Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 I>V Öldungar eða ekki öldungar? Þegar hlaupahópar á höfuð- borgarsvæðinu voru taldir upp hér á trimmsíðu á dögunum var m.a. minnst á ÖL- hópinn. í milli- fyrirsögn stóð Öldungar og drógu margir þá ályktun af að það væri nafn hópsins. Þetta er alrangt Ilið rétta er að skammstöfunin ÖL táknar: Örmagna langhlaup- arar. Notkun orðsins Öldungar í þessu samhengi er sambland af grunnhyggni umsjónarmanns og þeirrar staðreyndar að margir meðlima ÖL hópsins eru komnir til nokkurs aldurs og þroska án þess að vera öldungar í ströng- ustu merkingu orðsins. Meðlimir ÖL hópsins eru beðnir velvirð- ingar á þessum leiða misskilningi og minnt á að í fyrramálið, sunnudaginn 6. nóvember hefst hlaup hópsins kl. 10:30 í fyrsta sinn í vetur. Flestir á Nike Fyrr í haust birtust hér á Trimmsíðu tölur úr könnun á vinsælust tegundum hlaupaskóa meðal þátttakenda í þremur stór- um maraþonhlaupum í Evrópu og voru Asics skór vinsælastir. Nú hafa Trimmsíðunni borist niðurstöður úr samskonar könn- un sem gerð var í Reykjavíkurm- araþoni í sumar, Könnunin náði til 1.860 keppenda eða 51.4%. Smávægilegur munur er milli Qokka en séu allir teknir saman hlupu 46% á Nike, 17.4% á Ree- bok, 10% á Adidas og 5.2% á Asics. Sé htið á einstakar vega- lengdir kemur nokkur munur í ijós og hefur Nike t.d.meiri yfir- burði í styttri vegalengdum með- an hlutfali Asics er hærra í heilu maraþoni en yfir heildina eða 24.1% á móti 34.5% Nike. Sams- konar könnun var gerð i heilsu- hlaupi Krabbameinsfélagsins og náði til 225 þátttakenda af 229. Niöurstöðurnar eru nær sam- hljóða þeim sem urðu í Reykja- víkurmaraþoni þ.e. langflestir eða 44.8% hlupu á Nike. Megrunar- lyfvalda heila- skemmd- um Það færist í vöxt meðal vest- rænna þjóöa að beita lyfjameð- ferð gegn offitu þar sem hefð- bundnir megrunarkúrar hafa ekki hrifið. Eitt vinsælasta lyfið í Evrópu til þessara nota heitir Dexfeniluramine og bíður sam- þykkis bandarískra heilbrigðis- yfirvalda svo sala verði heimil þar. Lyf þetta leysir boöefnið se- rótónín úr læðingi í heilanum en efnið dregur m.a. úr matarlyst. Nýjar amerískar rannsóknir benda til að lyfiö geti valdið var- anlegum heilaskemmdum í dýr- um. Skemmdimar verða á heila- frumunum sem framieiða seró- tónin og skortur á því veldur geð- truflunum og svefnleysi. Margir hafa mótmælt þessum niðurstöð- um og bent á langvarandi notkun lyfsins í Evrópu án sannanlegra aukaáhrifa en þeir sem stóðu að tilraununum benda á að margir læknar láti offitusjúklinga taka lyfið árum saman og þaö geti ein- mitt liðið mörg ár áður en skemmdir koma í Ijós. Trimm -þungavigtarhópur í Kópavogi á réttri leið Það var í janúar á þessu ári sem auglýsing í Mbl. vakti athygli margra. Þar auglýsti einhver eftir að komast í samband við karlmenn sem væru yfir 120 kíló og heföu helst ein- hver sjúkdómseinkenni sem gjarnan fylgja shku holdafari. Neðanmáls í sömu auglýsingu var lýst eftir þjálf- ara sem treysti sér til þess að styðja hóp slíkra manna á réttri leið til heil- brigðara lífernis. Maðurinn bak við þessa auglýs- ingu heitir Guðmundur Jónsson og er af félögum sínum kallaður Gúndi. Honum bárust 43 fyrirspurnir frá körlum sem uppfylltu skilyrðin og fiöldi þjálfara hafði samband við hann og lýsti áhuga á verkefninu. Úr þessum efniviði var búinn til trimmhópur sem hóf að æfa þrisvar í viku undir stjórn Aðalsteins Jóns- sonar, íþróttakennara og þjálfara, og hefur hópurinn bækistöðvar sínar í Sundlaug Kópavogs. Honum er skipt í tvennt og eru 12 manns í hvorum. Inntökuskilyrðin voru dálítið sér- stök því ekki var tekið viö neinum sem vó minna en 120 kíló en sá þyngsti mældist rösk 150 kíló. Þeir hafa sannarlega haldið sér við efnið því í dag, rúmum 10 mánuðum seinna, hefur enginn helst úr lestinni og allir hafa þeir skroppið saman að meira eða minna leyti