Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1994, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 1994 Kvikmyndir Atriði úr nýjustu mynd Woody Allens. Woody Allen í fullu fjöri Það hefur mikið gengið á í einka- lífi Woody Allens á undanförnum árum. Fjölmiðlaumfjöllum um einkalíf hans hefur verið mun um- fangsmeiri en um verk hans sem leikstjóra og leikara. Árið 1992 skildi Woody Allen við Miu Farrow, eigjnkonu sína til margra ára, og tók upp ástarsam- band vlð hina ungu Soon-Yi sem Mia Farrow ættleiddi á sínum tíma. Þetta leiddi til biturra deilna milli þeirra Miu og Woody varðandi umráðarétt yfir börnum þeirra. Mörg stór orð voru látin falla og m.a. sakaði Mia Farrow fyrrverandi eiginmann sinn um að hafa misnotaö kynferöislega dóttur þeirra. Hún lagði einnig ofur- kapp á að Woody fengi ekki að um- gangast frekar börn þeirra. Þetta leiddi til lögreglurannsóknar og málaferla sem nýlega enduðu á þann veg að Woody Allen var hreinsaður af allri sök og fékk takmarkaðan umgengnisrétt við son sinn. Hann er búinn að áfrýja dómnum og bíður niðurstöðunnar. Nýttlíf Margir héldu á þessu tímabili að ferli Woody Allens sem listamanns væri lokiö. En þrátt fyrir alla þessa erfiðleika tókst honum að koma ótrúlega miklu í verk sem listamað- ur. Hann skrifaöi handritið og leik- stýrði myndinni Husbands and Wi- ves sem virtist endurspegla að mörgu leyti hjónabandsslit hans og Miu Farrow og ástæðuna fyrir þeim. Myndin hlaut góða dóma. Því næst skrifaði hann með öðrum handritið að myndinni Manhattan Murder Mystery sem hann lék einnig í og leikstýrði. Þar að auki fann hann Woody Allen og Soon-Yi. tíma til að færa í sjónvarpsbúning Don't Drink the Water fyrir ABC sjónvarpsstöðina þar sem hann var einnig leikstjóri og leikari. Woody Allen er líka búinn að skrifa leikrit sem á að setja á svið á næsta ári og svo var nýlega frumsýnd nýjasta af- kvæmi hans á hvíta tjaldinu sem ber heitið Bullets over Braodway. Að venju skrifar Woody Allen handritið en í þetta sinn ásamt nýjum sam- starfsaðila að nafni Douglas McGrath. Hann er einnig leikstjóri myndarinnar sem hefur fengið ein- staklega góða dóma. NewYork Bullets over Broadway gerist í New York borg, eins og svo margar aðrar myndir Woody Allens. Þótt hann hafi notað New York sem bakgrunn í yfir 20 ár virðist hann ekki vera í neinum vanda að finna heppilegt umhverfi sem bakgrunn í myndum sínum. Það sem er ef til vill óvana- legt hjá Woody Allen í þetta sinn er að hann lætur myndina gerast upp úr 1920, ekki ólíkt og í Radio Days sem einnig var gerð í New York. Yfir- leitt gerast myndir Woody Allens nær nútímanum. Söguhetjan er David Shayne (John Cusack), ungur leikritahöfundur sem er að reyna að koma sér áfram. Hann telur sig hafa dottið í lukku- pottinn þegar hann fær mafíufor- ingja að nafni Nick (Joe Viterelli) til að fjármagna uppsetningu á einu leikrita sinna. En þessu boði fylgir eitt vandamál. Shayne verður að út- vega hlutverk fyrir hjákonu mafíu- foringjans sem hefur réttu línurnar en virðist vanta bæði leikhæfileika og réttu röddina. Shayne stendur því frammi fyrir því vandamáli að verða að fórna listrænni stjórn sinni fyrir að sjá verk eftir sig á sviði. Margs konar vandamál Þegar æfingar hefjast fer að síga á ógæfuhliðina hjá Shayne. Hann missir srjórn á leikurunum sem hafa. sínar eigin hugmyndir hvernig eigi að breyta handritinu þannig að hlut- ur sérhvers þeirra verði stærri og veglegri. Því stefnir allt í upplausn, eins og yfirleitt er á ákveðnum tíma- punkti í flestum mynda Woodys. En þá kemur til skjalanna