Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 Sérstæð sakamál Gulu leirsletturnar Föstudagsmorgun í janúar fór Charlotte Duncan akandi frá ein- býlishúsinu fallega sem var heimili hennar í útborg Brisbane í Ástral- íu. Hún þurfti að reka nokkur er- indi í miðborginni. Börn hennar tvö, Terence sjö ára og Catherine fjögurra ára, urðu eftir hjá þjón- ustustúlkunni, Sonju St. Clair. Þegar inn í miðborgina kom lagði Charlotte bíl sínum á stæði sem hún var vön að nota. Síðan fór hún til hágreiðslukonu. Frá henni hélt hún í nokkrar verslanir til innkaupa, en sótti bílinn um hádegisbilið. Eftir það spurðist ekkert til hennar. Þegar klukkan var orðin hálf- fimm fór þjónustustúlkan á heimil- inu, Sonja, aö undrast um húsmóð- urina. Það var ólíkt henni að vera lengur að heiman en hún hafði ætlað, án þess að hringja og segja tíl um hvenær hún kæmi. Það var þó ekki fyrr en Walter Duncan kom heim, stundarfjórðungi fýrir sex, að ástæða þótti til að gera sérstakar ráðstafanir. Bíllinn finnst Walter hringdi fyrst í tengdamóð- ur sína, en síðan í vinkonur Charl- otte. Hvergi var neinar upplýsingar að fá um ferðir hennar. Þá ók hann inn í miðborgina að bílastæðinu sem kona hans notaði jafnan. Þar fékk hann þær upplýsingar áð hún hefði ekið út af því þegar klukkuna vantaði sjö mínútur í tólf. Walter, sem var nú orðinn mjög áhyggjufullur, sneri sér til lögregl- unnar og tiíkynnti hvarf konu sinnar. Leit hófst þegar, en þaö var ekki fyrr en klukkan þrjú um nótt- ina að vísbending fékkst um þaö sem gerst hafði. Þá fannst bíll Charlotte undir járnbrautarbrú í úrjaðri borgarinnar. Tæknimenn lögreglunnar hófu þegar í stað rannsókn. Á stýrinu og tíurðarhandfangi fundust fjögur fingraför, og á gólfinu fyrir framan ökumannssætið og á dekkjunum voru gular leirslettur. Þá fannst blóð á hurðarklæðningu og baki framsætisins. Bíllinn var fluttur að tæknideild lögreglunnar, en gaghger rann- sókn færði ekki aðrar vísbending- ar. Líkið finnst Á hádegi næsta dag, réttum sólar- hring eftir hvarfið, voru um þrjú hundruð lögreglumenn, margir með hunda, að leita Charlotte. Þeg- ar sú leit hafði staðið í nokkra tíma fannst lik hennar. Hún hafði verið fiett klæðum og föt hennar, sem fundust skammt frá, báru þess merki að hafa verið rifin utan af henni. Nokkru síðar gat réttarlæknir greint frá því að Charlotte hefði verið rotuð, en síðan kyrkt. Ekkert benti hins vegar til þess að henni gefði verið nauðgað. Taska Charlotte fannst skammt frá líkinu, og hafði ekkert verið úr henni tekið nema peningar sem vitaö var að hún hafði verið með. Fingrafórin í bílnum reyndust ekki vera af Charlotte, en þau voru ekki til í fingrafaraskrá lögregl- unnar, og var því h'óst að morðing- inn var ekki á skrá yflr sákamenn. Þaö eina sem rannsóknarlögreglan hafði til að fara eftír voru því leir- sletturnar gulu, en jarðvegurinn á stóru svæði norðan borgarinnar var leirkenndur. Var því alls óvíst hvort þær gætu orðið til nokkurs gagns. Charlotte Duncan meö dóttur sinni, Catherine. Undirgrun Eins og venja er í tilvikum sem þessu var eiginmaöurinn, Walter, Michael Devas. tekinn til yflrheyrslu. í Ijós kom hins vegar að hann hafði óhaggan- lega fjarvistarsönnun. Hann haföi verið á skrifstofu sinni allan dag- inn, og i nær stöðugu sambandi við samstarfsfólk sitt. En Bednall full- trúi, sem annaðist rannsókn máls- iná, var þó ekki á því að það tákn- aði sakleysi Walters Duncan. Hann gæti hafa fengið leigumorðingja til ódæðisins. En hafði Walter ástæðu til að vOja konu sína feiga? Bednall leit svo á. Og þegar yfir- heyrslan hafði staðið um hríð þótti honum líklegt að Walter bæri . ábyrgð á morðinu. Það sem Bednall taldi nánast staðfestingu á því var svar Walters við þeirri spurningu hvort hann ætti sér ástkonu. Því neitaði Walter, en BeánsJl hafði þegar fengið staðfest aö hann hefði haldið við einkaritara sinn, Marj- orie Kimber, um hríð. Hafði þá fengist á því staðfesting að Walter og Marjorie hefðu átt saman stund- ir á móteli sunnan borgarinnar, en einnig á heimili hennar. Breytileg sam- setning leirsins Bednall hafði á sér orð fyrir að vera harðskeyttur og gefa hvergi eftir þegar hann taldi einhvern sek-" an. Hann sagði því við Walter: „Ég veit að þú ert sekur. Ég veit að þú lést myrða konuna þína. Og ég skal sjá til þess að þú farir í gálgann eða eyðir því sem eftir er ævinnar í fangaklefa. Það alminnsta sem þú ¦slyppir með væri tíu tíl fimmtán ára fangelsi." Meðan