Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSOlM Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SiMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Hafnarhúsið endurvakið Verzlanir og veitingar efla mannlíf í gömlum bæjar- hlutum. Þetta er alþjóðleg reynsla, sem rætt hefur verið um að nýta hér á landi með því að hafa Kolaport í Toll- húsi, smáverzlanir í Hafnarhúsi, stórmarkað í kastalan- um við Tryggvagötu 15 og veitingar á öllum stöðunum. Listasafn Errós í Hafnarhúsi er góð viðbót við þessar ráðagerðir, ef portið og efri hæðir hússins nægja slíku safni. Ekki er hins vegar ráð að víkja frá þeirri grundvall- arhugmynd, að Hafnarhúsið og húsin í kring séu fyrst og fremst notuð til að draga fólk að gamla miðbænum. Safninu hentar auðvitað betur að vera í miðbænum fremur en í útjaðri hans. Miklu meiri líkur eru á, að fólk notfæri sér safn, sem verður á vegi þess, en safn, sem er milli brauta á einum hinna stóru golfvalla, er borgarverkfræðingur og skipulagsstjóri þrá svo ákaft. Errósafn hefði hvílzt í virðulegri einangrun að Korp- úlfsstöðum, ef sá kostur hefði komið til greina vegna útgjalda. Errósafn í miðbæ Reykjavíkur er miklu líklegra til að verða lifandi safn, þótt minna yerði. Gildi safns ræðst af auðveldum og áhugavekjandi aðgangi fólks. Safn er að því leyti eins og banki eða ríkiskontór, að það dregur ekki sjálfkrafa að sér. Þess vegna eiga söfn ekki frekar en bankar eða ríkiskontórar að vera á jarð- hæðum miðbæja. Þar eiga að vera verzlanir og veitinga- hús og önnur þjónusta, sem ekki þarf mikið rými. „ Stofnanir á borð við bankana og Póst & síma hafa stuðl- að að hnignun miðbæjar Reykjavíkur. Allar stofnanir, sem eru fyrirferðarmiklar við götu, eitra út frá sér. Lang- ir og dyralausir útveggir eru fráhrindandi. Slíkar stofn- anir eiga alls ekki heima á jarðhæðum miðbæjarhúsa. Það væri gott fyrir Errósafn að hafa stuðning af þeirri starfsemi, sem rætt hefur verið um, að verði í höllunum þremur, sem mynda norðurhlið Tryggvagötu. Um leið getur safnið gefið til baka með því að veita Hafnarhúsinu Ustrænna innihald. Úr þessu getur orðið góð sambúð. Bezt væri, ef safnið fengi portið og tvær efri hæðir hússins, þjónusta af ýmsu tagi aðra hæðina, verzlanir og veitingarekstur þá neðstu. Þannig er líklegast, að ein- stakir þættir starfseminnar styðji hver annan og þá þætti, sem ráðgerðir eru í stóru húsunum beggja vegna. Vegna veðurfars í Reykjavík er æskilegt að hafa innan- gengt alla línuna frá strætisvagnahúsi, sem ráðgert er á bílastæðinu austan Tollhúss, um Tollhús og Hafnarhús, í vöruhúsið að Tryggvagötu 15. Með góðu skipulagi getur orðið úr lengjunni eins konar Kringla miðbæjarins. Hugmyndina um sambýli verzlunar og menningar í Hafnarhúsi má færa yfir á Tollhús, ef aðgangur að efri hæðum þess verður gerður minna fráhrindandi en hann er nú. Ef hægt er að laða umferð úr KoJaporti upp á efri hæðirnar, opnast rými fyrir fleiri menningarsöfn. Þetta eru ekki draumórar. Erlendis hefur víða tekizt að snúa vörn i sókn i nýtingu þreyttra miðbæja. Bezt hefur það tekizt, þar sem verzlun og veitingar eru andht- in, sem snúa að vegfarendum og draga þá inn, en innar og ofar taka við