Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1994, Side 37
LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 1994
45
Aróður gegn reykingum mikill í Bandaríkjunum:
Er sígarettan að deyja?
- tóbaksfyrirtækin leita til austurs með afurðir sínar
Klemens Amaison, DV, Phoenix, Aiizona;
{ 400 ár hefur tóbak verið horn-
steinn í bandarísku hagkerfi.
Margar kynslóðir hafa haft viður-
væri sitt af ræktun tóbaks og marg-
ar milljónir manna hafa byrjað
daginn á því að njóta þessarar af-
urðar. En nú eru breyttir tímar.
Tóbaksiðnaðurinn stendur núna
andspænis stærstu þrengingum
sem hann hefur oröið fyrir síðan
1964 þegar landlæknir tiíkynnti að
sígarettur væru hættulegar heilsu
manna. Á undanfórnum mánuðum
hefur staðið yfir stanslaus áróðurs-
herferð á hendur framleiðendum
tóbaks. Segja má að herferðin hafi
náð hámarki þegar sjónvarpsþátt-
ur ABC, Day One, birti frétt mn að
tóbaksframleiðendur bættu nikót-
íni í sígarettur til þess að auka lík-
ur á því að fólki yrði háð þeim og
hætti því síður að reykja. Tóbaks-
framleiðendumir Philip Morris,
sem meðal annars framleiða Marl-
boro og Benson & Hedges, kölluðu
strax til fréttamannafundar þar
sem þeir tilkynntu 10 billjón doll-
ara meiðyrðamál á hendur ABC
fyrir að fara rangt með staðreynd-
ir. Nú nýlega hafa tvö fylki, Miss-
issipi og Florida, farið í mál við
tóbaksiðnaöinn í heild sinni til að
fá endurgreiddan þann kostnað
sem þau þurftu að borga til að
sinna sjúklingum sem urðu veikir
af völdum tóbaks. Ef fylkin vinna
gæti það þýtt endalok tóbaksiðnað-
arins eins og við þekkjum hann í
dag.
Nikótín
David Kessler, yfirmaður Mat-
væla- og lyfjaeftirhts Bandaríkj-
anna (FDA), er lykilmaðurinn í
þeirri herferð sem nú stendur yfir.
Hann hefur lýst því yfir opinber-
lega að ef þingið veiti honum ekki
leyfi til þess að koma reglum yfir
tóbaksiðnaðinn á svipaöan hátt og
sölu lyfja muni hann banna sölu á
sígarettum. Hann hefur farið fram
á að framleiðendur geri grein fyrir
öllum þeim 700 mismunandi efnum
sem í sígarettum eru. Þar af hafa
fimm tegundir efna veriö taldar
skaölegar heilsu manna. Það sem
hann leggur sérstaklega áherslu á
er að upplýsa fólk um skaðsemi
nikótíns. Um miðjan sjötta áratug-
inn fóru tóbaksframleiðendur að
framleiða sígarettur með minni
tjöru og auglýstu þær upp sem mun
héilsusamlegri afurð. Ástæðan er
sú að tóbaksiðnaðurinn eyöir millj-
ónum dollara árlega í markaðs-
rannsóknir og þar vita menn að
fólk reykir frekar sígarettur með
lítilli tjöru því að almenningur tel-
ur þær hættuminni. Gallup skoð-
anakönnun frá síðasta ári rennir
enn styrkari stoðum undir þessa
kenningu því 48,6% aðspurðra
héldu því sama fram. Þessar yfir-
lýsingar tóbaksframleiöenda eru
ein mesta blekking sem sögur fara
af og einn stærsti áhrifavaldur í
ónauðsynlegum dauða milljóna
manna. Máhð er nefnilega það að
nikótín er ekki síöri skaðvaldur.
Þetta vissu vísindamenn hjá Phihp
Morris árið 1983 þegar rannsóknir
þeirra staðfestu að rottur, sem
fengu nikótín, urðu háðar því. Vís-
indatímarit komst á sínum tima
yfir þessar rannsóknir og ætlaði
að birta þær en fyrirtækið kom í
veg fyrir það.
