Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 25
i,au(;ai{|)A(;uk5. nóviímuhk 1991 25 Joanne Whalley-Kilmer og Timothy Dalton í hlutverkum Scarlett O'Hara og Rhetts Butlers. Nýr myndaflokkur í Sjónvarpinu: Framhald myndarinnar Á hverfanda hveli . „Þegar ég heyrði fyrst um þetta fannst mér það fáránlegt. Ég var mjög hrifin af kvikmyndinni Á hverfanda hveli og ég vissi varla hvað mér ætti að finnast um fram- hald á sjálfri bókinni, hvað þá að gerð yrði ný kvikmýnd." Þetta er haft eftir bresku leikkonunni Joanne Whalley-Kilmer sem leikur Scarlett O'Hara í sjónvarpsmyndaflokki sem frumsýndur verður um allan heim 13. nóvember næstkomandi og þá jafnframt hjá Sjónvarpinu. Það var Robert Halmi sem keypti kvikmyndaréttinn að framhaldsbók- inni um Scarlett og Rhett Butler eftir rithöfundinn Alexöndru Ripley. Bók- in kom út 1992 og það tók Halmi lang- an tíma að finna leikkonu sem hann var ánægður með. Þegar Joanne hafði lesið handritið og bókina gat hún ekki sagt nei. Joanne hefur leik- ið mikið á sviði og í sjónvarpi en einnig í nokkrum kvikmyndum. Timothy Dalton, sem leikur Rhett Butler, var í fyrstu svolítið efins um ágæti þess að taka að sér hlutverkið sem Clard Gable lék svo frábærlega. Timothy kveðst hins vegar hafa litið á þetta sem vissa ögrun og að ekki væri hægt að skorast undan. Framhaldsmyndaflokkurinn hefst á því að Scarlett O'Hara er viðstödd útför Melanie, eiginkonu Ashley Wilkes. Viðstaddir láta í ljós óánægju sína og reiði þegar Scarlett reynir að sýna Ashley samúð sína. Samkvæmt ráðleggingu lögmanns síns dregur Scarlett sig í hlé og heldur til ættar- óðalsins Tara þar sem fóstra hennar liggur á dánarbeði. Scarlett trúir fóstru sinni fyrir þvi að hún elski enn Rhett, eiginmann sinn, og vilji fá hann aftur til sín. Fóstran lætur í ljós þá ósk sína að hún vilji sjá Rhett áður en hún kveð- ur þennan heim og Scarlett sendir honum símskeyti, en ekki undir eigin nafni. Þó að Rhett lofi fóstrunni að sjá um Scarlett er hann samt ákveð- inn í því að losa sig við hana. Scarlett heldur til írlands og ákveð- ur að setjast þar að. Sögusviöið er þó ekki bara írland heldur einnig London. Scarlett og Rhett eiga eftir að hittast en hún býr yfir leyndar- máli sem hún hefur heitið að láta hann aldrei vita um. í hlutverki Ashleys er Stephen Collins og afa Scarlett leikur John Gielgud. Meðal annarra leikara eru Ann-Margret, Julié Harris, Jean Smart, George Grizzard og Paul Winfield. Nord Frost FRÁ GISLAVED vetrardekkið! *Niöurstaöa úr yfirgripsmestu prófun á vetrardekkjum sem gerð hefur veriö (NIVIS WINTERTEST 92, Finnland). SKEIFUNNI 11 • SÍMI 688033 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT Upphaf flestra ^ ökuferða er ámóta - en endalok því miöur ólík. ? »- ^S Sýnumaðgát! ||$EERÐAR hreinlætistæki Vöndað vara«f™bœr°wrðM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.