Dagur - 20.12.1952, Qupperneq 5

Dagur - 20.12.1952, Qupperneq 5
I JÓLABLAÐDAGS Anna Sigr. Melsted, kennsluk. 1877—79. voru allmjög skiptar, en helzt var þó um þaS rætt á þessum fundi að hefja fjársöfnun til byggingar barnaskóla. Ekkert varð þó útrætt um þetta mál að þessu sinni, en allmikið umtal vakti þetta í héraðinu næstu daga. Föstudaginn fyrstan í þorra, hinn 22. janúar 1875_ var svo þorráblót á Munkaþverá. Þar var saman komið fólk úr öllum hreppum Eyjafjarðar og af Akureyri. Var þar gleðskapur og ræðuhöld. Bar þá skólamálið enn á góma og tóku menn nú fremur að hall- ast að því að byggja skyldi kvennaskóla. Þar var meðal annarra staddur Eggert Gunnarsson umboðsmaður, sem um þessar mundir var einn skeleggasti for- vígismaður allra framfaramála í Eyja- firði. Gerðist hann nú foringi þessa máls og barðist fyrir því með þeim brennandi áhuga og kappi, sem ein- kenndi hann jafnan, og bar það fram til sigurs. Er engum einum manni jafn- mikið að þakka, að framkvæmdir urðu svo skjótar sem raun varð á. Því að enda þótt ýmsir legðu þar góða hönd að verki, var Eggert alltaf lífið og sálin í öllum framkvæmdum, og er óhætt að fullyrða, að skólinn hefði aldrei komizt á fót á þessum tímum, ef hans hefði eigi notið við. Má því telja hann aðal- hvatamann og stofnanda þessa skóla. Á þorrablótinu á Munkaþverá var ákveðið að bregða skjótt við og efna til almenns umræðufundar um skólamál- ið á Grund í Eyjafirði hinn 25. janúar næstkomandi. Þann fund sóttu um 50 manns. Segir svo um ályktanir þessa fundar í grein í Norðlingi (I., bls 161), sem Eggert Gunnarsson mun vera höf- undur að: Ályktanir Grundarfundarins. „Var það sameiginlegt álit að nauð- synlegt væri að efla almenna framför og hagsæld fósturjarðarinnar, að efla þekkingu og menntun. því að við Ijós upplýsingarinnar fengjum vér réttan skilning á öllu verki voru og þekkingu til að framkvæma það. Sýndi sagan, að með upplýsingunni hefðu heilar þjóðir umskapast úr vanþekkingarmyrkri, ör- birgð og ómennsku í voldugar þjóðir.“ í þessu sambandi var rætt um barna- skóla, kvennaskóla og gagnfræðaskóla. Hvað barnaskólana snerti, hölluðust menn helzt að því að hafa farskóla líkt og þá tíðkaðist í Noregi. Beitti fram- farafélag Eyjafjarðar sér fyrir því að ráða strax á næsta vetri kennara, sem kenndi á nokkrum bæjum. Gerð var áskorun til Alþingis um stofnun gagn- fræðaskóla á Möðruvöllum í Hörgár- dal, og fylgdu þeir Eggert og séra Arn- ljótur þessu máli svo vel fram á næsta Alþingi, að það lagði fram 10 þús. króna fjárveiting til að hefja byggingu skól- ans. En Eggert lét ekki við þetta sitja: „Svo virtist öllum fundarmönnum,“ segir í grein hans, „að engu síður væri nauðsynlegt, að kvenmenn færu eigi varhluta af að fá tilsögn í því, sem kon- ur þurfa að eiga að kunna.... Það cr mikið eftirlæti og unaður að eiga góða, skynsama og menntaða konu, sem mað- ur ávallt getur haft í ráðum með sér og sem vel er vaxin stöðu sinni. Mæðrun- um er af náttúrunni meira en feðrun- um falið á hendur líf og heilsa ung- barnanna. Ennfremur er það venjulegt, að konurnar, fremur en mennirnir, kenni bömum sínum lestur og kristin- dóm og annað fleira, eftir því sem þær > 5 hafa föng á. Þannig er það hlutverk konunnar; sé hún annars því vaxin, að leggja hinn fyrsta grundvöll til þekk- ingar barnanna, og þó sér í lagi að laga hjarta þeirra og tilfinningu fyrir öllu önnu, réttu, fögru og góðu. Sagan sýnir með mörgum dæfnum, að margir hinir mestu og beztu menn hafa orðið það, sem þeir voru, af því að þeir áttu hinar beztu og menntuðustu mæður. Og hver af oss er sá, að eigi finni hann hversu óendanlega mikið vér eigum góðri móður að þakka? Menntun kvenfólks- ins er því nauðsynlegri sem heimilin verða meir að annast uppfræðing barnanna." Þá er ennfremur bent á það, að auk venjulegra innanbæjarstarfa þurfi kon- urnai’ að annast tóskap, vefnað og klæðasaum, og að við matargerð þurfi vissulega mikla kunnáttu, svo að mat- urinn geti orðið í senn hollur og bragð- góður, en þó sé um leið gætt allrar nýtni og hagsýni. Og loks segir svo í greininni: „Þegar vér nú athugum, hve þýðing- armikill starfi konunnar er, þá sælu, sem vér njótum í sambúð góðrar konu, sem vel er vaxin stöðu sinni, og þá blessun og auðsæld, sem henni fylgir í búi manns, hví skyldum vér þá ekki leggjast á eitt að styðja að því„ að kvenfólk eigi kost á þeirri menntun, Laufey Bjarnardóltir, kennsluli. 1879—80.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.