Dagur - 12.02.1943, Side 15
Jóhann Frímann
FEGINSLÚÐRAR OG SNÚDGASTEINAR
Þættir um Prentverk Odds Björnssonar á Akureyri
„Leééjum lúðra,
léttum steinum".
(Úr Gróttasöng hinum forna).
Oddur
Björnsson.
I.
jþAÐ MUN hafa verið vorið 1919, að
eg kom inn í prentsmiðju í fyrsta
skipti á æfinni. — Eg var þá nýkom-
inn hingað til bæjarins til náms vestan
úr dölum, hafði aldrei áður að kalla far-
ið að heiman og því lítið séð ennþá af
stórmerkjum veraldarinnar. Eg hafði t.
d. naumast séð nokkra meiriháttar vél,
er því nafni mætti nefnast, og mun því
naumast hafa gert mér stórum ljósari
hugmyndir um töfraheima hinnar nýju
tækni- og vélaaldar, er hélt þá sem óðast
innreið sína í þetta land, en hinn frum-
stæðasti steinaldarmaður. — Annar
piltur, jafnaldri minn og sveitungi, var í
för með mér, og var svipaða sögu að
segja um kunnáttu okkar beggja og
reynslu í iðnfræðilegum efnum. Það
munu því hafa verið allfávíslegir og
heimskir heimalningar, sem knúðu
hurðir Odds prentmeistara Björnssonar
þennan vordag og báðu leyfis að mega
kanna kynjaheima þá, þar sem svo mörg
blöð og bækur, er við höfðum lesið
heima í fásinnninu, voru til orðnar í
sinni áþreifanlegu, sýnilegu og marg-
földuðu mynd.
Leyfið var auðsótt, og fylgdi hinn
gjörvilegi og stórbrotni prentsmiðjueig-
andi, Oddur Björnsson, okkur sjálfur
um húsakynni prentsmiðjunnar, sýndi
okkur vélar og áhöld og skýrði jafnvel
fyrir okkur hið helzta, sem við höfðum
annars nokkur skilyrði til að skilja og
átta okkur á, viðvíkjandi daglegum
vinnubrögðum þjóna og meistara hinn-
ar göfugu íþróttar, prentlistarinnar. —
Eg man, að eg undraðist mjög allar þess-
ar vélar, sem mér fundust harla flóknar
og hugvitsamlega gerðar. Einkum er
mér þó í minni, hve mikið mér þótti til
„hraðpressunnar“ koma, er eg sá hana
fletta stórörkunum af blekvelinum,
eins og lifandi og skyni gædd vera væri
þar að verki og fletti sem óðast blöðun-
um í einhverri heljarmikilli húspostillu.
Hraðpressa þessi er ennþá við líði og
í sæmilegu lagi, enda notuð enn við
ýmis konar prentun i hinni nýju prent-
smiðju þeirra feðga, Odds og Sigurðar
prentsmiðjustjóra, sonar hans og eftir-
manns. En harla lítið mun þó þykja til
hennar koma nú orðið, og vélin allgam-
aldags, seinvirk og ófullkomin, við hlið
hinnar nýju stallsystur sinnar, sem nú
er setzt í hið forna öndvegi pressunnar
gömlu, og hamast þar með margföldum
afköstum og nýtízkum tilburðum.
Albert
J. |
Finnbo£ason
starfar að „upp■ \
setnin£u“ stórlet-,
ursvélarinnar nýjv
síðastliðið sumat.,
Snorri
Askelsson
fjær á myndinni.