Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Síða 22
22
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994
Sérstæð sakamál
Fórnardýrin
Skrímslið frá Flórens
Klukkan var þrjú um nótt þegar
bariö var að dyrum hjá dönsku
konunni Winnie Kristensen Ront-
ini og hinum ítalska manni henn-
ar, Renzo, en þau bjuggu viö Via
Carducci í Vicchio sem er lítill bær
í íjöllunum fyrir ofan Flórens á ít-
alíu.
Fyrir utan stóðu tveir ungir
menn, vinir dóttur þeirra, Piu sem
var átján ára, en hennar og unn-
usta hennar, Claudio sem var tutt-
ugu og eins árs, hafði þá verið
saknað.
Annar ungu mannanna sagði:
„Við fundum þau. Þau eru bæði
látin.“
Þau höfðu verið myrt og þar með
höfðu tvö fómardýr bæst á hsta
hins ógnvænlega fjöldamorðingja,
sem gekk undir nafninu Skrímslið
frá Flórens, manns sem var þá fyrir
löngu oröinn alræmdur ógnvaldur.
Fóru að skoða hús
Þann 29. júlí 1984 fóru þau Pia og
Claudio, sem hugðu á hjónaband
innan tíðar, að skoða hús skammt
fyrir utan Vicchio. Þau, eins og svo
margir aðrir, höfðu verið vöruð við
Skrímslinu, sem lögreglan taldi þá
víst að hefði framið tólf morð frá
árinu 1968. í hvert sinn hafði hann
myrt konu og mann, með einni
undantekningu þó, en þá hélt hann
að síðhærður ungur maður væri
kona.
Pia og Claudio höfðu ekki ætlað
sér að vera lengi í skoðunarferð-
inni. En það dróst að þau kæmu
heim og var þá hafin leit. Lík þeirra
fundust í og við bíl þeirra og hafði
hvort um sig verið skotið fimm
sinnum. Claudio hafði dáið þar sem
hann sat undir stýri í bílnum en
Pia fannst við hliðina á honum, illa
leikin og haföi verið misþyrmt eins
og öðrum fórnardýrum Skrímslis-
ins. Við morðin hafði verið notuð
Beretta .22 skammbyssa eins og í
öllum hinum tilvikunum.
Furðulegur aðdrag-
andi moröanna
Lengi hefur verið talið að Gall-
eria degli Uffizi, Uffizi-listasafnið í
Flórens, sé best varða safn í heimi.
Það vakti því bæði furðu og skelf-
inguí maí 1968 þegar í ljós kom að
framið hafði verið skemmdarverk
á ómetanlegu málverki frá miðöld-
um sem var til sýnis þar. Með ein-
hverju hvössu tæki, ef til vill hnífi,
hafði verið margskorið í vinstra
bijóst nakinnar konu á málverkinu
en jafnframt hafði verið skorið í
þann hluta sem sýndi hárin á mun-
aðarhóli konunnar.
Engin skýring fékkst á því hvem-
ig sá sem skemmdarverkið vann
gat komist að málverkinu og
skemmt það óséður. Meðan rann-
sókn stóð yfir fjölgaði málum af
sama tagi og á næstu dögum voru
framin svipuð skemmdarverk á sjö
öðrum málverkum í söfnum. Aldr-
ei fékkst nein vísbending um hver
var þar að verki. Og engum kom
þá til hugar að skemmdarverkin
væri óhugnanlegur forleikur að því
sem talið er mesta og versta saka-
mál á Ítalíu.
Fyrsta moröið
Þremur mánuðum eftir skemmd-
Pietro Pacciani við handtökuna.
arverkin, það er þann 22. ágúst
1968, var ungt fólk frá Sikiley, Bar-
bara Locci og Antonio Lo Bianco,
bæði tuttugu og níu ára, myrt ná-
lægt þorpinu Signu sem er nokkra
kílómetra fyrir vestan Flórens.
Fundust líkin á grasbakka nokkuð
frá bílnum sem fórnardýrin höfðu
verið í. Bæði höfðu verið skotin
mörgum sinnum og lík Barböru
leikið á sama hátt og málverkin
átta í söfnunum. Rannsókn leiddi í
ljós að við morðin hafði verið notuð
Beretta LR .22 skammbyssa.
