Dagur - 29.08.1987, Side 22
Akureyri 125 ára
Brot úr endurminningum:
,/ddrei veitd séra Matthías okkur ákúrur
fyrir slagsmá, nerna honum þættu þau cbufleg“
Ævisögur og
endurminningabœkur eru
oft hinn merkasti fróðleik-
ur um liðna tíma og
skemmtilegar heimildir.
Margir hafa rakið
bernskuminningar sínar
og œvi frá afmœlis-
kaupstaðnum Akureyri og
kennir þar ýmissa grasa,
skopleg atvik, lifandi fróð-
leikur og óvœntar upplýs-
ingar. A þessum tímamót-
um vœri ekki úr vegi að
skyggnast ofurlítið í
nokkrar af þeim bókum
sem til eru afþessu tagi og
freista þess að draga ýmis
skemmtileg atvik fram í
dagsljósið.
Sigurjóna Jakobsdóttir var í
þennan heim borin áriö 1891 og
segir frá ævi sinni í bókinni
Björtu hliðarnar, sem Gylfi
Gröndal skráði og kom út 1983.
Þar má t.a.m. finna þessa lýs-
ingu: „Já, þetta voru eins og tvö
ríki, Akureyri og Oddeyrin - og
rígur á milli þeirra. „Ég er enginn
fjandans Akureyringur. Ég er
Oddeyringur," sagði Jóhannes á
Borg, en hann var uppalinn í
húsi, sem hét Gamli-Lundur og
stóð skammt frá þar sem ég átti
heima - og stendur þar enn. Ég
lék mér oft við systur hans, tví-
burana Jakobínu og Guð-
nýju.“(bls. 57)
Lokaðir Akureyringar
Löngum hefur þeirri þjóðsögu
verið haldið á lofti að Akureyr-
ingar séu lokaðir og taki að-
komumönnum ekki beinlínis
opnum örmum. En lítum á hvað
séra Matthías Jochumsson segir
um viðtökurnar sem hann fékk:
„Að vísu fannst mér í fyrstu fátt
um viðtökurnar hér á Akureyri,
og ekki sízt undraði mig, hvað
linlega bæjarbúar sóttu kirkju og
virtust meta lítið ræður mín-
ar...“ (Sögukaflar af sjálfum mér,
Rvík. 1959, bls. 335)
En viðmót bæjarbúa átti aldeil-
is eftir að breytast: „Svo fór að
lokum, að ég naut hér á Akureyri
meiri mannhylli yfirleitt en nokk-
urs staðar áður - eins og opinber-
lega sýndi sig á 80. afmæli mínu.
Og fyrir löngu síðan hefur nálega
allt bezta og helzta fólki hér og í
nálægum sveitum auðsýnt mér
svo mikla velvild og velgerðir, að
mig hefur stórum undrað, og mér
fundizt sem ég hafi ekki verð-
skuldað nema lítinn hluta þeirrar
blessunar." (bls. 341-342)
Lestrarkunnáttu ábótavant
Akureyri hefur verið kallaður
skólabær, en lítum á hvernig
Snorri Sigfússon leit á menntun
skólabarna er hann tók að sér
kennslu á Akureyri: „Á því furð-
aði mig, er eg kynntist skólabörn-
unum á Akureyri, hversu lestri
þeirra var ábótavant. Hafði eg
þar glöggan samanburð við börm
Ekki lét ég mér segjast við
það, þótt danskur sjóliði álasaði
mér fyrir það að nota íslenzk
glímubrögð í áflogum, heldur
sperrti ég bein fyrir manninn
öðru sinni með sama árangri.
Hann valt eftir moldargöt-
unni.“(bls. 63)
Mykjuhaugur sprengdur
Jóhannes Snorrason flugstjóri,
sonur Snorra Sigfússonar sem
áður er nefndur, segir frá ýmsum
skemmtilegum uppátækjum sem
hann tók upp á með félögum sín-
um á Akureyri: „Þegar nálgast
tók áramótin, fórum við strák-
arnir á brekkunni að undirbúa
gamlárskvöldið, sem skyldi verða
eftirminnilegt. Við keyptum mik-
ið af púðri, sem við settum í
blikkdunk, festum við hann
kveikjuþráð alllangan, og 'síðan
var dunkurinn margvafinn með
snærum og lím borið yfir hvern
vafning. Við stóðum að þessu
fjórir nágrannar á svipuðu reki,
Orlygur Sigurðsson, Steindór
Jónsson og Björgvin Júníusson.
Allstór mykjuhaugur var á tún-
inu andspænis húsi okkar, en það
tún tilheyrði Sólheimum, heimili
Steindórs. Frost hafði verið all-
lengi og haugurinn því harður
sem grjót. Við boruðum gat á
hauginn niðri við jörð og rennd-
um dunknum inni í hann miðjan
með priki, en gættum þess að fela
kveikjuþráðinn vel og verja
bleytu. Var ákveðið að sprengja
á miðnætti á gamlárskvöld, og
var mikill spenningur að sjá,
hvað yrði um hauginn.
Svo þegar líða tók á kvöldið
höfðum við ekki eirð í okkar
beinum, og um klukkan ellefu
bárum við eld að þræðinum. Við
hlupum allir í skjól og biðum
átekta. Það kvað við ógurlegur
dynkur og haugurinn hófst á loft,
kleprarnir flugu um nágrennið og
innihald haugsins, sem var ófros-
ið, málaði húsveggi og glugga.
