Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 15
nr LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 15 Miklu skiplir að umræöurnar um valdablokkir ¦ vióskiptalífi. viðskiptalífinu verði ekki til að skekkja mynd almennings af peim grundvallaratriðum sem þurfa að vera til staðar frjálsu atvinnu- og DV-mynd GVA Af heiðursmönnum Þegar hagfræðingurinn og nób- elsverðlaunahafinn Milton Fried- man kom til íslands fyrir úm þaö bil áratug efndi Verslunarráðið til kvöldverðarboðs honum til heið- urs. Sá sem þessar línur ritar var þar viðstaddur fyrir Morgunblaðið. Fyrirlestur Friedmans var upprifj- un á nokkrum helstu kennisetning- um hans um ríkisvaldið og ein- staklingsframtakið. Eins og gengur eru smáatriðin í lestrinum löngu gleymd en mér hafa orðið minnis- stæð ein ummæli sem hann lét falla. „Herrar mínir! Heiðurs- menn!" sagði hann. „Leyfið mér að varpa fram einni spurningu til ykkar: Hverjir haldið þið að séu hættulegastir viðskiptafrelsinu?" Þeir litu hver á annan, kaupsýslu- mennirnir og forstjórarnir, Líklega áttu þeir von á því að nú fengju rauðhðarnir kveðju við hæfl. En Friedman gaf þeim ekki næði til frekari umhugsunar og svaraði spurningunni að bragði: „Það eruð þið sjálfir.iathafnamennirnir!" Svar Friedmans þurfti í sjálfu sér ekki að koma á óvart þótt einhverj- um kunni að hafa brugðið þetta kvöld. Einn af frumkvöðlum frjáls- hyggjunnar, Adam Smith, orðaði sömu hugsun í riti sínu, Auðlegð þjóðanna, fyrir, um tvö hundruð árum: Hvarvetna þar sem tveir. eða fleiri kaupsýslumenn koma saman er þeim efst í huga samsæri gegn keppinautum sínum. Þessir mannlegu brestir, frelsið er gott svo lengi sem það þjónar mér, eru að sjálfsögðu ekki áfellis- dómur yfir markaðsbúskap og við- skiptafrelsi. En þeir eru til sann- indamerkis um það hve nauðsyn- legt er að leikreglur markaðarins séu skýrar og ótvíræðar. Og hve mikilvægt er að lagalegur rammi viðskiptaþjóðfélagsins sé fyrir- staða hvers kyns viðleitni til að leggja stein í götu frjálsrar sam- keppni og framtaks einstakling- anna. „Heiðursmanna- samkomulag" í byrjun vikunnar lét ágætur for- ystumaður í viðskiptalífinu þau orð falla að keppinautur hans hefði brotið „heiðursmannasamkomu- lag" þegar hann keypti hlut í fyrir- tæki sem var á áhrifa- eða umráða- svæði hins fyrrnefnda. Hér er að sjálfsögðu vísað til ummæla Frið- riks Pálssonar, forstjóra Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna (SH), þegar vitnaðist að íslenskar sjávar- afurðir hf. (ÍS) væru að kaupa stór- an eignarhlut í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Það kom glöggt fram í máli Friðriks að hann teldi að þessi fyrirtæki, SH og ÍS, ættu ékki að berjast um heimamarkað- inn heldur einbeita sér að sölu af- urða erlendis eins og viðtekin venja hefði verið. Það er áreiðanlega rétt að valda- barátta í íslensku atvinnulífi, bar- átta sem snýst um það eitt að fá stærri hlut af viðskiptum á mark- aðnum en ekki að auka viðskiptin, er ekki það sem íslenskt efnahags- líf þarf mest á að halda. Við þurfum að sækja fram og ná hagstæðari samningum um afurðir okkar en nú fást. Á hinn bóginn er tæpast hægt að áfellast menn fyrir að ná auknum viðskiptum til sín þótt heildarviöskiptin á markaðnum aukist ekki. Þetta á ekkert síður við um íslenskar sjávarafurðir hf. en önnur fyrirtæki. Og um þetta er reyndar ástæða til að kveða fastar að orði: Það get- ur ekki verið réttnefndur heiðurs- mannaháttur að skipta markaðn- um á milli sín og ætiast til þess að aðrir haldi sig fjarri viðskiptunum. Slík vinnubrögð hljóta að leiða til stöðnunar því það eru gömul og ný sannindi að nýjungarnar og framfarirnar í atvinnulífinu verða beinlínis til í hinni frjálsu sam: keppni fyrirtækjanna og tilrauna- starfseminni á markaðnum. Pólitík í spilinu? PóUtík hefur svolítið blandast inn í umræðurnar um kaup ÍS á hlut í Vinnslustöðinni. Á það er bent að eigendur ÍS eru gömlu Sambands- menrúrnir og sumir þykjast sjá Laugardags- pistíllinn Guðmundur Magnússon fréttastjóri þess merki að þeir séu nú að sækja í sig veðrið og ætii að endurreisa fyrra veldi. Þeir eru sagðir ógna risunum á markaðnum, sem stund- um eru kenndir við kolkrabba, og í gamni og alvöru eru þeir kallaðir smokkfiskurinn og þá vísað til þess að hann spýr eitri! Með öðrum orð- um: Kunnuglegar