í ljós kom að Barbara, sem var
gift, hafði átt Antonio fyrir elsk-
huga. Var eiginmaður Barböru
handtekinn en hann reyndist hafa
óhagganlega fjarvistarsönnun og
var látinn laus.
Löng hlé
Ekki tókst lögreglu að upplýsa
hver hafði myrt þau Barböru og
Antonio. Liðu nú sex ár en þann
14. september 1974 fundust líkin af
Stefaníu Pettini, nítján ára, og unn-
usta hennar, Pasquale Gentilcore,
skammt utan við litla bæinn Borgo
San Lorenzo en þaðan voru þau
bæði.
Morðin vöktu athygli um alla ít-
alíu og þegar ljóst var að morðing-
inn myndi vera sá sami og myrt
hafði þau Barböru og Antonio sex
árum áður fóru blöð aö tala um II
Monstro áa Firenze, Skrímslið frá
Flórens. En þrátt fyrir umfangs-
mikla rannsókn stóð lögreglan að
lokum uppi ráðþrota. Það var sem
Skrímslið væri gætt einhveijum
óskýranlegum hæfileika til að
skilja ekki eftir sig neinar aðrar
vísbendingar en þær sem fylgdu
aðferð hans, kúlur úr Beretta-
skammbyssu og illa leikin stúlku-
lík.
Enn liðu sjö ár. Þá voru Camela
da Nuccio, nítján ára, og vinur
hennar, Giovanni Foggi, sex árum
eldri, myrt á blómum vöxnu engi í
hæðardragi vestur af Flórens. í
þetta skipti gekk morðinginn
lengra en í fyrri skiptin því nú skar
hann vinstra bijóstið af stúlkunni
og var handbragðið þannig að dómi
réttarlækna að talið var að morð-
inginn gæti verið læknir.
Fölsk ábending
Nokkru eftir morðið fékk lögregl-
an í Flórens nafnlausa ábendingu
um að læknir nokkur væri eigandi
Beretta-skammbyssunnar sem
hafði nú verið notuð við morð á sex
manns. Hann var handtekinn en
reyndist saklaus.
Ekki var árið úti áður en Skrímsl-
ið lét aftur að sér kveða. Þann 22.
október fundust lík Suzanne
Gambi, tuttugu og fjögurra ára
konu frá Flórens, og Stefanos Baldi,
tuttugu og sex ára, við fáfarinn veg
við bæinn Calenzano. Hafði vinstra
brjóst Suzanne verið skorið af.
19. júrú 1982 fundust lík Anton-
ellu Migliorni, nítján ára, og Paolos
Mainardi, tuttugu og tveggja ára,
við veg nærri bænum Baccaiano.
Aftur hafði Skrímslið verið að
verki og ummerki þau sömu og við
morðin næst á undan.
10. september 1983 myrti Skrímsl-
ið útlendinga en það hafði hann
ekki gert áður. Voru það tveir
þýskir ferðamenn, Horst Friedrich
Meyer, tuttugu og þriggja ára, og
Uwe Rushensens, tuttugu og fjög-
urra ára. Fundust lík þeirra við
hliðina á bíl þeirra á stæði við
bæinn Galluzo. Horst var með axla-
sítt hár og ljóst að Skrímslið hafði-
talið hann konu. Mátti ráða þaö af
mörgum hnífstungum í báða
mennina, væntanlega í reiöikasti
eftir í ljós kom að Horst var ekki
kona.
Síðustu morðin
Þann 8. september 1985 slógu þau
Nadine Gisele Mauriot, þrjátíu og
fimm ára, og Jean Michel Kraveic-
hvih, franskir ferðamenn, upp
tjaldi sínu í skógi vaxinni hæð við
litla bæinn San Poli í Chianti. Þá
um nóttina voru þau myrt. Vinstra
brjóst Nadine var skorið af en
nokkrum dögum síðar fékk einn
rannsóknarlögreglumannanna,
sem voru að reyna að upplýsa
morðið, brjóstið sent í pósti.
