Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Síða 15
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 15 ; 5 f J V JÍ$m 'Æ' '*s \ Fjölmenm í sólarferð Hver sá sem rekur heimili eða fyrirtæki þarf að velta hverri krónu fyrir sér. Öll útgjöld verður að skoða og miðast að sjálfsögðu við þær tekjur sem úr er að moða. Þetta þekkir allur almenningur. Almenningur sem undanfarin ár hefur orðið að herða sultarólina vegna kreppu í samfélaginu. Fólk hefur tekið á sig kaupmáttarskerð- ingu í þeirri von að atvinnulífið rétti úr kútnum. Betra er að hafa vinnu á heldur lægri launum en alls enga vinnu. Þetta skilur venjulegt fólk en ef- ast verður um að vel settir kerfis- karlar hafl skilning á þessu. Það kom glögglegaí ljós þegar lesin var frétt sem Morgunbíaðið birti í vik- unni um ársfund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem haldinn var í Madrid frá miðviku- degi til föstudags í þessari viku. í fréttinni sagði að þrettán íslend- ingar hefðu farið til fundarins. En ekki nóg með það. Ásamt mökum, sem teknir voru með í ferðina, og íslendingum sem starfa fyrir er- lendar stofnanir eru nær 30 íslend- ingar staddir á Spáni þessa dagana vegna ársfundarins. Haustfundur í sólar- landi Þessir landar okkar dvelja á Spáni í íjóra til átta daga. Dvergríki eins og ísland, eða réttara sagt ör- ríki, sendir her manns með mökum á haustfund á Spáni. í þessum hópi eru ráðherrar, bankastjórar, að- stoðarbankastjórar, skrifstofu- stjórar ráðuneyta, forstjóri Lána- sýslu ríkisins og forstöðumaður alþjóðadeildar Seðlabankans. Hvað allur þessi hópur hefur til Spánar að gera má guð vita en ekki ég. Allur ferðakostnaður er greiddur af stofnunum þeim sem ofan- greindir menn stárfa hjá, að und- anskildum ferðakostnaði ráðherra og tveggja embættismanna sem sitja í ráðum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sá kostnaður fæst endurgreiddur. Ferðafélagarnir íslensku eru að auki með dagpeninga en þeir nema rúmlega 15 þúsund krónum á dag. Ekki er að efa að eiginkonur þess karlaskara sem héðan hélt á árs- fundinn eiga góða haustdaga á Spáni. Vænt væri þó að vita hver borgar undir þær. Er ekki líklegt að við skattborgarar gerum það með einum eða öðrum hætti? Allir eru þessir menn á vegum ríkis eða opinberra stofnana nema banka- stjóri íslandsbanka og frú. Ráð- herrafrúrnar eru að auki með hálfa dagpeninga meðan á sólarferð þessari stendur. Bruðlað með mína peninga og þína Eflaust þarf ísland að sinna skyldum sínum gagnvart þessum stofnunum. Tveir hraustir menn gætu hins vegar án efa uppfyllt þær skyldur. Hvaða þörf er fyrir tvo ráðherra, þrjá seðlabankamenn og þrjá landsbankamenn, svo dæmi séu tekin? Þaö kom fram í frétt í DV í fyrradag að Spánarfór fyrir- manna þessara kostaði hátt í fjórar milljónir króna. Eflaust yppta Spánarfarar öxlum og spyija: Hvað eru flórar milljónir á milli vina? Hvað er það af öllum útgjöldum hins opinbera? En þessi Spánarferð opinberar einmitt bruðhð með peninga almennings, peningana mína og þína. Ferðin sýnir þá gjá sem er mihi almenn- ings og þeirra sem sitja við kjöt- katlana. Sólarferðin varpar ljósi á bhndu kerfiskarlanna. Þeir halda að þeir komist upp með hvað sem er. Þeir skammta sér sjálfir og senda reikninginn til mín og þín. Þreföld laun og dagpeningar Siðferði háttsettra embættis- manna hefur verið ofarlega á baugi að undanfömu. Þar hefur borið hæst mál félagsmálaráðherra en ýmsir fleiri hafa þó komið við sögu. Fjölmiðlamenn hafa verið sakaðir um að ganga hart fram í umflöllun sinni um þau mál. Samt er það svo að eftir þvi sem betur er skoðað því meira grugg kemur í ljós. Nú í vik- unni bættist enn eitt málið við sem segja má að gangi alveg fram af mönnum. Það er mál Guðjóns Magnússonar, skrifstofustjóra heilbrigðisráðuneytisins. Launa- og dagpeningagreiðslur til skrifstofustjórans námu á árinu 1991 á áttundu mihjón króna. Mað- urinn var sem sagt með