Dagur - 29.08.1987, Qupperneq 11
Akureyri 125 ára
Raforkusaga Akureyrar
- Glerárvirkjun og Laxárvirkjanir
Hugmyndir um að virkja
vatnsfall til raflýsingar á
Akureyri komu fyrst fram
skömmu fyrir síðustu
aldamót. Um þetta leyti
voru tóvélarnar við Glerá
að taka til starfa og uppi
voru áform um að byggja
stíflu í Glerá og nota vatn-
ið til þess að knýja tóvél-
arnar. Framsýnir menn
skutu þeirri hugmynd á
loft hvort ekki vœri hœgt
að virkja Glerárfoss og
leiða rafmagn til bœjarins.
Virkjunarmálin voru ofarlega
á baugi í umræðu fólks á fyrstu
árum 20. aldar og árið 1913 var
kosin rafljósanefnd sem var
undanfari rafveitunefndar.
Tveimur árum síðar var lagt fyrir
bæjarstjórn erindi um rafhitun,
en fáir trúðu því að rafmagn gæti
verið samkeppnisfært við kol og
olíu til húshitunar.
Miklar umræður voru um raf-
veitumálin næstu ár og ýmsar
áætlanir gerðar. Svo við förum
fljótt yfir sögu þá var ákveðið að
virkja Glerárfoss árið 1920 og
framkvæmdir hófust árið eftir.
Þann 1. september 1922 var Knut
Otterstedt ráðinn rafveitustjóri
og 30. sept. var rafstöðin opnuð
og straumi hleypt á þau hús sem
búið var að tengja, en þau voru
örfá.
Daglega fjölgaði raflýstum
húsum en fljótlega fór að bera á
rafmagnsskorti á veturna enda
ónógt vatn til miðlunar. Árið
1931 var komið upp dísilrafstöð
til að bæta ástandið yfir vetrar-
mánuðina en álagið jókst og þá
varð að keyra stöðina árið um
kring.
Laxárvirkjun
Árið 1934 var farið að skyggnast
um eftir nýjum virkjunarstað og
voru ýmsir möguleikar kannaðir,
s.s. Skjálfandafljót, Fnjóská,
Djúpadalsá og Öxnadalsá. Goða-
foss og Barnafoss í Skjálfanda-
fljóti voru um skeið taldir væn-
legustu virkjunarkostirnir en um
1936 kom Laxá í Aðaldal inn í
myndina og árið 1937 var lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga
um Laxárvirkjun.
Eftir stímabrak sem ekki verð-
ur rakið hér hófust framkvæmdir
við Laxá og var straumi hleypt á
línuna 14. okt. 1939 með mikilli
Laxárvirkjun. Aldur myndarinnar óviss.
(Myndas. Dags)
viðhöfn. Seinna um veturinn fór
að bera á rafmagnstruflunum á
Akureyri vegna krapa og árið
1944 var talið nauðsynlegt að
virkja á nýjan leik við Laxá.
Laxá eitt þjónaði aðeins Akur-
eyri fyrstu árin og það var ekki
fyrr en árið 1947 að hluti Þing-
eyjarsýslu komst í samband. En
nú var stefnt að Laxá tvö og var
viðbótarvirkjun samþykkt á
árinu 1947. Þann 17. maí 1949
voru samþykkt ný lög um Laxár-
virkjun og án þess að geta um
áralangar deilur um þessi mál
gerist það helst aó tramkvæmdir
við Laxá tvö hefjast árið 1950 og
10. okt. 1953 var straumi hleypt á
nýju línuna til Akureyrar.
Ný lög um Laxárvirkjun voru
samþykkt árið 1965 og jafnframt
veitt heimild til að reisa nýtt raf-
orkuver, Laxá þrjú, en heimildin
tók formlega gildi árið 1967.
Deilur urðu um nýju virkjunina
og hugsanleg náttúruspjöll.
Næstu ár var mikið fundað og
rætt um virkjunina en fram-
kvæmdir hófust árið 1970.
Þegar Laxárdeilan er í rénum í
kringum 1974 hefjast umræður
um Kröflu en hér verður ekki far-
ið lengra í raforkusögu Akureyr-
ar. Laxárvirkjun og Landsvirkj-
un voru sameinaðar árið 1983.
Heimild: Gísli Jónsson: Saga Laxár-
virkjunar, Landsvirkjun 1987.
hefur þjónað Akureyri og flotanum
í yfír 30 ár með kostgæfni,
og vonast til að svo verði áfram.
Hljómver óskar Akureyringum
til hamingju með afmælið.
Súkkulaðiverksmiðjan
JLinda
sendir Akureyringum bestu
hamingjuóskir með afmælið
og býður alla velkomna á
sýningarbás nr. 20 á
iðnsýningunni í íþróttahöllinni.
Utvalið er í Bókval
Tölvur
Prentarar
Hugbúnaöur
Hljóðdeyfar
Skrifstofuhúsgögn
Skjalaskápar
Tölvuborö
Pappírstætarar
Póststimplunarvélar
Telefax
Innbindivélar
Skrifstofustólar
Ferðatöskur
Tölvuvogir
Ljósritunarþjónusta
og m.fl.
Bækur
Ritföng
Skólavörur
Teiknivörur
Ritvélar
Blöö og tímarit
Skrifborðslampar
Tölvurekstrarvörur
Reiknivélar
Ljósritunarvélar
Skáktölvur
Afgreiðslukassar
’Símar og símkerfi
'Stimpilklukkur
Myndvarpar
Skjalatöskur
Kaupvangsstræti 4
Akureyri
Sýnum nútíma skrifstofu á iðnsýningunni
Sýningartilboð: 10-20% afsláttur á tölvum Verið velkomin
Sendum Akureyringum innilegar hamingjuóskir meö 125 ára afmælið
Laugardagur 29. ágúst 1987
DAGUR-11