Dagur - 20.12.1952, Page 15

Dagur - 20.12.1952, Page 15
3ÓLABLAÐDAGS 15 þegar Jóliann, sonur þeirra Hvarfshjón- ánna, iór í Möðruvallaskólann, haii Jó- hánn Sigurðsson þráð að mega iara með nafna sínum og setjast þar að námi, eins og hann, cn því miður gat hann engan veginn kostaö svo miklu upp á sig, og enginn varð lieldur til að rétta honum hjálparhönd. Ekki liefði þó þurlt liærri upphæð en svo sent 200 krónur til að borga vetrardvöl þar. En sama var. Ilann — sonur örbirgðarinnar — varð að sitja eftir, þótt þungt þætti. Það sár, sem lion- um Var pá slegið, greri vist aldrei. — Svo er Jóhanni Sigurðssyni lýst, að hann hali verið lágur maður vexti, en nokkuð gild- vaxinn og fremur feitlaginn að eðlisfari. HVátlegur var hann í spori, en þó hvorki snarmenni né sterkur. Hann var brtinn á hár og hærðist lítt, þótt gamall yrði. Enni og allt höfuðlag hans var fallegt, — augun allstór og greindarleg. Eullur var hann að vöngum og alls ckki ófríður í andliti. Aldrei giftist hann, og þó að ekki verði með söntiu sagt, að Jóhattn væri ómann- blendinn að eðlisfari, þá fóru leikar svo, að hann liiði einbúalífi í mörg ár í Skriðu sCm var smábýli í Graíarlandi í Vallasókn. Hann mun frá ungum aldri hafa verið nokkuð mislyndur og veikgeðja, þolað allar mótgerðir illa og verið vel fundvís á þær. Aðra stundina var hann liinn kát- asti og þá ræðinn og skemmtilcgur í tali, en hina stundina hnugginn og þegjanda-* legur. Hann hefir sjálfsagt skort þrótt- mikla skapgerð og lífsfögnuð, ró og jafn- vægi. Honum fannst löngum, að hann væri liaíður útundan. Sennilegt er, að hann kunni að hafa verið erfiður í sam búð til lengdar, eða þannig fcr þeim oft, seiií svo erú lyndir. — Jóhann var tvímæla- laust gæddur mjög góðri greind að ýntsu leýti. Hann var vel skáldmæltur. Hanu var bæði næmur og' stálminnugur og kUniii vel frá ýmsu að segja, er liann þekkti til hlýtar. Sérgáfa lians var eettvisin. Þótt svp ógiftusamlega tækist til, að Jó- hann Sigurðsson fengi engrar skólamennt- unar npfið, þá lánaðist honum samt af eig- in rámmleik að verða mauna fróðastur um ættir Svarfdælinga á síðustu öld, og láta eftir sig mcrkilegt handrit um þær, og vík eg að því síðar. — Jóhann muri, cins og marga fræðimenh vora, liafa tilfinnanlega skort þau „hyggindi, er í hag koma“. Lítið er látið af verklagni lians, eins og áður er á dreþið, en — þrátt fyrir ]iað, vár liann þó tevilangt dœrndur til að stunda líkamsstörf á landi og sjó, og enda for- niaður á róðrarbátum, með ekki mjkltim orðstír þó. Mér finnst þetta háffgerð harm- saga. Raunalegt var, að hann skyldi ekki hafa átt kost neinnar skólamenntunar, eins og hann þráði það heitt, jafnvel fram á efri ár sín, að sögn manna, er til þekktu. En — lí-tið þýðir að sakaA um orðinn lilut. — Þá er að minnast á ættfræðihandrit Jó- lianns Sigurðssonar. — Tildrögin til þess, að liann réðist í að taka það saman hygg eg haf’i verið jiessi: Að Karlsá á Upsa- strönd bjó á árnunum 1810—1849 Jón Hallgrímsson, prýðilega hagorður maður. Meðal annars er liann orti, má nefna vísnaílokk uni alla búandi bændur í Svarf- aðardal 1830. Nefnir hann alla-byggða bæi í héraðinu og skýrir frá, hverjir búi á hverjum Jieirra og lýsir auk þess hverjum bónda í fám orðtim. Sem sýnishorn skulu hér birlar tvær vísur úr flókknum: Eyðir skaða aldraður, etna sí/.t í þroti, greiðamaður gæflyndur, Guðmundur f Koti. Á Ytra-Hvarfi er hann Jón, eínamaður valinn; mörgum gefur