Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 20.12.1952, Blaðsíða 8
8 JÓLABLAÐDAGS Kristjana G. Hafstein á Laugal. 1876—80. son og írú Kristjana systir hans fram úr þessu máli. Jón Bergmann, faðir séra Friðriks Bergmanns prests í Winnipeg, hafði flutzt frá Syðra-Laugalandi alfarinn til Vestursheims vorið 1876. Tók þá Egg- ert Gunnarsson bæði Laugalöndin til ábúðar og sama vor flutti þangað móð- ir hans Jóhanna Gunnlaugsdóttir Briem sýslumanns á Grund, og systir hans Kristjana, ekkja Péturs Havstein, amt- manns, með börnum sínum. Frá Skjaldarvík flutti frú Kristjana ofur- lítið timburhús, er hún átti, og var það endurreist norðvestan við bæjar- dyr á gamla bænum á Laugalandi. Húsið var 12 álna langt, tvær hæðir með torfþaki. Sunnan við þetta hús lét Eggert byggja jafnstóra viðbót sumar- ið 1877. Þegar þunglega horfði með skóla- hússbygginguna á Munkaþverá, buðu þau systkin fram fram þetta hús til bráðabirgða endurgjaldslaust, svo að hægt væri að hefja skólann á tilsettum tíma, og hefir það efalaust þá verið eina húsið í Eyjafirði, sem nokkur til- tök voru að notað yrði til þeirra hluta. Fyrsti veturinn. Þarna var skólinn settur 12. október haustið 1877. Fox-stöðukona hafði ver- ið ráðin frú Valgerður Þorsteinsdóttir. Hún var fædd að Hálsi í Fnjóskadal 23. apríl 1836 og var hún dóttir séra Þorsteins Pálssonar prests þar og fyrri konu hans: Valgerðar Jónsdóttur, prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar. Olst hún upp í föðurgarði ásamt mörgum systkinum öðrum, sem öll voru miklu atgervi búin. Var séra Þorsteinn dugn- aðarmaður mikill jafnt til andlegra starfa sem líkamlegra, og ólust börn hans upp við nám og starf jöfnum höndum. Hélt hann iðulega heimilis- kennara eða kenndi sjálfur börnum sínum tungumál og önnur fræði, er hann taldi, að þeim mundi að gagni verða, og kunni Valgexður vel að not- fæxa sér það, því að hún var flugskörp til náms og hafði snemma yndi af öll- um lærdómi. Seytján ára gömul missti hún móður sína. En árið eftir kvæntist faðir henn- ar að nýju og gekk þá að eiga frú Jó- hönnu Gunnlaugsdóttur, prestsekkju frá Laufási. Hún var annáluð gæða- kona og reyndist stjúpbörnunum eins og bezta móðir. Með henni fluttu í Háls börn hennar: Ti-yggvi, Gunnar, Eggert, Geir og Kristjana. Giftust tvenn þessi fóstursystkini saman. Frú Valgerður var ekkja eftir séra Gunnar Gunnarsson frá Laufási. Höfðu þau gifzt 29. sept. 1865 og var séra Gunnar þá aðstoðarprestur Elín Havstein, kennsluk. 1888—89. Jáhanna Gunnarsd., kennsluh. 1891—96 á Sauðanesi. Síðan fékk hann Svalbarð í Þistilfirði 1869 og veitingu fyrir Lund- arbrekku í Bárðardal 1873. En þegar hann var nýkominn þangað andaðist hann. Börn höfðu þau eignast nokkur, en þau dóu öll koi'nung nema hið yngsta: Jóhanna, er síðar giftist séra Theódór Jónsyni á Bægisá. — Af þessu má sjá að frú Valgerður hafði orðið fyx'ir þungum áföllum í lífinu, en á Laugalandi fékk hún aftur stai'fssvið, sem kröftum hennar hæfði. Hún var forstöðukona alla tíð nema veturinn 1878—79, er hún dvaldi í Danmörku, til að kynna sér skólamál. Þann vetur var fl'á Jóna Sigurðardóttir forstöðu- kona. Fi’ú Valgerður var gáfuð kona og stjórnsöm og höfðu ávallt verið miklir kærleikar milli hennar og fóstursyst- kinanna. Má því nærri geta, að starfað var af eindrægni við skólann og sam- vinnan öll hin ákjósanlegasta meðan þeirra naut við. Sér við hlið hafði hún fyrir kennslukonu fyrstu árin ungfrú Onnu Melsteð, dóttur Páls sagnfræð- ings Melsteð. Var hún vel að sér bæði til munns og handa. Meðal annai's hafði hún lært meðferð mjólk- ur og ferðaðist á sumrum um Eyjafjöx'ð og nærliggjandi sýslur með styrk úr (Framhald á bls. 27). t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.