þjónusta og menning af ýmsu tagi. Innan um aðra þjónustu þarf auðvitað að vera rými fyrir útibú og afgreiðsludeildir banka, pósts, síma, tolls og skatts. En það er alveg út í hött að fylla miðbæi af almennum skrifstofum shkra stofnana. Reykjavíkurborg þarf að mestu að losna við slíka mámmúta úr miðbænum. Gott er, ef unnt verður tengja hugmyndina um Erró- safn í Hafnarhúsi við frábærar hugmyndir Þróunarfélags Reykjavíkur um nýtingu norðurhhðar Tryggvagötu. x Jónas Kristjánsson Glæpaveldið og rússneskt ríkisvald Fyrir viku ávarpaði skáldiö Alex- ander Solzhenítsyn þingheim í Dúmunni, neðri deild Rússlands- þings. Frá því Solzhenítsyn sneri heim úr tveggja áratuga útlegð í maí í vor hefur hann varið mestum tíma sínum til að ferðast um Rúss- land þvert og endilangt og ræða við alþýðu manna. Erindi skáldsins við Dúmuna var annars vegar að leiða þingmönnum fyrir sjónir eymdina og niðurlæg- inguna sem upplausn Sovétríkj- anna og þrengingarnar sem síðan hafa riðið yfir hafa valdið fólkinu í breiðum byggðum Rússlands. Hins vegar fengu ríkisstjórn og þing harða ádrepu fyrir að bregð- ast skyldum sínum og skuldbind- ingum við þjóðarheildina og al- mannahagsmuni. Fengnu frelsi við endalok sovét- valdsins hefur ekki fylgt raunveru- legt lýðræði, sagði Solzhenítsyn, heldur fámennisstjórn eigingjarns skrifræðis og óprúttins gróða- bralls. Þingbekkir voru ekki þétt- skipaöh undir klukkutíma ræðu og máli skáldsins heldur fálega tek- ið. Solzhenítsyn fann þinginu það sérstaklega til foráttu að þrátt fyrir hávært tal um þörf á snörpu við- námi við glæpabylgju hefði það hvorki komið í verk að setja lög um borgararéttindi né refsilöggjöf. Mál sem um þessar mundir eru efst á baugi í Moskvu hnykkja rækilega á þessari áminningu. Á sunnudaginn fór fram auka- kosning til Dúmunnar í kjördæmi norður af Moskvu. Þingsætið losn- aði við það að þingmaðurinn And- rei Ajsderis var skotinn til bana úti fyrir heimili sínu í apríl. Ljóst er að þar voru að verki leigumorð- ingjar einhvérs . mafíuflokksins sem Ajsderis hafði gert sér far um að fletta ofan af. Rannsókn á morð- inu hefur engan árangur borið svo vitað sé og sama máli gegnir um Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson hundruð hliðstæðra glæpa sem 'framdir hafa veriö í Moskvu síð- ustu misseri. Tólf frambjóöendur gáfu sig fram í aukakosningunni. Af þeim kom einn beint úr fangelsi, fjárglæfra- maður að nafni Sergei Mavrodí, sem setið hafði í gæsluvarðhaldi frá því um mitt sumar þegar glæfrafyrirtæki hans, MMM, hrundi. Sá hann sér nú leik á borði að losna úr haldi með því að kom- ast í framboð og afia sér friðhelgi þingmanns næði hann kosningu. MMM var dæmigerð píramída- svikamylla þar sem fjárfestum var heitið 3000% ársvöxtum og þeim sem fyrstir gáfu sig fram greitt með fénu sem aflaðist af fjöldanum sem á eftir fylgdi. Með ísmeygilegum sjónvarpsauglýsingum fékk Mavrodí milljónir Rússa til að trúa MMM fyrir aleigu sinni og jafnvel meiru því ýmsir urðu til að taka lán til að stórgræöa á vaxtamun. Hrunið sem gerði flest ginningar- fífl Mavrodís að öreigum megnaði þó ekki að svipta hann ljómanum í augum þeirra sem höfðu látið blekkjast. Með sömu