Dagur


Dagur - 29.08.1987, Qupperneq 5

Dagur - 29.08.1987, Qupperneq 5
sál voru yfirsmiðir þeir Sigtryggur Jóhannesson og Jónas Gunnars- son. Löngum var verslun á neðri hæðinni að sunnanverðu. Vestan megin við norðurgaflinn var vörugeymsla en skrifstofa að austan. Á efri hæðinni var íbúð og herbergi í risinu. Um 1940 voru óvenjulegir gestir í Túliníusarhúsi, en það var breska setuliðið á Akureyri jók við húsakostinn. Páll Th. Johnsen keypti verslunarhúsin árið 1861 og byggði hann nokk- urs konar turn austur úr íbúðar- húsinu og var hann helsta ein- kenni hússins. Pá reisti hann myllu nyrst á lóðinni. Páll var mikill framkvæmda- maður en fór á hausinn og keypti Carl Höepfner verslunarhús hans árið 1867. Árið eftir stofnaði Akureyri 125 ára Hvert er elsta húsið á Akureyri og hvenær var það byggt? í Schiöthshúsi eru fimm íbúðir. Mynd: SS Höepfnershús er glæsileg bygging. Mynd: SS Túliníusarhús, Hafnarstræti 18. Mynd: SS sem hafði afnot af því. Til stóð að rífa húsið um 1975 því það var komið í niðurníðslu en sem betur fer var horfið frá þeirri hugmynd og þess í stað hafist handa við endurbætur. Viðgerð hefur stað- ið yfir síðan með nokkrum hléum. Hafnarstrœti 20, Höepfnershús Petta er gamalgróið verslunarhús og hin glæsilegasta bygging. Saga þess er í stuttu máli sú að Carl Höepfner byggði pakkhús á lóð- inni árið 1893. Árið 1911 var hús- ið rifið og nýtt verslunar- og íbúðarhús byggt í staðinn og er það húsið sem stendur enn. Verslunin var kölluð hvíta búðin, enda upplýst og ljósmáluð. Árið 1913 byggði Höepfner járnvarið timburhús nyrst á lóð- inni fyrir vörugeymslur sínar en það hús er löngu horfið. Austan við pakkhúsið var bátaverkstæði og milli þeirra húsa og íbúðar- hússins voru fjós og hlaða úr timbri. Fyrstu árin eftir að verslunar- húsið var byggt bjó Hallgrímur Davíðsson verslunarstjóri á efri hæðinni og seinna bjó þar Steinn Steinsson bæjarstjóri. Akureyr- arbær eignaðist húsið árið 1933 en Ari Hallgrímsson og Helgi Pálsson keyptu það 1935. Frá 1939 hefur Fasteignafélagið Alaska verið skráður eigandi hússins. Hafnarstræti 23, Schiöthshús Forsaga hússins er sú að árið 1934 keypti Wilhelmina Lever jarðskika úr landi Eyrarlands, byggði þar lítið hús og rak verslun. Petta mun hafa verið lóðin Hafnarstræti 23. Þorsteinn Daníelsson frá Skipalóni keypti eignir Wilhelminu árið 1846 og l' | Árið 1899 var Magnús Blöndal eigandi hússins og um þær mund- ir var vegurinn lagður milli Lækj- argötu 4 og 6 og lóðin skert nokkuð. Frá aldamótum hafa fjölmargir verið skráðir eigendur hússins en þar eru tvær íbúðir. Skráðir eigendur nú eru Erla Einarsdóttir (1964), Kristján Frímannsson (1979) og Jóngeir Magnússon (1971). Lœkjargata 6 Akureyrarbær seldi Páli Árdal húsgrunn fyrir ofan heyhlöðu sýslumannsins árið 1885 og mun það vera lóðin Lækjargata 6. Páll fékk leyfi til að byggja hús á lóð- inni árið eftir en hann mun hafa selt lóðina þeim Pórði Thoraren- Lækjargata 13. Mynd: ss sen gullsmiði og Jakobi Gíslasyni kaupmanni áður en af byggingu varð. Jakob og Þórður byggðu síðan húsið sem enn er á lóðinni. geymsluskúr sem stóð vestan við húsið. Skráður eigandi frá 1961 er Steingrímur Karlsson. Samantekt: SS Lækjargata 6. hann fyrstu brauðgerð á Akur- eyri í húsinu og fékk Hendrik Schiöth og Önnu konu hans til þess að veita henni forstöðu. Brauðgerðarhúsið brann til grunna árið 1903 og var nýtt hús byggt á grunni þess sama ár, hús- ið sem nú stendur á lóðinni. Axel Schiöth, sonur Hendriks og Önnu, tók við brauðgerðinni og keypti húsið af Höepfner árið 1928. Um 1940 var ölstofa í Schiöths- húsi og var þar bruggað öl. Ekki er ljóst hvenær hætt var að baka í húsinu en frá 1964 eru skráðir fjölmargir eigendur að húsinu enda hafði því þá verið breytt í fjölbýlishús og eru þar fimm íbúðir. Lœkjargata 13 Jónas Gottskálksson söðlasmiður byggði fyrstur manna hús á þess- ari lóð árið 1858. Árið 1863 bjó þar Árni Árnason. Aðalsteinn Jörundsson var eigandi hússins um skeið og tók hann á leigu við- bótarspildu við eignarlóð sína árið 1943. Hallur Pálsson byggði viðbót við húsið árið 1933 og árið 1942 breytti Jónas Jóhannsson Mynd: SS Árni Ingimundarson: „Sem ennþá er við lýði? Ég er ekki viss um aðég muni það. Hvað seg- irðu, er það rækilega merkt? Nú gerir þú mig alveg bit. Heyrðu Nonni, komdu hérna," sagði Árni og með hjálp Nonna kom svarið: „Laxdalshús. Það er byggt 1795.“ Olga Ágústsdóttir: „Er það ekki gamla húsið inni í bænum sem var endurbyggt fyrir nokkrum árum, ég er alveg viss um það. Það heitir Laxdalshús. Hvenær það var byggt? Ja, hvað er Akureyri gömul, já ég giska á að húsið sé byggt fyrir 125 árum. árið 1862." Sigurður Árni Sigurðsson: „Bíddu nú, elsta hús bæjarins og hvenær það var byggt. Lundur? Hérna, Gamli Lundur við Eiðsvöll- inn, en ég veit ekkert hvenær hann hefur verið byggður. Ég skýt á Gamla Lund.“ Friðþjófur í. Sigurðsson: „Elsta hús bæjarins? Er það ekki Laxdalshús. Hvenær það var byggt? Nei, nú stend ég alveg á rassgatinu. Það er sautján hundruð og grænar baunir, já það er sautján hundruð og eitthvað.“ Laugardagur 29. ágúst 1987 DAGUB-5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.