Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 5. NÖVEMBER 1994 Fréttir HoMay Iim hótelið: Stefntað leigu til Flugleíða Stjórn Samvínnulífeyrissjóí)s- ins hefur ákveðíð að taka tilboði Þróunarfélags íslands í Holiday Inn hótelið gangi makaskipta- samningar við íslandsbanka upp. Hreinn Jakobsson, fram- kvæmdasfjóri Þróunarfélagsins, sagði við DV að stjórn félagsins stefndi síðan að samningum við Flugleiðir um að leigja rekstur hótelsins, viðræður um ieigu við aðra aðila hefðu ekki leitt ti! nið- urstöðu. Samkvæmt heimildum DV var tilböö Þróunarfélagsins um 60 mihjónum krónum lægra en tílboð eigenda Hótel Reykja- víkur og fleiri aðila. Margeir Ðarúelsson hjá Sam- vinnulffeyrissjóðnum sagði að tilboð Þróunarfélagsins hefði verið taJið betra en tilboð Kaup- garðs eftir yfirlegu sjóðssrjórnar. iLögmaður Kaupgarðs, Hróbjart- ur Jónatansson, sagði málið langt í frá vera búið af þeirra hálfu. „Nuna munum við kynna fullfragengið tilboð okkar fyrir Þróunarfélaginu. Það hafa sterk- ir áðilar bæst í hópinn hja okkur og áhugi er mikiil fyrir að kaupa hóteliö," sagði Hrob}artur. Erróáritarí Kringlunni Erró áritar nýja bók, sem verið er að gefa út með verkum eftir hann, í Pennanum í Kringlunni frá kl. 13.30-16 á sunnudag. Bókin er eftir Marc Augé f þýðingu Sig- urðar Pálssonar. Bókinni fylgir áritað og númerað silkiþrykk eft- ir Erró. Verk eftir bstamanninn eru til sýnis á göngugötum Kringlunnar. Verkin eru frá ár- unum 1955-1957 og hafa aldrei áður verið sýnd á íslandi. Kringl- an verður opin á laugardag frá kL 10-16 og sunnudag frá kl. 13-16. Lögganleítarbíls Lögreglan í Reykjavík hefur frá 11. september leitað silfurgrámr Mazda 323 bifreiðar. Bílnum, sem er með skrásetningarnúmerið R-48508, var stoliö umrædda nóft frá Skipholti 43 og hefur ekkert til hennar sést. Bifreíðln er eign einstæðrar móður og er missirinn meiri fyrir víkið, Þeir sem telja sig geta veitt upplýsingar um hvar bílmn er að fmna eru beðnir að nafa samband viö lögreglúna í Reykjavík. Vatnsflóðúrbaði Eignatjón varð vegna vatnsleka í fjölbýlishúsi við Hringbraut í Keflavik í fyrradag. Vatn hafði farið af húsinu en begar það kom aftur á var krani yflr baðkari opinn. Karið fylltist öjótt ög jQæddi útfyrirbarmaþess ognið- ur í kjallara, en íbúðin þar sem yatnið lak var á efstu hæð. Óánægja með samþykkt stjórnar fulltrúaráðs framsóknarmannaá Suðurnesjum: Mun skrifa bréf til stjórnarmanna - segir Drífa Sigfusdóttir sem stefhir líka á fyrsta sætið „Hjálmar Árnason var búinn að gefa kost á sér og lýsa því yfir að hann sæktist eftir 1. sætinu. Fyrr- um formaöur flokksins og leiðtogi okkar og þingmaður, Steingrímur Hermannsson, var búinn að lýsa því yfir í útvarpi að hann teldi Hjálmar æskilegasta manninn til að taka við í kjördæminu. Við telj- um að það sé gott fyrir Suðurnesin að við séum samstiga um einn mann. Við teljum heppilegastfyrir flokkinn að styðja Hjálmar Árna- son. Þaö er fjarri öllu lagi aö með þessu séum við að gera lítið úr Drífu. Þetta er bara kalt stöðu- mat," sagði Óskar Þórmundsson, formaður stjórnar fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Keflavík, í samtali við DV. Það ríkir mikil reiði meðal stuðn- ingsmanna Drífu Sigfúsdóttur bæj- arfulltrúa vegna stuðningsyfirlýs- ingarinnar sem var gefin út eftir að Drífa hafði lýst yfir opinberlega að hún gæfi kost á sér í 1. sæti hst- ans í prófkjörinu. „Það er ekki rétt að ég hafi sagt að Hjálmar ætti að taka við. Það var alltaf verið að spyrja mig hver myndi taka við af mér og þá nefndi ég nokkur nöfn. Þar á meðal voru Hjálmar Árnason, Drífa Sigfúsdótt- ir og Siv Friðleifsdóttir og raunar fleiri. Ég neita því ekki að mér leist vel á það þegar Hjálmar gekk í flokkinn og sagðist hafa áhuga á 2. sætinu og sagðist fagna því, það var áður en það kom til að ég hætti," sagði Steingrímur Her- mannsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi formaður Framsókn- arflokksins. „Auðvitað á srjórn fulltrúaráðs- ins að látá alla frambjóðendur á sínu félagssvæði njóta jafnræðis. Og ég mun skrifa stjórnarmönnum bréf vegna þessa máls," sagði Drífa Sigfúsdóttir í samtaU við DV. Oskar benti á í sambandi við Drífu að hún hefði sóst eftir stuðn- ingi í 1. sæti hstans við sveitar- stjórnarkosningarnar í vor er leið. Hún fékk hann og er nú forseti bæjarstjórnar og á sæti í ýmsum ráðum og