Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Qupperneq 31
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
39
„Svefntruflanir eru næsta algengar, erfidir draumar og martraðir, órólegur svefn og árvaka. Svefninn veitir
ekki þá hvíld sem sóst er eftir.
Alkóhólisti í
vanda staddur
„Ekki veit ég hvað er að mér,“
sagði maður nokkur við Nökkva
lækni og brosti vonleysislega. „Ég
fór í áfengismeðferð fyrir sex mán-
uðum og tók allan pakkann. Nú er
ég búinn að vera edrú síðan og fer
reglulega á AA-fundi en einhvem
veginn finnst mér ég ennþá vera
hálfruglaöur." Þeir stóðu saman
með fullar körfur í langri röð viö
kassa í Hagkaupi. „Ég er alltaf í
vitlausri röö,“ sagði maðurinn
skyndilega reiðilegri röddu.
„Sjáðu, Nökkvi, allar hinar raðirn-
ar ganga mun hraðar en þessi.
Þetta er alveg ægilegt." Maöurinn
var skyndilega orðinn ofsareiöur.
Hann hélt langa ræðu um raða-
menningu íslendinga og æsti sig
upp út af verðlaginu og yfirgangi
Norðmanna í Smugunni. „Svo er
maður látinn standa endalaust í
röð,“ sagði hann og byrsti sig á
nærstadda. Allt í einu varð spenna
stundarinnar manninum ofviða og
hann fór að gráta. „Ég er líka svo
djöfull viðkvæmur," sagði hann og
snökti. Hann kom að kassanum og
tók upp úr körfunni. Þá uppgötvaði
maðurinn að hann haföi gleymt
bæði ávöxtum, kryddi og nokkrum
kexpökkum. Hann rauk til og hljóp
af stað til að ná í þessar vörur.
Þegar hann kom aftur spurði stúlk-
an hann hversu marga poka hann
vildi að fá. Þeirri spurningu gat
hann ekki svarað umbúðalaust.
Fyrst sagði hann einn poka, síðan
tvo, en klykkti út með því að segja
engan. Hann borgaöi fyrir vörurn-
ar í miklu fáti og raðaöi þeim í
pappakassa en þá tókst svo illa til
aö hann missti eggjapakka í gólf-
ið.
Aftur missti hann stjórn á skapi
sínu, varö ofsareiður og sparkaði
eggjunum til hliðar, bölvaði ógur-
lega og æddi á dyr. Hann kom að
vörmu spori skömmustulegur á
svip til að ná í kassann sem hann
hafði gleymt í æsingnum. „Hvað
getur eiginlega verið að mér,“ sagði
maðurinn þegar þeir voru sestir
inn á kaffihús skömmu síðar.
Síðbúin fráhvörf
Nökkvi svaraði að bragði: „Þú ert
enn í síðbúnu fráhvarfi eða síð-
hvörfum eftir áfengisneyslu. Heii-
inn skaðast eitthvað þegar mikið
er drukkið og heilafrumurnar eru
nokkurn tíma að jafna sig og ná
aftur fyrri starfsgetu. Menn héldu
einu sinni að alkóhólistar væru
fljótir að jafna sig þegar verstu
timburmennirnir hefðu lagt hamra
Á læknavaktLniú
sína og tól til hhðar en svo er ekki.
Heilinn er nokkra mánuði að ná
sér. Einkennin má rekja til brengl-
unar á hugsun og minni sem lýsir
sér í einbeitingarörðugleikum og
óeðlilegri gleymsku. Menn eiga erf-
itt með að leysa einföldustu vanda-
mál og margir kvarta undan mikl-
um geðsveiflum. Pirringurinn og
gráturinn í röðinni áðan eiga sér
þannig skýringu í þessu ástandi.