andstæður fram- sóknarmanna með Sambandið í broddi fylkingar á móti sjálfstæðis- mönnum með einkaframtakið á sínum snærum eru komnar fram. Hvað skyldi svo vera hæft í þessu? Og skiptir það máli hvort kaupsýslumennirnir eru í Sjálf- stæðisflokknum eða Framsóknar- flokknum (eöa öðrum flokkum)? Það er áreiðanlega mikið til í því að nýr, samhentur hópur er að láta til sín taka í viðskipta- og atvinnu- lífinu. Enginn vafi leikur heldur á því að forystu fyrir honum hafa fyrrverandi Sambandsmenn með stjórnendur VÍS, ESSO, ÍS, Sam- vinnulifeyrissjóðsins og Samskipa í broddi fylkingar. Og líklega eru þetta framsóknarmenn upp til hópa, svo öllu sé nú til skila hald- ið. Vel má vera að hér sé líka á ferð- inni „samsæri" í skilningi Adams gamla Smifh. Gallinn er bara sá að enn hefur enginn glæpur verið framinn, öðru nær, og því ótíma- bært að leggja fram ákærur, Frá sjónarmiði frjálsra viðskipta eru „Sambandsmennirnir" upprisnu ekkert minni heiðursmenn en stjórnendur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og annarra einka- fyrirtækja þótt þeir hafi leyft sér að fara inn á „yfirráðasvæði" keppinautanna. Og að sjálfsögðu getur það að öðru jöfnu ekki skipt máli í við- skiptum hvort menn eru í Fram- sóknarflokknum eða Sjálfstæðis- flokknum, frekar en Rotary eða Kiwanis.. Markaðurinn, þ.e.a.s. við neytendúr, spyr ekki að því þegar keypt er brauð hvort bakarinn sé nýbúi eða Húnvetningur. Menn vilja bara vita hvort brauðið er gott, hollt og ódýrt. Þegar deilur einkaframtaks- manna og Sambandsins risu hæst fyrr á árum var því haldið fram að samvinnuformið á fyrirtækja- rekstri hinna síðarnefndu væri þeim ívilnandi. Hlutafélög sætu t.d. ekki við sama borð og samvinnufé- lögin hvað varðaði skattlagningu. Líklega var talsvert til í þessu en það gilti aðeins meðan hér var van- þróaður fjármagnsmarkaður. Þeg- ar eðlileg markaðsstarfsemi komst á og Sambandið naut ekki lengur verndar óeðlilegrar skipanar í fjár- málakerfinu breyttist þetta. Al- kunna er að Sambandið réð ekki við hinar nýju aðstæður og veldi þess riðaði til falls. Nú eru breyttir tímar. Hin nýju „Sambandsfyrirtæki" eru rekin sem hlutafélög og bréfin í sumum þeirra ganga kaupum og sölum á markaði, ekkert síður en bréf í Eimskip, Flugleiðum, Sjóvá- Almennum, íslandsbanka og öðr- um flaggskipum einkaframtaksins. Ef hins vegar væri hægt að sýna fram á óeðlilega rekstrarhætti þessara fyrirtækja væri ástæða til að staldra við og hafa áhyggjur af valdasamþjöppun og blokkar- myndun á þessum vettvangi. í þessu sambandi vakna vissulega spurningar um það hverjir séu t.d. raunverulegir eigendur Bruna- bótafélagsins (sem stendur ásamt gömlu Samvinnutryggingunum að baki VÍS). Og mörgum er spurn hvort forystumenn Samvinnulíf- eyrissjóðsins fari ekki fullfrjálslega með ávöxtunarfé sitt þegar þeir nota iðgjöldin í hlutabréfakaup. En hvað sem þessu líður blasir sem fyrr segir sú mynd við að hér sé ekkert annað á ferðinni en eðlileg viðskipti og samkeppni. Skökk mynd Fjölmiölum og þeim sem lifa og hrærast í viðskiptalífinu verður líklega á næstunni mjög tíðrætt um átök „Kolkrabbans" og „Smokk- fisksins", um blokkirnar í viö- skiptalífinu. og persónurnar sem þar leika aðalhlutverk. í sjálfu sér er heldur ekkert við það að athuga; þetta getur verið skemmtilegt til umræðu og margt forvitnilegt um efnið að segja sem hér eru ekki tök á að rekja. En hættan er hins vegar sú að almenningur fái skakka mynd af atvinnu- og viöskiptalíf- inu; að menn haldi að þar snúist hlutírnir um tóm völd og áhrif en ekki viðskiptavini, þjónustu og arðsköpun. Slíkar ranghugmyndir geta svo aftur gefið stjórnvöldum, fyrr eða síðar, tilefni til að þrengja að athafnalífi í landinu. Lausnin er ekki sú að biðja fjöl- miðla að þegja yfir því sem allir eru að tala um og velta fyrir sér. Lausn- in er í því fólgin að kaupsýslumenn og aðrir athafnamenn haldi í heiðri lógmál frjálsra viðskipta og frjálsr- ar samkeppni og átti sig á því að keppinautarnir geta verið heiðurs- menn þótt þeir taki af þeim við- skipti. Sannleikurinn er nefnilega sá að þegar til lengri tíma er litið munu menn ekki beina viðskiptiim til fyrirtækja með „rétt" flokks- skírteini heldur til þeirra sem bjóða bestu þjónustuna og lægsta verðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.