Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 24
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994' Skák MMWDMÍSjjJVM Á mánudögum verður DV komið í hendur áskrifenda á suðvestur- horninu um klukkan 7.00 að morgni og aðrir áskrifendur fá blaðið í hendur með fyrstu ferðum frá Reykjavík út á land. Helgarblað DV berst einnig til áskrifenda á sama tíma á laugardögum. BREYTTUR AFGREIÐSLUTÍMI: Blaðaafgreiðsla og áskrift: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 Helgarvakt ritstjórnar: Sunnudaga 16-23 Smáauglýsingar: Laugardaga: 9-14 Sunnudaga: 16-22 Mánudaga - föstudaga: 9-22 Ath.: Smáauglýsing íhelgar- blað verður að berastfyrir klukkan 17 áföstudag. 63*27*00 BEIIMN SIMI BLAÐA AFGREIÐSLU: 63 27 77 KL. 6-8 LAUGARDAGS- OG MÁNUDAGSMORGNA - Jóhannís- landsmeistari í þriðja sinn - Magnús Örn skákmeistari TR Helgi Ólafsson stórmeistari þurfti loks að sjá á bak íslandsmeistaratitl- inum í skák um síðustu helgi, eftir að hafa sigrað á skákþingi íslands þrjú síðustu ár. í aukakeppni um tit- ilinn, sem fram fór í Vestmannaeyj- um, bar Jóhann Hjartarson sigur úr býtum og fagnaði því um leið, að nú eru rétt tíu ár frá því hann varð síð- ast íslandsmeistari. Hannes Hlífar Stefánsson stóð best að vígi þeirra þremenninga þegar keppnin var hálfnuð, meö sigur gegn Helga í farteskinu en öðrum skákum hafði lokið með jafntefli. Hannes fékk hins vegar ekki fleiri vinninga. Helgi og Jóhann sigldu fram úr honum og tefldu síðan úrslitaskák um titilinn. Jóhann varð fyrst íslandsmeistari 1980, aðeins 17 ára gamall. Aftur hreppti hann titilinn 1984 en síðan hefúr honum ekki vegnað sem skyldi í baráttu við landa sína, þar til nú. Sigur hans kom nokkuð á óvart í ljósi þess að hann gekk ekki heill til skóg- ar. En þrátt fyrir hitasótt og stein- smugu tókst honum að rata á bestu leikina. í úrslitaskákinni um títilinn hafði Jóhann hálfs vinnings forskot á Helga, sem varð því að leggja allt í sölurnar. Djörf ákvörðun hans um að fórna drottningunni í miðtaflinu fyrir hrók og biskup er skihanleg í h'ósi þessa en færi Helga virtust álit- leg. Eftirá að hyggja hefði fórn Helga átt að gefa jafntefli en í þessu tilviki var jafntefli sama og tap. Helgi valdi því aðra leið, sem var lakari og þegar hann svo loks bauð jafntefli, sýndi Jóhann því engan áhuga, þótt meist- aratitilinn hefði þá verið í höfn. Hon- um fataðist ekki úrvinnslan; hlaut að lokum 3 v. úr fjórum skákum en Helgi og Hannes sátu eftir með 1,5 v. og sárt ennið. Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarindversk vörn. 1. d4 R«i 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. g3 Batí 5. b3 Bb7 6. Bg2 Bb4+ 7. Bd2 c5 8. 0-0 0-0 9. Bc3 Ra6 10. Bb2 cxd4 11. Dxd4 Be7 12. Rc3 Rc5 13. Hfdl d6 14. Hacl a6 15. De3 Dc7 Fram er komin dæmigerð „brodd- galtarstaða", sem gefur svörtum þrönga en trausta stöðu. Helgi eygir möguleika á að beina tafiinu úr hefð- bundnum farvegi og lætur slag standa. 