Bednall íhugaði leiöir til að sanna sekt Walters héldu tækni- menn lögreglunnar áfram rann- sóknum sínum, en þær beindust nú nær eingöngu að leirslettunum. Og brátt gerðu þeir athyglisverða uppgötvun. Þótt leirinn norðan borgarinnar væri allur gulleitur var þéttieiki hans og samsetning ólík og varð breytingin þeim mun meiri sem lengra var haldið norður á bóginn. Hófst nú kerfisbundin sýnataka, og tuttugu og tveimur dögum eftir morðið voru tekin sýni við einkaveg um fimmtíu kílómetra norðan Brisbane, við sveitabæ. Frekari sýnatökur Leirinn við einkaveginn kom al- veg heim og saman við þann leir sem fannst í bílnum og á dekkjun- um. En til öryggjs voru tekin enn Marjorie Kimber. fleiri sýni á stóru svæöi umhverfis sveitabæinn. Niðurstaða rann- sókna á þeim sýndi, svo ekki varð um villst, að bíll Charlotte hafði verið á þessum slóðum daginn sem hún var myrt. Bednall fékk að heyra um þessa niðurstöðu. Fór hann, ásamt öðr- um rannsóknarlögreglumönnum, að sveitabænum. Þar var þá enginn heima nema tvítug stúlka, Monna Young. Þegar hún var að því spurð hvort hún héfði orðið vör við um- ferð þann 9. janúar, svaraði hún: „Kærastinn minn kom seint síð- degis. Hann sagði mér að hann væri á bíl og hefði lagt honum nokkuð frá bænum svo faðir minn sæi hann ekki. Hann vildi aö ég hlypist að heiman með honum. En ég neitaöi því. Ég bý hér með föður minum og við erum bara tvö ein því móðir mín er dáin. Okkur föður mínum hefur líka alltaf komið vel saman." „Sástu bílinn?" var næsta spurn- ingin til Monnu. „Nei, en kærastinn minn sagði mér að hann hefði fengið lánaðan bíl. Þá sagðist hann vera með pen- inga svo við gætum farið til Sydney og gift okkur þar." Handtakan Monna skýrði nú frá því að kæ rasti hennar héti Michael Devas og væri tuttugu og sjö ára. Lét hún lögreglumennina fá heimilisfang hans. Þeir gengu úr skugga um að enginn sími væri á bænum svo Monna gæti ekki gert honum að- vart. Síðan óku þeir heim til Mic- hels á miklum hraða. Þegar hann opnaði fyrir þeim var hann þegar í stað tekinn fastur. Michael brá greinilega mikið þeg- ar hann sá rannsóknarlögreglu- mennina. Og við fyrstu yfirheyslur var hann óstyrkur. Enn óstyrkari varö hann svo þegar honum var sagt að fingraför hans kæmu heim og saman við þau sem fundust í bílnum. Þá fundust í íbúð hans skór með gulleitum leir á og sýndi rannsókn að hann var eins og sá sem fundist hafði í bílnum og á dekkjunum. Játningin Michael Devas sá nú að vonlaust var að halda því fram að hann hefði ekki myrt Charlotte Duncan. Tók nú við frásögn hans af því hvers vegna hann hafði gert það. Meginástæðan var sú að hann ætlaði að fá Monnu Young tíl að hlaupast að heiman og giftast sér. En til þess þurftí hann bæði pen- inga og bíl. Þess vegna tók hann sér stöðu viö bílastæðið þar sem Charlotte hafði lagt. Leit hann svo á að þar sæi hann konu, eina síns liðs, sem væri nógu óvör um sig til að bjóða honum far ef hann bæði um það. Og það hafði Charlotte gert. Er þau höfðu ekið nokkurra kíló- metra leið tók hann fram hníf, beindi honum að síðu hennar og skipaði henni að aka á fáfarnar slóðir. Stöðvaði hún bílinn um fimmtíu metra frá þeim stað þar sem líkið af henni fannst. Þá sagði Michel henni að hann neyddist til að myrða hana því að öðrum kosti myndi hún bera kennsl á sig. Síðan reif hann utan af henni fötin því ætlun hans var sú að lögreglan héldi aö um nauðgun hefði verið að ræða. Þegar Michael hafði svipt Charl- otte lífinu, tók hann þá peninga sem voru í tösku hennar og ók út að sveitabænum. Afsökunin Bednall fulltrúa var nú ljóst að kenning hans um að Walter Dunc- an hefði ráðið leigumorðingja til að stytta konu sinni aldur, svo hann gæti gengið að eiga einkarit- ara sinn, var ekki á rökum reist. Hann fór því til Walters og bað hann afsökunar, en sagði svo: „Ég hafði verk að vinna, og þú gerðir mistök þegar þú neitaðir því að eiga þér ástkonu. Þannig beind- irðu í raun sjálfur að þér sterkum grun." „Þú varst á góðri leið með að fá mig hengdan," sagði Walter. „Það má vera," svaraði Bednall, „en það er nú orðið langt síðan að morðingi gefur verið hengdur hér um slóðir. Líklegast þykir mér að þú hefðir fengið fimmtán ára fang- elsisdóm." „Saklaus maðurinn?" „Við erum mannlegir, og okkur verður stundum á. En var það ekki Shakespeare sem sagði að allt væri gott ef endirinn væri góður?" Svo brosti fulltrúinn og gekk sína leið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.