Tóbaksiðnaðurinn
og blekkingar
Tóbaksiðnaðurinn hefur í gegn-
um tíðina notað margar miður
heiðarlegar aðferðir til þess að
varðveita og ná í nýja viöskipta-
vini. Það eru t.d. 16 mismunandi
tegundir af Marlboro seldar og 17
veggspjöldum sem prýða umhverf-.
ið á ótrúlega mörgum stöðum. Á
undanförnum árum hafa tópaks-
fyrirtækin verið staöin að því að
borga kvikmyndaframleiðendum
til þess að láta söguhetjur kvik-
myndanna reykja ákveðnar sígar-
ettutegundir. Þessum óbeinu aug-
lýsingum er beint sérstaklega að
unglingum og eru gerðar til þess
að ýta undir þá ímynd aö reykingar
séu „töfT'. Rannsóknir sýna að 3000
unghngar byrja að reykja á degi
hverjum eða rúmlega 1 mihjón á
ári hverju. Fyrir tóbaksiðnaðinn
eru þessir unglingar lífsnauösyn-
leg endurnýun á viðskiptavinum.
Hver árgangur af nýjum þjóðfé-
lagsþegnum fer ört stækkandi og
ef tóbaksiðnaðurinn nær að halda
svipaöri prósentutölu og í dag ætti
sígarettunotkun að aukast.
Útflutningur tóbaks
Á meðan fólk á Vesturlöndum
gerir sér enn betur grein fyrir því
hversu tóbak sé skaðlegt eru
bandarísk stjórnvöld að hjálpa tób-
aksframleiðendum að komast yfir
markaði erlendis og þá sérstaklega
í Asíu. Dan Quayle, fyrrum vara-
forseti Bandaríkjanna, sagði í ræðu
árið 1990 að auka ætti útflutning á
tóbaki sökum minnkandi sölu á
heimamarkaði. Nú nýlega, þegar
endumýja átti aðild Kína að hópi
þeirra landa sem njóta bestu við-
skiptakjara við Bandaríkin, voru
mannréttindamál ofarlega á baugi.
Háværar raddir voru uppi um aö
bandarísk stjórnvöld ættu að setja
kínverskum stjórnvöldum stóhnn
fyrir dyrnar þar til að þau bættu
ráð sitt í mannréttindamálum. Það
var ekki gert heldur var farið fram
á aðgang tóbaksframleiðenda að
einum stærsta sígarettumarkaði í
heiminum. Kínverjar létu undan
að lokum og nú eru bandarískar
sígarettur komnar inn á velflesta
markaði í Asíu. Aðalmarkhópur-
inn í Asíu eru unghngar og kemur
þaö ekki mikið á óvart. Fijálslegri
reglur eru í velflestum þessara
landa í sambandi við auglýsingar
og notfæra tóbaksframleiðendur
sér það til hins ýtrasta. Aðalplötu-
búðin í Kuala Lumpur, Malasíu, er
Salem Power Center og velflest di-
skótekin eru í eign tóbaksfyrir-
tækja. Poppstjörnur eins og Phil
Colhns, Madonna og Paula Abdul
hafa tekið þátt í stórtónleikum sem
styrktir eru af tóbaksframleiðend-
um. Þegar inn var komiö var sígar-
ettum dreift ókeypis til þeirra sem
vildu. Til aö bæta upp minnkandi
sölu á heimamarkaði hefur Philip
Morris aukiö alþjóðlega sölu um
næstum helming. Árið 1989 var
salan 8,7 mhljarðar dohara en 1993
er salan 15,7 mihjarðar. Nýir mark-
aðir hafa opnast í Rússlandi, Tékk-
landi, Litháen, svo að eitthvað sé
nefnt. Það eru því bjartir tímar
framundan á alþjóðamarkaði þótt
yfirhtið sé frekar dimmt á heima-
markaði.
Árið 1989 bað alþjóðlega heh-
brigðisstofnunin sérfræðinga um
að reikna út hversu margir mundu
deyja í heiminum ef reykinga-
mynstur héldist eins og það er í
dag.
