Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
NORRÆN A FÉLAGIÐ í REYK JAVÍK
Aðalfundur Norræna félagsins í Reykjavík
verður haldinn í Norræna húsinu þriðju-
daginn 8. nóvember kl. 17.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin hvetur félagsmenn til að fjöl-
menna á fundinn.
í samvinnu við Hönnunarstöðina auglýsir byggingadeild
borgarverkfræðings eftir hönnuðum til að hanna innrétt-
ingar fyrir félagslegar íbúðir Reykjavíkurborgar.
Valdir verða fimm hönnuðir eða hönnunarhópar til að táka
þátt í launaðri tillögugerð þar sem einn hönnuður eða
hópur verður ráðinn í allt að átta mánuði til að fullhanna
og móta hugmyndir sínar til útboðs á innréttingunum.
Umsóknum, þar sem hönnuðir leggja fram þær upplýs-
ingar um sjálfa sig, sem þeir telja að gagni megi koma,
skal skilað fyrir 21. nóvember til:
Byggingadeildar borgarverkfræðings,
Skúlatúni 2,
105 Reykjavík.
Merkt: Innréttingar 94
Laugardagstilboð
Barnaútigallar
st. 122-128
Vatnsheldir - hlýir - liprir
Verd 4.900
Opið í dag 10-16
Verslunin Greinir
Skólavörðustíg 42
sími 621171
Póstsendum frítt
í T^llnu lö. Nlovtmber
\
Unglingamódelkeppnin verður haldin í JtíblGUNU
hinn 10. nóvember nasstkomandi oqM&fst kl. '20.00.
Keppendur verða kynntir áeamt þvívaðxtaka þátt/
íýktri tískusýningu \ \
Kynnir: Páll Oskar Hjálmtýsson • Hljómsveit: Scope
Tónlistarþátturinn Pppfáög-Kókverðurá staðnum
Dagekrá:
Mtttakendur kynntir <''
\ I ¦ >
Pátóskariekur lagið \ /.
1 / / :s> \ s ""--.. /
Tíáktisýniha frá ^autjáh^Kóiíó^og Plexlglas
PLKXIGLAS
MAKE UP F0REVER
<
Magnað daneatríöHrá WoHdpáe
'kfljámsyeitin Scópe '
ÚrsfitíÚng'S^'' /
SígurvégatatJynntir 67 15 15
D.J. Margelr sér um danstónlistina
wodel 79
GIANNI VERSACE
PR0RJMI
MAXte^
Aðgöngumiðar seldir víð innganginn, Verð kr. 650.-
Faröl hf sér um snvrtinguna með Make Up Forever &nyrtivörum og Kompaníi5 &ér um hárgreiððluna
Matgæðingur vikunnar
Fiskur í ofni með
pottagaldrakryddi
Matgæöingur vikunnar aö þessu sinni, Salome Ty-
nes, kveöst hafa ákaflega gaman af að elda allan mat
og tekur þaö jafnframt fram aö hún sé algjör sælkeri
og alltaf til í prófa eitthvaö nýtt. Salome býður upp á
fiskrétt í ofni með fiskikryddi pottagaldra. „Ég ákvað
að prófa þetta fiskikrydd sem er alveg sérstakt. Þessi
réttur er að mestu búinn til eftir eigin uppskrift en
annars er ég mikið fyrir að hafa matreiðslubók við
hliðina á mér til að kíkja í."
Salome býður einnig upp á jógúrtmuffins sem hún
segir mjög góðar kökur og fljótgerðar.
Fiskur í ofni
800-850 g ýsuflök -
100 g rækjur
4-5 stórir, ferskir sveppir
Vi blaðlaukur
1 gulrót
'A rauð eða gul paprika
'/i-1 askja rækjusmurostur
1 Vi dl rjómi
fiskikrydd pottagaldra
aromat
10-15 rósapíparkom
rifirin goudaostur
Fiskurinn skorinn í smáa bita eða sneiðar. Settur í
eldfast fat og aromati og pottagaldrakryddinu stráð
yfir. Blaðlaukurinn, gulrótin, paprikan og sveppirnir
skorið í fínar sneiðar og „svissað" í 5-10 mínútur á
pönnu í öriítilli ólífuolíu.
