Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 Dagur í lífi Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara: Undirbúningur fyrir átakið Tónlist fyrir alla Eg vaknaöi aö venju um klukkan 7 og að loknum hefðbundnum morg- unverkum bjó ég mig undir daginn. Fyrst á dagskrá þessa dags var fund- ur klukkan 8.30 með Kjartani Má, skólastjóra Tónlistarskólans í Kefla- vík. Það hafði snjóað og varað var við hálku á Reykjanesbrautinni syo ég bjó mig í snatri til brottferðar. Ég var svo heppinn að hafa látið yfirfara bílinn, búa hann undir veturinn - stilling, vetrarhjólbarðar o.fl. - svo ég dreif mig í jakkann og út í bíl. Þar komst ég að því að vindlaust var á einu hjóh og sá mig knúinn til átaka við óvænt ástand. Ég er nú ekki maður mikilla afreka í verkleg- um framkvæmdum en skipti um dekk að því er mér fannst á mettíma og mætti í Keflavík réttstundis. Fundað með Suðumesjamönnum Við Kjartan áttum gagnlegt spjall og fórum í kjölfar þess í heimsókn í alla skóla Keflavíkur og Njarövíkur svo og íþróttahús til að kanna aö- stæður vegna áhuga Suðurnesja- manna á þátttöku í tónlistarkynning- arátaki því sem gengur undir sam- heitinu Tónhst fyrir alla. Að loknum góðum móttökum á hverjum stað hélt ég til baka, kom við í Gerðu- bergi, átti þar stutt erindi og tjá- skipti við fólk. Kom við heima í Kópavogi í hádeginu. Klukkan rúmlega 13 var stuttur fundur í Háskólabíói hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands vegna þátttöku hennar í Tónlist fyrir aUa í Kópa- vogi, á Selfossi, Akranesi og nú hugs- anlega einnig í Grindavík, Keflavík og Njarðvík. Tónleikaferðtil útlanda undirbúin Ég kom heim um klukkan 14 og hitaði mér kaffi og leit í Morgunblað- ið. Settist um 15 mínútum síðar við hljóðfærið þar sem ég sit löngum stundum. Æfði mig til klukkan 17.40. Ég er að undirbúa hluti sem vonandi líta dagsins ljós í Kópavogi eftir ára- mótin og þarf mjög að halda á spöð- unum. Otímabært er að^tjá sig um það frekar að sinni, sinni bara vinnu minni. Á döfinni er einnig tónleika- ferð í lok nóvember til Sviss og Spán- ar. Um klukkan 18 átti ég von á söng- konu á æfingu en það breyttist svo að ég gat nýtt mér timann milli sex og sjö til að lesa yfir ný sönglög sem mér hafa borist nú síöustu daga. Þessi lög stendur til að flytja í Gerðu- bergi innan tíðar. Púslað með sonardóttur Sonardóttir mín kom í heimsókn og fékk ég það skemmtilega verkefni að gæta hennar frá klukkan 19 til 20.30. Heimasætan á kóræfingu og konan á tölvunámskeiði stutta stund. Við snæddum kvöldverð, gáfum okk- ur tima fyrir uppbyggilegt spjall (hún er fimm ára) og púslleiki, gjóuðum þó augunum af og til á fréttir í sjón- varpi. Við gleymdum okkur. Síðan fóru fram vaktaskipti og ég dreif mig á söngtónleika í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, sem hófðu vakiö athygh mína. Kom heim að þeim loknum tuttugu mínútur yfir tíu. Það sem eftir lifði kvölds sátum við hjónin í ró og friðsæld með dóttur okkar ungri og sonardóttur sofandi en hún hafði búið sig undir gistingu. Það er í mörgu að snúast hjá Jónasi Ingimundarsyni vegna átaksins Tónlist fyrir alla. DV-mynd GVA Finnur þú fimm breytingar? 282 Hvort ég geti talað? Ég spyr nú bara á móti hvort þú getir f logiö! Nafn: Helmlli: Vinningshafar fyrir tvö hundruð og áttugustu get- raun reyndust vera: 1. Sigursteinn Unnar Sigursteinsson, Rimasíðu 2, 603 Akureyri. 2. Ingibjörg Jóbannsdóttir, Túngötu 33, 820 Eyrarbakka. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atrið- um verið breytt. Finnir þú þessi fimrn at- riði skaltu merkja við þau meö krossi á myndinni öi hægri og senda okkur hana ásamt nafhi þinu og heteiusfangi Að tveimur vikum fiðnum birfum við nöfh sigurvegaranna. 1. verðlaun: Grundig útvarpsklukka að verðmæti 4.860 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf. 2. verðlaun: Fimm Úrvalsbækur. Bækurnar, sem eru í verðlaun, heita:_M ert spæjarinn, Sím- inn, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjðlmiðlun. Merkið umslagið með laushinni: FSnnur þú fimm breytingar? 282 c/oDV,pósthólf5380 125Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.