Stór stykki flugu alla leið að
íþróttahúsi Menntaskólans og
skólasveinar hlupu út í glugga til
að sjá, hvað um væri að vera. Við
vorum í felum fyrst í stað, en
þegar við sáum að ekkert tjón
hafði hlotist af uppátækinu, kom-
um við roggnir á kreik, og Örlyg-
ur hafði orð á, að við ættum að fá
einkaleyfi á þessari aðferð við
mykjudreifingu á tún bænda!“
(Skrifað í skýin, AB, Rvík, 1981,
bls. 58-59)
„Punnur í kollinum“
Lítum næst á tvö brot úr spjalli
Erlings Davíðssonar við Nóa
bátasmið, sem birtist í bókinni
Aldnir hafa orðið I og kom út hjá
Skjaldborg 1972: „Rann mér
hálfpartinn í skap, þegar ég hafði
lagt saman tvo og tvo, bankaði
upp á hjá karli, sótti stúlkuna
mína, fóstri, engin hálfvelgja á
því. Mótmælum var ekki hreyft
og ekki mikið skrafað, það ég
man. Ég tók hana bara inn til
mín og skilaði henni svo á sama
skemmtistaðinn og ég fékk hana
næsta kvöld. Allt kontant, klapp-
Mynd: Hallgrímur Einarsson.
stæla vöðvana. Stefán Jónsson
skráði minningar kappans og
kom bókin út í Rvík. 1964. Lít-
um á sýnishorn, þar sem Jóhann-
es segir frá séra Matthíasi:
„Og Matthías lét ekki við það
sitja að kenna okkur almenn lífs-
sannindi með háleitri speki og
blása í okkur hetjumóð í staðinn
fyrir biblíusögustaglið, - heldur
lagði hann það á sig að kenna
okkur skylmingar.
Líklega hefur hann lært skylm-
ingar í Kaupmannahöfn. Þær
taldi hann göfuga íþrótt. Þeir
brugðu oft á leik Páll Árdal og
hann og skylmdust. Matthías var
samanrekinn maður og rammur
að afli, en nokkuð tekinn að
reskjast þá og orðinn þungur.
Páll var grannur maður og léttur
og skondraði eins og gimbill í
kringum séra Matthías, sem vatt
sér við af ótrúlegum snarleik.
Korðarnir glömpuðu, gólfið gekk
í bylgjum undir þeim og kennslu-
stofan dundi af eggjunarópum
okkar krakkanna.“(bls. 42)
„Aldrei veitti séra Matthías
okkur ákúrur fyrir áflog, nema
honum þættu þau daufleg. Hann
tók ekki heldur hart á vankunn-
áttu, en heimska þótti honum
leiðinleg.“(bls. 43)
Jóhannes var rétt um fermingu
þegar hann var farinn að berja á
dönskum sjóliðum: „Ég stökk á
móti honum, og áður en hann
hefði áttað sig á því hvað þessi
köttur hygðist fyrir, hafði ég
brugðið honum á hælkrók svo að
hann lá kylliflatur á götunni.
Strákarnir lustu upp miklu ópi,
en Daninn spratt snarlega á fætur
aftur og var svo reiður að hann
gaf sér ekki tíma til að dusta
moldina af landgöngubúningi
sínum, heldur greip til mín og
æpti um leið: Du spærrer Ben dit
Svin! - Þú bregður með fætinum,
svínið þitt.
Jóhannes Snorrason í flugtaksstöðu á Grunau 9, 1938. (Skrifað í skýin)
einna greinilegast hafa orðið var
við. En aldrei áttum við samræð-
ur um það um veturinn, að stefnt
væri í átt til úrbóta. Enginn sam-
eiginlegur fundur með kennurum
var haldinn og til einskis sam-
starfs stofnað, hvorki um þetta
né annað, og furðaði mig á því.
Hver hugsaði aðeins um sig og
paufaði í sínu horni.“ (Ferðin frá
Brekku, Iðunn, Rvík. 1969, bls.
261-262)
„Du spœrrer Ben dit Svin!“
Glímukappinn Jóhannes á Borg
fæddist árið 1883 á Barði, sem þá
var mitt á milli Oddeyrar og
Akureyrar, þó heldur nær Odd-
eyri. Hann ólst upp í Gamla-
Lundi og byrjaði snemma að
Horft norður Brekkugötu um 1930.
in á Flateyri í huga, er jafnan
komu læs í skólann við 10 ára
aldur. Hér voru fjölda mörg börn
10 og 11 ára, og sum eldri, sem
voru illa læs. Mun slíkt raunar
hafa lengi verið slæmur fylgifisk-
ur skólans, og komst eg síðar að
því. En slíkt ástand var að sjálf-
sögðu óhæft og tafði verulega fyr-
ir náminu. Var skólaskyldan þar
sem annars staðar bundin við 10
ára aldur og hafði jafnan verið.
Hins vegar tók skólinn við yngri
börnum gegn sérstöku gjaldi.
Voru það þá einkum börn hinna
efnaðri borgara, sem þess nutu,
en hinir efnaminni létu hitt
venjulega nægja, og komu því
mörg börn lítt eða ekki læs inn í
skólann um 10 ára aldur.
Oft heyrði ég kennara kvarta yfir
þessu ástandi, sem eg mun þó
22-DAGUR
Laugardagur 29. ágúst 1987