16. b4 Rcd7 7 ' _ ii 5 X _ f^iii ii^ Á 4 _ 1 _:: Afi _. _ : ^ ^ _ 17. Rd5!? exd5 18. Dxe7 Hae8 Þennan leik varð auðvitaö að sjá fyrir því að sýnt er að hvíta drottn- ingin lokast inni. 19. cxd5 Db8 20. BxfB Hxe7 21. Bxe7 He8 22. Bg5 liG 23. Bf4 Rf6 24. Rd4 Rxd5 25. Bxd5 Bxd5 26. Rf5 Da8 27. Rxd6 Hd8 28. Hd2 tti!? Haldgóð áætlun Mggur ekki á lausu, því að riddari hvíts á d6 er sem fieinn í holdi svarts. Textaleikurinn veikir sjöundu reitaröðina, sem opnar ýmsa „taktíska" möguleika íyrir hvítan en illu heilli aðeins til jafn- tefiis. 29. Hdc2?! Mögulegt er 29. Hc7 g5 30. Rf5 gxf4 31. Re7 + og nú er vissara fyrir svart- an aö sætta sig við þráskák. Þetta samrýmist hins vegar illa hagsmun- um hvíts. Annar áthyghsverður kostur er 29. g4!? en Helga leist ekki alls kostar á 29. - Bhl 30. f3 Bxf3 31. exf3 Dxf3 32. Hc4 Dxg4+ 33. Bg3, sem gæti þó gefið vinningsvon. 29. - Be6 30. Hc6 b5 31. a3 Bd7 32. Hb6 Dd5 33. e4 Dd3 34. Rf5? Eftir þennan slæma leik snýr svartur vörn sinni endanlega í sókn. 34. - Dxe4 35. Re3 Bh3 36. Hbc6 Hd3 37. H6c2 Hxa3 38. Hd2 Kh7 39. Hcdl h5 40. Bd6 Df3 41. Bc5 h4 42. gxh4 Hxe3! 43. fxe3 Dg4+ 44. Khl Eftír 44. KÍ2 Dg2+ 45. Kel Dgl + Umsjón Jón L. Arnason 46. Ke2 Bg4 + fellur hrókurinn en 45. - Dfl mát er jafnvel ennþá betra. 44. - Bg2+ 45. Hxg2 Dxdl+ 46. Hgl Df3+ 47. Hg2 a5! 48. Kgl . Ef 48. bxa5 Ddl+ 49. Hgl Dd5+ og vinnur biskupinn. 48. - axb4 49. Bd4 b3 50. Hb2 Kh6 51. Hf2 Dg4+ 52. Kfl Dxh4 53. Ke2 De4 54. Kfl f5 55. Hb2 Dhl + 56. Kf2 Dxh2+ 57. Kf3 Dhl+ 58. Kg3 De4 59. Hh2+ Kg6 60. Hh4 Dbl 61. Hh2 Kf7 62. Hb2 Ddl 63. Kf4 Ke6 64. Hg2 Dfl+ 65. Kg3 g5 - Og Helgi gafst upp. Magnús Örn skák- meistari TR Þröstur Þórhallsson, alþjóðlegur skákmeistari, sigraði á haustmóti Taflfélags Reykjavíkur, sem lauk sl. sunnudag. Þröstur hlaut 8,5 v. af 11 mögulegum en riæstir komu Magnús Örn Úlfarsson og Tómas Björnsson með 6,5 v. Magnús Örn hreppir titil- inn „skákmeistari TR1994", þar sem Þröstur er félagi í Helli og Tómas í Taflfélagi Kópavogs. Þrír deildu 4. sæti í A-flokki með 5 v., Kristján Eðvarðsson, Ólafur B. Þórsson og Jón G. Viðarsson. Sævar Bjarnason, alþjóðlegur meistari, og Sigurbjörn Björnsson fengu 4,5 v., Áskell Örn Kárason 4 og Jón Viktor Gunnarsson og Páll Agnar Þórarins- son 3 v. James Burden hætti keppni. í B-flokki varð Björn Sigurjónsson hlutskarpastur, fékk 7,5 v. Eiríkur Björnsson kom næstur með 6,5, Arn- ar E. Gunnarsson og Bragi Þorfinns- son fengu 6 og Bergsteinn Einarsson og Vigfús Ó. Vigfússori fengu 5 v. Einar K. Einarsson sigraði í C- fiokki með 9,5 v. af 11 mögulegum. Torfi Leósson fékk 9, Halldór Garð- arsson 7,5, Oddur Ingimarsson, Árni H. Kristiánsson og Einar Hjalti Jens- son fengu 6 v. Davíð Kjartansson hlaut 9,5 v. í D-flokki, þar sem teflt var eftir Monrad-kerfi og varð hálfum vinn- ingi fyrir ofan Davíð Ó. Ingimarsson. Keppni í unglingaflokki, 14 ára og yngri, var æsispennandi. Bragi Þor- finnsson og Jón Viktor Gunnarsson skildu jafnir með 6 v. af 7 mögulegum en Einar Hjalti Jensson og Davíð Kjartansson fengu.5 v. Einvígi Braga og Jóns Viktors lyktaði með sigri Braga og hlýtur hann að launum tit- ihnn „unglingameistari TR 1994". Haustmóti TR lýkur að vanda meö hausthraðskákmótinu, sem haldið verður á morgun, sunnudag, og hefst kl. 14. Tefldar 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og er öllum heimil þátttaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.