Sumir fmna fyrir tilfmningalegri
deyfð og flatneskju. Erfiðleikar í
sambandi við skammtímaminni
eru býsna algengir. Þú uppgötvaðir
skyndilega að vörur vantaði í inn-
kaupakörfuna sem rekja má til
þessa."
Maðurinn hafði hlustað af at-
hygh. „Þetta er þá skýringin.
Stundum hef ég tahð að ég væri að
fá Alsheimer eða missa vitið. Ég á
erfitt með að muna einfóldustu
hluti.“ „Já,“ sagði Nökkvi. „Það
stafar bæði af eituráhrifum áfengis
á minnið og lélegri einbeitingu."
Hann hélt áfram: „Svefntruflanir
eru næsta algengar, erfiðir draum-
ar og martraðir, órólegur svefn og
árvaka. Svefninn veitir ekki þá
hvíld sem sóst er eftir. Auk þess
finna margir fyrir klaufaskap. Þeir
eiga erfitt með að samhæfa hreyf-
ingar útlima svo að vel sé, detta,
missa hluti, brjóta. Mér varö hugs-
að til þessa þegar þú misstir eggja-
pakkann og fylltist sfðan ofsareiði
og vanmætti. En alvarlegast er þó
lítið streituþol. Þegar streitan eykst
versna þessi einkenni til mikilla
muna. Menn missa oft öll tök á
hugsuninni, gleyma einfóldustu
hlutum, sveiflast öfganna á milli,
gráta eða hlæja og lenda í alls kon-
arsmáóhöppum."
Meöferð
Það var greinilegt að manninum
hafði létt mjög við þessa ræðu.
Hann hafði fengið viðhhtandi skýr-
ingu á einkennum sem valdið
höföu miklum áhyggjum. „En hvað
á ég að gera,“ sagði hann. „Aðal-
máhö er að þú haldir áfram að vera
edrú,“ sagði Nökkvi, „og farir á
AA-fundi og lærir aö nýta þér þá.
Auk þess skiptir miklu að þú gætir
vel að mataræði og sjáir th þess að
borða reglulega hollan og næring-
arríkan mat. Auk þess þarftu að
minnka kaffidrykkju og hætta að
reykja vegna þess að nikótín og
koffeín auka streitu og gera ein-
kennin mun verri. Þú hefur gott
af því aö stunda einhveija líkams-
rækt, hlaupa, synda, ganga eða
hjóla reglulega og minnka þannig
spennuna sem hleðst upp í líkam-
anum. En mestu skiptir að þú lær-
ir að fást við streitu; skipuleggir
þig vel, færist ekki of mikiö í fang
og sért með einhveija örygggis-
ventla í kringum þig eins og fólk
sem þú getur leitað til á öllum tím-
um sólarhrings." Maðurinn horfði
með aðdáun á lækninn. „Ég er þá
ekki að verða geðveikur?" sagði
hann brosandi og hellti kaffi í boll-
ann sinn. Höndin var örugg og
.stöðug eins og hjá heilaskurð-
lækni. „Nei,“ sagði Nökkvi. „Þetta
líður hjá eins og annað. Þú verður
vita um þessi einkenni og læra að
lifa meö þeim og ráða þannig við
þau.“
ÓSKAST TIL LEIGU!
ÓSKUM EFTIR HÚSNÆÐI TIL LEIGU
Á JAÐARSVÆÐI R EYKJ AVÍ KU R(H ELST SÉRBÝLI
Á MOSFELLSSVÆÐI). HÚSNÆÐIÐ MÁ PARFNAST LAGFÆRINGA.
Er BYGGINGAMEISTARI að mennt og HEF STARFAÐ erlendis sl. tvö ár.
VlNSAMLEGAST HAFIÐ SAMBAND VIÐ AUGLÝSINGAÞJÓNUSTU DV. MERKT H*775.
KARATE
fyrir alla
Við bjóðum ÓKEYPIS NAMSKEIÐ
í 3 mánuði fyrir byrjendur.