Alls höfðu nú verið framin sextán
morð. Enginn þorði þó að vona að
Skrímslið hefði látið staðar numið.
Frá upphafi, eða árinu 1968, hafði
lögreglufulltrúinn Ruggero Perug-
ini unnið að því að reyna að upp-
lýsa hver Skrímslið væri og laugar-
daginn 16. janúar 1993 kom í sjón-
varpi á Ítalíu frétt sem vakti afar
mikla athygli. Þá um morguninn
hafði Perugini handtekið sextíu og
átta ára gamlan bónda, Pietro Pacc-
iani. Hann bjó á bæ sínum við San
Casciano Val di Pesa sem er lítill
bær skammt fyrir utan Flórens og
nærri þeim staö þar sem fimmta
tvöfalda morðið hafði verið framið.
Saga Paccianis
Maðurinn sem talinn var
Skrímslið fæddist á sveitabæ nærri
Vicchio. Árið 1950, erhann var tutt-
ugu og fimm ára, var hann trúlof-
aður jafnöldru sinni, Míröndu Bug-
ini. í apríl árið eftir kom hann aö
henni úti í skógi með fjörutíu'og
eins árs gömlum bílstjóra, Severino
Bonini. Pacciani tók upp dálk, sem
hann hafði fahð í erminni, og stakk
honum nítján sinnum í brjóstið á
Bonini. Síðan hrinti hann Míröndu
á jörðina og nauðgaði henni.
Nokkrum tímum síöar var Pacc-
iani handtekinn. Hann var svo
dæmdur til þrettán ára fangelsis-
vistar.
Eftir að hann fékk frelsið á ný
hjálpuðu ættingjar hans honum til
að koma undir sig fótunum. Hann
kvæntist, eignaðist tvær dætur en
varö uppvís aö því að misnota aðra
kynferðislega og árið 1987 fékk
hann fimm ára fangelsi fyrir það.
Enn á ný var hann látinn laus.
Höföu lögreglu þá borist um það
ábendingar um að hann væri
Skrímslið en aðrir töldu óhugsandi
að bóndi hefði framið sextán morð
án þess að gera nokkru sinni nein
þau mistök sem komið gætu lög-
reglunni á sporið. Mörgum sirinum
var Pacciani tekinn til yfirheyrslu
Hin danska Winnie Kristensen
Rontini og maóur hennar, Renzo,
við leiði dóttur þeirra.
en ekkert kom fram við þær sem
rennt gat styrkum stoðum undir
sekt hans.
Rannsókn
á sveitabænum
Það sem kom Perugini fulltrúa
loks til að trúa því að Pacciani
væri sá seki var viðtal hans við
Míröndu, hina gömlú unnustu, en
hún bjó þá í fjarlægum hluta lands-
ins. Lýsti hún því að Bonini hefði
verið að kyssa annað bijóstið á
henni þegar Pacciani bar að forð-
um. Eftir það var Pacciani hand-
tekinn á ný og nú gerðu sérfræð-
ingar lögreglunnar ítarlega leit á
sveitabænum og í garðinum við
hann.
Undir gólfi í húsinu fannst
Beretta LR .22 skammbyssa og í
garðinum fundust grafnar margar
öskjur af skothylkjum, blaðlangur
hnífur og minnisbók sem verið
hafði í eigu Horsts Meyer, eins
fórnardýranna.
Perugini fór með minnisbókina
til Þýskalands, þar sem foreldrar
Horsts staðfestu að hann hefði átt
hana.
Það hefur vakið athygli að Pacc-
iani, sem beðið hefur dóms, vann
skemmdarverk á átta málverkum
áður en hann myrti nokkurn. Hann
réðst síðan átta sinnum að fólki til
að myrða það, alls sextán manns.
Þá virðist frásögn Míröndu varpa
ljósi á þá óhugnanlegu venju að
ráðast á bijóst kvennanna sem
hjmn myrti. Eru sálfræðingar
þeirrar skoðunar að íjöldamorðin
séu afbrigðileg viðbrögð manns
sem þoldi ekki að annar maður
reyndi að taka unnustu hans frá
honum.
4-