þreföld laun og með dagpeninga að auki. í DV í fyrradag kom fram að Guðjón þáði þetta ár, meðan hann var í Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjóri launuðu námsleyfl í ráðuneytinu, fuh laun fyrir kennslu við Norræna heilsuháskólann í Gautaborg. Þá fékk hann á sama tíma dagpeninga frá ráðuneytinu í samtals 145 daga. Skrifstofustjórinn fékk einnig sér- staka staðaruppbót frá sænska há- skólanum þar sem hann gegndi prófessorsstöðu tímabundið. Til viðbótar fékk hann hka laun frá Háskóla íslands þar sem hann var dósent í læknadeild - en í leyfi. „Ekki óeðlilegt" Það er greinilega ekki svo djöful- legt að komast á ríkisjötuna. Ein- hverjum gæti dottið í hug að halda því fram að einn maður gæti ekki sinnt öllu þessu á sama tíma, slíkt væri ofurmannlegt. Guðjón er hins vegar hvergi banginn. Hann segir í viðtali við DV að þetta hafl ekki verið óeðhlegt. „Það var ekki ráð- inn neinn afleysari fyrir mig þenn- an tíma, ráðuneytið var raunveru- lega ekki að borga neinn meiri launakostnað en það hafði haft. Ég tel mig hvorki hafa hlunnfarið heh- brigðisráðuneytið né Norræna heilsuháskólann.“ Guðjón segir að vísu í Morgunblaðsfrétt í gær að þetta væri hægt að gera í stuttan tíma en ekki til lengdar því þetta væri mikið álag. í sömu frétt vísar Guðjón til þess að þetta fyrirkomulag hafi verið í fullu samráði við þáverandi heil- brigðisráðherra, Guðmund Bjarna- son, og ráðherra og Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri hafi talið þetta betri lausn en aö hann tæki sér alveg leyfi frá störfum þann tíma sem hann væri í námsleyfi. Að- spurður segist Guðmundur Bjarnason í DV í gær ekki muna eftir sérstökum greiðslum til Guð- jóns nema einhverju uppgjöri við hann þegar hann gerðist skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu. Sú hugsun hvarflar því að manni að ráðherra hafl skrifað undir sam- komulag Guðjóns við ráðuneytis- stjóra sinn án þess aö gera sér grein fyrir hvað í því fólst. Ráðuneytis- stjórinn vildi lítið um máliö ræða þegar DV hafði samband við hann fyrir blaðið í gær. Ráðstöfunarfé ráðherra Fleira hefur komið upp á yfir- borðið í vikunni sem er að líða. Menn hafa aðeins verið að glugga í það hvernig einstakir ráðherrar nota ráðstöfunarfé það sem þeir hafa samkvæmt flárlögum. Um það má deila hvort eölilegt sé að ráð- herra hafi slíka heimild þar sem hann getur styrkt nánast hvað sem honum dettur í hug. Við yfirlit á styrkjum ráðherranna má segja að flest hafi eðlileg tengsl viö viökom- andi ráðuneyti. Sumt orkar þó tví- mælis. Þannig styrkir umhverfis- ráðherra íslenskan fanga í Kól- umbíu, utanríkisráðherra styrkir Karlakór Reykjavíkur sem bauð kvennakór á Listahátíð og frægur er orðinn styrkur sama ráðherra til ræktunar blágrænna þörunga á íslandi. Meðan Guðmundur Árni var heilbrigðisráðherra styrkti hann Kammersveit Hafnarflarðar og Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra styrkti Sunnukórinn á ísafirði. Halldór Blöndal sam- gönguráðherra styrkti og Félags- málastofnun Akureyrar. Ekki heyrir þetta nú beint undir við- komandi ráðuneyti. Sér nokkur tengingu við kjördæmi ráðherr- anna? Þá er ekki beinlínis hægt að sjá að það sé þjóðhagslega mikilvægt að styrkja ónefndan aðila til kaupa á farsíma. Get ég farið til ráðherra og fengið slíkan styrk? Toppurinn á ís- jakanum? Atburðarás undanfarinna vikna hefur um margt verið sérstök. Fleiri og fleiri mál koma í dagsljós- ið sem vitna um siðblindu og dóm- greindarskort háttsettra manna. Um leið og flölmiðlar hafa greint frá þessu hefur pressan aukist á þá. Blaða- og fréttamenn eru sakað- ir um ofsóknir og herferð gegn ein- stökum aðilum. Svo er ekki. Blaða- menn eru ekki þátttakendur í sam- særi gegn þessum mönnum. Dæm- in sýna það hins vegar að full þörf er á að skoða meira og betur. Það sem sést hefur er ef til vill aðeins toppurinn á ísjakanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.