mola’ og spón , með þeim skárri talinn. Vísur þessar lærðu menn og kváðu sér til skemmtunar. En þó að vísurnar lifðu á vörum fólksins, þá gíeymdust deili á tnönnununi, sem þær voru kveðnar um. Var þá oft leitað til Jóhanns og annarra ættfróðra manna og þeir spurðir, því að gjarnan vildu menn kunna skil á þessum bændum. I>að liggur í islenzka blóðinu. I’etta mun að minni hyggju hala valdið miklu um það, að Jóliann tók að semja ættartölubók sína. Nú var það svo sem áður er frá sagt, að Iiann var lítt skrif- andi, og þegar hér var komið, orðinn mjög sjóndapur, enda lengi vcrið augnveikur. Ur þessu réðist þó þannig, að þeir Jarð- brúarfeðgar: Jó’n B. Hallgrímsson og synir liaiis, Jón og Sigurður, gerðust skrifarar hans veturinn 1925—1926, en þann vetur átti Jóhann heima í Brekku, lijá þeim Halldóri Kr. Jónssyni og Þórlaugu Odds- dóttur ,er þar eru enn. Aðalskrií*rinn var Jón, sem nú býr á Jarðbrú. Verkinu var þannig hagað, að Jóhann þuldi upp úr sér, en Jón ritaði jáfnskjótt í stílabækur, það er hann sagði fyrir. Gegnir furðu, hve skipulegt handritið er og laust við endur- tekningar, þegar aíls er gætt. — Handritið hefir inni að halda niðjatal búandi bænda í Svarfaðardal frá því um og íyrir 1830 og lil áranna 1925—1926. Eru þar teknir til meðferðar rúmlega 80 svarldælskir ætt- stofnar og rakið niðjatal frá þeim í svo að segja heila öld. — Mér er ekki kunnugt um, að rannsakað hafi verið rétthenni liandritsins í heild sinni með samanburði viö öruggustu heimildirnar, cr til kunna að vera. Þess verð eg þó að geta, að ein- stakar ættir liefi eg rannsakað. Hefir liand- ritið reynzt öruggt. Eg liygg því, að yfir- leitt megi telja það áreiðanlcgt, svo langt sem það nær. Þar með er þó ckki sagt, að það sé villulaust og því síður nægilega ná- kvæmt, — en vafasamt tel eg, að aðrar svcitir landsins eigi betri ættarskrár frá umræddu tímabili en Svarfdælingar. Það er ariurinn, sem Jóhann Sigurðsson, hjá- barnið frá Sælu, klaufski vinnumaðurinn, — búskussinn, sem aklrei eignaðist víst meira en 12—15 kindur í cinu, leyfði sveit sinni! Skyldu aðrir gera betur? — En er það þakkað og metið? — Mér finnst verk Jóhanns eiga það skilið, að það sé „látið á þrykk út gauga“. — Fyrst þarf að láta færan mann yfirlara handrifið vandlega, — bera það saman við beztu lieimildir, — leiðrétta það, sem inissagt kann að vera, — bæta því inn í, er vansagt kann að vera, sérstaklega ártölum o. fl. þ. h., — sem sagt: að fullkomna verk Jóhanns og lialda niðjatalinu áfram niður að 1950—51. Þá mætti segja, að Svarfdælingar færu vel með góðan arf. — Hið hreinritaða handrit sitt lét Jóliann frá sér til vinafólks síns i Gröf, þegar hann var þrotinn að kniftum. Eigandi þess er frú Anna Stefánsdóttir á Böggvisstöðum. — Eins og áður er sagt, lifði Jóhann einbúalífi all-lengi í Skriðu og er því oft við þann bæ kenndur. En síðustu ár ævi sinnar var liann ekki íær til að sjá um sig sjálfur. Þá skutu þau heiðurshjóniu Stcfán Arngrímsson og frú Filippía Sigurjónsdóttir í Gröf skjólshúsi yfir liann og naut hann þar liins bezta at- lætis hjá þeim, unz hann andaðist þar af heilablóðfalli 17. apríl 1933. Var hann greftraður á Völlum 25. s. m. í leiði nr. 45. — A leiði Jóhanns cr hvorki steinn né kross, en vonandi verður úr því bætt inn- an skamms. Hundrað ára fœðingarafmœlis hins merka svarfdœlslia freeðimanns verður aö minnast. — i

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.