á
þeim árum og átti sinn þátt í sókn flokks-
ins einkum í þeim landshlutum, sem það
vegna staðhátta hlaut til yfirsóknar, allt
úr Skagafirði í Múlasýslur. Ég var þar, í
allsherjarsókn Framsóknarflokksins, að-
eins róðrarmaður á langskipi eða merk-
isberi í fylkingararmi, ef svo má að orði
komast. — Hitt get ég vottað, að Dagur
átti alhug minn, að ég lagðist á árar, eftir
því sem orkan leyfði og mér var óljúft að
láta hlut minn við hvern sem var að
skipta.
Það er kannske rétt að ég láti þess
getið hér, að þessi ár í starfsæfi minni eru
mér á ýmsan hátt ljúfust í endurminning-
unni. Ég átti um þær mundir ótvíræða
samleið með frumherjum flokksins,
trúði hiklaust á málstað hans, einkum
vörn hans og sókn í samvinnumálum. Ég
hafði löngun og aðstöðu, til þess að gera
Jónas Þorbergsson.
Dag að sjálfstæðu málgagni flokksins í
Norðlendingafjórðungi. Á þessum árum
náði flokkurinn því marki, sem allir
stjórnmálaflokkar stefna að; hann hlaut
yfirráðaaðstöðu í löggjöf og stjórn. Og
um mál Norðlendinga hygg ég rauplaust
að segja það eitt, að Dagur átti meginþátt
í að hrinda fram heilsuhælismáli Norð-
urlands. Valdataka Framsóknarflokksins
varð og bein orsök þess að ég hvarf burt
frá Degi. Mér varð því um þær mundir,
sem ég að loknum áfanga léti upp í nýja
ferð. Og burtförin varð mér ekki alls
kostar sársaukalaus. Mér þótti sem ég
væri með nokkrum hætti að svíkja vin
minn í tryggðum.
En síðan þetta gerðist eru bráðum lið-
in fimmtán ár og það hefir fennt í spor-
in. Viðhorfin liafa breytzt. Sem þjón-
ustumaður Ríkisútvarpsins hefi ég tekið
mér stöðu utan allra flokka. Og það hefi
ég gert ekki einungis vegna þegnskyldu
minnar gagnvart öllum flokkum jafnt
heldur og vegna þess, að ég tel flokks-
stjórnarskipulagið, eins og því nú er hátt-
að á landi hér, vera komið að hruni.
„Radikalismi" 19. aldar hefir svifið á
okkur eins og áfengt vín við endurheimt
ríkisréttar og stjórnskipulegs sjálfstæðis
og við höfum ástundað frelsið án hófs og
án fyrirhyggju. Þess vegna verður okkur
það óhjákvæmilegt, að stíga spor til baka,
ef okkur á að auðnast að bjarga í land
þjóðfrelsi okkar og þegnfrelsi og tryggja
mikla þátttöku borgaranna í traustu og
réttlátu stjórnarfari. — Það er spá manna
og ekki að ólíkindum, að þeir menn, sem
að lokinni þessari styrjöld skipa málum
manna og þjóða til nýrra hátta, telji
máske lítils um vert þær rúmlega 100
þús. hræður, sem byggja eyju þessa og að
við verðum að lúta sterku allsherjar
skipulagi. Vel má svo fara, að við ráðum
minna um stjórnarfarsleg örlög okkar en
við kysum. Hitt verður víst, að er við
komum til áhta fyrir augum alls heims-
ins og innri mál okkar, að óbreyttu
ástandi, verða krufin, þá munu núver-
andi stjórnskipunarhættir ekki verða
okkur haldsamir til trausts og álitsauka.
Þess vegna skiptir það öllu máli að okk-
ur auðnist að leysa þann stjórnskipulega
vanda, sem okkur er á höndum á þann
hátt, að hér rísi þjóðríki á rústum flokks-
ríkis. Friðurinn og frelsið mun ekki
vinnast í pólitískum borgarastyrjöldum.
Framtíðin, sem rís yfir valkesti þessarar
aldar og blóði litaðan sæ mun gera meiri
kröfur um víðsýni, réttlæti og fórnfýsi
manna og þjóða, en áður liafa verið
gerðar á jörðu hér.
En þótt skoðanir mínar hafi þannig
við ný viðhorf breytzt svo mjög á liðnum
fimmtán árum, að ég tel nú hiklaust
flokksfylgi og flokksþjónustu ekki leng-
ur dyggð heldur þjóðfélagslegt sjúk-
dómsauðkenni, þá fer því mjög fjarri, að
ég harmi fyrsta starf mitt í þjónustu
Framsóknarflokksins og andlega sam-
búð mína við Dag. Þvert á móti tel ég,
að starf mitt í þágu blaðsins og flokksins
hafi orðið mér mikill ávinningur til
þroskunar, og að starf flokksins í hinni
almennu landsmálaþróun hafi orðið
þjóðinni mikill ávinningur. Með stofn-
un og starfi Framsóknarflokksins er haf-
in fyrsta pólitíska landsmálahreyfingin
til viðreisnar og sóknar í innanlandsmál-
um um þær mundir, sem hugur þjóðar-
innar tekur að slakna við lok ríkisrétt-
ardeilunnar við Dani. Flokkurinn hefir
því markað sér vaianlegt spor í sögu
landsins.
Stofnun og barátta flokka varð ekki
einungis eðlilegt heldur óhjákvæmilegt
þróunaistig frá aldeyðu íslenzkrar lands-
málahyggju um og eftir 1918.
Hitt er og annað mál, að hin öra
tækniþróun og hraðvaxandi þörf á raun-
verulegum félagsháttum í skipun þjóð-
félags- og mannfélagsmála sprengir fjötra
eldri forma. Þess vegna er flokksræðið,
eins og það hefir þróast hér á landi, ekki
lengur stjórnhæft eins og reynslan hefir
þegar vottað. Og ef okkur á að takast