bjargvættur Shaynes. Það reynist vera mafíufé- laginn og smáglæpamaðurinn Cheech (Chazz Palminteri) sem maf- íuforinginn haföi fengið til að líta eftir hjákonu sinni. Cheech hefur ekki hundsvit né áhuga á leikritum og leikhúslífi en áttar sig þó á því að leikritið, sem Shayne er að setja á svið, er ómurlegt og mun aldrei fá neina aðsókn. í stað þess aö láta sér leiðast fer Cheech að koma með at- hugasemdir og tillögur til Shaynes og viti menn, smátt og smátt fer leik- ritið að taka á sig heilsteypta mynd. Cheech verður brátt heltekinn af hlutverki sínu sem ráðgjafi þannig Umsjón Baldur Hjaltason að í lokin svífst hann einskis til að vernda verkið „sitt". Gottfólk Það eru margir leikarar sem koma fram í myndinni. Flestir eru þeir að léika í leikritinu og þá ýmsa furðu- fugla. Viö sjáum þar meðal annars Jim Broadbent og Tracey Ullman. Þótt Bullets over Broadway sé skil- greind sem gamanmynd er hún eins og flestar myndir Woody Allens full af alvöru bak við alla brandarana og klaufaskapinn. En hvort sem mönn- um líkar myndin vel eða illa þá er gaman að sjá að Woody Allen hefur ekki látið deigar. síga og virðist vera í fullu fjöri sem leikstjóri, leikari og handritahöfundur. Kyn- Iröll og kyn- bomba Nýlega var frumsýnd myndin The Specialist. Það er i sjálfu sér varla í frásögu færandi ef þetta væri ekki fyrsta myndin þar sem kynbomban Sharon Stone og kyntrollið og vöðvabúntið Syl- vester Stallone eru leidd saman. Myndin hefur fengið hörmulega dóma þar sem gagnrýnendur hafa haldiö því fram að þeim sköruhjúum hafi ekki einu sinni tekist að gera ástaratriðin trú- verðug né kynörvandL Stallone leikur Ray Quick, sprengjusérfræðing, meðan Stone leikur May Munro, konu sem leigir Quick til að leitá hefhda gegn þeim sem myrtu for- eldra hennar. Það gengur á ýmsu áður en yflr lýkur en einhvern veginn virðist eíhisþráðurinn ekkitrúverðugur. Svovirðistsem Sharon Stone eigi erfitt með að rifa sig frá hlutverkinu í Basic Instinct sem gerði hana fræga. Hún virðist vera meiraeða minna föst í kynbombuhlutverkinu og hafa einnig takmarkaða hæfi- leika sem leikkona. Hún ætlaði sér stóra hluti með spennumynd- inni SHver sem reyndist vera venjulegur try llir sem hvarf fljót- lega í gleymskunnar skaut. Margarmyndir Sharon Stone hafði að vísu leik- ið smáhlutverk í ýmsum mynd- um áður en hún varö fræg. Þar á meðal má nefna myndirnar Stardust Memories, sem Woody Allen gerði 1990, Ðeadly Blessing, Police Academy 4, Irreconcilable Differences og svo Totaí Recall. Næst á dagskránni hjá Stone er hiutverk í kúrekamynd sem ber heitið The Quick and the Dead og verður kvikmynduð í Arizona. Vonandi tekst henni þar betur upp svo hún geti sýnt að hún kann fleira en að krosslegja fæt- urna á kynþokkafullan hátt, Það er einnig undxunarefni hvers vegna Stallone lét draga sig út í að leika í The Specialist. Stall- one náði sér verulega vel á strik sem leikari í myndinni.CIiffhan- ger, eftir margra áralægð. Einnig féö hann nokkuð vel inn í hlut- verk sitt i myndinni The Demc- iition Man. Svo virðist sem marg- ir þekktir leikara hafi á undan- fömum misserum tekið að sér hlutverk í myndum sem hafa litla sem enga möguleika til aö ganga vel. Þettá á við td. um Bruce Willis í myndunum North og Col- or of Night. Þessar stórstjörnur hafa líklega talið að nafn þeirra væri nægianlegt öl að laða að ahorfendur en raunin hefur orðið onnur. Því falla þessi goð niður af háum stalli og þess vegria má búast viö að þau vandi valið betur á næsta handriti sem þau sam- þykkja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.