Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994
Fréttir
Meöferðarstofnunin að Sogni til að hjálpa ósakhæfum afbrotamönnum:
Sjaldgæft að sjúklingar
fremji af brot ef tir meðf erð
- segir Grétar Sigurbergsson, yfirlæknir á Sogni
„Ég held ekki að þaö komi til með
að stafa hætta af því fólki sem er
útskrifað af Sogni. Eg held að það séu
meiri vandræði með þá sem sleppt
er úr almenna fangelsiskerfinu.
Rannsóknir sýna fram á að það er
mjög sjaldan sem fólk sem sætt hefur
meðferð á lokuðum meðferðarstofn-
unum fremur glæp aftur," segir
Grétar Sigurbergsson, yflrlæknir á
meðferðarstofnuninni á Sogni.
Grétar segir að starfsemi meðferð-
arstofnunarinnar á Sogni sé fólgin í
því að hjálpa þeim sem dæmdir hafa
verið til vistunar þar aftur til heilsu.
Staðurinn sé ekki geymslustofnun
fyrir ósakhæfa afbrotamenn eins og
fram hefur komið í fjölmiðlum að sé
skoðun einstakra aðila innan heil-
brigðisráðuneytisins. Sjaldnast sé
það þó svo að menn nái fullum bata
en þörf sé að fólk sé einkennalaust
eða einkennalítið til aö það sé út-
skriftarhæft. Hann segir að vel hafi
tekist til með rekstur stofnunarinnar
miðaö við hvernig málum var háttað
fram til þess tíma.
Nú hefur einn sjúklingur, eins pg
Grétar orðar það, verið útskrifaður
einkennalítill og von er á að tveir til
þrír sjúklingar til viðbótar verði út-
skrifaðir á næstunni. Sá sem hefur
verið útskrifaður var dæmdur fyrir
líkamsárás með vopni en hinir fyrir
önnur afbrot, þar á meðal morð. Það
eru ekki einsdæmi að ósakhæfir ein-
. staklingar séu útskrifaðir af lokuð-
um meðferðarstofnunum en fjórir
ósakhæfir afbrotamenn hafa verið
útskrifaðir af geðdeild sem er starf-
rækt á Akureyri.
Venjan er sú að menn séu dæmdir
Einn sjúklinga á Sogni tveggja manna bani:
Dæmdur ósakhæf ur
eftir fyrra morðið
- en seinna sleppt út af stofnun fyrir geðsjúka afbrotamenn
Einn sjúklinga á Sogni hefur tví-
vegis verið dæmdur ósakhæfur eft-
ir manndráp.
Árið 1973 var sjúklingurinn, sem
er kona, fundinn sekur um að hafa
stungið eiginmann sinn með egg-
vopni og sært hann tiTólífis.
Konan var úrskurðuð ósakhæf
og dæmd til vistunar á viðeigandi
stofhun fyrir geðsjúka afbrota-
menn. Slík stofnun var ekki til á
íslandi svo konan var send til Sví-
þjóðar. Þar var hún vistuð til ársins
1981. Þá komust læknar að þeirri
niðurstöðu að engin ástæða væri
til að halda henni lengur á þeirri
stofnun og hún var látin laus.
Náinn aðstandandi konunnar
sagði í viðtali við DV árið 1991 að
læknar í Svíþjóð hefðu sagt konuna
eiga við geðklofa að stríða. Læknar
heima hafi víst ekki verið á einu
máli um hvað væri að henni. Að-
standendur hafi upplifað ástandið
á þann hátt að menn hafi lokað
augunum fyrir sjúkleika konunn-
ar. Konan hafi verið veik, verið
látin sjá um sig sjálf og stundum
verið án lyfjagjafar.
Konan var dæmd til vistar á lok-
aðri stofnun eftir að hún banaði
manni öðru sinni, í Reykjavík árið
1991, og hefur verið vistuð á Sogni
frá því stofnunin tók til starfa.
Sleppt eftir tilefnislausa hnífstunguárás:
Læknaður af stjörn-
semi gamalla sálna
- skal þó sæta eftirliti. samkvæmt dómsúrskurði
Maðurinn, sem sleppt hefur ver-
ið úr haldi, var dæmdur fyrir
nokkrum árum fyrir að stinga sak-
lausan vegfaranda með hníf og
valda honum hættulegum áverka.
Dómsúrskurður í máli hans gekk
11. maí síðastliðinn. Þar kemur
fram að við geðrannsókn, sem
Rannsóknarlögreglan fór fram á að
yrði gerð í kjölfar hnífstunguárás-
arinnar, að maðurinn hafi verið
geðveikur, geðklofi og með „að-
sóknarhugmyndir". Þær ein-
kenndustu fyrst og fremst af mikl-
um ranghugmyndum, ofskynjun-
um, og rangtúlkunum. Ástand
hans gæti leitt til þess að viðbrögð
hans yrðu óútreiknanleg, honum
fyndist hann vera í hættu staddur
og vera ofsóttur. Sjálfur lýsti sjúkl-
ingur ástandi sínu svo að „nokkrar
sálir, misgamlar, stjórnuðu gerð-
um hans og væru þær ýmist góðar
eða vondar."
