Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Page 18
18 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 Dagur í lífi Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara: Undirbúningur fyrir átakið Tónlist fyrir alla Eg vaknaði að venju um klukkan 7 og að loknum hefðbundnum morg- unverkum bjó ég mig undir daginn. Fyrst á dagskrá þessa dags var fund- ur klukkan 8.30 með Kjartani Má, skólastjóra Tónlistarskólans í Kefla- vík. Það hafði snjóað og varaö var við hálku á Reykjanesbrautinni svo ég bjó mig í snatri til brottferðar. Ég var svo heppinn að hafa látið yfirfara bílinn, búa hann undir veturinn - stilling, vetrarhjólbarðar o.fl. - svo ég dreif mig í jakkann og út í bíl. Þar komst ég að því að vindlaust var á einu hjóh og sá mig knúinn til átaka við óvænt ástand. Ég er nú ekki maður mikilla afreka í verkleg- um framkvæmdum en skipti um dekk að því er mér fannst á mettíma og mætti í Keflavík réttstundis. Fundað með Suðurnesjamönnum Við Kjartan áttum gagnlegt spjail og fórum í kjölfar þess í heimsókn í alla skóla Keflavíkur og Njarövíkur svo og íþróttahús til að kanna að- stæður vegna áhuga Suðumesja- manna á þátttöku í tónlistarkynning- arátaki því sem gengur undir sam- heitinu Tónlist fyrir alla. Að loknum góðum móttökum á hverjum staö hélt ég til baka, kom við í Gerðu- bergi, átti þar stutt erindi og tjá- skipti við fólk. Kom við heima í Kópavogi í hádeginu. Klukkan rúmlega 13 var stuttur fundur í Háskólabíói hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands vegna þátttöku hennar í Tónlist fyrir alla í Kópa- vogi, á Selfossi, Akranesi og nú hugs- anlega einnig í Grindavík, Keflavík og Njarðvík. Tónleikaferð til útlanda undirbúin Ég kom heim um klukkan 14 og hitaði mér kafTi og leit í Morgunblað- ið. Settist um 15 mínútum síðar við hljóðfærið þar sem ég sit löngum stundum. Æfði mig til klukkan 17.40. Ég er að undirbúa hluti sem vonandi líta dagsins ljós í Kópavogi eftir ára- mótin og þarf mjög að halda á spöð- unum. Otímabært er að'tjá sig um þaö frekar að sinni, sinni bara vinnu minni. Á döfinni er einnig tónleika- ferð í lok nóvember til Sviss og Spán- ar. Um klukkan 18 átti ég von á söng- konu á æfmgu en það breyttist svo að ég gat nýtt mér tímann milli sex og sjö til að lesa yfir ný sönglög sem mér hafa borist nú síðustu daga. Þessi lög stendur til að flytja í Gerðu- bergi innan tíðar. Púslað með sonardóttur Sonardóttir mín kom í heimsókn og fékk ég það skemmtilega verkefni að gæta hennar frá klukkan 19 til 20.30. Heimasætan á kóræfmgu og konan á tölvunámskeiöi stutta stund. Við snæddum kvöldverð, gáfum okk- ur tíma fyrir uppbyggilegt spjall (hún er fimm ára) og púslleiki, gjóuðum þó augunum af og til á fréttir í sjón- varpi. Við gleymdum okkur. Síðan fóru fram vaktaskipti og ég dreif mig á söngtónleika í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, sem höfðu vakið athygli mína. Kom heim að þeim loknum tuttugu mínútur yfir tíu. Það sem eftir lifði kvölds sátum við hjónin í ró og friðsæld með dóttur okkar ungri og sonardóttur sofandi en hún haföi búið sig undir gistingu. DV-mynd GVA Það er í mörgu að snúast hjá Jónasi Ingimundarsyni vegna átaksins Tóniist fyrir alla. Finnur þú fimm breytingar? 282 Hvort ég geti talað? Ég spyr nú bara á móti hvort þú getir flogið! Nafn: Heimili:. Vinningshafar fyrir tvö hundruð og áttugustu get- raun reyndust vera: 1. Sigursteinn Unnar 2. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Sigursteinsson, Túngötu 33, Rimasíðu 2, 820 Eyrarbakka. 603 Akureyri. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atrið- um verið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndínni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Grundig útvarpsklukka að verömæti 4.860 krónur frá Sjónvarpsmiðstöðinni hf. 2. verðlaun: Fimm Urvalsbækur. Bækurnar, sem eru í verðlaun, heita: _M ert spæjarinn, Sím- inn, Á ystu nöf, í helgreipum haturs og Lygi þagnarinnar. Bækumar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú funm breytingar? 282 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.