auglýsinga- tækninni og áður tókst honum að telja fjölda fólks trú um að hann væri aðeins fórnarlamb illgjarnra stjornvalda. í kosningabaráttunni sté Mavrodí ekki fæti í kjördæmið en hélt sig við auglýsingar, aðallega i sjónvarpi. Þar lofaði hann síma á hvert heimili og miklum fjárfest- ingum í kjördæmið frá vinum sín- um í fjármálaheiminum. Mavrodí náði kosningu í Dúmuna. Forseti Dúmunnar og formaður varnarmálanefndar hafa síðustu daga séð sig knúða til að láta til sín taka eftirköst annars morðs sem líka var framið til að þagga niður í manni sem gerði sér far um að afhjúpa fjármálaspillingu. Blaða- maðurinn Dmítrí Kholodov lét lífið þegar sprengja reyndist falin í skjalatösku sem honum var talin trú um að hefði að geyma skjöl sem honum kæmu að gagni við að ljóstra upp einkabraski herforingja með vopn og aðrar eigur hersins. Ritstjóri blaös Kholodovs sakaði strax herforustuna, og sér í lagi leyniþjónustu hersins, um að hafa staðið að morðinu. Aðrir frétta- miðlar og lýðræðissinnaðir stjórn- málamenn hafa haldið málinu vak- andi og nú hefur Borís Jeltsín for- seti vikið Matvel Búrlakov hers- höfðingja úr stöðu aðstoðarland- vamaráðherra. Búrlakov var áður yfirhershöfðingi hernámsliðsins í Austur-Þýskalandi og talinn eiga mest á hættu af uppljóstrunum Kholodovs. Áhrifamenn á þingi láta nú að því liggja að Pavel Gratsjov land- varnaráðherra beri líka aö víkja, en honum er Jeltsín skuldbundinn frá því herinn bældi niður uppreisn fyrri þingforustu í fyrra. Málið er því orðið prófsteinn á innviði æðstu stjórnar Rússland. Pavel Gratsjov, landvarnaráðherra Rússlands, á fundi meö fréttamönnum. Skoðanir annarra Norsk lögga fær verkfallsrétt „Grete Faremo dómsmálaráðherra hefur orðið að láta í minni pokann og veita lögreglunni verkfalls- rétt. Það er sjaldgæft að ráðherra verði að sætta sig við ósigur í jafn mikilvægu máli og þessu. Barátta hennar var þó töpuð þegar dómsmálanefndin tók málið í eigin hendur. Faremo telur að eigin launa- nefnd fyrir lögregluna sé enn verri en verkfallsrétt- urinn. Hún átti því ekki annarra kosta völ þar sem hún vill ekki skipta um skoðun." Úr forustugrein Dagbladet 2. nóvember. Fprsetinn og öryggisreglurnar „Öryggisreglur munu alltaf þrýsta á um meiri fjar- lægð milli forsetans og almennings. Forsetar munu alltaf streitast á móti og mæla fyrir auknum sam- skiptum og alla jafna munu þeir hafa rétt fyrir sér. Það þýðir hins vegar aö þeir og landsmenn verða að treysta mjög á hæfni lífvarðarins, að ekki sé minnst á viðbragðsflýti og hugdirfsku borgara á borð við.Ken Davis og Harry Rakosky sem yfirbuguöu skotmanninn á laugardag." Úr forustugrein Washington Post 2. nóvember. Sókn múslíma í Bosníu „Tvennt er hægt að segja um sókn múslímanna (í Bosníu). Þar sem ríki heims hafa ekki sýnt nauðsyn- legan vilja til að stöðva árásir Serba getur enginn með sanngirni ávítt múslíma fyrir að ná aftur því sem tekið var af þeim meö ofbeldi. í annan stað er það síst við hæfi að Vesturlönd gagnrýni sókn músl- íma. Þau bera höfuðábyrgöina á því hvernig komiö er með því að taka ekki á Serbum þegar við upphaf átakanna." Úr forustugrein Politiken 1. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.