Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Page 21
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
Hin nýgiftu. Ekki er annað að sjá en Lisa Marie sé ánægð með lífið þessa dagana þó að eiginmaðurinn sé ekki
alveg sáttur við líkama hennar.
Hin nýgiftu Jackson-hjón:
lisa Marie var of
feit fyrir Michael
- og gekkst því undir lýtaaðgerð
Bruðkaup arsins, þeirra Lisu
Marie Presley, 26 ára, og poppstjörn-
unnar Michaels Jacksons, 36 ára, er
líklegast það mest umtalaða til þessa.
Nú eru farnar aö berast sögur af hin-
um nýgiftu og meðal þeirra eru lýta-
aðgerðir frú Jackson að undanförnu.
Michael var nefnilega ekki alveg
sáttur við kropp konu sinnar. Hún
var með of slöpp brjóst, enda tveggja
barna móðir, og lærin voru í þykk-
asta lagi. En það er svo sem ekkert
mál að laga slíka hluti ef fólk á pen-
inga og Michael Jackson á nóg af
þeim.
Sagt er að Lisa Marie hafi erft útlit
og vöxt íoður síns, Elvis Presleys, en
hann þurfti sífellt að hugsa um auka-
kílóin og flestir muna hvernig rokk-
stjarnan leit út síðustu æviárin.
Michael Jackson er hins vegar lítiö
fyrir aukakíló og sagði frúnni að hún
muni yngjast um mörg ár ef hún léti
fitusjúga sig svolítið. Þess vegna mun
Lisa Marie hafa heimsótt lýtasér-
fræðinginn Edward Terino í Los
Angeles til að fá loft í brjóstin og láta
fitusjúga lærin.
Lisa Marie var lögð inn á einka-
sjúkrahús í Agoura Hills stuttu eftir
ferðalag til Evrópu. Sagt er að hin
nýgifta hafi verið lögð inn á fölsku
nafni. Aðgerðin tók íjóra tíma og Lisa
Marie fékk lögreglufylgd út af
sjúkrahúsinu ef einhverjir skyldu
hafa komist á snoðir um dvöl hennar
þar. Það voru ekki minna en sex lög-
reglubílar sem mættu á svæðið.
Lisa Marie kom út vafm inn í gult
teppi í fylgd hjúkrunarkonu sem
hjálpaði henni inn í hvítan Mercedes
Benz. Segja sögur að Michael sé ekki
enn ánægður. Hann vill að kona sín
gangi undir fleiri lýtaaðgerðir.
Fékk ekki að
ættleiða börnin
Öll heimsbyggðin fylgdist með ferö
þeirra Michaels og Lisu Marie til
Evrópu og sérstaklega vakti athygli
þegar þau dvöldu í Ungverjalandi.
Það var einmitt þar sem Michael
vann að nýju tónlistarmyndbandi.
Lisa Marie geislaði af gleði og ham-
ingju í ferðinni. Ef hún er ekki ást-
fangin af honum er hún góð leikkona
var sagt.
Meðan Lisa Marie var gift rokkar-
anum Danny Keough sást hún nær
aldrei brosa. Það var því enginn
hissa þegar þau skildu. Þau áttu tvö
börn saman, Danielle, 5 ára, og
Benjamín, 2ja ára. Þegar Danny fékk
tilboð upp á sjötíu milljónir frá
Michael Jackson, ef hann fengi að
ættleiða börnin, harðneitaði hann.
Hann sagði jafnframt að Michael
muni aldrei fá að ráða yfir börnum
sínum og móöir Lisu Marie, Priscilla
Presley, studdi hann í því.
Lisa Marie hefur alla tíð átt þann
draum að verða söngkona. Þann 8.
október mun draumur hennar að
einhverju leyti rætast en þá ætlar
hún aö troða upp í Memphis ásamt
eiginmanninum en þá verða hcddnir
miklir tónleikar í minningu Elvis
Presley í heimabæ hans. Margar
fleiri stjörnur munu troða þarna upp
því Elton John mun að öllum líkind-
um láta sjá sig, einnig Lyle Lovett,
Bon Jovi og Willie Nelson
m
ðinn'
i VtA
.X
eln^ega^1"'
ei>
■a0°b
Xa 4 W1
-Ainn'ver':,c*la°S
..leikár°ö' claáy,nS . nefna
ÓPf. '
sív,níkatón"
kla^1'
' ' í
lífií "
. verða1
Opnun“>^r
1 ft. -Asson ve
verða Ga^'1 kunni
porste /, rneó ó í. gfður P ofrtein3
Hlj^sveHandhata
Rico
fá
SINFONIUHLJOMSVEITISLANDS
B I ó m s t r a n d i h I j ó m s v e i t
Háskólabíói v/Hagatorg, sími 622255
Marie og Michaels Jacksons.
«- "
iim wu
Kennum suðurameríska, /
standard-, barna-
og gömlu dansana.
Einkatímar í bobi.
Systkina-, fjölskyldu-
og staðgreiðsluafsláttur.
Innritun og upplýsingar 1. -10. september
kl. 10-22 í síma 64 1111.
Opiö hús öll laugardagskvöld. .
Kennarar og aðstoðarfólk í vetur:
Sigurður, Óli Geir, Sólveig,
Þröstur, Hildur Ýr,
Edgar og Petrea,
auk erlendra gestakennara.
DANSSKÓLI ,
SIGURÐAR HAKONARSONAR
AUÐBREKKU 17, KÓPAVOGI