Fyrir dómi fullyrti geðlæknir
mannsins að maðurinn væri „ekki
lengur hættulegur umhverfi sínu
sökum geðsjúkdóms og í raun mjög
ólíklegur til að sýna af sér of-;
beldi." í raun myndi frekari vistun
að Sogni'tefja meiri bata. Meöal
annars í ljósi þessa úrskurðaöi
dómari að maðurinn skyldi útskrif-
aður af Sogni en þó sæta eftirliti
geðlæknis, félagsráðgjafa og hjúkr-
unarfræðings.
Einn sem hyggst sækja um upptöku máls síns:
Var dæmdur fyrir
hrottalegt morð
Annar þeirra vistmanna á Sogni
sem hyggst sækja um að mál sitt
, verði tekið aftur fyrir hjá dómstól-
¦ um var dæmdur ósakhæfur í kjölf-
ar eins hrottalegasta morðs á ís-
landi á seinni tímum.
Aðfaranótt 15. nóvember 1988
réðst hann að Kar'li Jóhanni Júl-
íussyni með eggvopni á heimili
hans og réð honum bana. Lík Karls
Jóhanns var illa leikið.
Maðurinn var dæmdur ári seinna
til að sæta öryggisgæslu ótíma-
bundið á viðeigandi hæli en ekkert
slíkt var að flnna hér á landi á þess-
um tíma. Hann hefur hins vegar
verið vistaður á Sogni frá því með-
ferðarheimilið tók til starfa.
til vistunar í ótilgreindan tíma á
stofnunum sem Sogni. Um leið og
dómur gengur er þeim skipaður til-
sjónarmaður sem sér um hvenær
mál er tekið upp. Mat sérfræðinga, í
tilviki sjúklinga á Sogni mat yfir-
læknis stofnunarinnar og félagsráð-
gjafa viðkomandi er sent dómsmála-
ráðuneyti sem svo aftur sendir það
dómara. Hann úrskurðar um hæfi
viðkomandi einstakhngs til að takast
á við lífið utan veggja stofnunarinn-
ar.
„Það er mjög einstaklingsbundið
hvernig eftirliti með útskrifuðum
einstaklingum er hagað. Það er bæði
um heimsóknir félagsráðgjafa og
læknisviðtöl að ræða. Síðan er þess
gætt að sjuklingar fylgi fyrirmælum
um lyfjameðferð og síðast en ekki
síst að fólki Uði vel."
Grétar segir að um náið eftirlit sé
að ræða og ef eitthvað bendi til þess
að heilsu fyrrum vistmanna hraki
sé gripið til viðeigandi ráðstafana.
Oft sé ákvæði í útskriftarúrskurði
þess efnis að viðkomandi eigi að vera
undir lækniseftirliti.
Sævar Gunnarsson, nýkjörinn forseti Sjómannasambandsins, og Óskar
Vigfússon, fráfarandi forseti, takast í hendur eftir aö Ijóst var að Sævar
sigraöi i slagnum um forsetaembættið. DV-mynd ÞÖK
1
Tillaga um sölu
„sumarhallar for*
ingjanna" felld |
- felld tillaga um að kaupa íbúð fyrir almúganni
Tillaga frá Sjómannafélagi Reykja-
víkur um að sumarhöll foringjanna
yrði seld var felld með 32 atkvæðum
gegn 14 á þingi Sjómannasambands
Islands í gær. Þá var tillaga um að
kaupa íbúð fyrir hinn almenha félaga
einnig felld. Tillagan gerði ráð fyrir
að íbúðin yrði í Reykjavík og sjó-
menn af landsbyggðinni, sem ættu í
veikindum, gætu haft íbúðina til af-
nota.
Gárungarnir höfðu á orði að meðan
foringjarnir fengju höll til að búa í
þá ætti að hola hinum óbreyttu niður
í blokk.
Sævar Gunnarssson frá Sjómanna-
og vélstjórafélagi Grindavíkur var
kosinn forseti Sjómannasambands
Islands á þingi sambandsins í gær.
Hann bar sigurorð af Sigurði Ólafs-
syn frá Isafirði. Sævar fékk 40 at-
kvæði en Sigurður 18. Konráð Al-
freösson, Akureyri, var kosinn vara-
forseti. Þá var Elías Bjarnason, Vest-
mannaeyjum, kosinn ritari stjórnar
og Jónas Garðarsson, Reykjavík,
gjaldkeri.
Nokkur átök voru í kringum
stiórnárkjör að öðru leyti þar sem
hluti austfirsku fulltrúanna vildi
ekki una tillögu uppstillingarnefnd-
ar og gaf því kost á sér til stjórnar-
setu. Þeir féllu í kosningu og var til-
laga uppstillingarnefndar samþykkt.