og tekið marg- víslegum framfórum. Ekki vildu þeir í spjalli við Trimmsíðuna nefna nein- ar tölur um samdrátt en staðfestu að samtals jafngilti það því að einn úr hópnum hefði horfiö. Var aó drepast Þegar Guðmundur Jónsson, forsp- rakki og guðfaðir hópsins, var spurð- ur hvað hefði orðið til þess að hann hrinti þeim úr vör s varaði hann stutt og lagggott: „Ég var að drepast." Fé- lagar hans kinka kolli til samþykkis. Allir áttu þeir sameiginlegt að vera meira eða minna undir læknishendi vegna ýmissa kvilla offitu s.s. hás blóðþrýstings og fleira. Þaö má því kalla þetta raunverulegan áhættu- hóp því sá yngsti er fæddur 1952 og þessi aldurshópur í þessum þyngdar- Aðalsteinn Jónsson þjálfari. flokki er frá sjónarhóli læknavísind- anna í lífshættu allan sólarhringinn. Á þeim tíma sem liðinn er síðan hóp- urinn tók til starfa hafa flestir lagt blóðþrýstingsmeðuhn á hilluna þar sem þeirra er ekki lengur þörf. Bak- verkir og þess háttar, sem stafa bein- línis af of miklum þunga, heyra sög- unni til. En hve hratt hafa þeir grennst á þessum tíma? Hefur lést um 50 kíló „Sá sem hefur lést hraðast er langt kominn meö að ná af sér 50 kíló- um,“ segir Aðalsteinn Jónsson, þjálf- ari stóru strákanna, í samtaU við Trimmsíðuna. „Sumir hafa tekið af sér 10-30 kíló en sumir lítið eða ekk- ert. Það er ekki rétt að einblína á kílóafjöldann eingöngu. Það sem skiptir mestu máli er að þeir eru all- ir í stöðugri framfor og heilsufar þeirra er stórum betra en þaö var þegar við byrjuðum. Þol, styrkur og úthald hefur aukist að miklum mun og það skiptir gífurlegu máU.“ Hvemig nálgast þjálfari verkefni eins og þetta? „Viö erum saman í rúman klukkutíma í hvert sinn. Við förum hérna í kjaUarann og lyftum lóðum, við fórum í gönguferð um nágrennið. Þá göngum viö rólega fyrst, en síðar greiðar og höfum aUt- af að minnsta kosti eina brekku á leiðinni. Nú orðið eru sumir farnir að skokka spotta og spotta á heim- leiðinni. Við gerum teygjuæfingar og slökunaræfingar og spjöllum saman um mataræðið. Svo fórum við saman út í Borgarbúð til þess aö komast á vigt því vigtin hérna í sundlauginni tók lengi vel engan í hópnum. Ég er vanur að þjálfa keppnismenn, þjálf- aöi handboltamenn árum saman svo ég þurfti auövitað aö nálgast þetta svolítið öðruvisi. Ég hefi lært mjög mikið af því að vinna með mínum mönnum. Ég þurfti virkilega að rifja upp grundvallaratriði í mínum fræð- um. Þetta er geysilega skemmtilegur hópur, kemur úr öllum stéttum þjóð- félagsins og ég dáist að úthaldi þeirra og þrautseigju. Léttleikinn sem fylgir þessum hóp gerir þetta enn betra. Ég er með þá þrisvar í viku en þeir hittast sjálfir einu sinni þess utan. Aðalatriöið að fara nógu rólega Aðalatriðið er að fara nógu rólega í upphafi til þess að forðast meiösh og við höfum alveg sloppið við þau. Við lítum fyrst og fremst svo á aö Umsjón Páll Ásgeir Ásgeirsson við séum að fást við breyta lífsstíl hópsins og vinna saman að betra og lengra lífi. Við reynum að hafa dá- Mtla fjölbreytni í þessu og ég vil ekk- ert vera að messa endalaust um mat- aræði yfir þeim. Þetta kemur hægt og rólega. Staðreyndin er sú að karl- menn sem eru of þungir eru hópur sem hefur verið vanræktur í för- vamarstarfi og þjálfarar hafa gefist upp hvað eftir annað. Sannleikurinn er sá að eftir fyrstu vikuna með þeim í vetur leist mér ekkert á og taldi víst að ég yrði að hætta með þá. En í dag er það staðreynd að ef ég fylgi þeim á fullu gegnum það sem þeir gera í einum tíma þá þarf ég að taka vel á. Ég ætlaði upphaflega að vera með þeim í svona þrjá mánuði en þetta er búiö að vera svo gaman og viö höfum allir svo mikinn áhuga á því sem við erum að gera. Meðan svo er höldum við áfram að vinna sam- v an.“ Hópurinn leggur af stað i gönguferð. DV-myndir ÞÖK Hafa tapað sem svarar eimim félaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.