„Af þeim mihjörðum barna sem
nú eru lifandi í heiminum munu
800 mhljónir reykja. Um 25% af
þeim sem reykja deyja af völdum
tóbaks og erum við því aö tala um
200 mihjónir manna,“ sagði dr. Ric-
hard Pele, talsmaður sérfræðing-
anna. Þegar hlutirnir eru skoðaöir
frá þessum sjónarhóh er það held-
ur kaldhæðnislegt að bandarísk
stjórnvöld séu aö beijast við tób-
aksiðnaðinn heima fyrir en hjálpi
honum svo á erlendri grundu.
Heimildir. U.S. News & World
Report. 18/04/1994. New Statesman &
Society 29/05/92.
Washington Monthly 01/09/93
Því miður eru alltof margir unglingar sem byrja að reykja. Fyrir tóbaksiðnaðinn eru þessir unglingar lífs-
nauðsynleg endurnýun á viðskiptavinum.
$pf ð M
LCONOMIC DAtLY
«-8sœ m
atærsti hluti auglýsinga tóbaksfyrirtækja eru i prentmiðlum, íþróttakost-
in, eins og t.d. kappakstur, er einnig stór liður og ekki má gleyma vegg-
•pjöldum sem prýða umhverfið á ótrúlega mörgum stöðum.
af Merits. Þetta veldur því að reyk-
ingamenn, sem ekki fylgjast nógu
vel með, eru að reykja mismunandi
tegundir þótt þær séu undir sama
merki. Virginia Shm 100 Mentol
Slim Light sígarettur eru með 8
mg af tjöru og 0,6 mg af nikótíni.
Virginia Shm 120 Mentol Shm
Light eru aftur á móti með 13 mg
af tjöru og 1,1 mg af nikótíni.
Ástæðuna segir framleiðandinn
vera þá að Virginia Slim 120 er
lengri og því með meira af efnum.
En ef máhð er skoðað betur kemur
í ljós að þótt þú fáir 20% stærri síg-
arettu er hún með 70% meira af
tjöru og nikótíni. Tóbaksiönaður-
inn hefur notað svipaðar leiðir þeg-
ar hann auglýsir harða sígarettu-
pakka grimmt en dreifir síðan mest
af mjúkum sígarettupökkum. Þeg-
ar viðskiptavinurinn kemur inn og
biður um haröan pakka segir af-
greiðslumaðurinn að þeir séu bún-
ir en mjúkir pakkar séu th. Munur-
inn er sá að þótt sígarettumar í
mjúku pökkunum séu 5% lengri
er tjöru- og nikótínmagn þeirra
100% meira en í hörðu pökkunum.
Þetta er allt gert til að gera sígarett-
ur enn meira ávanabindandi.
Reykingar í dag
Á síðustu áratugum hefur reyk-
ingamönnum farið fækkandi hér
vestanhafs. Árið 1964 er tahð að
40% bandarísku þjóðarinnar hafi
reykt en sambærhegar tölur í dag
eru 25%. Ef glögglega er rýnt í þess-
ar tölur kemur í ljós að þær segja
ekki ahan sannleikann. Á þessum
Bandaríkjamenn berjast af hörku
gegn reykingum meðan tóbaksfyr-
irtækin beina spjótum sínum að
Asíu og Austur-Evrópu.
28 árum hefur þjóðinni flölgað tölu-
vert en sala á sígarettum dregist
saman um örfá prósent.
Ein af ástæðum fyrir því að tób-
aksiðnaðurinn stendur enn á föst-
um grunni eru auglýsingar þótt
bannað sé að auglýsa í kostnaðar-
sömustu fjölmiðlunum, útvarpi og
sjónvarpi, eyðir tóbaksiðnaðurinn
tæplega 4 mhljörðum dohara ár-
lega í auglýsingar. Til að varpa
örlítið betra ljósi á þessa staðreynd
má geta þess að hehdarinnkoma
stærsta sígarettuframleiðandans,
Philhp Morris, áriö 1993 var 9,3
mhljarðar dohara. Það er því aug-
ljóst að stór hluti árlegrar veltu fer
í auglýsingar. Stærsti hluti auglýs-
inganna er í prentmiölum, íþrótta-
kostun, eins og t.d. kappakstur, er
einnig stór hður og ekki má gleyma