Fiskurinn settur í örbylgjuofn á hæsta hita í 3 mínút-
ur og 30 sekúndur eða í vel heitan ofn í 10-15 mínút-
ur. Safinn, sem kemur af fiskinum, er settur í pott
ásámt rjóma og rækjusmurosti. Hitað smástund og
hrært í á meðan. Grænmetinu stráð jafnt yfir flskinn
og rjómaostblöndunni hellt yflr. Rósapipar er stráð
yfir og síðan rifnum osti. Bakað í ofni við 180-200 gráð-
ur í 20-25 mínútur.
Með þessum fiskrétti ber Salome fram grænt salat
en í því eru salatblöð eða lambhagasalat, agúrka, 1
grænt eph, græn paprika og græn vínber. Allt saxað
vel og sítrónusafi pressaður yfir.
Salome Tynes.
Jógúrtmuffins
2 Vi bolli hveiti
2 bollar sykur
1 bolli brætt smjörlíki
3egg
Vi tsk. natrón
'A tsk. salt
1 tsk. vanilludropar
1 bolli saxað súkkulaði
1 lítil dós jógúrt
Hægt er að nota hvaða jógúrttegund sem er en
Salome segist gjarnan nota jógúrt meö súkkulaði og
jarðarberjum. Öllu hrært saman nema súkkulaði og
smjörlíki sem bætt er við í lokin. Bakað í litlum papp-
írsformum við 200-250 gráður í 10-15 mínútur.
Salome skorar á vinkonu sína og skólasystur, Sigur-
veigu Björnsdóttur, að vera næsti matgæðingur.
Hanhliðin
Eiginmaðurinn er
uppáhaldssöngvarinn
- segir Elín Edda Árnadóttir leikmyndahönnuður
Elín Edda Árnadóttir, leikmynda-
og búningahönnuður, sýnir á sér
hina hliðina að þessu sinni. Elín
Edda teiknaði búningana fyrir leik-
ritið Kirsuberjagarðinn sem er á
fjölunum hjá Frú Emilíu um þessar
mundir. Hún teiknar einnig bún-
inga í söngleikinn Kabarett sem
Frú Emilía setur upp í Borgarleik-
húsinu eftir áramót.
„Ég hef verið viðloðandi leikhús
frá barnsaldri," segir Elín Edda
sem menntaði sig í myndlist hér
heima en fór svo í þriggja ára fram-
haldsnám í leikmyndahönnun í
London. Frá því aö Elín Edda kom
heim árið 1992 hefur hún veriö á
kafi í leikhúslífinu.
Fullt nafn: Elín Edda Árnadóttír.
Fæðingardagur og ár: 23. ágúst
1953.
Maki: Sverrir Guðjónsson kontra-
tenór.
Böm: ívar Örn, 17 ára, og Daði, 15
ára.
Bifreið: Honda Civic '88.
Starf: Leikmynda- og búninga-
hönnuður.
Laun: Mjög mismunandi eftir verk-
efnum en engan veginn nógu há.
Áhugamál: Lífið.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur í lottóinu? Ég spila ekki í
lottói.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að vera einhvers staðar í
Elín Edda Arnadóttir.
laumi uppi í sveit eða í útlöndum
þar sem enginn þekkir mig.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Að fara yfir reikninga;
Uppáhaldsmatur: Hvítvínssoðinn
fiskur.
Uppáhaldsdrykkur: Kampavín.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur í dag? Helgi Ass
Grétarsson.
Uppáhaldstimarit: Ég er svo mikill
hégómafikill að ég ætla að segja
Vogue.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur
séð fyrir utan maka? Grétar Reyn-
isson myndlistæinaður.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórn-
inni? Andvíg.
Hvaða persónu langar þig mest að
hitta? Matisse og franska fjöllista-
frömuöinn Jean Cocteau sem var
uppi á svipuðum tíma.
Uppáhaldsleikari: Ingvar E. Sig-
urðsson.
Uppáhaldsleikkona: Edda Back-
man.
Uppáhaldssöngvari: Sverrir Guð-
jónsson.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Smáfólkið.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Sögu-
tengdir þættir.
Ertu hlynnt eða andvig veru varn-
arliðsins hér á landi? Andvíg.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Tvímælalaust gamla gufan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Halldóra
Friðjónsdóttir.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Ríkissjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng-
inn sérstakur.
Uppáhaldsskemmtistaður: Sumar-
bústaður á Þingvöllum.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ekkert.
Stefnir þú að einhverju sérstöku í
framtíðinni? Að fara vel með sjálfa
mig og vera bjartsýn og jákvæð.
Hvað gerðir þú í sumarfriinu? Ég
hef ekki tekið það enn þá. Það gæti
verið að ég færi í vétrarfrí í staðinn.