Innritun daglega á staðnum
kl. 19.30-21.30.
Þjálfari: Sensei REYNIR Z. SANTOS 5 DAN.
Karatedeild Ármanns, Sigtúni 10
Barnadansar - freestyle
„Heyrðu“ U) p
Dansskólinn er fluttur að Hamraborg 1, 3. hæð. B
.44 Kennum einnig í Hjallaskóla. < æ
O Sh Barnadansar og leikir, 3
1 ,,freestyle“, s»
• i-H Ö samkvæmis- og gömlu dansar, 3 CO
Sh tjútt og rokk, p t-á
KO 0 salsa og suðrænir. 1 CfQ
1 Innritun stendur O: 3
oj CÆ yfir í síma 642535. ^ U d
'cö Fyrsti kennsludagur _ ] P- P
er 13. sept. Dagný Björk 3 œ
(g) Vy dunskennari P
barnadansar - freestyle - tjútt - rokk
Almennir flokkar - Frístundanám
Bóklegar greinar:
íslenska, stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð.
íslcnska fyrir útlendinga I, II. III, IV (í 1. stigerraðaðeftir þjóðerni nemenda).
íslensk málnotkun og huglök: Námskeið fyrir nýbúa á framhaldsskólaaldri
sem þurfa að ná betri tökum á inálinu.
Erlend tungumál:
(byrjenda- og framhaldsnámskeið)
Danska, norska, sænska.
Enska, þýska, franska, ítalska, ítalskar bókmcnntir, spænska, spænskar bók-
mcnntir. gríska, portúgalska, latína.
Búlgarska, gríska, pólska, tékkneska, rússneska.
Japanska, hebreska, arabíska. íranska.
Verklegar greinar:
Fatasaumur, bútasaumur, batik, myndvefnaður, skrautskrifl, postulinsmálun.
bókband, skokk, handritsgerð, llugdrekagerð, stjörnuspeki, ieikræn tjáning,
spuni.
Myndlistarnámskeið:
(byrjenda- og framhaldsnámskeið)
Teikning, málun, inódelleikning, Teikning og litameðfcrð fyrir 13-16 ára.
Umhvcrfisteikning.
Aðstoð við skólafólk:
Stærðfræði á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. Nemendur mæla með eigið
námsefni og fá aðstoð eftir þörfum. Fámennir hópar.
Stafsetning og málfræði. ítarleg yfirferð.
íslenska fyrir nýbúa á framhaldsskólaaldri. íslensk málnotkun og hugtök.
Námskeið fyrir börn:
Danska, norska, sænska, þýska.
Fyrir börn, 6-10 ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra sem kunna eilthvað fyrir
í málunum.
Ný námskeið:
Handritagerð: Kveikjan að kvikmynd. Fjallað er um það sem hafa ber i huga við
gcrð kvikmyndahandrita. Brot úr kvikmyndum skoðuð til skýringa.
Flugdrckagerð: Leiðbeint um gerð stýridreka og beitingu þeirra.
Stjörnuspeki: Leiðbeint um gerð stjörnukorta og túlkun þeirra.
Leikræn tjáning - spuni: Spunatækni sem byggist á leikjum, æfingum og dýpri
spunavinnu. Nemendur setja upp eigin sýningu í lok námskeiðsins.
Þýska fyrir börn 6-14 ára: Kennsla sem áður fór fram í Hlíðaskóla verður nú
á vegum Námsflokka Reykjavíkur.
í almennum flokkum er kennt einu sinni til tvisvar í viku, ýmist tvær, þrjár
eða fjórar kennslustundir í senn. Námskeiðin standa yfir í 4-11 vikur.
Kennslugjald fer eftir stundaljölda og er haldið í lágmarki. Það skai greiðast
við innritun. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Gerðubcrgi.
Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1, dagana 14. og 15. septemb-
er klukkan 17.00-20.00.
Kennsla hefst 26. september.