Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1994 Forboðnir ávextir Gengur þaö aö skrifa svona um konuna sem eitt sinn átti a.ð verða drottning Breta? Tæplega. Samt hef- ur ástarsagan um Díönu prinsessu og ástmann hennar, James Hewitt major, náð metsölu í Bretlandi og víða um lönd bíður fólk þess með óþreyju að umtalaðasta bók áratug- arins komi út á móðurtungum þeirra. Þetta er auðvitað hneyksli og fyrir vikið æsispennandi. Sagan er full af forboðnum ávöxtum og þeir freista meira en allt annað. Spakur maður hefur sagt að ef höggormurinn í ald- ingarðinum Eden hefði verið forboð- inn ávöxtur hefði Adam étið hann eins og eplið. Fjálsar ástir prinsessu eru auðvitað forboðnar og eftir því lystugar. Eða hvað um væna tuggu eins og þessa úr penna skáldkonunnar Önnu Pasternak: „Sumrin voru best. Þá gátu þau verið í sundiauginni og leikið sér öll fiögm- saman. James bar prinsana á háhesti, kaffærði þá og elti á sundinu milli þess sem hann lét vel að Díönu. Díana hafði lengi haft einhvers konar ástríðu til að synda, alltaf liðið vel í vatninu. í raun og veru var sundið henni nautn. Alltafþegar hún var spennt og óróleg fór hún út aö lauginni, stakk sér og fann hvernig spennan hjaðnaði með hverju sund- taki. Hún var örugg í lauginni, velti sér á allar hliðar og smaug tígulega í gegnum vatnið. Á eftir settist hún róleg á laugarbarminn, grannur brjóstkassinn og viðkvæm brjóstin risu og hnigu. Hún roðnaði og fannst hún loksins hrein.“ James fær nóg af samförum Þarna er ekki aðeins verið að kitla kynhvötina í breyskum karlmönn- um heldur er einnig geíið í skyn að Díana sé ekki fullkomlega heil á geðsmunum. Skáldkonan lætur aö því liggja að Díana hafi fundið til „óhreinleika" mitt í ástarsælunni. Aðrir kaflar eru rómantískari og fyrir kemur að sjálfan kavalerinn, James Hewitt, þrýtur krafta til að, sinna óslökkvandi ástarþrá prinsess- unnar. Anna Pastemak skrifar: Ástfangin prinsessa, bókin sem vakið hefur hneykslun og forvitn Viðkvæm bijóstin hnigu laugarbar „Díana var svo næm að hún fann á augabragði allar hræringar í sálar- lífi elskhuga síns. Hún vissi alltaf hvenær hann vildi draga sig til hlés, hvenær hann vildi ekki meira. Hún fann líka að hún náði aldrei að sameinast honum fullkomlega. Hún reyndi aftur og aftur að fá hann til að deila með sér leyndustu hugs- unum sínum. Hún grátbað hann að opna hjarta sitt fyrir sér og sagöi sannfærandi að hún skynjaöi einsemd hans eins vel og sinn eigin einmanaleika. Hún sagðist vilja hjálpa honum eins og hann hefði hjálpað henni; sagði að það yrði alltaf langur vegur á milli þeirra nema hann leyfði henni að kynnast veikleikum sínum og hugarvíli. Hún hræddist að ná ekki fullkom- lega til hans.“ „Einu sinni var andrúmsloftið mjög óvenjulegt. Himinninn var heiður og ekki ský á lofti. Hann tók utan um hana eftir að þau höfðu borðað kalda samloku, tómata og ávexti. Díana var eirðarlaus. Hún vildi meira. Hún vildi festa sér í minni fegurð þessa augnabliks og byrjaði að kyssa hann og erta. En James vildi ekki ganga lengra að sinni. Honum fannst þessi stund fullkomin eins og hún var en Díana hélt áfram að kela og æstist við að fá nú aldrei slíku vant engin viðbrögð frá honum. James vildi ekki segja henni að hætta, lá bara hreyfingar- laus og gaf þannig í skyn að hann kærði sig ekki um atlot hennar á þessari stundu. Bókin um ástarlíf Diönu hefur þegar náð metsölu í Bretlandi. Díana brást hin versta við. Hún fann enn á ný fyrir gamalli og hræði- legri tilfinningu; henni var hafnað. Hún fylltist bræði og upp í huga hennar skaut hugsuninni um að hún væri ekki nógu góð. Var hann líka orðinn þreyttur á hennni? „Af hveiju gerir þú þetta?“ hreytti hún út úr sér. Af hveiju gat hún ekki skilið að hann vildi ekki samfarir einmitt nú vegna þess að hann elskaði hana? Hann var engin vél! Tilhugsunin særði stolt hans. Hann vildi bara vera hjá henni, alltaf hjá henni.“ Hugarfóstur skáldkonu? Enginn veit með vissu hvort þetta er skrifað eftir lýsingum Hewitts majors eða hvort Anna Pasternak hefur gefið skáldfáknum lausan tauminn. Hewitt er í felum en Díana hefur látið þau boð út ganga að efni bókarinnar sé uppspuni frá rótum. Hún hafi aldrei elskaö Hewitt og aldrei sofið hjá honum. Einu má þó gilda um yfirlýsingar hennar. Skaðinn er skeður. Hundruö þúsunda manna hafa þegar lesið bókina og lifað sig inn í flörugar ást- arlífslýsingarnar. Ef til vill eru þó nöfnin það eina rétta í verki Önnu Pastemak. Látið er í veðri vaka að Hewitt sé sögumaðurinn og hann gæti svo sem hafa lesið þetta fyrir: „Hann lá í rúminu - rúmi sem hann vissi fyrir víst að Karl svaf aldrei í Diana prinsessa hefur borið höfuðið hátt eftir að heimildarskáldsagan Ástfangin prinsessa kom út. Hún á og ekl Bretlandi stendur meö henni en ástmaðurinn málglaði er farinn í felur. Hann er nú hataður meir en aðrir menn í i prins ekki undanskilinn. því þau deildu ekki svefnherbergi - og hélt Díönu í örmum sínum. Hún svaf þreytt djúpum svefni. James hugleiddi hve ólíkt þetta ástarævin- týri var öllum öðrum ævintýrum sem hann hann hafði ratað í. Hann skoðaði hana sofandi svo fall- ega og vamarlausa. Andlit hennar var þétt upp við líkama hans og hann fann til innri hlýju. Heitar tilfmning- ar hrærðust í bijósti hans. Hann fann hvemig líkami hennar hrærðist hægt og blíðlega og andarátturinn lék um brjóst hans. Þetta var fógur stund. í rökkrinu renndi hann augunum yfir herbergið. Það minnti á barna- herbergi og hann velti fyrir sér hvort

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.