nefndum. Drífa aftur á móti benti á að það væri eðlilegt að hún vildi breyta til eftir 12 ára starf í í bæjarmálum. HaöiarQörður: Enginn getur f irrt sig ábyrgð - segir Magnús Jón „Það er á hreinu að enginn sem kom nálægt þessari Ustahátíð getur firrt sig ábyrgð. í mínum huga er það engin spurning hver ber hina pólit- ísku ábyrgð," segir Magnús Jón Árnason, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Ríkisútvarpið greindi frá því í gær- kvöld að skýrsla bæjarlögmanns og bæjarendurskoðanda Hafnarfjarðar hreinsaði Arnór Benónýsson af öll- um ávirðingum um fjármálaóreiðu í tengslum við Listahátíðina í Hafnar- firði 1993. Þess í stað beri þriggja manna stiórn hátíðarinnar alla ábyrgð á fjármálum hennar. Magnús sagði upplýsingar um efn- isinnihald skýrslunnar koma sér á óvart þegar DV ræddi við hann í gærkvöld. Skýrslan hafði þá ekki enn borist honum og að hans sögn var hún ekki tilbúin. í því sambandi seg- ir hann að það hafi fyrst verið í gær- morgun sem umdeild gerðabók kom í leitirnar. Alls var stolið simtækjum að verðmæti á þriðju milljón króna, þar á meðal 10 GSM-farsímum í innbroti hjá Há- _ " r tækni við Siðumúla. Þórður Guömundsson, framkvœmdastjóri Hátæknis, stendur hér með grjóthnullung þann sem otllttSJT irGttir þjófarnirnotuðutilaðbrjótasérleiðinnífyrirtækið. DV-mynd Sveinn GSM-farsímar vinsælli meðal þjófa en „gömlu" farsímarnir: Tugum GSM-f arsíma hef ur verið stolið - tæknilegir öröugleikar með búnað Pósts og síma sem ætlað er að rekja þá „Því er ekki að neita að við erum býsna skelkuð yfir þjófnuðum á þess- um símum þótt við höfum ekki orðið beint fyrir barðinu á þjófunum. Þetta er vara sem er mjög dýr og við reyn- Þú getur svaraö þessari spurningu meö þvf aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Efsvarið erjá . ¦ ýtir þú a W® Ef svariö er nel (SJ ýtirþúá ZZi ,r o d FOLKSINS 99-16-00 lli S Á að leyfa hrefnuveiðar á ný við ísland? um að passa hana mjög vel. Við vit- um að misindismenn horfa hýru auga til þessara síma og menn virð- ast halda að tiltölulega auðvelt sé að afsetja hana en söluaðilarnir hafa samstarf um að rekja stolna síma," segir Erhng Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri hjá Nýherja, um þjófn- aði á GSM-farsímum. Nýlega var farsími keyptur hjá Nýherja út á falsaða á ávísun og í gær var brotist inn í verslun Há- tækni viö Ármúla og stohð hátt í 10 GSM-farsímum. Þá var þremur stohð frá söludeild Pósts og síma nýlega og enn fleiri hefur veriö stohð á landsbyggðinni. . í „gamla" 985 farsímakerfinu eru símanúmerin forrituð inn í símana og því ógerlegt að nota slíka síma eftir að þeim hefur verið stohð. Eig- endur símanna tilkynna einungis þjófnaðinn og loka númerinu hjá Pósti og síma og þar með er hann ónothæfur nema einhver hafi þekk- ingu til að forrita hann upp á nýtt. GSM-símarnir eru hins vegar hugsaðir þannig að sala á símtækj- unum og kortum sem nauðsynleg eru til að nota þá helst ekki í hend- ur. Símarnir eru í raun tæki en kort- in eru gefin út á símanúmer og ganga að hvaða GSM-farsíma sem er. Vegna þessa eru GSM-farsímamir eftirsótt- ari hjá misheiðarlegum aðilum held- ur en gömlu farsímarnir og að auki eru þeir mjög dýrir. Ólafur Indriðason, yfirtæknifræð- ingur hjá radíódeild Pósts og slma, sagði í samtali við DV að GSM-far- símakerfið væri tæknilega búið til að rekja slóð stohnna farsíma. Við vissa byrjunarörðugleika væri hins vegar að glíma. íslandaðeinangrast? ísland einangrast póUtískt standi það eitt Norðurlanda utan Evrópusambandsins. Frá þessu er greinti nýjastatölublaði Econ- omist. I samtah við Bylgjuna sagöi Friðrik Sophusson að ekk- ert nýtt væri í greininni. Hagnaðurinn80milljónir Rúmlega 80 milljóna króna hagnaður var af rekstri Skinna- iðnaðar hf. á Akureyri fyrstu 9 mánuði ársins. ByggtíÞýskalandi Samstarfsfyrirtæki Ármanns- fells og Islenskra aðalverktaka, Ger, muní byrjunnæstaárs hefja framkvæmdir- við byggingu 20 íbúða í Þýskalandi. Lausráðnir Seikarar hjá Þjóð- leikhösinu lögðu ekki niður vinnu í gær eins og tSl stóð vegna kjaradeilu við leikhúsið. Skv. Bylgjunni á að nýta næstu 10 dagatilsamningaviðræðna. .".,''¦ Sivíframboð Siv Friðleifsdóttir, bæjarfull- trúi á Seltjarnamesi, hefur ákveðið að gefakost á sér í fyrsta sæti i prófkjöri Pramsóknar- flokksins á Reykjanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.